Morgunblaðið - 10.12.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAOUR 10. DESEMBER 1970
23
— Minning
— Örnólfur
Framliald af bls. 14.
um allan hinn stóra og mannvœn
lega systkmaJhóp.
Örnólfur Valdemansson mun í
minni vitund halda yfir landa-
mærin mikílu með góða sam-
vizku, upplitsdjarfur og hrein-
skiptinn þar, eins og hér, og
dreifa hvarvetna frá sér birtu
og yl, svo sem hann skildi eftir
í minningaajóði okkar, er eftir
stöndum á ströndinmi enn og horf
um með söknuði á brottför hana.
Ég voffca hinni glæsilegu og
ágætu eiginkonu Örnólfs heitins
og börmum þeirira hjóna, temgda-
börnum og barnabörmum, dýpstu
samúð mína um leið og ég þakka
Örnólfi ómetanleg kynni.
Jakob V. Hafstein.
KVEÐJA
— Ferðin á enda
og húm yfir náttstaðnum hinzta.
En hrein rís að morgni og fögur
upprisusólin:
Sú var þín trú.
Bam varstu í lund
— en bjairgið öruiggt og traust
og blíðasti vinur
öllum er sóttu þinn fund.
Blíð var þin lund
.— en brimaði í sál þinni
um stund
voru boðarnir þungir
og risu af djúpu hafi.
Að dyrum hins ókumna
geiglaus að lokum þú gekks't, —
garpur sem forðum,
er ekki um stormviðrin fékkst —
á vestfirzkum heiðum,
en hélzt þinni von og trú.
— >ín heimivon var góð
eins og nú.
Ég kveð þig á náttstað
sem föður og vegljmdan vin
— ,sem vormann og höfðingja
ljúfan,
jafnt síðast og fyrst.
Kristján Jóhannsson.
ÖRNÓLFUR Valdemarsson lézt
á Landspífcalanum 3. des. Hann
var fæddur á ísafirði 5. jan.
1893. Faðir hans var Valdemar
verzlunarm. á ísafirði, síðar á
Suðureyri við Súgandafjörð, Örn
ólfsson skipherra á ísafirði, >or
leifssonar bónda og hreppstjóra á
á Suðureyri, Þorkelssonar bónda
á Norðureyri, Jónssonar, en móð
ir Valdemars var Margrét Jóns-
dóttir á Stakkanesi, Sumarliða-
sonar bónda á Breiðabóli í Skála
vik Sumarliðasonar. Móðir Önn-
ólfs var Guðrún Sigfúsdóttir ti’é
smiðs á ísafirði, Pálssonar bónda
á Þóirunnarseli í Kelduhve|rfi,
Þórarinssonar yngra á Víkinga-
vatni Pálssonar, en móðir Guð-
rúnar var Guðrún Björnsdóttir
bónda á Ketilsstöðum í Jökuls
árihlíð Sigurðssonar bónda í
Njarðvík HaLlssonar.
Örnólfur stundaði nám við
Núpsskóla og síðar við Verzlunar
skólann, en varð að hæfcta námi
vegna heilsubrests. Örnólfur
réðst til starfa við Ásgeirsverzl-
un i Súgandafirði og vanri þar frá
1912—1918. Hann stofnaði síðan
sína eigin verzlun á Suðureyri ár
ið 1918, fyrst í stað með Kristjáni
A. Kristjánsayni. Hann hafðii út
gerð með höndum um jlangt
skeið.
Sennilega hefur Örnólfur' ver-
ið fyrsti vinnuveitandi minn,
eina og fleiri annarra drengja á
uppvaxfcarárum minum. Hann
lét verka fiiskinn oig sólþurrka
hann. Þurfti þá margar hendur
til að breiða fiskinn á reitina og
niota hverja sólskinsstund. Einn
ig varð stundum að hafa hrað-
ann á, ef rigning var í vændum,
til þess að taka saman. Minnist
ég þess með ánægju, hve allir
voru samhentir, ungir sem aldin-
ir, að duga sem bezt. Sönn vinnu
gleði var ríkjandi, enda var öllu
undantekningalaust hiýtt til út-
gerðarmannsins. Faðir minn,
Friðrik Hjartar, var oft verk-
stjóri hjá Örnólfi á sumrurn. Góð
vinátta var mieð þeim aUa tíð,
en leiðir skildu, þegar fjölskylda
mín fluttist til Siglufjarðar 1932.
Einis og fleiri últgexðarmenn
átti Örnólfur við ýmisa örðug-
leika að etja við margs konar
rekstur. Kreppur sögðu einnig
til sín á þessu litla LandL En
hann gafst ekki upp, þótt í móti
blési. Hann átti á síðari árum
þátt í stofnun útgerðetrfélaga,
sem veittu fjölda manns atvinnu.
