Morgunblaðið - 03.11.1970, Síða 4

Morgunblaðið - 03.11.1970, Síða 4
4 MOÍIGUNBLA.ÐIÐ, MIIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1970 VfMf BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 V W Sendiferðabifreið-VW 5 raanna -VW svefnvagn YW 9manna-Larafrover 7manna 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 bilaleigan AKBJIA TJT fiá*i» car rental service r 8-23-4,7 sencíum Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM Hópferðir Trl teigu í tengri og skemmri rerðir 10—20 farþega bíiar. Kjartan Ingimar^son, steni 32716. MORNY kynnir nýjar baðvörur FÆST UM LAND ALLT SnyrtivörusamstæSa, vandlega valin af Morny, og uppfyllir allar óskir yðar um baðsnyrtivörur. Sápa, baðolla, lotion, deodorant og eau de cologne. Vandlega valið af Morny til að vernda húð yðar. Notið Morny og gerið yður þannig dagamun daglega. Ó. JOHNSON &KAABER9 J 0 Vanrækta krákan Guðrún Á. Símonar skrifar: „Kæri Velvakandi! í sumar átti ég leið um Hveragerði og skrapp ég inn í blómabúð. Um leið og ég kom inn, vakti athygli mína stórt fuglabúr, sem stóð á einu búð- arborðinu. I búrinu sat hermikráka, en ég hef dálitla reynslu af þeim, þess vegna tek ég mér penna í hönd. Þama sat krákan í óhreinu búri með óhreint vatn og frae, sem líktist mest svört- um sandi, og hálf-tómt ilátið. Ekki hafði krákan sérstakan náttstað, en þær eiga að hafa trékassa með stóru opi, og á kassinn að vera uppi í lofti búrsins, — þeim þykir þægi- legt að sofa í dimmu skoti. Ég var á ferð um Hveragerði aftur fjórum dögum seinna, og aftur kom ég við i sömu verzl- un. Jú, búrið var á sínum stað með öllum sinum óhreinindum, eins og fjórum dögum áður. Það er eins og komið sé við hjartað í mér, þegar ég sé svona meðferð á dýrum. Þess vegna gat ég ekki orða bund- izt og spurði stúlkuna við búð- arborðið, hvort ekki væri hugs að um krákuna. Hún setti upp stór stjömuaugu og sagði jú, jú. Það er munur að vera hús bóndahollur og það á kostnað þess, að fuglinn er hreinlega vanræktur. Það á að gefa krákum dag- lega ferska ávexti, t.d. banana, vínber, epli, einnig tómata, en mjög smátt. Ég hélt, að þama væri hægt að fá nóg af ávöxt- um og grænmeti; það ætti ekki að vera of kostnaðarsamt að fæða eina kráku. Það er ekki nóg, að hún sé hætt að tala dönsku, en segi bara Margrét, voff-voff og mjá-mjá, — það verður líka að hugsa um hana. 0 Illa hugsað um dýr Því miður hefur alltof margt af þvi fólki, sem fær sér ketti, hunda, og fugla, ekki hug- mynd um eða þekkingu á því, hvernig á að hugsa um bless- uð dýrin. Það hefur ekkert út- hald til þess að hugsa stöðugt um þau og les sér ekki til um meðferð á þeim. Séu dýrin ekki alveg eins og fólkið vill hafa þau, (vankunn áttan er svo mikil, að það þekkir ekki eðli þeirra), er þeim lógað, en það þykir ekki mikið héma að lóga dýrum, — það þykir sjálfsagður hlut- ur. § Eru kjölturakkar stoppuð leikföng? Ég hefi margoft rekið mig á þá hörmulegu staðreynd, að fólk heldur að dýrin séu eins og stoppuð leikföng og hafi ekkert sáilarlif. Foreldrar fá litla kettlinga fyrir elsku litlu bömin sín til að þvælast með, toga í lappir og skott, þvælast með þá úti til þess að láta aðra krakka toga í lappir og skott. Það er ekki mikið verið að hugsa um það að kettlingarnir fái reglu- lega að borða. Þetta eru kettl- ingar, tæpra tveggja mánaða gamlir. Það, sem þeir ættu að fá, er umhyggja, gott fæði og nægur svefn, alveg eins og ung börn i vöggu. Ég vona, að ég fái tækifæri til að skrifa sögur um ketti, það vekti fólk ef til vill til umhugsunar um það, hvað kött urinn er yndislegt dýr, skyn- samt og ekkert nema prúð- mennskan sjálf. 0 fslendingar eins og Púrtóríkanar Ég vil taka það fram, að það eru alltaf til undantekningar, það er til gott fólk, sem hugs- ar vel um sín dýr, en undan tekningarnar eru alltof fáar. Það er undarlegt, hvað Islend- ingar eru kaldrif jaðir gagnvart dýrum og lítið umburðarlyndir, af svona lítilli þjóð að vera, þeir hafa það sameiginlegt með Púrtóríkönum, og þykja þeir það lægsta í Bandaríkjunum, lægri en negrar, og þá er nú mikið sagt. 0 Klíkuskapur í smáborgum Verði bréf mitt birt í Vel- vakanda, sem ég vona, ætla ég að hafa þennan fyrirvara á: ef einhver móðgast við mig út af skrifum mínum, þá mun ég ekki svara, því að þetta eru staðreyndir, sem ég skrifa um. Það hefur verið sá háttur á, að ef ég skrifa um „sérvétt- ur“ eða ,,sönggagnrýni“, þá hlaupar einhverjir upp á aftur lappimar og byrja að svara skrifum minum. Það hlýtur