Alþýðublaðið - 21.06.1930, Side 7

Alþýðublaðið - 21.06.1930, Side 7
Smærri hlutverkin eru lýtalaust af hendi leyst. Freymóður Jóhannesson hefir séð um allan leiksviðsútbúnað. Hefir hann leyst starf sitt vel af hendi. Það er langt síðan að Reyk- vikingum hefir gefist kostur á að sjá jafnglæsilegan leik, jiafngóða leiksviðsstjórn og allan útbúnað svo góðan sem að pessu sinni. V. S. V. Nýr hernaðnr. (Nl.) Það verður að teljast réttmætt að kref jast af mönnum, sem gera dýraveiði sér að atvinnu, eða gefa öðrum heimild til pess, að þeir þekki til hlítar lifnaðarhætti og eðli dýrategunda, sem veidd- ar eru, á sama hátt og menn gera sér far um að þekkja líf húsdýra og manneldisjurta. Líklega ber enginn hið minsta skynbragð á lifnaðarhætti hvala af peim mönnum, sem samþykkir eru hvalveiðalögunum, og eru mest sólgnir í að drepa hvalina. Hvað vita menn um aldur hvala? Hvað getur hvalkýrin átt marga kálfa um æfina? Af hverju stjórnast aðallega ferðalög hvala um höf- in? Hvaða sjávarhiti er eðlileg- astur hverri hvalategund? Hvers virði eru hvalir fyrir dýralífið í sjónum? Og hvað er hægt að gera til að tryggja tilveru hinna einstöku hvalategunda jafnframt veiðinni? Um þetta og margt fleira, sem lítur að lifnaðarhátt- um hvala, vita menn harla lítið. En það eitt vita menn, að hval- veiði er arðsöm atvinnugrein, meðan eitthvað er til að drepa, og að arðinum má, meðal annars, breyta í tóbak, silki, vínföng og annan álíka þarfan vaming, eins og gert er með nokkuð af arði fiskiveiðanna. Ekki er langt síðan þvi var haldið fram, að landbúnaðurinn ætti eingöngu að byggjast á jarð- ræktinni. Nú eru menn farnir að viðurkenna þenna sannleik og reyna eftir mætti að haga sér eftir þvi. En hvað sjávarútveginn snertir virðist ekki vera tímabært að nefna ræktun á nafn 1 sam- bandi við hann. Rántekjan er þar enn í algleymingi. Fyrir nokkru birti ég grein þess efnis, að árlega yrðu lagðir til hliðar nokkrir hund- raðshlutar af öllum fiskiafla landsins og myndaður fiskrækt- arsjóður til þess á sínum tíma að kosta þorskfiskaklak í stórum stíl við ísland, svo áð fiskstofninum yrði borgið, þótt veiðin væri stunduð af kappi. Þessu var auð- vitað enginn gaumur gefinn. Það virðist fáránlegt að hafa orð á því að halda fiskmergðinni við í hafinu og vernda hvalina hjá þjóð, 'sem frá ómunatíð hefir lifað á ránsafla úr skáuti lands og lag- ar. Telja má víst, að almenningur ALÞÝÐUBEAÐIÐ ! 7 SO anra. 50 aura. Eleplianl-cigareltur. LJdfVengar og kaldar. Fást alls staðar fi heildsðl h|á Tóbaksverzlnn íslands h. f. FILMUR. Við viljum benda viðskiftavinum okkar á að birgja sig upp með FILMUR hér á staðnum, vegna pess að verð á fiimum verður óhjákvæmilega talsvert hærra á Þingvöllum og svo getur einnig orðið tafsamt að komast að og fá fljóta afgreiðslu par. — Útsölustaðir okkár eru hjá hr. Jóni Guðmundssyni, veitingamanni og hr. Einari Halldórssyni, Kárastöðum. ILLINGWOTH S-filmur (bláu pakkarnir) eru beztar og ódýrastar. Sportvðrahtis Revfejavíhar. (Eiuar Björnsson). Hðfnm fyrirllgojandi: Nýtt rjómabússmjör í kútnm og kössum. Goudaost — Mysuost — Tólg, Nýtt nauta- kjöt með kverri skipsfðrð. Nýtt kjöt af öldum sauðum og veturgömlu fé getur komið næstu skipsferð frá Breiðafírði. Saib. ísl. samvfnnnfélaga. Talnafræði Morgunblaðsins. skilji í raun og veru nauösyn þess, að eitthvað þurfi að gera til að sjá fxskstofninum borgið og varðveita hvalina frá gereyð- ingu, en vanmáttur manna og deyfð dregur úr framkvaémdum, þangað til orðið er um seinan. Gæti þá farið með fiskinn eins og skógræktina, að áhuginn og getan skapast ekki fyH en skil- yrðin eru orðin svo breytt, að erfiðleikarnir við ræktunina marg- faldast. Og um hvalina gæti