Morgunblaðið - 08.08.1970, Page 17

Morgunblaðið - 08.08.1970, Page 17
MORGrUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 197« 17 Fimmta alheimsþing luthersku kirkjunnar: Að vera Lútherstrúar þýðir fyrst og fremst að vera kristinn - sagði nýkjörinn f orseti lútherska alheimssambandsins, dr., Juva HBR í Evian, Frakklandi, á sól- ríkum böklkuim Genfarvatns og í skjóli Alpanna, hafa fulltrúar lútersku kirkjunnar frá öllum heiimsálfum rætt málefni sín. Kjörinn hefir verið nýr for- seti sambandsins til nœstu 5 ára, finnskur guðfræðiprófessor við hálkólann í Helsirtki, dr. Mikko Einar JUVA. Hann er 51 árs gamall, yngsti forseti, sem kjör- inn hefir verið, mjög vel þekkt ur og ágætlega hæfur til að gegna þessu emibætti. MÁLSVARI FRIÐARINS Dr. Juva var um eitt s'keið stjórnmálamaður, formaður frjáls lynda flok'ksins í Finnlandi. En sá flokkur hefir einkum reynt að þræða milliveginn í finnsk- um stjórnmálum. Á blaðamannafundi undirstrik aði dr. Juva, að kirkjan ætti að vera málsvari friðarins í heim inum. Um kirlkjumálin i Finn- landi sagði hann: „Að vera Lút ers trúar þýðir fyrst og fremst að vera kristinn“. í Finnlandi er hlutfallið milli kirkjudeildanna líkt og á íslandi. Dr. Juva er sterkur persónuleiki. Hann kom til Reykjavíkur fyrir fimm árum, þegar framkvæmdanefnd L. W. F. (alheimssambandsins) hélt fund sinn þar. „Ég predikaði þá í einni kirkj- unni í Reykjavík“, sagði dr. Juva í stuttu samtali. Þá hafa einnig verið kosnir 22 fulitrúar, sem mynda hina nýju framkvæmdanefnd. Hún kemur saman árlega milli þing anna, en þau eru haldin á 5 ára fresti. Höfuðstöðvar kirkjunnar eru í Gerrf í Sviss, og þar er frairr- kvaemdastjórinn, Andre Appel, með starfslið sitt. RÖDD HINNA MÁLLAUSU Með yfirgnæfandi meiri hluta at'kvæða var samþykkt á þinginu að benda á rómversk-kaþól.ska erkibiskupinn í Brasilíu verðug an þess að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Ástæðan er sú, að hann er álit in „tákn þeirra, sem hafa helgað líf sitt baráttu gegn kúgun og ómannúðlegum lifnaðarháttum". Erkibiskupinn, sem heitir Dom Helder Camera, hefir algerlega samlagað sig þeim, sem hann berst fyrir. Umhyggja hans bein ist sérstaklega að mestu fátækra- hverfunum. Bæði í Rio de Jan- eiro og Recife hefir hann afsalað sér hóglífi og ýmsum sérrétt- indum, sem staða hans annars getur veitt honum. Hann hefir, eins og hann sjálfur hefir kom \y,t að orði, kosið að vera „rödd hinna mállausu“. Þar sem hér á þinginu eru full trúar frá öllum hlutum heims, er eins og heimurinn birtist í einni sjónhendingu. Og þá fer það ekki fram hjá mönnum, þeg- ar vandamálin eru á dagskrá, að víða í heiminum er maðurinn sviptur hinum sjálfsögðu mann- réttindum. „Það þýðir ekki að setja hungrað barn á skólabekk, það verður fyrst að gefa því að borða". Brasilía er sérstaklega í sviðsljósinu hvað þetta snertir. En þar er aðeins um &ð ræða eitt af mörgum dæmum, þar sem neyð og mannlegt böl er himin hrópandi. EFAZT UM FRAMTÍÐ MANNSINS Þýzkur guðfræðiprófessor frá Heidelberg, dr. Heinz Edward Tödt, hefir haldið fyrirlestur á þinginu, sem vakið hefir tölti- verða athygli. Hann benti á, að