Alþýðublaðið - 21.06.1930, Síða 5

Alþýðublaðið - 21.06.1930, Síða 5
L'augardaginn 21. jýní 1930. AL’ÞÝÐUBLAÐIÐ 5 AlplnglshátiðSn, Ýmsar fréttir. Hátíðar gestir: Margir hátíðargestir komu á Antoníu, eins og áður hefir verið getið, og voru flestir peirra Vestur>lslendingar. FB. hefir afi- að sér upplýsinga um nöfn flestra hátíðargestanna: Dr. B. J. Brandson, einn af fulltrúum Canada á alpingishá- tíðinni. Dr. Brandson er yfir- skurðlæknir á Winnipeg General Hospital og prófessor í skurð- lækningafræði við Manitoba-há- skólann. Enn fremur er hann for- seti læknafélags Manitobafylkis. Hon. W. Major. Dómsmálaráð- herra Manitobafylkis. Hann kem- ur sem fulltrúi stjórnarinnar í Manitoba á alþingishátíðina. Sveinbjörn Johnson prófessor, fyrrum hæstaréttardómari í Nortih Dakota, lögfræðiráðunautur Illi- nios-háskólans og lagaprófessor við ríkisháskóla Illinios í Urbana. Prófessor Johnson er einn af full- trúum Bandaríkjanna, sem koma á alþingishátíðina. S. W. Jónasson, húsameístari, fulltrúi Sauth-Dakota ríkis á al- þingishátíðinni. Mr. Emiie Walters, listmálari, fulltrúi American Federation of Arts (Listasambands Bandaríkj- anna). Miss Kitty Cheatham, fulltrúi Federated Music Clubs of Ame- rica. Sir W. A. Craigie og lafði Crai- gie. Sir W. A. Craigie er heims- kunnur málfræðingur, einn af að- alhöfundum Oxfordorðabókarinn- ar frægu. Hann hefir sem stendur á hendi málfræðilegar rannsóknir við háskóla Chicago. Sir Craigie hefir áður ferðast hér á landi og er það alkunna, hve mikill ís- landsvinur hann er. Prófessor Cawley frá Harvard, jkennari í norrænum málum. Prófessor Magoun, Harward- 'háskóla, kennari í engilsaxnesk- um fræðum. Prófessor Benson fm Yale, prófessor í norrænum málum. Prófessor Helgi B. Josephsón, Pennsylvania State Collegé. M;ss Freda Harold, fyrrverandi reserach segretary dr. Vilhjálm Stefánsson, nú við Dartmouth College bókasafnið í New Hamip- shire. Prófessor Richard Begk, North ..Dakotá háskólanum, Grand Forks. Prófessor J. Kinton, Toronto. Dr. Edith Ross, Winnipeg. Dr. Þorbjörn Thorláksson, son- ur séra Steingríms N. Þorláks- sonar. Dr. Jón Árnason, læknir í Se,' attle, sonur séra Áma heitins á Skútustöðum. Prófessor Halldór Hermanns- son, Ithaca, New York. Mrs. Emile Walters (Þórstína Jackson), hún hefir verið ráðin itil þess að skrifa um alþingishá- tíðina í Hearstblöðin amerísku, The New York World, Christian Science Monitor og New York Evening Post. Jennie Thorvaldsson hjúkrunar- kona, dóttir Stígs heitins Þor- valdssonar, starfskona heilbrigð- isstjórnarinnar í Los Angeles. Sesselja Eyjólfsson, hjúkrunar- kona frá North Dakota, dóttir Stefáns Eyjólfssonar af Fljóts- dalshéraði, en hann var einn af elztu frumbyggjum i North Da- kota. Elin Anderson, research worker við Vermontháskólann. Stefania Sigurðsson, dóttir Jó- hannesar Sigurðssonar, Gimli, Man., prófhafi frá Columbia Uni- versity, New York. Theodora Hermannsson frá Winnipeg, fósturdóttir séra Jóns