Alþýðublaðið - 25.06.1930, Síða 2
2'
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Kanptaxti norðlenzkn
félkganna við sildveiðar.
„Verfelr tala“.
i.
Rikisstjórnin og tollgæslan
í Hafnartirði.
Nú um skeið heíir stjórnar-
blaöið „Tíminn“ látið „verkin
tala“ og flutt hverja lofgerðar-
greinina af annari um „Fram-
sóknar“-stjómina og birt myndir
af helztu afrekum hennár, par á
meðal af lögreglunni í Reykja-
yik. Vorum við Hafnfirðingar að
búast við að blaðið myndi birta
myndir af afrekum stjórnarinnar
hér í Hafnarfirði, t. d. af toll-
gæzlumanninum(!).
Stjórnin hefir löngum hrósað
sér af þvi, að hún hafi komið í
gott lag eftirliti með bannlögun-
um víðsvegar um landið, enda
hefir hún skipað tollpjóna og
löggæzlumenn allvíða. En Hafn-
arfjörður hefir í pessu efni og
mörgu öðru verið olnbogabarn-
ið, og rnætti skrifa um pað langt
mál. Vík ég ef til vill nánar að
þvi í næstu greinum. —
Eftir að stjórnin hafði skipað
sérstaka menn til tollgæzlu í
kaupstöðum landsins, hugðum
við Hafnfirðingar, að við mynd-
um verða hins sama aðnjótandi,
og póttumst vel að pví komnir,
miðað við pá miklu fjárfúlgu,
sem árlega rennur héðan úr bæ
í ríkissjóð í tollum og - sköttum.
Viðkomandi ráðherra dró petta
pó mjög á langinn, prátt fyrir
áskoranir frá bæjarstjórn. Það
var fyrst eftir að ráðherrann
hafði sótt mann til Noregs og
veitt honum forstjórastarfið við
Áfengisverzlun Ríkisins hér í bæn-
um, að hann fann ástæðu til
aukinnar tollgæzlu og skipaði for-
stjórann jafnframt tollpjón. Mörg-
um fanst petta furðuleg ráðstöf-
un, og tollgæzlan, sem varð auð-
vitað aukastarf, lítt samrýmanleg
aðalstarfi mannsins, vinsölunni.
Var pó látið kyrt vera, pví
margt var vel um forstjórann,
og undu menn pví sæmilega við,
meðan hann hafði tollgæzluna á
hendi. En eftir síðustu áramót lét
forstjórinn af starfi sínu og flutti
til Reykjavíkur, og pá brá svo
við, að ráðherranum fanst ekki
lengur pörf fyrir tollpjón, og er
hann enn óskipaður. Biðu menn
rólegir fyrst í stað, pví peir
hugðu að ráðherrann væri að
eins að svipast um eftir „hæfum“
manni til starfans, en pegar kom
fram á vor og engin ráðstöfun
hafði verið gerð, póttist bæjar-
stjórn ekki geta látið málið af-
skiftalaust, og sampykti á fundi
sínum 27. maí svohljóðandi til-
lögu: „Bæjarstjórnin skorar á
ríkisstjórnina að skipa tafarlaust
tollpjón hér í bænum.“ Bjuggust
menn nú við að áskorun pessi
mundi hrífa og ráðherrann myndi
sammála bæjarstjórn um pörfina.
En er sýnt pótti að áskorunin
mundi engan árangur bera, sam-
pykti bæjarstjórnin svohljóðandi
tillögu á aukafundi 20. p. m.:
„Bæjarstjórnin vítir harðlega
drátt pann, sem orðið hefir á
skipun tollpjóns hér í bænum, og
endurtekur pá áskorun sína, að
ríkisstjórnin skipi tafarlaust hæf-
an mann til að gegna pví starfi.“
Var tillaga pessi, eins og hin
fyrri, sampykt í einu hljóði.
