Morgunblaðið - 08.08.1970, Side 28

Morgunblaðið - 08.08.1970, Side 28
nucivsmcnR ^*~»22480 LAUGARDAGUR 8. AGUST 1970 Utlendingur handtekinn — var með skammbyssu TUTTUGU og tveggja ára Banda ríkjamaður var handtekinn sumarbústað á Kjalamesi í fyrra dag með skammbyssu undir höndum. Neitaði hann að af benda lögreglumönnum byssuna, en þeim tókst að handtaka hann án þess að til nokkurs drægi. Maðurinn var úrskurðaður í 15 daga gæzluvarðhald. Það var eiginkona mannsina, aem kvaddi lögreglima tiL (Hjón- in ihafa slitið samvistum, en þau Leitað til 9. ágúst TVÆR rússneskar leitarvélar vora á Keflavíkurflugvelli í gær- kvöldi, er blaðamann Morgun- blaðsins bar þar að. Ennþá Ieita tvær rússneskar leitarvélar frá Keflavíkurflugvelli að týndu A-22 risavélinni og hafa sótt um að fá að halda leit áfram til 9. þ.m. Mun þá sennilega hætt formlegri leit, bæði af hálfu Rússa og Bandaríkjamanna. Birgðaflug Rússa til Perú heldur áfram, að sögn flugumsjónar í Keflavík. í Newsweek hinn 27. júlí sl. er skýrt frá þessum flutningum Framhald á bls. 20 bjuggu í Bandarikjunum. Mun maðurinn Ihafa Ihaft á orói við konuna, er hún yfirgaf hann vestra, að hann rnyndi koma til íslands og þá aðeins 1 einum til- gangi. Konan var ekki í sumarbú- staðnum, er maðurinn kom þang að, en hann kom til landsina á fimmtudagsanorgun. Konan frétti hjá fóiki í næstu bústöðum, að erlendur maður hefði verið að spyrjast fyrir um hana og vakn- aði þá grunur hjé henni um, hver þar væri á ferð. Hringdi hún í lögregluna í Hafnarfirði, sem svo handtók manninn eins og fyrr segir. Erlendir ferðamenn að verzla í íslenzkum markaði í flughöfninni á Keflavíkurflugvelli. ÍLjósm. Kr. Ben. íslenzkur markaður: Seldi fyrir 350 þús. kr. á fyrstu 8 tímunum Mikill áhugi erlendra far- þega á verzluninni VERZLUNIN Islenzkur markað-1 starfa á laugardag fyrir viku, ur á Keflavíkurflugveili, sem eins og skýrt hefur verið frá sérhæfir sig í sölu og kynningu hér í blaðinu. í verzluninni starfa á íslenzkum iðnvarningi, tók til I rúmlega 30 manns, og er hún 1> j óðhátíðarstemning ríkir nú i Eyjum — Fjölmenni á þjóðhátíð V estmannaey j a Vesitmaniniaieyjami, 7. ágtúst. ÞJÓÐIIÁTÍÐ Vetmannaeyja var sett í dag kl. 14 eftir að Lúðra- sveit Vestmannaeyja hafði leikið þjóðhátíðarlög. Síðan var guðs- þjónusta í Herjólfsdal, séra Jó- hann Hlíðar prédikaði og kirkju- kór Landakirkju söng undir stjórn Martins Hunger. Gott veð- ur var í dag í Vestmannaeyj- um, lágskýjað, en sólarglæta á milli og þurrt. Mikill mannfjöldi var samankominn í Herjólfsdal, en þar tjölduðu eyjarskeggjar hústjöldum sínum í gær og er einnig mikill fjöldi aðkomu- fólks. Fólk hefur þyrpzt til Vest- mannaeyja síðustu daga, sjóleið- is og flugleiðis og í gær flutti Ríkisskip um 600 farþega til Eyja. í dag hefur Flugfélag íslands flogið stanz- laust. Þoka skall yfir Eyjar um kvöldmatarleytið í dag og var því ekki hægt að fljúga áfram. Fjölþætt dagskrá er þjóðhiáitíðiar dagana og í dag var barna- skemmtun, bjargsig, Lúðrasveit Vestmannaeyja lék undir stjóm Jóns Sigurðssonar og einnig var keppt í frjálsum íþróttum og lyftingamót er háð um þjóðhátíð- ardagana. Mikill fjöldi fólks sat í brekk- um mótsvæðisins í dag í góða veðrinu og fylgdist með því sem fram fór, en í kvöld hefst þjóð- hátíðarkvöldvakan með því að hljómsveitin Logar leikur þjóð- hátíðarlagið 1970. í>á munu og skemmta þar Guðmundur Jóns- son, Matis Bahr, Arnar Einars- son, Leikfélag Vestmannaeyja, Árni Johnsen, Jón Gunnlaugsson og Ríó trió. í kvöld verða dansleikir á Stærsti laxinn — vegur tuttugu og sjö pund STÆRSTl laxinn sem vitað er um að veiðzt hafi x sumar vegur 27 pund og veiddist í Laxá í Að- aldal í júlílok. Hin heppna var ensk frú, Norah Cleland að nafni og veiddi hún laxinn á maðk. Enn eru eftir 3—6 vikur af veiðitímanum og hefur laxveið- in í sumar verið afbragðsgóð það sem af er. Flestir laxar hafa veiðzt í Þverá í Borgarfirði