heitins Bjarnasonar. Guðrún Jóhannsson, skóla- hjúkrunarkona í Sakatoon, Ca- nada. Anna Erlendsson hjúkrunar- kona, St. Lukes Hospital, Duluth, Minn. Mrs. Mekkin Perkins, íslenzk kona, ættuð af Áusturlandi, þýð- ari, starfskona stjórnarinnar í Washington, D. C. J. R. Johnson lögmaður, sonur Finns fyrrum bóksala í Winni- peg- Valgerður Jónasson, kennari, 'Winnipeg, ættuð úr Þingeyjar- sýslu. Guðrún Bíldfell, kennari, Winni- peg, systurdóttir Jóns Bíldfell. Jennie Johnson, kennari, Wpg. Francis Mclntyre, kennari, ís- lenzk í móðurætt, Winnipeg. Mary Anderson, kennari í V|an- couver B. C., ættuð af Austur^ landi. Guðný Magnússon, ættuð af Austurlandi, kennari í Winnipeg. Adolph Fieldgaard, blaðamaður, frá Chicago. I Dora Schram, kennari í Glen- wood, Illiniios. Elizabeth Carr, bókavörður við New York Public Library. Florence Adams, bókavörður við New York Library. Kristin Skúlason, kennari, Geys- ir, Man. Emma Sigurðsson, kennari, Ar- borg, Map. Violet Code (Mrs. Charles N. Lawrence), söngkona, dóttir Hjart- ar Lárussonar söngfræðings í Minneapolis. (Miss Code hefir m. a. leikið og sungið í „Vagabond King“ og „The Student Prince“ (Alt Heidelberg) í New York. Alexander Johnson kaupm. og kona hans, Wpg. Alexander er ættaður frá HjarðarhoM í Dölum. Halldór Bjarnason kaupm. frá Wpg. og kona hans. Gregory Camp kaupsýslumað- ur, New York, og kona hans, Guðrún, ættuð úr Reykjavík. Qlatt á hjjalla var dag hvern á leiðinni til ís- lands, segja ferðamennirnir, sem hingað komu á Antoníu- Sam- komur og skemtanir voru haldn- ar á degi hverjum og hafði Ric- hard Beck prófessor umsjón með samkomunum. Á meðal þeirra, sem héldu fyrirlestra, var Sir Craigie. Mrs. Hall og Miss Code skemtu með söng, en ís- lenzka tríóið, sem var með i ferðinni til skemtunar gestunum, lék dag hvern og oft á dag. 1 þvi voru þau Nina Paulsson Kapff fiðluleikari, Fred Dahlman og Tryggvi Björnsson. Varð hinn síðast nefndi eftir hér, en hin tvö urðu því miður að halda áfram á Antoníu. Norðar í land fóru tólf Vestur-íslendingar um síðustu helgi. Fóru þeir á vélbáti til Borgarness á mánudaginn var og gera ráð fyrir að koma aftur fyrir alþingishátíð. 1 hópnum voru m. a. Emma Sigurðsson, kennari, frá Arborg, F. Stephens- son, ráðsmaður Lögbergs, Jón Samsson lögregluþjónn o. fl. Klæðabnrðnp Sólks. Undirbúningsnefnd alþingishá- tíðarinnar tilkynnir, að hún sjái sér ekki fært að óska þess, að veizlugestir á Þingvöllum séu í hátíðabúningi, en að sjálfsögðu ,mundi það prýða samkomuna í góðu veðri, ef þær konur skaut- uðu, sem þess eiga kost. Æskilegt væri, að karlmenn yrðu dökk- klæddir í veizlunum. (FB.) Fulltrúar Þýzkalands á alþingishátíðina koma hingað á M/s. Dronning Alexandrine um helgina. Fulltrúarnir eru: Karl Hildenbrand, fyrrverandi sendi- herra Wúrttemburg í Berlín, Emil Bemdt, borgarstjóri í Berlin- Eriedenau, Herman Hofman yfir- kennari, Ludwigshaven. (FB.) Polonia ferðamannaskip frá Austur-Asíu- 'félaginu, kemur hingað 