Hann var meðal stofnenda Sjó-
klæðagerðar íslands 1929, sem
Hans Kristjánsson, mágur hans,
veitti fynstur forstöðu.
í rnínum huga var Örnólfur
hinn sjálfsagði höfðingi þorps-
ins á Suðureyri, og hann hélt
áfram að vera sami höfðinginn,
þótt hann hefði ekki sömu manna
forráð síðar á ævinni.
Ekki yrði saga félagsmála á
Suðureyri skráð, án þess að Örn
ólfs væri þar oft getið. Hans hlut
ur þar er stór. í þessu litla þorpi
á Suðureyri ríkti mikil félags-
hyggja. Örnólfur starfaði m.a.
í íþróttafélaginu Stefni, slysa-
varnasveitinni Björgu, leikfélag
inu og búnaðarfélaginu. Hann
var um árabil stoð og stytta í
stúkunni Dagrún, sem starfaði
mjög vel um langt skeið, unz
brauðstrit þorpsbúa drap allt fé-
lagslíf í dróma. Umdæmistempl
ari Vestfjarða var Örnólfur um
skeið. Hann var heiðúrsfélagi
Umdsemiisistúku Vestfjaxða og
einnig Stórstúku íslands.
Ömólfur var oddviti Suðureyr
arhrepps frá 1919—1934. Hann
kemiur einnig mjög við sögu
barnafræðslu og kirkjumála á
Suðureyri. Hann var auk þess
formaður skólanefndar Núps-
skóla firá 1940—1945. Þá var hann
oft fulltrúi á hinum séristæðu
þing- og héraðsmálaf undum Vest
ur-ísafjarðarsýslu, þar sem rædd
voru ýmiis héraðsmál og þjóð-
mál.
Örnólfur var tvíkvæntur. —
Fyrri kona hans var Finnborg
Jóhanna Kristj ánsdótttir útvegs
bónda á Suðureyri Albertssonar,
Þau gengu í hjónaband 24. sept.
1917. Sambúð þeirra var stutt,
því Finnborg lézt í spönsku veik
inni 10. des. 1918. Það var hugg
un harmi gegn, að þau eignuðust
eina dóttur, sem ber niafn móður
sinnar. Finnborg Örnólfsdótitir er
húsmóðir hér í borg og er mörg
um kunn fyrir leikstörf og upp-
lestur í útvarp. Eiginmaður henn
ar er Árni Þ. Egilsson loftskeyta
maður.
Síðari kona Örnólfs er Ragn-
hildur Þorvarðsdóttir prests á
Stað í Súgandafirði Brynjólfs-
sonar. Þau voru gefin saman 3.
október 1926. Þeirra börn eru:
ÞorvaTður, lögfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Félagsstofnunar
stúdenta, kvæntur Önnu Garðars
dóttur; Anna, bankaritarL gift
Kristjáni Jóhannissyni kfennara
og rifchöfundi; Valdimar, íþrótta
stjóri Háskólans, kvæntuir Krist
ínu Jónasdóttur; Ingólfur, við-
skipfcafræðingur, kvæntur Elínu
Helgu Hallgrímsdóttur; Arnbjörg
Auðúr, gift Þórhalli Helgasyni
viðiskiptafræðingi; Þórunn, gift
Douglas Carr, Vermont, Banda-
rikjunum; Margrét, gift Krist-
jáni Eyjólfssyni lækni; Guðrún
Úlfhildur, gift Ásgeiri Guðmunds
syini tækninema og Sigríður Ásta
sem er enn í heimahúsum. — Þau
misstu eina dóttur, Guðirúnu, ár
ið 1933. — Bamabörn Örnólfs eru
nú 20 að tölu og bamabamabörn
tvö.
Það duldist engum, sem kynnt
ust heimili þeirra Örnóifs og
Ragnhildar, hve samhent þau
voru. Öll börn þeirra bera það
með sér, hve gott uppeldi þau
hafa hlotið. Ragnhildur var um
fjölda ára kirkjuorganisti á Suð
ureyri. Tók hún einnig þátt í
ýmisum félagsstörfum með manni
sínum, þrátt fyrir annríki á stóru
heimili. Örnólfur og Ragrthildur
fluttust frá Suðureyri til Reykja-
víkur árið 1945. Má vera, að
skólaganga barna þeirra hafi átt
sinn þátt í þeim flutningi. Það
sýnir vinsældir þeirra hjóna, að
Súgfirðingar gáfu þeim hjónum
slaghörpu, þegar þau kvöddu
Suðureyri.
Örnólfur gegndi ýmsum skrif-
stofustörfum hér syðra, lengst
hjá sjávarútvegslánadeild Ot-
vegsbanka ísland’S. Ekki fékk
hann að sitja auðum höndum í
sambandi við safnaðarstörf. —
Hann var gjaldkeri sóknarnefnd
ar Langholtssókn.ar 1957—1963.