Bíðum við Hafnfirðingar nú á-
tekta um, hvort stjórnin gerir
nokkuð í pessu máli. Þörfin er
brýn, og ber margt til að petta
tómlæti viðkomandi ráðherra er
alveg óverjandi. Tolleftirlitið í
Reykjavík er nú talið að vera
mjög gott, og pví lítt hugsanlegt
að par sé hægt að fara í kring
um bannlögin, og koma víni í
land. Sér pvi hver heilskygn
maður hættuna af pví, að láta
pennan bæ, alveg á næstu grös-
um við Reykjavík, vera án 'við-
unanlegrar tollgæzlu svo mán-
uðum skiftir, og pað um pann
tíma árs, sem skipakomur eru
mestar frá útlöndum. Okkur
Hafnfirðingum finst pvi fátt um
hið væmna lof „Tírnans" um
röggsemi „Framsóknar“-stjórnar-
innar. „Verkin tala“ öðru visi í
okkar eyru en í myndablöðum
„Tímans". Og með sama áfram-
haldi má ætla að „framsókn"
stjórnarinnar verði að lokum lík
og „framsókn“ mannsins, sem
valt niður Bröttubrekku og sagði:
„Þetta held ég að ég hafi verið
fljótastur á æfi minni.“
Hafnfirdingur.
Súðavík.
í Súðavík er isafold troðið inn
á hvert heimili gefins og er pað
eina fróðleikslind fólksins um
landsmál, pegar undan er skil-
inn Grimur nokkur Jónsson, sem
er viðlíka dreifari íhaldsfróðleiks
eins og petta áminsta málgagn
flokksins. Þó eru menn í Súðavík
prátt fyrir pessa aðstöðu með
örfáum undantekningum búnir að
fá megnustu fy’rirlitningu á í-
haldinu og öllu pess athæfi. Hafa
margir landskjörskjósendur, sem
til pessa hafa léð íhaldinu at-
kvæði sitt og kosið Jón Auðun,
mælt með Haraldi Guðmundssyni
núna við kosningarnar og pannig
opinberað skoðanaskifti sín, sem
allir góðir menn munu fagna og
telja proskavott.
Verkalýðsftlagið hefir nú fyrir
skömmu haldið tveggja ára af-
mæli sitt hátíðlegt. Skrifaði Grím-
ur Jónsson pann dag undir kaup-
taxta félagsins í fyrsta sinni, og
viðurkendi Verkalýðsfélagið sem
réttan samningsaðila í kaupdeil-
um. Var petta pvi ánægjulegur
dagur fyrir félagsmenn. Stofnun-
ar félagsins var minst með kaffi-
samsæti, er var í alla staði hið
ánægjulegasta. Síðan á áramót-
um hefir liðsmannasveit félagsins
fjölgað um 21, og er pví tala fé-
lagssystkina nú um 80. Nokkrir
Lágmarkskjör háseta og mat-
sveina á herpinótaveiðum:
1. Línubátar yfir 100 smálest-
ir 30% af veiði skift í 15 staði.
2. Línubátar undir 100 niður í
60 smálestir 321/3o/o' i 15 staði.
3. Gufubátar undir .60 smálest-
um og samstærðar mótorbátar,
sem taka upp báta, 34p/o, í 15
staði.
verkamenn og konur standa enn
pá utan samtakanna, en pess
verður vafalaust ekki langt aði
bíða, að pessir fáu bætist í hóp-
inn. Við seinustu samninga vanst
pað einkum á auk nokkurrar
kauphækkunar, að verkafólkið
fékk tvo ákveðna kaffitíma, sem
atvinnurekendur greiða kaup fyr-
ir, að til skipavinnu telst vinna
við afgreiðslu allra skipa, sem
stærri eru en 30 smálestir, en
áður voru öll fiskiskip og allir
línuveiðarar undanskildir. Og enn
fremur að nú skal kaupið greið-
ast vikulega, í stað pess að und-
anförnu seint og síðarmeir — alt
eftir geðpótta atvinnurekendanna.
Einkum hafði viðgengist hið arg-
asta miðaldasleifarlag um kaup-
greiðslur og verzlunarviðskifti1 á
Langeyri. Fólkið varð oft að eyða
dögum saman til pess að fara út
í Hnífsdal til pess að fá lítilfjör-
legar fjárupphæðir, og kom pó
fyrir að pað fór erindisleysu.