að vera af því að ég „hitti beint í mark“, og fólk þolir aldrei að heyra sannleikann, og alveg sérstaklega á það við í smá- borgum, þar sem klíkuskapur- inn er að drepa alla heil- brigða skynsemi. Guðrún Á. Símonar, Mávahlíð 37, Reykjavik“ 0 Ættleiðing „Kjörbarn" skrifar: „Kæri Velvakandi! Gerðu mér þann greiða ad birta þessi orð mín vegna greinar séra Árelíusar Níels sonar í Morgunblaðinu 21. okt. s.L Presturinn segir þar, að ætt leiðingarplögg séu furðuleg plögg, þar sem böm séu það eina sem aldrei sé hægt að gefa. Rétt má það vera. En ekki vegna þess, að sá sem getur böm af sér, sé eigandi þeirra, heldur vegna þess, að barn er einstaklirigur, en einskis eign, hvort sem maður hefur fætt þau sjálfur eða ætt- leitt þau. Ættleiðing er færsla á um önnun barns og ábyrgð á upp- eldi þess yfir á aðra foreldra. 1 ættleiðingu felst afsal á öll- um afskiptum um alla framtíð af hendi þess, er lætur bam sitt frá sér, en þar á móti taka hinir nýju foreldrar á sig all- ar skyldur við bamið í blíðu og striðu. En það er barnið sjáift, sem gefur sig á vald þeirra, sem annast það og elska, og það gerir bamið alveg sársaukalaust og skilyrð islaust. Svo eru það ættartölumar, sem presturinn hefur áhyggjur af. Það á að láta bam vita, hvemig það er til komið, í leik Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkútar, púströr og flem varahlutir I nwrgar geriSr bífreíða BKavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 169 - Simj 24180 og sögum löngu áður en bam- ið hefur skilning á, hvað gerzt hefur, og halda því við í létt- um tón, svo að það verði því sjálfsagður hlutur, sem engu máli skiptir. En bamsins vegna held ég, að bezt væri, að það vissi ekki nöfn og annað fyrr en það er nógu þroskað til að sjá hlutina I réttu ljósi, og það getur verið erfitt sök- um hugsunarleysis og sletti- rekuskaps fólks, sem kemur málið ekkert við. Það má líka í fyllstu alvöru hafa í huga, að það munu vera fleiri en kjörbörn, sem ekki eru rétt feðruð, en nóg um það. 0 Kjörbarn Kjörbarn! Það finnst mér einna fegurst orð í íslenzku máli. Það ómar af þrá, ást og umhyggju, I mínum eyrum, því að sem slíkt er ég uppalin, og tel ég mig í engu hafa skort. Alla þá ást og umhyggju gat ég ef til vill ekki endurgold- ið, enda aldrei neinar kröfur um gjald þar, en þó veit ég, að þrátt fyrir allt hefi ég fyllt skarð i lifi þeirra tveggja, sem gengu mér i foreldra stað. Kjörbam tekur fólk vitandi vits, það verður aldrei neitt gustukabarn eða slysabarn, heldur kjörið af einhverjum til að elska og annast, — peninga mál skulum við ekki nefna í sambandi við mitt mál. Marg- ur hefur hlotið betra veganesti hjá fátækum foreldrum en í vasapeningaflóðinu nú. Ég hefi líka alið upp kjör- börn og sjálfsagt ekki verið al fullkominn uppalandi, en ég elska þau ekki síður en þó ég hefði legið nokkra daga á fæð ingardeild. Ég hef notið minna gleðistunda og margar áhyggj- ur haft ekki síður eða meira en aðrir foreldrar, en mig hef- ur aidrei iðrað þess og vona, að þau verði nýtir einstakling- ar og sjálfum sér til auðnu í lífinu. Ég vona líka, að presturinn hafi ekki gleymt orðum Jesús við móður sína: „Kona, sjá þar er sonur þinn“. Og við læri- svein sinn og yin: „Sjá, þar er móðir þin“. 0 Óskabarn Að ala upp böm er enginn mömmuleikur og bömin ekki brúður, sem henda má út í horn þegar annað skemmti- legra býðst, en bam, sem er foreldrum sínum fjötur um fót í skemmtanaleik þeirra, eða bara koma hart við budduna hjá feðrunum, væru betur kom in hjá þroskuðu fólki sem óska böm þess. Það eru gerðar mikl ar kröfur til fólks, sem vill taka að sér annarra böm, en hvar eru kröfumar til þeirra, sem geta þau af sér. Ömmur og áfar gera oft meira en þau erú fær um, til að bæta upp umhirðuleysi á barnabömum sínum, en það er erfitt að ala upp böm á efri árum og þó verst vegna afskipta annarra, þvi að margar hendur vinna ekki létt verk í því tilliti. Eða hvað finnst fólki um bréf ungu stúlkunnar, sem presturinn birtir, en hún er þó kannski hreinskilnari en hægt er að segja um margar konur giftar sem ógif tar. Því ætti að nota ættleiðing- ar meira en gert er. Kjörbarn". HeimboÖ tíl ffusqvarna Við bjóðum yður að koma í verzlun okkar að Suðurlandsbraut 16 og kynna yður kosti þá sem einkenna HUSQVARNA FRYSTIICISTUR. Þér munið sannfærast um, að Husqvarna frystikistur eru í sérflokki. á. Umboðsmenn um land allt unnai (S4é%dW)0n kf SUÐURLANDSBRAUT 16 SIMI 35200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.