Alþýðublaðið - 22.06.1930, Síða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1930, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 90S er talan nú á kaupendunum, sem vantar til þess að við getum 'stækkað blaðið. — Komið með Jiessa 8 í dag! Ó. F. Söngtar Péturs Jónssonar. Vér höfum nú um margra ára skeið átt þvi láni að fagna að hlýða á söng Péturs Jónssonar og oftast með þeim árangri, að hann hefir gengið aftur af manni og fram með raddkyngi sinni og raddfegurð. Söngdómarar hafa i hrifningu gripið til sinna kröft- ugustu lýsingarorða og aðdáun- arsnildar, að ekki er um annað að gera en yrkja sjálfan sig upp, ellegar þá að grípa til annara ráða en venjulega er við haft um söngdómara. Ein hin allra frægasta og glæsilegasta hetja, sem sögur fara af, er Gúst- af Bertelskjöld, einn af úrvals köppum Karls tólfta. Eitt sinn sendi Karl konungur hann njósn- arför til Ágústar konungs frænda síns; sátu kappar að drykkju í höll Ágústar, er Bertelskjöld kom; hljóp konungsmönnum (kapp Pkinn og kraftur í vöðva; vildu þeir ögra sendimönnum Karls konungs með aflraunum sinum, auk heldur lét Ágúst kon- ungur sækja skeifur nokkrar og braut þær hverja eftir aðra á milli handanna, svo sem haglda- brauð væri. Tóku þeir nú að ögra Bertelskjöld og fría hon- um hugar. Bertelskjöld svaraði engu, en leit snöggvast í kring um sig, greip síðan • tvo aðal- foringja Ágústar konungs, sinn með hvorri hendi, keyrði þá hátt í loft upp og hélt hinum sprikl- andi köppum frá sér með rétt- um örmum, bar þá tvo hringi kring um borðið og setti þá síðan niður, blítt og rólega fyrir fram- an fætur konungs. Brá nú kon- ungsmönnum svo viÖ, að þá setti hljóða, svo mikið fanst þeim til um þessa fágætu aflraun. Þannig er söngur Péturs Jónssonar; hann er fagurt æfintýr, fullur af hetju- skap, snild og kyngi, okkar litlu þjóð til stórsóma. Ríkardur Jónsson. Usn dn^Iaxn og vegfsan. Spegillinn kemur út á morgun, 32 síður, á 14 tungumálum. Fiiðfinnur Guðjónsson átti eins og kunnugt er 40 ára leikaraafmæli s. 1. fimtudag. Var honum vel fagnað í leikhúsinu þetta kvöld. Eftir að sýningu Fjalla-Eyvindar var lokið héldu vinir hans og ieikarar honum samsæti, er stóð til kl. 3. Var Friðfinnur hyltulr þar með mörg- um fögrum ræðum. Nokkrir vinir hans færðu honum gullbúinn göngustaf að gjöf. Heilig Olav. Meðal farþega á „Hellig 01av“ eru Stauning forsætisráðherra og Borgbjerg kenslumálaráðherra og frúr þeirra, enn fremur Frederik Andersen þjóðþingsmaður vara- forseti jafnaðarmannaflokksins og Karl Andersen blaðamaður við „Social-Demokraten“. „Hellig 01av“ mun koma hingað um há- degi á miðvikudag. Nemendur Hvitáibakkaskóla. Af tilefni 25 ára afmælis Hvít- árbakkaskóla ætla gamlir nem- endur skólans og kennarar að hittast á Þingvöllum fyrsta dag alþingishátíðarinnar. F undurinn yerður í tjaldi íþróttamanna og hefst kl. 51/2 e. h. Er þess vænst að hátíðargestir, sem verið hafa nemendur á Hvítárbakka eða kennarar, mæti þar. Guðmundur Kiistjánsson (syngur í Gamla Bíó í kvöld kl. 71/4. Eggett Stefánsson söngvari kom í morgun með Brúarfossi frá útlöndum. Vestmannaeyjablfreiðar eru komnar fjórar til borgar- innar; bifreiðar merktar V. E. hafa ekki áður sézt hér í borg- inni. Merkin verða afgreidd í skrif- stofu Slysavarnafélagsins, Aust- urstræti 17, frá kl. 10 f. h. á rnorgun. Gengið inn frá Kola- sundi. Það er mjög áriðandi að félagskonur bregðist vel við þessp. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að mönn- um er ekki heimilt að tjalda á efri brún Almannagjár eða upp með Öxará. Akureyrarstúlkurnar .hafa fimleikasýningu í kvöld kl. 9 í alþýðuhúsinu Iðnó. Hafa stúlkurnar unnið sér miklar vin- sældir hér mið leikfimi sinni og má því búast við mannmörgu í Iðnó í kvöld. Knattspyrnumótið. 