Vöru alla urðu verkamenn að
kaupa hjá Langeyringum, en um
verð var sjaldan hægt að fá
neina vitneskju. Nótur fengust
ekki, pær voru úti í Hnífsdal, var
jafnan svarið. Eftir að samið var
í vor ætluðu Langeyringar að
fylgja gömlum vana og veittu af-
svör, er farið var fram á greiðslu
samkvæmt samningi. En er for-
maður félagsins hafði fengið um-
boð til að tala við Sigurð Þor-
varðsson og félagsfólk var reiðu-
búið til að leggja niður vinnu, ef
samningurinn yrði ekki haldinn,
lét Sigurður pegar undan og lof-
aði að hafa komið skipulagi á
petta fyrir næsta laugardag.
Efndi hann pað að öllu leyti og
nú kaupir verkafólkið allar sínar
nauðsynjar gegn peningagreiðslu
Q't í hönd. 1 Langeyrarvinnu voru
allir í Verkalýðsfélaginu, tnema
stúlka ein utan úr Bolungavík,
sem ætlaði. að eins að vera par
stuttan tíma. Félagið virðist nú
hafa yfirstigið alla verstu örð-
ugleikana, sem pað átti viö að
stríða pegar pað tók til starfa,
og á pað mikið að pakka fyrver-
andi formanni sínum Halldóri
Guðmundssyni, sem stjórnaði
pví með festu og einbeittni,
prátt fyrir mjög óhæga að-
stöðu. Stærsta áhyggjuefnið er
húsnæðisleysið. Nú hefir pó fé-
lagið ákveðið að leggja í hús-
byggingu í samlögum við annað
4. Skip undir 60 smálestum og
stærri, er draga báta, 36V2%' í
15 staði.
5. Matsveinar: Frítt fæði, 300
kr. kaup á mánuði og 10 aura
premíu. Hásetar fæði sig sjálfir,
en fá ókeypis eldsneyti, einnig
fisk pann er peir draga og salt.
félag, en pröngt er eðlilega um
fjárhaginn hjá svo ungu félagi
og erfitt fyrir pað að fá hjálp
utan að. En pað er að eins um
eitt að velja, pví að húslaust er
félagið dæmt til að lognast útaf.
Væri pað allilt, ef svo til tækist,
fyrst pað hefir áunnið sér jafn-
góða aðstöðu að öðru leyti til
pess að láta gott af sér leiða.
Vona ég að húsmálið sligi ekki
félagið, og er pví pá borgið.
Blaðið kennr ekki
út yfir hátíðisdagana, pvi prent-
arar vilja eiga frí eins og aðrir,
og ekki sæti pað á blaði verka-
lýðsins að meina peim pað.
Næsta blað kemur á mánudag-
inn.
iypisagfisháfliSIsa*
Dagskrú.
Fimtudagur 26. júni: Kl. 9 guðs-
pjónusta í Almannagjá við Öx-
arárfoss. 1. Sunginn sálmurinn:
Víst ert pú, Jesú, kóngur klár. 2.
Biskup predikar,. 3. Sunginn sálm-
inn: Faðir andanna. Kl. 9V2: Lög-
bergsganga. Menn safnast saman
undir héraðafánum á völlunum
suður af Gróðrarstöðinni og
ganga paðan í fylkingu til Lög-
bergs. Lúðrasveit Reykjavíkur í
fararbroddi, pá konungur, ríkis-
stjórn og forsetar Alpingis, gestir
og alpingismenn, biskup og prest-
ar og loks bæjar- og sýslufé-
lög eftir stafrófsröð. Kl. 101/2 -
Hátíðin hefst: 1. Þingvallakórinn
s,Tngur: Ó,Guð vorslands. (Söng-
stjóri Sigfús Einarsson). 2. For-
sætisráðherra setur hátiðina og
býður gesti velkomna. 3. Kórinn
syngur fyrri hluta hátíðaljóðanna.
(Söngstjóri: Páll ísólfsson). Kl.
(11 Va- Fundur í sameinuðu alpingi.
1. Konungur kveður alpingi til
funda. 2. Forseti sameinaðs pings
flytur hátiðarræðu. Að loknum
pingfundi sunginn síðari1 hluti há-
tíðaljóðanna. Kl. 13: Máltíð. Kl.
45: Fulltrúar erlendra pinga flytja
kveðjur að Lögbergi. Kl. I6V2:
Samsöngur. (Songstjórar: Jón
Halldórsson og Páll Isólfsson).
Kl. I8V2: Alpingi hefir boð inni.