Morgunblaðið - 08.12.1970, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.12.1970, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970 3 „Biðjum um skýring- ar og rökstuðning“ — Landeigendafélag Laxár og Mývatns ritar saksóknara ríkisins bréf LANDEIGENDAFÉLAG ogr Mývatns hefur í Laxár tilefnl ákvörðunar saksóknara rikisins um að höfða mál gegn 65 manns vegna sprengingn Mið- kvislarstiflu skrifað saksóknara bréf, þar sem félagið óskarþess, að saksóknari rökstyðji þá ákvörðim sína að vilja ekki höfða mál á hendur stjórn Lax- árvirkjunar vegna stíflugerðar- innar. I fréttatilkynningu frá fé laginu er svo m.a. spurt, hvort ísland sé ekki réttarriki. Morgunblaðið hafði i gær- kvöldi samband við Valdimar Stefánsson, saksóknara ríkisins, en hann kvaðst að svo stöddu ekkert vilja um þetta mál segja. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing Landeigendaifélagsins og bréf þess til saksóknara ríkis- ins. „í tilefni af siðustu ákvörð- unum saksóknara ríkisins hefur Landeigendafélag Laxár og Mý vatns sent saksóknara bréf það, sem fylgir á eftir fréttatilkynn- ingu þessari. Saksóknari ri'kisins höfðar op- inbert sakamál á hendur 65 Þing eyingum, enda þótt honum sé bannað í 260. gr. almennra hegn ingarlaga að höfða opinbert saka mál vegna þess, að menn taka rétt sinn sjálfir. 1 260. gr. laga nr. 19/1940 seg- ir: „Hver sem gerist sekur um gertæki, skal sæta sektum. Út af brot þessu skal ekki höfða opinbera málsókn." Ekkert hefur komið fram í rannsókn Miðkvíslarmálsins, sem bendi til annars en, að um sjálf- töku réttar hafi verið að ræða. 1 Ritinu „Eignarréttur" eftir Ól- af heitinn Lárus'son prófessor segir m.a. á bls. 180: „Ef maður hefði í heimildar- leysi t.d. grafið skurð á fasteign annars manns eða lokað hliði á girðingu hans um eign sína, þá myndi eigandanum vera rétt að fylla skurðinn eða opna hliðið og beita til þess valdi, ef með þyrfti. Að þvi er til þessarar réttarvörzlu tekur, þá myndi hún eigi verða talin stranglega bund- in við það, að hún færi fram í beinu framhaldi af hinni ólög- mætu röSkun. Hún myndi vera heimild, þótt nokkuð væri frá lið ið.“ Þrátt fyrir skýr lagaákvæði og umsagnir virtra fræðimanna leyf ir saksóknari sér að veitast að 65 Þingeyingum með opinberri málsókn. Hins vegar segir hann „ekki vera efni til“ að höfða mál á hendur Laxárvirkjunarstjórn þrátt fyrir skýr og ótvíræð laga brot hennar. Vér spyrjum af þessu tilefni: Eru ekki menn jaínir fyrir lög- unum? Er Island ekki réttar- riki? Fyrir brotum Laxárvirkjun- arstjómar er grein gerð á eftir- farandi bréfi til saksóknara og hann beðinn um skýringar á á- kvörðun sinni, en Þingeyingar spyrja nú hverjir aðra, hvort nokkurt samband sé á milli neitunar þeirra að ganga að kröfugerð iðnaðarráðherra á sáttafundinum 23. og 24. nóv. sl. og hinnar opinberu málshöfð- unar nú.“ „Reykjavik, 4. desember 1970. Til saksóknara ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Oss hefur borizt bréf yðar, þar sem þér neitið að höfða opinbert mál á hendur stjóm Laxárvirkj- unar vegna stíflugerðar hennar í Miðkvisl. Biðjum vér yður að gefa rökstuðning á þessari neit un yðar. 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 vemdar menn gegn þvi, að ráðizt sé á'eignir þeirra, án þess að þær séu áður teknar eign arnámi. 1 a) lið 153. gr. vatnalaga nr. 15/1923 segir: „Hver sem byrj- ar á fyrirtæki, sem leyfi eða samþykki þarf til samkvæmt lög um þessum, eða ef matsgerð þarf til þess, svo og ef maður vinnur verk verr en í skilyrðum, i leyfi, samþykki eða matsgerð felst, eða bregður að öðru leyti út af fyrirmælum slikra heim- ilda, skal sæta sektum eða ein- földu fangelsi.“ Laxárvirkjunarstjórn gerðist brotleg við þetta ákvæði, þegar hún setti stíflu í Miðkvisl án samþykkis réttra umráðamanna lands og gerði ónothæfan silungs stiga, enda þótt henni hefði ver- ið sett sem skilyrði að gera not- hæfan silungsstiga. Hún leitaði ekki heldur álits Náttúruverndarráðs, eins og henni er boðið í 2. gr. laga nr. 48/1956. Hún tók land og vatnsrétt- indi undir stíflurnar án þess að Framhald á bls. 19 LEIÐRÉTTING í GREIN Kristjáns Albertsson- ar: Áskorun til íslenzkra iög- reglustjóra sem birtist hér í blað inu siðastliðinn föstudag er prentvilla þar sem minnst er á grein Sigurðar Pálssonar og tal- að um „þær skoðanir vitrustu og lærðustu manna, að aldrei hafi til lengdar farið saman í sögu þjóðarinnar (á að vera: þjóðanna) almenn siðspilling og háþróuð menning.