Morgunblaðið - 03.11.1970, Side 18

Morgunblaðið - 03.11.1970, Side 18
18 MORjGUNBíLAjÐIÐ, >RI£>JUDAGUR 3. NÓVEMÐER 1970 — Minning Sigríður Framhald af bls. 17 manni þímim, séra Gunnari Árna syni, bömum ykkar, tengdaböm um og bamabömum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og aiit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Guðmundur Guimarsson. „Ráð eru færri en áður“. Frammi fyrir þeirri staðreynd stöndum við nú, sem vorum þeirr ar gæfu aðnjótandi að vera sam- vistum við Sigríði Stefánsdóttur. Sú, sem þetta skrifar, kom til hennar tveggja vetra gömul á- samt systur sinni, sem var þre- vetur, og hún sleppti aldrei af okkur hendi upp frá því. Þegar ég lit til baka til þess- ara löngu liðnu daga, er ég enn var barn og „lék mér að strá- t Eiginímjað'ur minn, Friðrik Júlíusson, Freyjugötu 18, Sauðárkróki, atndaðist að heáimili síniu laiug- ardaigiinn 31. október. Fyrir mína hönd ag bama olkkar, Fjóla Jónsdóttir. t Móðir mín og temgdaimóðir, Anna Jónsdóttir frá Mjósundi, amdaðáist í Lamdakotsspítala þann 31. október. Fyrir hönd vandamanna, Ágústa Jónsdóttir, Kristinn Óskarsson. t Móðir mín, aimima og fóstur- móðar, Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Hraunbæ 20, lézt aðifananiótt 1. nóvember í Land atootsspítala. um", en hún ungiingúr í föður- garði, kemur fyrst upp í hugann gleðin, sem alitaf vax í kringum hana, og hvað hún var vel gef- in til munns og handa. Hún spil- aði á öll þau hljóðfæri, sem voru tiltæk í sveit, orgel, gitar o. fl., hafði fagra söngrödd og samdi lög. Einnig teiknaði hún og mál- aði, og ég held, að margur nú á dögum leggi út á listamannsdjúp ið með minni hæfileika. Annar þáttur í fari hennar var áhuginn á gróðri, trjám og blómum, enda ræktaði hún fagr- an skrúðgarð á Æsustöðum, eftir að hún fluttist þangað. Einu sinni, þegar hún kom frá útlönd um og talið barst að þvi, sem hún hafði séð merkilegast, tal- aði hún ekki um hallir né fom- ar kirkjur, heldur hversu ailt var vafið gróðri. >ó held ég, að ríkasti þáttur- inn í fari hennar hafi verið góð- leikinn. Hvað hún vildi öllum vel. Það var mikið um fátækt fólk og umkomulaust, þegar hún var að alast upp, kannski sumir, sem enginn óskaði eftir að hafa nálægt sér. Þessu fólki var hún bezt. Hún sýndi trú sina I verk- um og tók svo mikinn þátt í ann arra kjörum, að hún gleymdi sjálfri sér. Fram á síðustu stund, þegar hún afbar varla fyTÍr kvöl um, var hún enn að spyrja um, hvernig þessum eða hinum liði. Ég held, að heimurinn væri öðru visi í dag, ef þess háttar hugar- far væri ríkjandi. Illt umtal þoldi hún ekki og sagði eitt sinn við mig, að sér fyndist hún allt- af vera að verða úti, ef hún heyrði slíkt. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, en mér fannst ég verða að segja þau. t Mað'urimm mimm, Ólafur Helgason, læknir, amdaðiet 1. nóvetmber. Kristín Þorvarðardóttir. t Inindlegar þakkir fyrir aiuð- sýnda aamnúð ag htottekmingu veigna amdláts Kristjáns Þórarins Davíðssonar, Neðri-Hjarðardal. r.lagdalena Össurardóttir, böm, tengdaböm og barnaböm. Georg Franklínsson, Franklín Georgsson, Guðjón Þorbjömsson. t Otför eiginmanns míns PÁLS b. sigfússonar fyrrv. skipstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. nóvember n.k. ki. 3 síðdegis. