Alþýðublaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 8
8 AL'ÞÝÐU.BLAÐIÐ 15 stúlkar óskast til síldarsöltunar hjá Síldareinkasölu ríkisins á Siglu- firði. Stúlkurnar þurfa að vera komnar til Siglufjarðar ,fyrir 20. júlí. Þær, sem vilja sinna þessu, geri svo vel og tali við af- greiðslumann Alþýðublaðsins. Landsins beztn hjól ================ B. S. A., 1AMLET og PÉM Þessipifól og alt tilheyrandi hgólhestum fáið pRð hjá Sifsurpér Jónssyni — Anstystpætg 3. (Bjólín lást með m|ög littflkvænmm afborgunarskilmálum).- eða minna leyti um öll lönd, að Islandi ekki undanskildu. Enda er það aðallega fyrir trúar- bragðahleyþidóma, að almenn- ingsálitið hefir ekki komið auga á hið skynsamlega í þessu máli sem öðrum. Morgunblaðið ætti næst að skrifá um náttúru-„morðin“ á þeim þúsundum sáðla, sem úti- lokast frá eggfrjóvguninni um sérhverjar mannlegar samfarir, þar er sem sé um jafnmikla sjálf- stæða lífsvitund að ræða, þótt skilji á um vaxtarstigið. Annars eru Mgbl.-eigindin auð- sæ í þessari „Rússlandsfregn" sem öðru, er blaðið flytur. Þann- ig segir þar, að 6 fóstureyðingar- sjúkrahús séu í Moskva með 50 —60 fóstureyðingum á dag, en svo er bætt við: „Á öðru af sjúkrahúsum þessurn voru 50 000 fóstur drepin á árinu 1928.“ Þannig er Mgbl. nú methafinn í „nákvæmni" á meðferð talna í stað Jóns Þorlákssonar. . 11/6. J. G. E. Framtak burgeisanna. Ihaldsmenn segjast trúa á framtak einstaklinganna, en verk- in sýna merkin, að þetta er blekking hjá þeim. Þeir trúa á framtak burgeisanna, en almenn- ing vilja þeir gera sér háðan. Stóryrkja iðjuhöldanna gengur út á að drepa niður fíamtak ein- staklingsins nema þeirra fáu, er bolmagn hafa til að eignast fram- leiðslutækin, er til stóriðjunnar þarf. Alþýðuna vilja þeir láta vera þræla iðjuhöidanna þeim háða án allra möguleika til að draga frarn lífið á annan hátt en að verða verkamenn í þjónustu burgeisanna. Ihaldsmenn segjast vilja vinna að sjálfstæði einstaklinganna í landinu, en þetta er líka blekking hjá þeim. Að auknu sjálfræði þeirra ,er hafa yfirráð fjármagns- ins, viija þeir vinna. Verk þeirra sýna að svo er. Þróun auðvalds- skipulagsins gengur út á það að þrengja auðnum á sem fæstár hendur, og hinir fáú, er auður- inn safnast hjá, hafa ráð hinna í hendi sér. Mokkru fyrir stríð las ég um það í bók, að 10 þúsund ættu allan auð Bretlands. Þessir 10 þúsund voru þá raunverulega þeir einu sjálfstæðu menn af 40 milljón íbúum Bretlands. Eftir sama hlutfalli ættu þeir, sem eiga allan þjóðarauð vorn, að vera einir 25 menn. Sem betur fer er þróun auðvaldsskipulags- ins ekki komin svona langt hjá okkur, en ef þjóðin leggur völdin í hendur Ólafs Thors eða annara hans nóta ,er víst, að svona fer fyrir okkar þjóð líka. 1 iauðugustu borginni í brezka heimsveldinu farast mpnn úr hungri hundruð- um og þúsundum saman við dyr auðmannanna. Þar sem íburðar- eyðsla auömannanna er mest líða fátæklingarnir af skorti á fæði, klæðum og húsnæði. Atvinnu- leysið, sem þjáir nú flest lönd í heiminum, er að kénna þessari öfugu þróun, sem auðvaldsskipu- lagið veldur. Þegar svo er komið fyrir þjóð- inni, að almenningur hefir ekkert í höndum til að bjarga sér með; húseignir, jarðir og skip, alt er eign fárra auðkýfinga, en þjóðin á ekkert sjálf, en þarf að „krjúpa og kyssa á kúgarans hönd“, þá er hún í sannleika búin að glata sjálfstæði