Morgunblaðið - 16.10.1970, Síða 4

Morgunblaðið - 16.10.1970, Síða 4
4 MOÍ’GUNBLAÐIÐ, ÍÓSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1970 ■A 4 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna bilaleigan AKBBAUT car rental service 8-23-47 sendum LOFTUR HF. UÓSMYNDASTOFA Ingólfsstraetl 6. PantiS tíma { síma 14772. 1? VERZLUNIM ^eyiilmeluA '~J' BRÍÐHABORBARSTIG 22 DYMO ER ALLTAF GAGNLEG GJÖF DYMO leturtsekin eru fyrir alla og eru notuð allt árið. Þér þrykkið Stöfum á sjálflímandi DYMO leturborða og merkið s'ðan hvað sem yður sýnist. Þér komið reglu á hlutina með DYMO. D'VIVIO $ Ritskoðun næst? „Frjálslyndiu-" skrifar: „Nú hafa rauðfasistarnir í hinni svonefndu „Víetnam- hreyfingu" sýnt sitt rétta and- lit. Þeir ætla að fara að ráða því, hvaða kvikmyndir Islend- ingar mega sjá og hverjar ekki! Er ekki líka hættulegt, hvað við fáum að lesa? Vilja þessir menn ekki ganga á milli bóka búðanna og biðja bóksalana að fjarlægja „vondar" bækur að þeirra áliti úr hillunum? Fólk með svona hugsunar- hátt og sálarlíf er ekki vant því að skirrast við neitt. Hvar hyggst það bera niður næst? Sem betur fer, er hér aðeins um fámennan hóp ofstækis- manna að ræða, en samt skyldu menn vera vel á verði gegn þessari kliku og ekki láta hana komast upp með neitt, sem stofnar andlegu frelsi hér í hættu. Fr,jálslyndur“. 0 Morðið á Natani Ketilssyni Margrét Jónsdóttir skrifar: „Velvakandi góður! Eftir að hafa lesið grein í Morgunblaðinu frá 3. okt. sl., sem nefnist „Umgjörð um harm sögu“ og fjallar um morðið á Natan Ketilssyni m.a., lang- ar mig að skrifa þér nokkrar línur. Það er búið að rangfæra svo allar heimildir um atburð þenn an, og kynslóð okkar er svo ófróð um það, sem raunveru- lega gerðist, að svo virðist sem við séum farin að trúa þvi, að Björn Blöndal, sýslumaður hafi verið aðal-„skurkurinn“ í harm sögu þessari. A.m.k. segir blaða maður sá, er greinina skrifar, ..mér finnst ég eiga einhverja sök á þessum hræðilegu at- burðum, einn niðja Bjöms Blöndals með blóð hans %g dauðadóm í æðum.“ Kannski á Tómas Guðmunds son skáid, sinn þátt i þessari blekkingu; hann hefur skrifað ástarsögu um þennan óhugnan lega atburð, sem á litla sem enga stoð í raunveruleikanum. Ég fæ ekki séð, hvaða tilgangi það þjónar að telja okkar kyn slóð trú um, að ástfangnir ungl ingar hafi freistazt til að brenna Natan inni, þar sem sannleikurinn er sá, að tíu manneskjur voru samsekar og víðriðnar morðin, þótt aðeins Friðrik, Agnes og Sigríður fram-kvæmdu verknaðinn. Mér finnst tími til kominn, að sannleikurinn í þessu máli sé sagður, en ekki vitnað í „æv- in-týri“ Tómasar Guðmundsson- ar ef þessi mál ber á góma. Við erum ekki svo hörundssár, að við þolum ekki að heyra sann- leikann um þessa forfeður okk ar, sem uppi voru fyrir hálfri annarri öld, og því síður situr á okkur að dæma þetta ógæfu- sama fólk, sem þarna kemur við sögu. 0 Sannleikurinn um morðið Ég vil ráðleggja öll-um, sem vilja kynna sér hið sanna í þessu máli, að fletta upp á bls. 260 í Dómasafni 1802—1873. Þar stendur: „Anno 1828 þ. 27. okt. var í Landsyfirréttin- um uppsagður dóm-ur í morðs-, brennu- og þjófnaðarmáli móti Friðriki Sigurðssyni og fleiri samsekum í Húnavatns- sýslu . . .“. Þessd fleiri eru, auk Agnesar og Sigríðar, Sig- urður Ólafsson, faðir Friðriks, Þorbjörg Halldórsdóttir, móð ir hans, Gísli Ólafsson, föður- bróðir, Elínborg Sigurðardótt- ir, systir, Jóhannes Magnús- son, Stapakoti, Brynjólfur Ey- vindsson, Þorfinnsstöðum, Þór- unn Eyvindsdóttir. Al'lt þetta fólk játar að vera meðsekt Friðriki og segir, að ráðagerð þess um að brenna Natan inni sé til þess eins að ná peningum hans. Það verður lítið eftir af róm- antík i skáldsögu Tómasar Guð mundssonar, er blöðum Dóma- bókar er flett. Á bls. 264 segir frá þvi, er Sigurður í Katadal, faðir Friðriks, vi'ldi kaupa sér kot, veturinn áður en morðin voru framin, en barmaði sér um peningaleysi. Friðrik sagði, að nóg væri af þeim í kofforti Natans á Iliugastöðum og vildi fara strax um nóttina og ná þeim með aðstoð föður síns. Móðir hans, Þorbjörg, var þarna einnig með í ráðum. Orð rétt segir.....