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands eða aðrar líknarstofnanir. Þórhildur L. Ólafsdóttir. Svo kveð ég þessa frænku mína með djúpri þökk íyrir, að hún varði okkur systkinin „vest an gusti" og „austanblástrum", þegar við þurftum þess mest við, og vona, að hún sé komin í þá friðarhöfn, er hún eitt sinn fyr- ir löngu orti um þessa litlu vísu: Þegar róðri lífsins lýk og loks er strið á enda, ég vona ég fái i Friðarvik flakinu mínu að lenda. Þorbjörg Bjömsdóttir. Ein af okkar mætustu félags- konu-m, írú Sigríður Stefánsdótt ir, er nú horfin yfir móðuna miklu, þangað sem leið okkar alira liggur. Árið 1952 flutti írú Sigríður í Kópavog ásamt manni sínum, sr. Gunnari Ámasyni og böm- um þeirra hjóna, þremur þeim yngstu. Það voru mikil tímamót í sögu þessa unga byggðarlags að fá þessi mætu hjón til starfa hér í Kópavogi. Fljótlega, eftir komu þeirra hingað, gekk frú Sigriður í Kvenfélag Kópavogs. Það vakti strax athygli okkar félags- kvenna, hvað þessi fallega og elskulega kona lét sér annt um þá, sem af einhverjum ástæðuih stóðu höllum fæti í lífsbarátt- unni. Var hún þvi fljótlega kos- in í stjóm Líknarsjóðs Áslaugar Maack. Starfaði hún þar í 10 ár, þar af formaður í 8 ár. Um þetta samstarf eigum við, sem með henni störfuðum, hinar beztu og hugljúfustu minningar. Það er vart hægt að hugsa sér betri og elskulegri félaga, en frú Sigríði. Hin hreina og sanna gleði hennar og kærleikur tii allra manna hafði alls staðar bæt andi áhrif, hvar sem hún kom. Oft komum við, samstarfskon- ur hennar, á heimili þeirra hjóna og er óhætt að segja, að þangað var gott að koma. Þar var marg ur vandi leystur, varðandi Likn arsjóðinn. Stundum var erfitt að miðla okkar takmarkaða fé á milli þeirra, er taldir voru hjálparþurfi. En það var eins og frú Sigriður gæti ævinlega greitt úr vandanum, eftir þvi sem bezt varð á kosið. Fyrir starf hennar í félagi okkar og þó einkum starf henn- ar við Líknarsjóð Áslaugar Maack erum við í mikilli þakk- t Útför mianosims mtos, fóður okkar og tenigdaföðiur, Eiríks Narfasonar, Bárugöta 7, fer fraim fró Fríkirkjuimni í Reykjavík miðvikudaigi'nin. 4. nóveimibeir kl. 3 síðdiegis. Sesselja Jóhannesdóttir, Benedikt Eiriksson, EygerSur Pétursdóttir, Jóhannes Eiriksson, , Bergljót GuSjónsdóttir. t Huig'heilar þakkir til allra, er aiuðisýndiu saimúð ag vtoarhuig við aindláit og útför Erlendar Stefáns Kristinssonar. Hjartams þakkir til kirkjukórs Lágafellssóknar. Fyrir hömd barna og ammarra aðsitandiemdia, Jóhanna Jónsdóttir. arskuld. Og ekki einungis við hana sjálfa, heldur og einnig við mann hennar sr. Gimnar Áma- son, sem ætið var reiðubúinn að rétta hjálparhönd, ef til hans var leitað. Með þakklæti og söknuði kveðjum við þessa látnu vin- konu okkar og óskum henni ei- lífrar blessunar. Að endingu sendum við séra Gunnari og öllum ástvinum hinn ar látnu tonilegar samúðarkveðj