Morgunblaðið - 02.08.1970, Blaðsíða 10
10
MOBGUMBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. ÁGÚST 1970
Innlend heildverzlun er álíka
gömul og öldin, sem við nú lif-
uim á. Meg.n þjónustuhlutverk
hennar eor að annast innkaup
og vörudreifingu erlendis frá
og reyniir þá oft á útsjónarsemi
og lipurð í samninga-gerð við
erlenda viðskiptavini. Við-
skiptavinir heildverzlunar hér-
lendis eru aðallega kaupmenn
og verzlanir, sem aftur eru sá
aðili, sem skiptir við hinn al-
menna neytenda. Fyrir skömmu
áttum við viðtal við Agnar
Ludvigsson heildsala, og í til-
efni af frídegi verzlunairmanna
spurðum v ð hann um upphaf
Innlendrar heiildverzlunar, einn
ig ýmsra spurninga, er við
koma heiidsölurekstrinum og
hann sagði:
— Innlend heildverzlun er
talin hefjast í byrjun þessarar
aldar, um svipað leyti og heimia
stjórn og síminn kemur tflll
landsing. Það er því ekki lengra
um liðið en svo að margir eru
enn á lífi, sem muna þessa at-
burði og þá rnenn er stóðu sem
brautryðjendur á þessu sviði.
Þeir voru dugmiklir og farssel-
ir í störfum sínum og nægir í
því sambandi að nefna Ólaf
Johnsson og Garðar Gíslason,
en svo sem kunnugt er starfa
fyrirtæki þeirra enn með mesta
myndarbrag. Skömmu síðar
hófst einnig heiidsölurekstur
kaupfélaganna, SÍS hér í
Reykjavík.
— Hafa ekki orðiið talsverð-
ar breytingar á heildsölu-
rekstrinum?
— Jú frá þeissuim fyrstu áæum
heildverzlunar á íslandi hafa
orðið miklar breytingar. Megin
verkefni heildsölunnar hvað
viðkemur innflutn'ngi er auð-
vitað enn hið sama og upphaf-
lega — að útvega viðskipta-
mönnum góðar og þarflegar
vörur á bezta fáanlegu verði.
En að sjálfsögðu eru breyting-
arnar miklar, verkefnin fjöl-
breyttari, hraðinn meiri og upp
hæðirnar hærri. Vöruflokkarn
ir eru einnig margfalt fleiri og
mauðsyn sérþekkin|ar er á
flestum sviðum. — f heildsölu
sem öðrum atvinnugreinum hafa
að sjálfsögðu skipzt á skin og
skúrir, en hér er hvorki rúm
né tími til þesg að rekja þá
sögu, en ég tel æskilegt og
sjálfsagt að sú saga verði
skráð — því fyrr því betra, ef
unnt á að vera að fá sögulega
léttar staðreyndir.
— Hafa ekki heiildsölur ein.n
ig oft iðnrekstur eða annan hlið
arrekstur, jiafnframt starf.semi
sinni?
— Jú — hliðiarrekstur er viða
hjá heildverzlunum. Mörg
hafa með höndum eða ann-
ast á einhvern hátt iðnrekstur
eða framleiðslu og má í því sam
bandi nefna kaffibrennslur,
efnagerðir, gosdrykkjaverk-
smiðjur, kexgerðir, vikursteyp
ur og ótail m-argt fleira að
ógleymdr'i margs konair viðgerð
ahþjónuistu á vélum og tæikjum.
Yfirleitt hefur bilið milli heild
sölu og iðnaða.r þrengzt, sem
sjá miá m.a. af því að sælgætiis-
gerðir, ölgerðir og smjörlíkis-
gerðir eru félagar í Fél. ísl.
stórkaupmanna.
— Hvað um gjaldeyris og
verðiagsimál?
— Um nærfellt þrjá áratugi
voru hér gjaldeyris- og inn-
flutningshöft, þó stundum rof-
aði þar að vísu nokkuð til á
köflum. Þetta er nú gjörbreytt
til h ns betra og ber sannar
lega að meta þá stefnu. Hins-
vegar eru verðlagsákvæði þau
er verzlunin nú býr við bæði í
heildsölu og smásöiu aigjörlega
óraunihæf og valda rnargs konar
erfiðleikum við birgðadreifingu
og þjónustu veTzlunarfyrir-
tækja. Það er t.d. ógerningur
að hafia ýmsar nauðsynjavömr
fyrirliggjandi á heildsölulager-
um, þar sem af því mundi leiða
beint rekstrartap.
— Það er vafalaust mikil
vinna og margs að gæta í rekstr
inum?