Þá var og þeg- ar ráðgert, ef Natan og sá mað- ur, er þá hjá honum var, að nafni Sigurður Þorsteinsson, yrðu varir við stuldinn, að drepa þá báða eða flýja út I myrkrið, og ef þeir (Friðrik og faðir hans) yrðu eltir og næð- ust, að ráðast á þá og drepa, en fleygja þeim síðan í sjóinn og setja bát Natans á flot á hvolfi, svo út liti sem drukkn- að hefðu . .. “. Við flettum Dómabók áfram og lesum framburð vitna. Þar sjáum við, að no-kkru seinna lagði Friðrik af stað ti-1 Illuga- staða með skurðhnif að vopni ásamt Gisla, föðu rbróður sin- urn. Agnesi leizt ekki á vopn- ið, en benti á, að bezt mundi að rota Natan með stórwHa hamri, „ . . . hvert ráð móður Friðriks geðjaðist einkar vel, og beiddi hún Friðrik að bera ekki að honurn hníf en nota heldur hamar ef-tir Agnesar ráð um .. . “. Þótt sannleikurinn í þessiu máli sé all hrikalegur, þá finnst mér óþarft að fela hann bak við rómantík óskhyggjunnar. £ Útrýmdi stigamennsku úr Húnavatnssýslu Björn Blöndal sýslumaður var vissulega réttur maður á réttum stað. Ef ykkur þykja dómar hans harðir, þá mættu-m við gjarna hafa i huga, að tubt- ugu árum áður höfðu verið framin í Húnavatnssýslu óhugnanleg morð, en morðingj arnir, Þorvaldur Jónsson á Gauksmýri og Eggert Rafns- son, Ásbjarnarstöðum, sliuppu með væga refsingu vegna van- rækslu sýsiumanns, er þá sat. Þótt í mínum æðum renni blóð ribbaldanna á Vatnsnesi, sem uppi voru á öldinni, sem leið, þegar Húnavatns- sýsla var vasaútgáfa af Villta Vestrinu, hefi ég engar áhyggj ur af því. Og kannski er það Birni sýslumanni að þakka, að Húnvetningar hættu að vera stigamenn, en eru nú hið mesta ágætisfólk, eins og allir vita* Reykjavík 6. okt. 1970, Margrét Jónsdóttir, (Guðmundssonar frá Gný- stöðum á Vatnsnesi), Bogablíð 26“. Eins og fram kom í utn- ræddri grein í Morgunblaðinu hinn 3. október, var það ósk Jóninu á Iltugastöðum, að það yrði frásögn Tómasar af þess- um atburðum, sem geymdist, og skýrði M. blaðamaður greini- lega frá því. — Velvakanda finnst, að menn verði að hafa í hiuga, að frásögn Tómasar er bókmennta legt verk að öltum búningi, frá bært að stílsnilld og blæbrigð- um íslenzkrar tungu. En svo geta menn deilt endalaust um það, hvert álit þeir hafa á fólk inu, sem þar kemur við sögu. Blaðamaður lagði engan dóm á fólikið og atburðina, þótt hann hafi ekki leynt því, að hann hafi hrifizt af hjartalagi þess, sem óskaði, að það yrði fráögn Tómasar, sem geymd- ist. Sú mannlega hlýja sem ein kennir frásögnina var forsenda ummæla Jónínu. Ummæli bréfritara um Björn sýslumann Blöndal eru síður en svo andsfæð hugmyndum blaðamannsins um hann, enda er Björn langalangafi hans. Flygill til sölu Nýlegur flygill (Yamaha. 198 cm langur, svartur háglaus) er til sölu strax. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Flygill 11 — 4470". PINGOUIN-GARN Nýkomið: CLASSIQUE CRYLOR SPORT CRYLOR, nýir litir MULTI PINGOUIN. hessar tegundir þola þvottavélaþvott. Verzlunin HOF, Þingholtsstræti 1. ALIZE-GARN Nýkomið mikið litaúrval. Kostar aðeins kr. 40/— pr. 50 gr. Þolir þvottavélaþvott. Verzlunin HOF, Þingholtsstræti 1. Verzlunarstarf Ritfangaverzlun vill ráða ungan, reglusaman mann til afgreiðslu og lagerstarfa Aðeins maður með áhuga kemur til greina. Tilboð með uplýsingum um menntun, aldur og fyrri stðrf, sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Áhugi — Framtið — 4471". Keflavíkurbœr óskar að ráða 2 verkamenn nú þegar. Upplýsingar veittar í Áhaldahúsi Keflavíkurbæjar mifli kl. 10—12. Trésmiðir 3—4 trésmiðir óskast til að setja gler i hús o. fl. Upplýsingar í síma 23059 næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.