25. þ. m. með ca 500 farþega; fer héðan aftur 28. þ. m. Á skipinu ern margar konur úr dansk-amerísk- .um félögum (Danish American Women’s Associations). (FB.) Herskipakomur. H. M. S. Rodney er væntanleg- ur hingað á þriðjudag 24. júní að morgni með Alþingishátíðarfull- trúa Bretlands, lávarðana Newton og Marks, Sir R. Hamilton og Mr. Noel P. Baker. (FB.) Þátttakendur í íslands- glímunni. Frá glímufél. Ármann: Sig- urður Thorarensen, Jörgen Þor- bergsson, Georg Þorsteinsson, Lárus Salómonsson, Ólafur Jóns- son, Dagbajrtur Bjamason, Géir Ásmundsson, Þorsteinn Einarsson, Þorsteinn Kristjánsson. — Frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur: Tómas Guðmundsson, Hallgrímur Oddsson, ólafur Þorleifsson, ósk- ar Einarsson, Sigurjón Hallvarðs- son. — Frá Glímufélagi Reykja- víkur: Valdimar Valdimarsson (,,Addi“), Ágúst Kristjánsson (,,Hannibal“), Viggó Jónsson (,,Gói“), Leó Sveinsson (,,Lói“). — Frá íþróttaféginu Stefni, Kjal- arnesi: Björgvin Jónsson. — Frá íþróttafélaginu Höfrungur, Þing- eyri: Viggo Nathanaelsson. — Frá Ungmennafélagi BoLungavík- ur: Marino Norðquist. — Frá Ungmennafélagi Stafholtstungna, Mýrasýslu: Kjartan G. Bergmann. Vegna þess, hve margir kepp- endur verða í íslandsglímunni 1930, en glímutími á Þingvöllum takmarkaður, fer fyrri hluti glím- unnar fram hér á íþróttavellinum í Reykjavík um næstu helgi. Handhafi beltisins er Sigurður Thorarensien í glímufélaginu Ár- mann. Einnig verður kept uin Stefnuhornið, sem veitt er fyrir fagra glímu og er handhafi þess Jörgen Þorbergsson í glímufélag- inu Árrnann. Auk þess fær sigurvegari í ís- landsglimunni aukaverðlaun frá undirbúningsnefnd alþingishátíð- arinnar, nautshorn silfurbúið, með áletrun, svo sem áður hefir verið frá skýrt. (FB.) Skrifstofa fyrir útlenda blaðamenn. Blaðamannafélagið hefir opnað skrifstofu í húsi Helga Magnús- sonar & Co. við Hafnarstræti. Eiga blaðamenn þeir, sem hingað koma á alþingishátíðina, að snúa sér þangað, ef þeir þurfa á ein- hverjum upplýsingum að halda. Verður skrifstofan opin frá kl. 10 á morgnana og þar til símanum er lokað á hverju kvöldi, að minsta kosti. — M. a., sem þarna á að liggja frammi fyrir útlendu blaðamennina, eru greinir um ýms aðalatriðin úr íslenzku þjóslífi. Hafa þær verið skrifaðar á 3 málum, ensku þýzku og dönsku. Sími skrifstofunnar er 2348 Barnaskólinn við Tjörnina hefir verið opn- aður fyrir gistingar og veitingar og verður opinn fram yfir há- tíð. í leikfimisalnum verða veit- ingar fyrir almenning. Jón Jóns- son bryti veitir gistihúsinu for- stöðu. TJðldin ó Þingvðllam. Þeir, sem pantað hafa tjöld eða ábreiður til afnota á alþingishá- tíðinni, eru beðnir að vitja ávís- ana á þau og greiða leiguna í dag og næstu daga á skrifstof- una í húsi Mjólkurfélagsins. Hátiðaljóð 1930. heitir lítið laglega prentaðí Ijóðakver, er Kristjón Jónsson hefir gefið út og hefir tileinkað alþingi. Tíu kvæði eru í kverinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.