Alþýðublaðið - 30.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.07.1920, Blaðsíða 1
Oefið út af Alþýðuflokknuui. 1920 Föstudaginn 30 júlí 172 tölubl. Islerizkur hlaupagarpur Jón iónsson setur nýtt met i 5 rasta hiaupi. Hér gefur að líta mynd af Jóni Jónssyni Ijósmyndara frá Stóradal f Húnavatnssýslu. Eins og getið var um í skeyti til blaðanna 28 júní s. I., vann Jón 5 rasta kapphlaup á íþrótta- velli Kaupmannahafnar 27. s. m. Rann hann skeiðið á 15 mín. 52,3 sek. Skömmu áður hafði hann unn- ið stóra bikarinn, sem ?sézt á tnyndinni, í annað sinn; vinni Jón foann einu sinni enn, er h?.nn eign ■'hans. Bikarinn er sænskur. Auk þessa heíir Jón unnið fjölda ann- verðlauna fyrir hlaup, sem sjá á myndinni. Nú síðast hefir >Isann sett nýtt met á j rasta hlaupi: 15 mín. 4,1 sek. (Danskt met á þessari vegalengd er 15 mín. 22,5 sek ; og ís!, met er 17 mín. 47V5 sek) Jón er í A. I. K. (Arbejdernes Idrætsklub) og er talinn einhver allra bezti hlaupari, sem nú er meðal Dana, enda otar félagið honum alstaðar fram og hlýtur heiður af í hvívetna. „Þróttur" hefir góðfúslega lán- að Alþbl. myndina er hér birtist, og segir hann meðal annars um Jón, í blaðinu sem kemur út 2. ágúst: „Annars sýna ummæli danskra blaða það;: Ijóslega, hve ágætur hlaupari Jón Jónsson er, og eins og gefur að skilja, hefði Jón verið sjáltkjörinn að mæta fyrir Islands hönd á alheimsleikunum í Ant- werpen, hofðu héðan verið sendir menn til þátttöku. Til þess að fullkomna sig sens bezt í hlaupum og öðrum úti-íþrótt- um, hefir Jón í vor tekið þátt f íþróttanámsskeiði, sem þjálfkenn* ari Dana, Einar Midtgaard veitti forstöðu. Má buast við að við njótum góðs af þvf, þegar hann kemur heim aftur, sem vonandi verður sem fyrst.“ Aðrar leiðir. Hverjar eru þapr? Morgunblaðið, sem er eign stærstu auðmannanna á íslandi — meðal annars þeirra, sem eru helztu menn Fiskhringsins — hefir undanfarið, hvað eftir annað, flutt greinar, sem auk þess að fræða lesendurtjar á því, að verkamenn ynnu slælega, og að dýrtíðin staf- aði af því að verkamenn gerðu of háar kröfur, hafa endað á þvf, að greinarhöfundurinn hefir tromp- að þeim vísdómi, að verkamenn erlendis sæu nú að kauphækkanír kæmu ekki að haldi, gegn dýr- tíðinni, og væru farnir að snúa sér að öðrum leiðum. Með þessu gefur Mgbl. í skyn að verkamenn erlendis séu á móti kauþhœkkununi, en það væri gam- an að fá að vita í hvaða landi og hvar þeir væru, þeir verka- menn, sem eru á móti þvf að kaup þeirra hækki. Það er hætt við að Mgbl. eigi erfitt með að benda á hvar þeir eru, því þeir eru hvergi til. Hitt er aftur rétt að verkamemt erlendis snúa sér að öðrum leið- um jafnframt og þeir heimta að sér sé goldið svo mikið kaup að þeir standist dýrtíðina. En það er ekkert nýtt, að þeir snúi sér að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.