— Rekstur heild.sölu krefst
mikillar vinnu, reynslu og sér-
þekkingar. Þar verða allir að
v.'nna og vinn,a vel, ef nokkuð
á að ganga. Gífurlegt fjáirmagn
er bundið í vörum og útlánum
en skuldbindingum öllum, bæði
við erlendar og innlendiar stofn
aniir verður að vera hægt að
treysta. Til langframa er það
happasælast að kaupa aðeins
vandaða vöru og gefa sér tíima
til í-amanburða r frá hinum
ýmsu löndum og framleiðend-
um. Ánægja í starfii verður
ávallt meiri ef vitað er að
treysta má gæðum vörunn.ar,
sem verzlað er með. Hiklaust
miá fuiílyrða að íslenzkir heiild-
salar hafa yfisnleitt lagt sig
fram um að vinna sitt sbarf
eins vel og möguletkar og að-
stæður hafa leyft hverju sinni.
Það tékur áratugi að vinna upp
vel sitarfhæfa heildsölu og
stundum fana forgörðum á einu
andartaki beztu viðskiiptasa.m-
bönd fyrirtækja, vegna opin-
berra aðgerða eða af völdum
sviptibyljia sögunnar. Alit er
breytingum háð og mörg sker
og boða að varast. Efcki hafa
allir auðgazt á heilösölu, síður
en svo. Sumir hafa haldið að
þar mættd grí.pa sfórfé á skömm
um tíma, en þetta reynist venju
lega á annan hátt í neynd. í
þessari atvinn.ugrein sem öðr-
um er heilbrigð þróun og eðli-
leg viðskdpti hedlliadrjúgust.
— Hvað vilt þú segja í til-
efni frídags verzd.unarmanna?
— f tilefni dagsins óska ég
verzlunarfóilki og öðrum, sem
taka sér frí frá störfum og gera
sér daigam.un alls h'ns bezta og
vona að það megi lengi njóta.
í því sambandi kemur mér 1
hug góður kunningi minn, sem
war foratjóri erlendis fyrir
atóru fyriirtæki og hafði mjö.g
annasaman vlnnudag. Hann
tjáði mér eitt sinn að innan
skamm,s gæti hann hætt störf-
um hjá fyrirtækinu, þar sem
hann hafði náð tilskildum tímia
og fengi full eftirlaun — þótt
hann væri aðeins rúmlega sex-
tugur að aldri. „Þá ætla ég að
hafa það rólegt, lesa bækur og
leitea golf“, sagði hann. Svo
kom fríið og hann undi við
þetita um tíma. En að tveimur
árum liðnum var hann orðinn
það leiður á aðgerð'arleysinu,
að hann var vart mönnum simn
and . Þá kom bann eitt sinn
auga á auglýsinigu í blaði, þar
sem auglýst var e-ftir manni
með reynslu og þebkingu til
þess að rétta fjárhag fyrirtæk-
is eins í íran. Hann sótti um,
fékk stöðuma og það sem meira
er, honurn tókst að koma fyrir-
tæk nu á rébtan kjöl. Hin nýju
verkefni færðu honum lífisþrótt
inn á ný og fjölmörgum starfs-
söm.um höndum vinnu og betri
lífsmöguleika. Þetta sýnir, hve
starfið ér manninum nauðisyn-
legt, segir Agnar Ludvigsson
að lokum og bætir v ð í léttum
tón: „Við skulum vona að við-
skiptin verði lífleg, þegar frí-
inu lýkur.“
Happasælast er að
kaupa vandaða vöru
- Rætt við Agnar Ludvigss. heildsala
Allsnægtir í vöruvali
Að Norðurbrún 2 er ný og
glæsileg kjörbúð — Kjörbúðin
Laugarás. Kaupmaðurinn þar
er Hreinn Sumarliðason og hef
ur hamn starfað á þessu svlði í
20 ár. Við hiftum Hrein að máli
dag einn í vikumni, er sólin
sikein í heiði. Það var bjart í
vterzluninni, enda nýtízkúleg
mjög. Við spurðum Hrein,
hvernig almennur vimnudagur
liði hjá honum, og hann svar-
aði:
— Fæstir gera sér grein fyr-
ir því, hve mik’l vinna felst á
bak við starf mitt. Við hefjum
störf eigi síðar en kl. 07.30. >á
þarf að saga niður kjöt og raða
- Rætt við Hrein
Sumarliðason,
kaupmann
í kjötborðið, því að það er
tæmt hvert kvöld og hreinsað.
Fyrstu bílarnir, sem dreifa vör
um í verzlan'r hefja og akstur
kl. 8.00, svo að eing gott er að
vera kominn, tid þesis að veita
vörunum viðtöku. Dag hvern
fáum við kjötfars, bjúgu, ban-
ana og ýmislegt fleira.
— Já við opnum verzlunina.
strax og við komum, en afi-
greiðslufólk ð sjálft kemur
eklki fyr.r en kl. 9.00. Við hliaup
um þó í afgreiðsluna, þegar
tími gefst til, svo að viðskipta-
vinirnir, sem þurfa geta komið
í bít ð.
