Morgunblaðið - 03.11.1970, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1970
ét
báéum
áttum
EFTIR FEITH BALDWIN
— Þú hugsar nú meira um
hann og Mary en um mig, sagði
Kathleen, en þó án allrar
gremju.
Faðir hennar brosti bliðlega
til hennar. — Ég get nú ekki
staðið mig við að fara að hafa
áhyggjur af þér. Þá gæti ég
eins vel verið kyrr heima, sagði
hann.
Marion Roberts hristi höfuðið.
Kathleen hefur góða al-
menna greind og við höfum al-
ið hana upp við að vera sjálfri
sér nóg. . . og ef. . . þá hefur
hún að minnsta kosti vit á að
fara til Hamiltons læknis. En
hún fölnaði ofurlítið um leið og
hún sagði þetta.
— Góða mín, sagði dóttir
hennar, — horfðu ekki svona á
mig. Ég er fílhraust 'ðg er bú-
in að fá alla hugsanlega barna-
sjúkdóma, og seinast þegar ég
fór til Ham gamla, þá sagði
hann, að ef allir sjúklingamir
sínir væru jafn hraustir og ég,
þá gæti hann eins vel lokað búð
Allar tegundir f útvarpstækl, vasaljós og leik-
föng alltaf fyrirliggjandi.
Aðeins f heildsölu til verzlana.
Fljót afgreiðsla.
HNITBERG HF.
öldugötu 15, Rvlk. — Siml 2 28 12.
og farið að skera út tré. Nei,
þú skalt engar áhyggjur hafa.
— Nei, það skal ég heldur
ekki, sagði móðir hennar hóg-
lega. Hún leit á manninn sinn
með áhyggjusvip, sem hún
reyndi að leyna. Leit hann ekki
betur út en í morgun? Hún
varð fyrst og fremst að hugsa
um hann, að koma honum burt
og láta hann hressast við, gæta
og mataræði hans og sjá um,
að hann fengi nóga hvíld og
hefði eitthvað við að vera. Og
hann hafði heldur ekki sofið vel
í seinni tíð.
Kathleen sagði:
— Ef þið eruð með þessar
áhyggjur af mér, þá strýk ég
með stráknum í matvörubúðinni
eða fer til Hollywood, svo að
þið hafið þó eitthvað að fárast
um. Þið hafið gert ykkar bezta
með því að bjóða að taka mig
með ykkur. En ég var þver og
vanþakklát. Ég vildi heldur
vera heima og hafast eitthvað
að.
En með sjálfri sér hugsaði
hún: Guð minn góður, hvað ég
sakna ykkar og ekki veit ég,
hvemig ég held það út. . . En
þetta gat hún ekki sagt, því að
þau urðu að fá að fara í þetta
ferðalag, frí og frjáls. Hún hugs
aði: ég eyðilegg þetta allt fyrir
þeim með allri forvitninni
minni og skemmtanafíkn, því að
þau reyna auðvitað að fylgja
mér — auk þess mundi mér leið
ast þetta, og það vita þau.
Faðir hennar lagði frá sér dag
blaðið og gerði einhverjar önug-
ar athugasemdir við fyrirsagn-
imar. Svo leit hann af konu
sinni og á dóttur sína: — Kate
getur gætt sín sjálf. Hún hefur
áður sýnt það í ýmsu smálegu,
og nú er tækifærið að sanna
það fyrir alvöru.
— Æitli það nú? sagði Kath-
leen. — En segðu mér eitthvað
af Patrick Bell — þú hef-
ur ekkert sagt mér um hann
nema að þú hafir rekizt á hann
í einhverjum klúbbi og hann
PANELOFNAR
LÆGRI
HITAKOSTNAÐUR
BETRI HITANÝTING
HÆRRA HITAGILDI
PANELOFNAR uppfylla allar
kröfur sem gerSar eru til mið-
stöðvarofna f dag.
Látið PANELOFNA einnig I
yðar hús.
Það er prýði að
PANELOFNUM:
ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA.
Söluumboð:
HITATÆKI H.F.
Skipholti 70,
simi 30200
JD
□r
PANELOFNAR HF.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þú ert dálítið ágcngur í dag, kannske vegna alls, sem þú átt ógert.
Nautið. 20. apríl — 20. maí.
Þú verður að lagfæra áætlunina hjá þér og vinna upp ógerð verk.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Þú ert alltaf að masa, þegar þú átt að vera að vinna.
Krabbinn, 21. júní — 22. júli.
Reyndu að gefa álit þitt á opinberum aðgerðum til kynna hið fyrsta
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þér semur betur við þá, sem einhvers mega sín í dag, en þá sem
þú umgengst meira.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þú heldur, að þú sjáir fjáröflunarmöguleika, sem þó reynast vera
eitthvað aUt annað, er á reynir.