heimur oikkar er í dag sundurlyndur og hefir af eigin mætti ekkert öryggi eða staðfestu að byggja á. Þegar heiminum er stefnt í voða, og þegar stríð, óréttlæti og grimmd rí'kir, þá er hætta fyrir mann- 'kynið á ferðum. Þetta er að ger aSt í dag. Nýjar og nýjar öldur rísa, sam hafa í för með sér þá hættu, að margir fara að efast um framtíð mannsins, ekki sízt þeim, sem þeklkja bezt eyðingar- mátt nútímatækni. SPURNINGIN UM GUÐ Þá ræddi dr. Tödt um það, hvernig kiúkjan ætti að mæta þessu vandamáli. Hann vitnaði til samþykkta Helsinkiráðstefn- unnar 1963. „Upphaf siðbótarinnar, þ.e. spurningin: Hvernig get ég. fund ið miskunnsaman guð, er ekki lengur spurning, sem höfðar til nútímamanna. Þar sem aðstaða mannsins í dag er önnur en þá, spyr maðurinn enn róttækar og á frumlegri hátt. Hann þjáist ekki lengur vegna synda sinna, heldur þjáist hann undir þeim þunga, sem felst í meiningarleysi tilverunnar. Þess vegna spyr hann, hvort guð hafi nokkurn raunveruleilka. ÞJÓNUSTAN Dr. Tödt kom inn á það, sem hann taldi vera hina brennandi spurningu mannsins, eða réttara sagt, spurningu guðs, eins og hún ihorfði við frá sjónarmiði manns ins: „Hvernig nær guð til heimsins, sem er hans, sköpunarverk hans?“ Hér er um grundvallandi meginatri'ði að ræða. Og dr. Tödt vitnaði til orða Bonhoeffers úr fangelsinu: Drottins tign og vald, guðsríki, verður þar sem guðs vilji festir rætur í mannsálinni og þjónar heiminum fram yfir það, sem heimurinn er sjálfur fær um. ÁBYRGÐIN SAMEIGINLEG Guðfræðin verður að tjá hinn endanlega vilja, sem guð hefir ætlað þessum heimi. En guðs vilji er á móti aðeins þekkjanlegur í Jesú og þeim skapandi mætti, sem fyrir áhrif hans hefir látið þennan vilja koma fram í verki, sem á að verða öllu mannkyni til farsældar. Maðurinn veit, að ör- lög hans eru ráðin um leið og ör lög. alls mannkyns, að hann ber sameiginlega ábyrgðina á því hver verður saga mannsins. Mann 'kynið stendur andspænis þeirri Hér sést ferjan „Queen of Victoria“, sem sovézka flutningaskip ið (til hægri) sigldi á við Van- couver sl. sunnudag með þeim af leiðingum að þrír af 626 farþeg um ferjunnar létu lífið og átta særðust. Martin Luther spurningu, hvort það eigi hæfni til að slkapa sér framtíð eða hvort það berzt áfram innbyrðis og ger eyðist með eyðingarvopnum nú tímans. NÝTT FRELSI, NÝ VON Með hliðsjón af slíkum hætt- um er fagnaðarboðskapurinn kunngjörður. Hann bindur enda á kvíðann í þessum heirni og hvetur til iðrunar og nýs lífs. Dauði Krists fyrir mannkynið merikir, að sameiginlegt sjálfs- morð sem endir veraldarsögunn ar, getur ekki verið endanleg- ur vilji guðs með sköpun sinni. í Verki Krists til sátta, kemur nýtt frelsi og ný von í ljós. Sá, sem er innblásinn af vilja Krists, gerir sér grein fyrir neyð okkar tíma og gengur til starfs. Hann reynir að líkja eftir þjón- ustu Krists fyrir heiminn, eins og hann er í dag. ÞEKKINGIN VEX Dr. Tödt sagði, að þótt kristn ir menn væru í minni hluta í heiminum, hefðu þeir þó aðstöðu til að láta til sín taka hjá þeim þjóðum, sem byggju yfir mikilli tæknimenntun og vísindum. — Hann brýndi fyrir mönnum, hve staða kristinna manna