1 gærkveldi sigraði „Valur“ „Víkinga" með 5:0. í kvöld keppa Vestmannaeyingar og K. R. Þing. Stórstúkuþing og kennaraþing standa nú y-fir hér í borginni . Skipafréttir. f gær komu Botnía, Drottn- ingin, Gullfoss og Esja. Öll skipin voru full af farþegum. Gullfoss tfór aftur í gæfkveldi til fsafjarð- ar til að sækja þá farþega, er hann ekki gat tekið með að þessu sinni. Brúarfoss kom í morgun Lagarfoss kom um hádegi, Goða- foss kemur í kvöld. settust síðan upp í vagninn og öku þau í honum heim, en á leið- inni valt vagninn. Annað barnið varð undir vagninum og lézt þegar. Var það Hrefna litla, 11 ára, dóttir Guðmundar Jónssonar, Óðinsgötu 4 hér í borginni, en hitt barnið, drengur, 9 ára, meiddist furðu lítið. N Álþýðubókasafn Reykjavíkur áminnir lánþega enn að nýju um að skila öllum bókum fyrir 25. þ. m. v 1 Breskn fiugmetmirmr koma. London (UP.), 23. júní FB. Plymouth: Tveir þriggja mótora flugbátar lögðu af stað frá Mountbatten flugstöðinni á sunnudag áleiðis til íslands, þar eð veðurhorfur höfðu batnað. Flugbátarnir lentu í Stornoway til þess að bæta á sig benzíni seinni hluta dags, halda áfram þaðan seinni hluta dags í dag til Færeyja, taka þar benzín, og halda svo áfram fluginu til Reykjavíkur, eftir skamma við- dvöl. [f fyrra dag barst skeyti hing- að imi. að flugbátamir ætluöu ekki að kom hingað, en á því hefir nú orðið breyting.] Bvað er að £rétta? Sijningu hefir Guðmundur Ein- arsson opnað í Listvinahúsinu. Þar verða sýnd um 80 listaverk: málverk, raderingar og högg- myndir. Sumt af verkum þessum hefir verið sýnt á síðustu árum í Þýzkalandi og í Noregi, en ekki verið til sýnis' hér áður; enn fremur er töluvert af nýjum úerkumi, þar á meðal model af minnismerki um Jón Arason. — Má óefað ætla, að sýningin verði vel sótt. Áheit á Strandcirkirkju 10 kr. frá ónefndum. Félag matvörukaupmanna bið- ur fólk veita athygli augl. í 'blað- inu í dag um lokun matvöru- búða á alþingishátíðinni'. Fél. ísl. loftskeytamanna held- ur aðalfund sinn sunnud. 29. þ. m. Knattspyrnumótid. 1 kvöld kl. 8V2 keppa K. R. og Vestmanna- ■ eyingar. Búnadarsamband Austurlands.. Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands var haldinn að Egilsstöðum dagana 29—30. maí. Á fundinum mættu fulltrúar búnaðarfélaganna á Austurlandi.. Þar voru mörg búnaðarmál til umræðu. Hin helztu voru: Um tilraunabú á Austurlandi, um bygging laxastiga við fossana í Lagarfljóti, um starfsemi búnaðar- sambandsins, um jarðabótamæl- ingar 0. fl. — Fundinn (sóttu, auk fulltrúa, Bjami Ásgeirsson alþm. og Sigurður búnaðarmála- stjóri Sigurðsson. (FB.) Geysimiklir nitar eru enn þá' á Norðurlöndum. Likneski Ólafíu Jóhannsdóttur (brjóstmynd) á að afhjúpa í Osló 26. þ. m. Kristinn Pétursson hefir gert myndina, hún er reist fyrir samskotafé. „Dýravinur".. I tilefni af grein í Alþýðublað- inu 20. júní undirskr. „Dýravin- ur“, leyfi ég mér að taka þetta fram: Þar sem ég hefi átt um- ræddan kött í sex ár og sjálfur er mikill dýravinur og meðlimur í Dýraverndunarfél., myndi ég vera þakklátur „Dýravini" fyrir nánari skýringar. Ég trúi. ekki, að neinn af mínu heimili hafi gert sig sekan um slíkt ódæðis- verk. Ég krefst þess, að málið verði upplýst, annars neyðist ég til þess að snúa mér til lögreglu- stjórans. Ég læt þess getið, að kisa er bráðlifandi og við beztu heilsu. Reykjavík, 22/6. ’30. M. Frederiksen. Slysavarnafélag kvenna J hefir á morgun sölu á merkj- uim til ágóða fyrír starfsemi sína. Stjórn félagsins skorar hér með á allar félagskonur, sem það mögulega geta, að leggja til ung- linga til þess að selja merkin. Hátíðarhlað Alpýðublaðsins kemur út í fyrramálið og verður selt á götunum. Næturlæknir Daníel Fjeldsted, Vatnsstíg 4, símar 1938 og 272. Reykjavikur Apótek og lyfjabúðin Iðunn eru opin í nótt. Sýning óháðra listamanna mun verða opnuð almenningi á miðvikudag. Stjórn slysavainafélags kvenna biður meðlimi sína að útvega ungar stúlkur og konur til þess að selja merki félagsins, og á sú sala að fara fram á morgun (24. júní). Stúlkurnar eiga að koma í Austurstræti 17 (upp á loft; gengið úr Kolasundi) fyrrí hluta 'dags. Það er nauðsynlegt að meðlimir félagsins sinm þess- ari beiðni og reyni að gera merkjasöluna eins arðvænlega og mögulegt er, og væri bagalegt ef að eins fengjust fáar stúlkur til að selja. Hörmulegt slys. Síðast liðið fimtudagskvöld voru tvö börn send frá Árbæ í Ölfusi til að sækja hest, sem var rétt fyrir utan túnið. Börnin beittu hestinum fyrir vagn og

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.