sinu. Íslendingar! í fjötra þess skipu- lags ,er leiðir yfir ykkur þessa ó- hamingju, vilja íhaldsforkólfarnir teyma ykkur með alls konar blekkingum. Þeir reyna að villa á sér heimildir, þykjast vera vinir kristindóms um leið og öll þeirra starfsemi gengur í þveröfuga átt við kenningu Krists'. Þeir þykjast vilja efla framtak einstaklingsins, en í framkvæmd reyna þeir að lama alla smáiðju í landinu, þar sem framtak almennings getur helzt notið sín. Þeir þykjast vilja efla sjálfstæði landsins inn á við, en í framkvæmd reyna þeir að gera alla sér háða. íslendingar! Varið ykkur á i- haldsstefnunni. Hún er stefna auðvaldskúgunar, er stefnir þjóð- inm á helveg. Indridi Giíðmundsson. Til Dingvallaferðariimar Handtöskur frá 4V95 Hitaflöskur 1 líter, Hitaflöskur s/i Emal. diskar 0,79 Emal. drykkjarbollar 0,55 Dósahnífar 0,65 Vasahnífar 1,00 Borðhnífar riðfr. 0,75 Gafflar 0,40 Skeiðar o,4o Teskeiðar o,15 Sigarðnr Kjaríansson Laugavegi 20 B. Sími 830. Húsgc 1 Buifet •gn. 1 Borðstofuborð 4 stólar til sölu ódýrt. Jém GraðBHBraifidss. Bergþórugötu 23, sími 2285. Frétfaicassai*. Merkilegt nýmæll. Hér í Reykjavík hafa tíðkast fréttakassar, sem blöðin hafa lát- ið hengja' út í fréttir og myndir, er stóðu í sambandi við innlenda og útlendá viðburði. En úti um land munu þeir vera lítt þektir. Nú hefir verklýðsfélagið í Súða- vík látið gera sér slíkan frétta- kassa, og' hefir það gefist vel. Um þetta segir svo í bréfi frá Súðavík: „Hér eru mjög fáir, sam kaupa Alþýðublaðið, en þó er næstum alt þorpið í okkar lit. Veldur því einungis fátækt rnanna. Ég hefi leitast við að bæta nokkuð úr þessu á þann hátt að setja helztu fréttir (einkum agitatoriskar) í auglýsingakassa, .sem verkalýðs- félagið hefir látið smíða. Gefst þetta ágætlega; fólk les fréttirnar af kappi, þegar það er á leið frá og til vinnu. Hefi ég flesta daga eitthvað nýtt á boðstólum. Mynd- ina af Haraldi setti ég í kassann fyrir skömmu ásamt hinni ágætu grein Jóns Baldvinssonar, en á þriðja degi hvarf hún úr kass- anum. Hefir ekki vitnast enn þá, hvort þar er um himnaför að ræða, eða áhugasöm yngismeyja skyldi vera völd að hvarfinu — eða þá í þriðja lagi að haturs- fullur íhaldsdólgur hafi hnuplað henni vegna flokksheilla." Gestir ilbænum. Sér Sigurður Z. Gislason, Dýra- firði. Ingólfur Jónsson bæjarstjóri á Isafirði og Ingibjörg Steinsdótt- ir. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN, Hverftsgötu 8, sími 1294, tekur að sér alls kon- ar tækfcfærisprentun, svo sem erfiljóð, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. a. frv., ng afgreiðtr vinnunr jótt og við réttu vei Ji. Síepuskóflar oy Steypufötur. Eimifi Vutnsfölur o@ Þiotta- balar. HJá Klapparstíg 29. Sími 24. Herrar! Oxfordbaxar. PlasEonrbaxnr, Reiðbnxnr, Sportso&kar. Gott úrval og mikið í Soffiibðð. S. Jóhannesdótiir. MUNIÐ: Ef ykkur vantar hús- gögn ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið í fomsöluna, Aðalstræti 16, sími 1089 eða 1738. Jakketföt nýleg úr ágœtu efni fást með tækifærisverði hjá Árna & Bjarna, NÝMJÓLK fæst allan daginn í Alþýðubrauðgerðinni. Allir k|ésa að aka í M1 frá BIFROST Sinai 1529. WILLARD er‘ beztu iáan- legir rafgeymar i bíla fást hjá Eiriki Hjartarsyni, Rit»tjóri og ábyrgðaxmaðBEi Horaldur Gnðumndssou. Alþýðuprcntsmiðjan. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.