væri þar mikilvæg, og þekkingin á lögmál um náttúrunnar færi hraðvax- andi. „í gegnum 40.000 ára sögu hef ir hinn svokallaði „homo sapi- ens“ viðað að sér þe'kkingu til að viðhalda lífi sínu. Nítjánda öldin ein tvöfaldaði þann þekkingar- forða. Á næstu 50 árum jókst öll sú þeikking um helming. Eins og nú standa sakir eykst þekk- ing mannsins um helming á hverj um 15 árum“. Kristindómurinn í dag verður að koma þvi til leiðar, að mannúðin ráði gangi vísindanna, og þekkingin komi öllum til góðs, en breiklki eklki bilið milli hinna ríku og fátæku. Hann lagði áherzlu á lotningu fyrir manninum, sem enginn hefði sýnt betur en Kristur, sem gerði. alla menn að bræðrum sínum; að enginn væri nær Kristi en sá, sem þjáist. Mann- inn hungrar ekki aðeins eftir brauði, heldur að hljóta viður- kenningu á þeirri tign, sem hon u.n ber. Aðeins þar sem hægt er að seðja þetta hungur, byrjar það bræðralag, sem við eruim kallaðir til. Hér er aðeins um örfá atriði að ræða úr löngum fyrirlestri dr. Tödt. 30 UNGLINGAR Meðal 210 aðalfulltrúa á þing- inu, eru 30 fulltrúar yngri kyn- • slóðarinnar frá kirkjum víða vegar um heim. Það er í fyrsta sinn, sem æskufólk er í hópi þeirra, sem at'kvæðarétt hafa. Ungu fulltrúarnir, sem eru um og yfir tvítugt, taka fullan þátt í störfum þingsins. Þeir þykja nokkuð uppreisnargjarnir og hafa látið í ljós mótmæli með noklkuð róttækum hætti þar eð þeim finnst ekki nægilega mik- ill gaumur gefinn að vandamál um Suður-Ameríku t.d. Brasilíu. Fréttamenn sjónvarps og ljós- myndarar virðast mjög á hnot- skóg eftir aðgerðum þeirra. því sem lengra hefur liðið á þing tímann hafa unglingarnir átt meiri samstöðu með öðrum full trúum á þinginu. Forseti þings- ins, dr. Sohoitz, sagði á blaða- mannafundi, að hann teldi það þýðingarmikið atriði að yngri kynslóðin ætti sinn fulla þátt í störfum sambandsins. VOR GUÐ ER BORG . . . Það var áhrifamikið að vera viðstaddur þingslitin í dag, l»@g ar dr. Schiotz afhenti dr. Juva silfurhamarinn, tákn þess emb- ættis, sem nú er í höndum hins finnska guðfræðiprófessors. Áhrifamest var, þegar allur þingheimur reis úr sætum og söng hinn kröftuga söng siðabót- armannsins: Vor guð er borg á bjargi traust. Söngurinn fyllti ráðhúsið í Evian af voldugum. samihljómi margra ólí'kra radda og tungumála. — Það fór gustur um salinn. Þar var sjálfur Lúter kominn í lagi sínu og ljóði. Hann hafði orðið. Þannig endaði 10 daga ráð- stefna 556 þátttakenda, fimmta alhieimsþiniglsiinis. Senin mymdiu fulltrúar á leið til síns heima, farnir í allar áttir en þó samein aðir í Kristi, sendir út í heiiminn til þess að flytja fagnaðarboð- skap friðarins. Evian 24. júlí Pétur Sigurgeirsson. Bifreiðastjóri óskast til afleysinga í sumarleyfi. Upplýsingar í brezka sendiráðinu, Laufásvegi 49, sími 15883-4. Hjólbarðaviðgerð Austurbæjar Höfum opnað hjólbarðaviðgerð á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar. Opið alla daga. Hjólbarðaviðgerð Austurbæjar. T œknifrœðingur Norðurverk hf. óskar að ráða tæknifræðing til starfa við Laxárvirkjun. Upplýsingar í síma 96-21822. Norðurverk hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.