Morgunblaðið - 08.08.1970, Síða 10

Morgunblaðið - 08.08.1970, Síða 10
10 MORGUN.BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGUST 1970 Hið fornfræga stjórnarsetur Rússa — Kreml — hefur löngum verið mörgum ráðgáta. Hverjir sinna þar störfum og hvernig er starfs kerfi þeirra byggt upp? Þetta kort svarar ýmsium þeim spurningum, sem Kreml vekur. Jóhannes Reykdal, kortateiknari Morgunblaðsins gerði kortið eftir teikningu Per Illums (Nordisk Preaseibiiireau). Bak við múrana í Kreml FÆSTIR gera sér sennilega fulla grein fyrir því, hvað að baki orð- inu Kreml býr. 'En fyrir þeim, sein í Kreml hafa komið, er ekki um neitt óljóst hugtak að ræða, heldur blákaldan veruleika. Þau mörgu ár, sem Sovétríkin hafa verið lukt að baki jámtjaldsins, hefur almenningur aðeins haft ó- Ijósan grun um, hvað þar átti sér sttað. Og oft eftir á hefur fólkið fengið slæm hugboð staðfest. En þeir, sem betur vissu, hafa reynt að gera sér mynd af störfum ■þeirra, sem í Kreml vinna störf um þeirra manna, sem fuliyrða, að þeir framkvæmi aðeins vilja fólksins andstætt því sem tíðkist í löndum, þar sem fólk býr við ok auðvalds og heimsvalda- hyggju. Allir opinberir starfsmenn i Sovétríkjunum verða að vera fé- lagar í kommúnistaflokki lands- ins, sem éinn flokka er leyfður. Samkvæmt heimildum er f.élaga tala flokksina tólf milljónir, sem verður að teljast harla lítið, þeg- ar þess er gætt, að í Sovétríkjun- um búa hundruð milljóna íbúa. í æskulýðsfylkingum er félaga- talan þó tvöfalt hærri, eða um 23 milljónir. Flokksþingin, sem haldin eru fjórða hvert ár, kjósa m.a. mið- stjórn flokksins, en í henni sitja 175 manns, sem síðan kjósa flokksleiðtogann. Um hans stöðu hefur baráttan oft verið hörð, enda er flokksleiðtoginn í raun valdamesti maður landsins. Tengdir miðstjórn flokksins eru flokksskrifstofurnar, sem stjórna flokksstarfinu og stjórn- málanefndin, sem í smáatriðum skipuleggur flokkslínuna, og enn fremur flokksráðið, sem telur tólf meðlimi, og er æðsta flokks- aflið. Frambjóðendur til æðstaráðs- ins, 1443 talsins, eru valdir af flokknum og kjörnir af fólkinu. Til æðsta ráðsins heyra þjóðaráð- ið og sacnbandsráðið,.sem fer með löggjafarvaldið. Framkvæmda- stjórn æðsta ráðsins er forsætis- nefndin, sem og útnefnir ráð- herranefndina en hún fer með framkvæmdavaldið. Formaður æðsta ráðsins situr jafnan for- setastól Sovétríkjanna. Orðið Kreml þýðir víggirt svæði, sem kemur ákaflega vel heim og saman, þegar litið er á meðfylgjandi kort. Málvísinda- menn deila um uppruna orðsins. Sumir telja það komið af slavn- eska orð'inu „krom“ — kastali — eða tatarska orðinu „kermen“ — vigi — og enn aðrir telja það komið af slavneska orðinu „kremenj" — tinna. Flestir stærri bæja í Sovétríkj- unum hafa vaxið upp af víggirt- um svæðum og í mörgum þeirra eru aldnir kastalar enn við lýði, eins og t.d. í Astrakhan og Kiev. Saga Kreml í Moskvu nær allt til mongólatímans. í fyrstu var aðeins um að ræða stauragirð- ingu, eins og þá var títt í því steinsnauða landi. Síðar var Kreml byggð af steini Kreml, sem liggur í um 40 metra hæð yfir sjávarmáli er, eins og kortið sýnir, óreglulegur þríhyrningur, sem nær yfir nokk uð á annað hundrað hektara lands. Múrarnir umhverfis eru um tólf metra háir og á þeim eru 19 turnhlið, en það fyrsta þeirra var reist 1491 af ítölskum arki- tekt og hin á næstu öldum af öðr- um erlendum arkitektum. Elztu byggingarnar, sem á kort inu sj ást, eru kirkjur, m.a. Ouspensky-dómkirkjan frá 1326, Þeir stjóma í Kreml: — (f.v.) Leonid Brezhnev, leiðtogi komm únistaflokks Porgorny, forseti, og Aleksei Kosygin, forsætisráffherra. landsins, Nikolai krýningarkirkja zaranna, sem í eru mörg fræg málverk trúar- legs eðlis, og Archangelsk-dóm- kirkjan frá 1333. Sem bygging er Kreml eimstök. bæði frá bygg- ingarlegu sjónarmiði og sem sögusvið, þar sem svo margar heimssögulegar ákvarðanir hafa verið teknar. (Frá Nordisk Pressebureau) Þór kaup- ir nýja flugvél FLUGFÉLAGIÐ Þór h.f. á Kefla- víkurflugvelli hefur fest kaup á Piper Apache-flugvél frá Eng- landi. Er hún tveggja hreyfla og meff sex sæti. Ber vélin einkenn- isstafina TF-JEP. Flugvélin verður notuð í leigu- flug, sjúkraflug og til blindflugs- kenmslu, og er ráðgert að taka hana í notkun um þessa helgi. Þór h.f. hefur starfað undan- farin ár á Keflavíkurflugvelli og annazt kennslu- og leiguflug. Stjórnarformaður er Jóhanm Lín- dal. Ekið á EKIÐ var í hvítan Volkswagen Y-2436, þar sem bfllinn stóð við Skipholt 13 milli klLukikan 8.30 og 12 sil. þriðjjudag. Hægra atft- urbrettið dældaðist oig ljós brotn uðú. R annisókn arlög reglian biður þá, sem upþl*ýsimgar geta gefið, að hafa samfband við súg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.