— í sjálfu sér hefur orðið
gífurleg breyting á þeim 20 ár-
um, sem ég hef verið við verzl-
un. Mest munar þar um vöru-
framboð. Þegar ég var að byrja
má segja að verið hafi algjör
fátækt í vöruframboði — þá
f'ébkst ekkert nema innílend
vara. Þá h.aifa afgreiðsiluhiættir
einn g tekið stórstígum fram
förum. Mesta stökkið þar er
breytingin frá afgreiðslubúð í
kjörbúð. Kjörbúð er forsemda
fyrir því, að unnt er að hafa
svo mikið vöruval, sem nú er
yfirleitt í verzlunum og gefyr
einnig mögule ka á að sýna vör
una viðskiptavinunuim. Það
yrði seimlegt starf að sýn.a vöiru
yfir búðarborð í afgreiðslu-
verzlun.
— Ebki er hægt að ræða um
verzlunina í dag án þess að
minnast á verðlagsákvæðin,
sem gilda og bafa gilt um langt
skeið. Þau eru alls ekki sú
vörn neytandans, sem á að
tryggja honum lægsta vöru-
verðið. Ákvæðin hafia letjandi
áíhrif á alla þá er gera inmkaup.
Þau hvetja menn ekki till hag-
stæðra 'nnkaupa. í dag vamtar
ekkert nema það iað verðlag fiái
að þróast eðlilega og lögmiálið
um framboð og eftirspurn íái að
njóta sín. Frjáls samkeppni er
hið eina, sem leiðir til lækkaðs
vöruverðs. Frjállslyndi í þessum
milum er bezta vörn neytamd-
arus.
— V ð erum 5, sem störfum
hér í verzluninni, Þar er kom-
ið inn á nokkuð viðkivæmt máil,
því að í rauninni eæu fleiri ef
taldar eru með stúlkiumiar, sem
afgreiða um söluop eftir kl. 18.
Því miður hefur borgaryfiirvöld
unum efeki tekizt að framfylgja
þeirri reglugerð, sem í gildi er
— þ.e. að loka verzlunnm kl.
18. Það hlýtur að eiga að firam-
fylgja gildandi reglugerð
hverju sinni og það án tiillits
tii þess, hvaða sjónarmið fólk
hefur í þeim málum.
— Jú það er ólíkt skemmti-
legra að verzla nú en áður,
Það gerir hið mikla vöruval.
Þeir, sem muma skömmtunairár-
in og stofnauka _nr. 13 geta tek
ið undir það. Ég man að ég
lenti einu sinni í biðröð firaman
við Últíma og byrjaði að standa
um miðja nótt, en skömimu eftir
að opnað var og komið var að
mér, fékkst ekkert sem passaði
á m:jg. Þessi breyting til alls-
nægta í vöruvali er svo miki'l,
að f'Ullkomin ástæða er til að
lýsa ánægju sinni. Þar vantar
ekikert á, nema eins og ég gat
um áðan frjálsa verðiagsmynd-
un.
— Jú vinnudagurinn er lang
ur — að jafnaði til kl. 19.30.
Eft'r lokun þarf að taka tii,
losa frystiborðin og hreirusa
ýmis áhöld, svo sem kjötsög o.
fl. — yfirleitt allt er viðkemur
kjötsölunni. Þá þarf kauprmað-
urinn og að fylgjast með því
hvaða vörur þarf að kaupa inn.
til verzliunarinnar, panta, síðan
verðle'ggja, merkja og koma
fyir'-r í hillum, áður en tæmist.
Það er ekki nóg að hafa girni-
lega vöru. Kaupmaðurinn þarf
einnig að sjá um að viðskipta-
vinirnir fái góða þjónustu. í
því sambandi dettur mér þó í
hug atvik, sem gerðist fyrir
mörgum árum. Félagi minn var
að afgreiða þebktan góðborg-
ara. Þeissi félagi minn var fræg
ur fyrir mikia lipurð v.'ð af-
greiðslu og prúðmannlega fram
göngu, sem sagt aígreiðslumaö-
ur til fyrirmyndiar. Hann var
hinn kurteiísasti en eftiir
að viðskiptin, höfiðu farið
fram kom v i ð sk i pt a'v iuu r iinn.
aftur í verzlunina, skelilti appel
sínupokanum á borðið og sagði:
„Það er ekki nóg að setjia að-
eins kurteisina í pokann.“lÞarn.a
var sem sagt um gallaða vöru
að ræða og hún afgreidd í ó-
gáti. Þetta sannar aðeins, að
enginn er óske 'kull, þrátt fyrir
góðan vilja — segiir Hi-einn
Sumarliðason um leið og við
kveðj'um.