ur og biðjum þeim blessunar Guðs. Konur í Kvenfélagi Kópavogs. Kveðja, hugsuð að heiman Þegax fjarandi lífsorka berst mánuðum saman við þrotlausar þjáningar, þegar bjargráð um- hverfisins eru öll þrotin, þegar allir sem unna standa magnþrota í ástúð sinni og ómælanlegri þrá eftir að eiga hjálpandi hönd, verður dauðinn, þessi eilífi ógn- vaki hins heilbrigða lifs, að líkn andi engli, draumurinn um að sá eða sú, er í stríðinu stendur, fái að vaka heil með vinum, að þrá eftir að fá að kveðja, að þrá eft- ir miskunn hvíldarinnar. Og þó geta þessi mál snúizt svo að þar, sem flóttans var að vænta, sé viðnámið öruggast, styrkurinn vísastur, gleðin björtust. Þetta kunna að þykja ósættanlegar andstæður, en þannig horfðu þessi mál við mér, þegar ég kom að sjúkrabeði Sigríðar Stefáns- dóttur. Þótt hún berðist mán- uð eftir mánuð við hinn illvíga meinvald, sigurvissan og misk- unnarlausan, virtist öryggið og festan svo rík í fari hennar, að hún var enn veitandinn, þótt á annan veg væri en áður. Til hennar sárþjáðrar gátum við, al- heilbrigðir vinir hennar, sótt styrk og gleði eins og svo oft áður. Þeim, er svo gjöfulum styrk er gæddur, er gott að mæta. Veltur þá oft á furðulitlu hver eða hvar vegurinn er, né hverra erinda farið er. Sigríður fæddist á Auðkúlu i Svínadal 27. nóv. 1903. Faðir hennar var Stefán Magnús, prest ur á Auðkúlu, Jónsson verzl- unarmanns í Reykjavík Eiriks- sonar. Móðir sr. Stefáns var Hólmfríður Bjarnadóttir stúd- ents í Bæ í Hrútafirði Friðriks- sonar. Móðir Sigríðar var siðari kona séra Stefáns, Þóra Jónsdótt ir, prests á Auðkúlu Þórðarson- ar, prests á Mosfelli Ámasonar. Móðir Þóru var Sigríður Ei- riksdóttir, sýslumanns Sveiris- sonar. Þessar ættir skulu ekki raktar hér lengra, enda eru þær alþekktar. Sigríður ólst upp á Auð- kúlu til þroskaaldurs. Það væri nokkurt viðfangsefni nú- tímafræðimennsku að svo fjöl- menntuð kona, sem hún var, skyldi ekki setjast á skólabekk. En framhjá því verður ekki kom- izt, að þrátt fyrir þá staðhæf- ingu, að þeir einir séu menntað- ir, er lærdóm sinn hafa sótt á skólabekki, var hún óvenju gagnmenntuð kona. En þvi má ekki gleyma, að hún dvaldi sinn æsku- og þroskaferil á fá- gætu menningar- og mannrækt- arheimili. Reynslan hefur sýnt, að til slíkra heimila var — og er líka sótt menntun — mann- gildi. Sr. Gunnar Ámason vígðist til Bergsstaðaprestakalls 1925. Hann vakti þegar athygli, hrað stígari en almennast var, ekki að eins á göngu, heldur engu síður á andlegum sviðum, viðförlari en almennt þekktist og jafnframt víðskyggnari en svo, að skilið yrði að fullu, þó það breytti í engu um vinsældir hans. Þær vann hann fljótt svo að ágætt reyndist. Þau Sigríður felldu hugi saman og giftust 3. júní 1928. Settu þau bú saman á Æsustöðum það vor og bjuggu þar við rausn til 1952, er sr. Gunnar fékk veitingu fyrir Kópavogsprestakalli. Þar hafa þau búið síðan við hliðstæðar vinsældir og áður, heimilið jafn þrungið þeirri vinhlýju, sem mætti okkur í fátækt frumbýl- ingsáranna. Það er ekki að jafnaði svip- íikil eða margþætt saga, sem ger