eða rúmlega 1400 laxa, síðan kemur Norðurá í Borgarfirði með tæp- lega 1400 laxar. í Laxá í Kjós hafa veiðzt 1100 laxar, rúmlega 1000 í Laxá í Aðaldal, um 600 í Laxá í Dölum, rúmlega 500 í Víðidalsá í Húnavatnssýslu, 400 í Miðfjarðará í Húnavatnssýslu og 350 laxar á Blöndusvæðinu. tveimur pöllum til kl. 4 eftir miðnætti. Margs konar skreyting ar eru í Herjólfsdal og í ár eru þær allar í atomaldarstíl. Geim- skip er tilbúið til flugs, skúlptúr mynd af dansara gnæfir 8 metra í loft upp og 8 metra há vatna- lilja er á tjörninni í Herjólfsdal, ljósum skrýdd og gosbrunnur efst í henni. Á Fjósakletti bíður bálkösturinn mikli sem kveikt verður í kl. 12 á miðnætti og er þá hápunktur þjóðhátíðarinnar. Allir þjóðhátíðargestir eru í hinu ágætasta þjóðhátíðarskapi og með kvöldinu eykst söngurinn og það verður leikið létt og dátt í Herjólfsdal fram undir rauðan morgun, unz dagskrá laugardags- ins hefst. opin allan sólarhringinn, þannig að þrjár vaktir era á sólarhring. Fyrstu valktina, sem verzlunin starfaði, eða frá k,b 11—8 á laug- ardlag seld'ist alils fyrir 340— 350 þúsund krónur. Síðan hefur salan nbkkuð dregizt saman og er sólarhringssalan nú einhvers staðar milli 330—350 þús. krón- ur. Verzlunin þykir lofa mjög góðu, enda er þarna að finna allan þann varning, sem edn- hverja möguleiika á á erlendum markaðL Blaðamönnum gafst í gær ikost- ur á að skoða verzlunina, og er hún öll hin glæsilegasta. Meðan blaðamennirnir stöldruðu þarna við, lenti ein flugvél Loftleiða, fulískipuð farþegum frá Duxem- borg. Mátti þá glöggt sjá, að Framhald á hls. 20 Viðgerð á Scotice EFTIRLIT og endurnýjun á Scotice, sæsímastrengnum milli íslands og Skotlands, hófst í gær- morgun og veldur það allmiklum töfum á talsambandinu við Evr- ópu. Getur bið eftir samtald orðið 1—2 klukkustundir á meðan á viðgerðum stendur, en venjulega er biðin í mesta lagi hálf klukku- stund. Viðgerðunuim lýkur á þriðjudaginn 11. ágúst. Líðan piltanna betri Akureyri 7. ágúst. LÍÐAN piltana tveggja sem brenndust af eldi og tjöru á Ak- ureyri í fyrrinótt er heldur betri í dag en hún var í gær. Þeir liggja báðir í sjúkrahús- inu á Akureyri. — Sv. P. Seyðisfjörður: Bæ j arst j órnarkosn- ingar á morgun Á MOBGUN ganga Seyðfirðing- ar til nýrra bæjarstjórnarkosn- inga, en sem kunnugt er úrskurð aði félagsmálaráðuneytið að kosn ingarnar 31. maí sl. hefðu verið ógildar og kosningar skyldu fara fram að nýju innan mánað- ar frá því úrskurðurinn var kveðinn upp hinn 14. júlí sl. — Framboðslistar og kjörskrá verða óbreytt frá því í kosningunum í vor. Hafrún í leiðangri: Leitar að síldarseiðum LEITARSKIPIÐ Hafrún leitar um þessar mundir að seiðum sum argotssíldarinnar, sem hrygnir við suðvestur og suðurströndina, að því er Jakob Jakohsson fiski- fræðingur tjáði Mbl. Tilgangur leitarinnar er að kanna hvort eggin frá í ár hafa klakizt út og lifað af. Hrygning fór fra^ í júlí sl. Er þetta í fyrsta skipti í mörg ár, sem slík leit fer fram. í samtali við Jakob í gær sagði hann að nauðsynlegt væri að fá sem allra fyrst vitneskju um hvað væri að vaxa upp af sílld í kringum landið og væri leit Haf- rúnar einn liður í að afla þeirrar Vitneskju. Jakob sagði að Haf- rún hefði byrjað leitina sl. þriðju dag og verði leitað næstu tvær vikurnar. Hafrún rannsakar svæði það, sem sumargotssíldin hrygnir á mjög nákvæmlega og eru sýnis- horn tekin á 10 sjómílna xailli- bili. Sýnishornin eru tekin með sérstökum seiðasafnara og verða þau síðan rannsökuð að leit lok- inni. Má vænta niðurstöðu rann- sóknarinnar í september. Jakob sagði að lokum að ekki væri ákveðið hvort þessum rann- sóknum yrði haldið áfram í fram tíðinni, en vonir stæðu til þess að svo yrði. Rannsóknir sem þessi voru siðast gerðar fyrir um það bil 10—15 árum. Auk þe»s að leita sfldarseiða, leitar Hafrún síldar, en sú leit hefur enn ekki borið neinn árang ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.