“ Eugen Beihl. — Baskar Framhald af bis. 1. Sain Sebastian, Méliton Manzan- ais, í ágiúst 1968. Areraa fevaðst baifa gengið í gildru lögregluinnar í apríl í fyrra: „Lögreglain toafði falið sig í íbúð, og þeigar við fcomium var strax hiatfiin sfeoitlhiríð. Ég særðist í fcviðnium, en lögrieglan tók ekfe- ert tillilt tM þess og byrjaði strax að yfirheyra mig. Yfirheynslutn- uim var síðan haldið áfnam í sjúfcralhúsi þegar ég hafði geng- izt umdir uppskurð," sagði Ar- enia. Neyðarástand er enn í gildi í BaskaJhéruðuiraum, og etriu við- tælfeuistu örygg isráðstaf a raimiar í Eibatr þar sem rúmílega 80.000 verkamiemn llögðu niður vinniu í síðuistu vifeu í mótmaelaskjmi við réttairfhölldin í Burgos. Borgarsjóður greiðir: 370 milljónir — til almannatrygginga, sjúkrasamlaga og sjóða REKSTRARÚTGJÖLD borgar- sjóðs Reykjavíkur til félagsmála á næsta ári nema samtals 555 milljónum króna. Mestur hluti þessarar fjárhæðar er framlag borgarinnar til almannatrygg- inga, sjúkrasamlaga og sjóða, eða samtals 370 milljónir, sem er 66,4% af heildarútgjöldum til þessa málaflokks. Er hér um lögboðin útgjöld að ræða, sem sveitarfélög geta lítil eða engin áhrif haft á. Félagáleg aðstoð miemiur 106 milljónium eða 19,2%. Kostnaðux við heimili og vistun baima verð uir um 50 mililjóndr eða 9,1%, framlfevæmd félagsmiála kostar 14,7 milljóniir eða 2,6%, styrkir til ýmissa samtaka, sem vimna að félagsmálum, 6,1 mililjón eða 1,1% og ýmis annar kostnaður 8,6 milljónir eða 1,6%. ^ramsókn og vinstri viðræður Gremja Framsóknarmanna yf- ir þvi, að þeim hefur ekki verið boðin þátttaka í viðræðum Þri&Sja flokka og flokksbrota um stöðu vinstri hreyfingar á íslandi, á sér bersýnilega engin takmörk. Tíminn skrifar viku eftir viku um þessar viðræður í beizkum tón og sparar fyrri sam- starfsmönnum ekld kveðjurnar. í gær birti blaðið t.d. forystu- grein þar sem sagði: „Annað augljósara merld um liin raun- veridegu heilindi er þó það, að Gylfi hefur nýlega birt grein í málgagni sínti, þar sem hann lýsir þeirri skoðim sinni, að eig- inlega sé ekld til nein vinstri stefna og þar af leiðandi ekld til nein vinstri hreyfing. Hann bætir þvi síðan við, að Alþýðu- bandalagið sé óumdeilanlega mesti afturhaldsflokkur lands- ins. Þessum flokki er Gylfi þó að reyna að sameinast! Sízt er þó tónninn betri í mál- gögnum hinna flokkanna. Nýtt iand birtir t.d. 3. þ.m. snjalla grein, sem ber fyrirsögnina: Al- þýðuflokkurinn — svikari við hugsjón sina, stefnu og kjósend- ur. Þrátt fyrir allan þann rök- stuðning, sem felst í þessari grein, sitja Hannibal Valdimars- son og Björn Jónsson á samn- ingabekk, þar sem þeir ræða um að gerast fóstbræður svikaranna, er greinin fjallar um! í Þjóðvilj- anum ræðir svo Austri bæði um Alþýðuflokkinn og Samtökin sem hrein handbendi Sjálfstæðis- flokksins og telur sig færa gild rök að því. Samt situr hann á samningabekk með þessum hand bendum og þykist vilja samein- ast þeim!“ Skýringu vantar Enn Iiafa opinberir málsvaíW Alþýðubandalagsins enga skýr- ingu gefið á því hver stefna flokks þeirra er gagnvart aðild tslands að Atlantshafsbandalag- inu. Eins og bent hefur verið á hér í Morgunblaðinu liafa allir þingmenn Alþýðubandalagsins borið fram tillögu á Alþingi um úrsögn íslands úr Atlantshafs- bandalaginu, en skömmu eftir að sú tillaga var lögð fram, iýstl formaður Alþýðubandalagsins því yfir, að það yrði ekki gert að sidiyrði fyrir þátttöku Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn að kosningum loknum, að landið hætti þátttöku í NATO. Þetta tvennt lýsir einstæðum tvískinn- ungi í málinu, en þar sem engar skýringar hafa verið gefnar verður að líta svo á, að formað- ur Alþýðubandalagsins sé ábyrg- ur orða sinna og ummæli hans berl að túlka sem stefnu flokks hans gagnvart NATO og aðild Islands að því. Er þá svo komið, að allir íslenzldr stjómmála- flokkar hafa í raun lýst því yfir með einum eða öðrum hætti, að þeir ýmist styðji aðild íslands að Atlantshafsbandalaginii eða láti liana óátalda og er það mikil breyting frá þvi sem var fyrir 20 árum, þegar harðar deUur urðu á Alþingi um þetta mái og kommiinistar beittu ofbeldi til þess að reyna að hindra störf Al- þingis. En batnandi manni er bezt að lifa og vissulega ber að fagna því, að Alþýðubandalagið hefur nú skv. yfirlýsingum for- manns þess breytt stefnu sirrnl gagnvart þátttöku okkar í starfi NATO. Jafnframt verður að draga þá ályktun, af ummælum forniannsins, að þingmenn AI- þýðubandalagsins flytji tillögil sina, sem einstaklingar og hana beri ekld að skilja sem stefnu- yfirlýsingu flokksins — eða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.