ist, þó ung hjón reisi sér heim- ili, enda gerist þar lítið annað en inngangur að sögu. Það, sem þar veltur á að jafnaði, er sag- an sem heimilið skapar, þáttur þess í sögu umhverfisins, gildi þess fyrir menningu samtíðar- innar. En það gildi verður ekki sannað af gustinum, sem um það blæs, né hávaðanum, sem þaðan glymur, enn síður ef þaðan streymir andvari einn, jafnvel þótt hlýr sé. Þetta sannaðist óviða betur en á Æsustöðum, en þaðan var andvarinn ríkast- ur frá háttum heimilisins, heið- ríkjan björtust. Þau hjón settu ekki saman bú sitt af digrum sjóðum. Prestlaun voru ekki slík á þeim árum að sálvemd og safnaðargæzla skyldu einráðar um önn prests- ins. Þjóðhættir og lífsskoðun beinlínis kröfðust þess, að prest- urinn tæki fullan þátt i kjörum safnaðarins, lifði með honum, liði með honum, gleddist með honum, hryggðist með honum, berðist með honum til sigurs, ef auðna arkaði á þá leið. Þessi saga gerð ist þar á Æsustöðum. Það kall náði lika til prestskonunnar, til húsmóðurinnar á verðandi og vaxandi heimili. Sigríður heyrði þetta kall og naut þess að gegna þvi. Þó hvorki væri hátt til lofts né vitt til veggja, þegar þau hjón byggðu heimili sitt, var þess furðuskammt að bíða, að þar biði okkar sveitung- anna „skáli um þjóðbraut þvera“ með fullum einkennum hinnar fornu og fögru þjóðsagn ar: borðum reiddum af rausn. Þeim auðnaðist að byggja upp á furðu skömmum tíma svo aðlað- andi heimili að fágætt var. Slíkt heimili mun sjaldan byggt svo, að aðeins sé einum á að skipa við bygginguna. Óvíða þar, sem ég hefi setzt, hefi ég fundið þetta jafn ljóst og þar á Æsustöðum. Þrátt fyrir sjaldgæfa vemd- un hvors fyrir sig á sínum eig- in persónuleika, sem bæði áttu í rikum mæli að einkaeign, varð það löngum svo samofið, að gest- inum varð torvelt að greina hvort átti hvað. Einurð þeirra, þrá þeirra eftir að rétta hjálp- andi hönd, að seðja og gleðja og þó einkum þá, er áttu færri kosta völ, var samofin af þáttum i fari beggja. Gleðin, sem við sveitungamir nutum þar og sótt um þangað, tiginborin og létt, setti i ríkum mæli sitt svipmót á samband okkar við heimilið og hug okkar til þess. Ég veit að hún svífur yfir þeim saknaðar- kveðjum, sem að heiman era sendar við þessi leiðaskil, enda ekki aðeins þær. Svo mun og um þær kveðjur, er rætur eiga að rekja til síðari kynna við heim- ili þeirra. Sigríður átti löngum sæti í stjórn Kvenfélags Bólstaðarhlíð arhrepps, meðan hún átti heim- ili á Æsustöðum. Hún átti því t Elginkona mín MAGNES SIGNÝ HJARTARDÖTTIR Asgarði 16, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 4. nóvember kl. 13,30. Gunnar Baldur Guðnason. t Útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður ÖLAFlU LAUFEYJAR ÓLAFSDÖTTUR Mávahlíð 11, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15,30. Krístinn Gislason, Ólafur Kristinsson, Ingibjorg Kristinsdóttir, Magnús Oddsson. Iranilegiar þaikkir færi ég öll- uim, siem glöddiu xmiig á 70 ára aftraæli mtoiu 19. aktóber sl. Jóhann G. Björnson, Reynihlíð, Garðahreppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.