Vogin, 23. september — 22. október.
Það liggur ekkert á neinum brcytlngum. Samskipti við ættingja
treystast við smá áreynslu.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Reyndu að halda skapinu £ skefjum, þótt erfitt sé. Það eykur
hróður þinn.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Peningar verða eitthvað til umræðu, eftir því, hvernig þér hefur
gengið að halda orð þín.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þótt þú sért ekki alveg sammála samverkafólki þinu, er óþarfi að
blanda fleirum í málið.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Ný tækifæri virðast skjóta upp kollinum, þegar þeirra er sízt von.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Það gengur aldrei að fá peninga að láni hjá vinum sinum.
sagðist kannski geta látið mig
fá einhverja vinnu.
— Ég þekki hann nú ekki vel,
játaði faðir hennar, — enda
þótt ég hafi einstöku sinnum
séð hann og stundum talað við
hann. Við komumst í snakk á
einhverjum bar yfir einu glasi. .
— Lawson! sagði kona hans.
Ein lífsreglan hans var algjör
bindindissemi.
— Ég drakk nú ekki annað en
engiferöl, flýtti hann sér að
segja. — Svei mér þá! En svo
að ég haldi áfram, þá er hann
ungur........rúmlega þrítugur
og stendur fyrir stóru verktaka
fyrirtæki. Vinnur aðallega fyrir
borgina . . . annars veit ég
ekkert nánar um það. . . neðan-
jarðarbrautir og brýr og þess
háttar. Fyrirtækið stofnaði fað
ir hans, en svo dó hann í fyrra.
Pat sagði mér að karlinn hefði
viljað senda hann í háskóla, en
það vildi hann ekki og fór beint
í viðskiptalifið úr gagnfræða-
skólanum. Ég spurði hann, hvort
honum hefði þá ekki verið
heppiiegra að vera verkfræði-
ingur, en hann svaraði kaldur
og rólegur, að hann hefði fjölda
hálaunaðra verkfræðinga í þjón
ustu sinni. . . . Annars heitir
hann nú ekki Bell.
— Hvað í dauðanum heitir
hann þá? spurði Kathleen.
— Því er ég búinn að gleyma.
Það er eitthvert langt ítalskt
nafn, en pabbi hans fékk þvi
breytt, þegar hann stofnaði fyr
irtækið. . . mér er sagt, að hann
hafi verið afskaplegur harð-
stjóri. Hann sagðist eiga alltof
marga frændur, bæði hér og í
gamla landinu og undir eins og
þeir fréttu um velgengni hans,
mundu þeir vilja verða vehk-
stjórar eða skrifstofumenn hjá
honum. Svo að hann styttiþað
niður í Bell.
— En hvaðan er þá Patricks-
nafnið?
— Ég býst við, að hann hafi
átt írska móður, sagði faðir
hennar. Hann er eftirtektarverð
ur ungur maður, Kate. Hörku-
duglegur og heldur ágengur fyr
ir minn smekk. Líkist mest götu
valtara. Þér finnst hann áreiðan
lega óslípaður demantur.
— Það var þá ekki nema góð
tilbreyting frá öllum þessum
slípuðu sem ég hef fyrirhitt í
seinni tið. Ég hitti einn í gær-
kvöldi, sem var ekki einasta
slípaður, heldur lika í platínu-
umgerð.
— Hver var það? sagði Mari-
on. — Og þú hefur ekkert sagt
mér af samkvæminu. Komstu
seint heim?
— Ekki mjög — ég held
klukkan hafi ekki verið orðin
eitt. Já, samkvæmið var stór-
kostlegt. . . skrallmúsik og mik-
ið af kampavíni, skemmtiatriði
og fallegustu sýningarstúlkur í
geggjuðustu kjólum. Mig hryllti
við þegar ég hugsaði til feitu
kerlinganna, sem þyrptust til
Eloise, nú á dögum og kaupa
litlu númerin, sem þær sáu út-
stillt í gærkvöldi, og halda sig
munu líta glæsilega út i þeim
— eins konar tvíbura ljóshærðu
stúlkunnar sem sýndi kjólinn.
En ég býst nú við, að hún breyti
þeim, eða telji viðskiptavininn
á að fá sér heldur eitthvað ann
að. . . . þvi að fyrirtækið þolir
illa óheppilegar auglýsingar.
Hanna naut sín heldur en ekki.
Þessi sportföt hennar eru virki-
iega eftirtektarverð, að minnsta
kosti voru allar stórhrifnar af
þeim. Ég ætti að spara rentu-
peningana mína, úr því ég er
komin á kaup, og kaupa mér
ein slík föt. . .
— Ég botna nú víst heldurlít
ið í þessu, sagði faðir hennar.
En segðu mér, hver þessi slíp-
aði demantur þinn var.