farið svo, eins og um geirfuglinn, að það yrði of seint að fara að tala um að varðveita þá, þegar þeir eru orðnir aldauða, Vel hefðu tslendingar getað verið þektir fyrir að koma með þá tillögu, að alfriða hvali á stóru svæði í Norður-íshafinu og norður hluta Atlntshafs, við ís- land, þar sem þeirra er helzt von, og bera hana undir nágranna- þjóðirnar. Það hefði að minsta kosti ekki síður borið vitni um menningarbrag landsmanna en hvalveiðalögin og heimildin til að framfylgja þeim. ólíklegt er samt að þetta bæri annan árangur en þann að sýna hug og vilja ts- Jendinga í þessa átt, því að varla mun drápgirni hafa þverrað að miklum mun í seinni tíð hjá ná- grönnum okkar. Fyrir 'rúmlega 60 árum var t. d. danskt fiskifélag svo gráðugt í hvaladráp, að það lét skjóta þá með eiturskeytum, sem gerði hvalina „að óæti fyrir menn og skepnur". Til þess að varðveita líf og heilsu tslendinga gaf danska stjórnin út tilkynn- ingu um að hirða ekki slíka hvali, ef þá kynni að reka hér við land, en henni datt ekki í hug að banna þessa þrælslegu drápsaðferð. Þrátt fyrir stjórnlaust hvaladráp utlendinga á sinni árum fyrir ut- an friðlýsta svæðið við Island halda menn þvi fram, að hvalnum hafi fjölgað. Þetta er fundið upp til að skapa höfuðástæðu fyrir því, að nú sé óhætt fyrir lands- menn að fara að stunda hval- veiðar. Og vel gæti svo farið, að það kæmi óþægilega við ein- hverja bankastofnun, ef hval- fjölgunin við tsland reynist í- myndun ein og blekking. Það er ekki venja að kalla þar gjaldþrot, sem búið er að tæma svo einhver forðabúr landsins, að þau eru hætt að vera arðberandi, en hvergi á það samt betur við. Reglulegt gjaldþrot má kalla að sé þar, sem nú er gróðurlaust land, en var áður skógi vafið og vaxið öðrumgróðri. Gjaldþrotmá einnig kalla þar, sem ördeyða er í ám og stöðuvötnum, en voru áður full af fiskum. Með hval- veiðunum og annari rántekju úr forðabúri náttúrunnar er enn verið að stofna til gjaldþrots, Þegar höfuðstóllinn er eyddur, þarf enginn að ómaka sig til að hirða ávextina. ; Gudm. Davidsson. Morgunblaðið hefir nokkrum sinnum gripið til þess, að punta upp á lesmál sitt með eyðufylli, er það kallar: Fregnir frá Rúss- landi. Því er nú svo varið með Rússlandsfregnir Morgunblaðsins, að þær eru ekki frá fyrstu hendi, heldur sumpart heimilisiðnaður þess sjálfs, og segir þá til um innrætið og gáfnafarið, eða þá úrgangur erlendra sörpblaða, er skipa þann virðulega sess í Mgbl. að verða ábætir á moð- gjöf dagsins. Má því segja, að Mgbl. veljist öldungis samleytis- hæfur „sannleikur" og þá nægi- lega umgangshæfur þvi nálar- auga, sem honum er þar helgað. Að svo komnu máli ætti, að vera óþarft að' vara menn við þessum erlenda eða hérlenda gróusagnaofbeitingi, er blaðtetr- ið notast við. Hinu verður ekki hamlað, þótt einstaka Morgun- blaðsgolþorskar glæpist á agnið. Þeir eru feigir hvort eð er. Á síðastliðinn laugardag virð- ist lifna yfir hinum svarta sverði blaðsins í þessu fréttaefni, eins og drægi hann dám af gor- kúlnagróðri hauganna núna í regntíðinni. Úr því blaðið fór að leggjast fram á lappir sínar og vitna um eyðingu fósturvísanna rússnesku, væri ekki úr vegi fyr- ir það að horfa í gaupnir auð- valdsskipulagsins, sem er skjól- stæðingur þess sjálfs. ‘ Hversu mörg þúsund viðbúanda þess tortímast eða grafast lifandi und- ir rústunum árlega, jafnvel þótt fæddir séu og fullvaxta? Hitt er öllum fullkunnugt, að fóstureyöing er ekki rússnesk frá rótum, heldur sprottin upp af rannsókn og áliti fæn’a mahna um víða veröld. Því síður er hún nokkurt rússneskt einsdæmi, þótt Mgbl. vilji svo vera láta, þar sem hún er framkvæmd að meira

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.