Við skiptingu sóknanna árið 1964
fluttist hann í Ássókn og var þeg
ar kosinn til trúnaðarstarfa þar.
f Reykjavík lágu leiðir o'kkar
Ömólfs aftur saman. Hann og frú
Ragnhildur gengu í stúkuna Ein
inguna nr. 14, en þar hefur elzti
sonur þeirra, Þorvarður, starfað
vel um áraraðir. Við ýmis tæki
færi kom ég á heiimili þeirra
’hjóna hér í Reykjavík. Þar ríkti
gestrisni og sönn glaðværð. Oft-
settist frú Ragnihildur við hLjóð-
færið og heimafóLk og gestir
tóku lagið. Þessar stundir minntu
mig á heimili mitt, þar sem söng
ur var löngum í hávegum hafð-
ur.
Það var gott að dveljast í ná-
vist Ömólfs. Hann bjó yfir ein-
lægni, hjartahlýju og háttvísi,
sem alla laðaði að sér. Slíkur
miaður auðgar mannlífið, O'g hann
er kvaddur með söknuði. Á
hverri páskahátíð syngjum við
sálminn eftir Helga Hálfdánar-
son, sem hefst þannig: „Dauðinn.
dó, en lífið lifir“. — Sannarlega
hljómar þefcta sem einkennileg
þversögn, en fyrir trúaðan mann,
er það söngur fullvissu um fram
haldslíf eftir stutta jarðvist. —
Ég veit, að það verða margir
á Vestfjörðum og raunar víðar,
ættingjar og vinir hér syðra, sem
hugsa hlýtt til Örnólfs Valde-
marssonar, þegar hann verður
borinn til grafar. Sá hlýhugur
mun fylgja honum yfir landa-
mærin.
Ég votta frú Ragnhildi, börn-
um, tengdabörnum, baroaböm-
um og öðrum ættingjum innilega
samúð.
Ólafur F. Hjartar.
KÆR vinur okkar hjónanna Örn
ólfur Valdemarsson f.v. kaupm.,
og útgerðarmiaður hefur nú horf
ið yfir móðuna miklu.
Okkur langar til að kveðja
hann með nokkrum þakklætisorð
um, fyrir órofa tryggð hans og
þá miklu vinsemd, er hann hef
ur sýnt fjölskyldu ok’kar á lið-
inni tíð, einkum þá er leiðir lágu
samian á Suðureyri við Súganda-
fjörð . . .
Mór finnst það gott nú, að ég
tók mér stund í haust til að koma
að rúmi hans í Landspítalanum
og geta kvatt hann persónulega.
— Við það tækifæri sá ég mæta-
vel, að komið vair nærri þeim
leiðar-lokum, sem fyrir okkur öll
um liggja, fyrr eða siðar. í
sjálfu sér má segja, að það sé
gleðiefni að þessu er lokið, því
fyrir slíkan fjör- og athafna-
mann, sem Örnólfur var, hlýtur
það að taka á sálarþrekið, að
verða að liggja lengi, að sem
mestu ósjálfbjaxga.
Með því að ég hefi getið í síð
ustu bók minni, allrækilegia um
Örnólf, störf hans og hiinar ljúfu
eigindir er hugur hans bar svo
mörgurn, til gleði og hamingju,
og það geymist þar um ókomin
ár, sem ég vildi einkum segja
um þennan horfna vin, þá eru
það aðeins fá vinaorð, sem við
hjónin óskum að birta nú, um
leið og við sendum ástvinum
hanis okkar innilegustu samúðar
kveðjur. —
Kynni mín við Örnólf hófust
þegar við fermingu, en urðu þó
ekki veruleg fyrr en eftir 1920,
er ég gerðist fastur starfsmaður
hans um margra ára skeið.
Ömólfur var nokkuð veill
framan af ævi, — en hann var að
upplagi duglegur og framsækinn
atorkumaður, sem lét efcki bug-
a'st þótt veikindi sæktu á, eða
aðrir erfiðleikar, sem mœta okk
ur öllum í ýmsum myndum.
— Jólin eru að nálgast. —
Fáa hef ég þekkt, sem fögnuðu
þeim betur eða inmi’legar en
þessi horfni vinur.
— „Jólin eru hjá önnólfi“
sögðu böm okkar hjóna, sem þá
vom orðin fjögur. Það var oft
lítið um dýrðir í smáfcauptúni úti
á landsbyggðinni fyrir 1930, jafn
vel þótt blessuð jólin kæmu líka
þangað mieð sín kerti og spil.
„Jólin eru hjá Ömóifi“, sögðu
börnin.
Þau hjón Ömólfur og Hildur
höfðu til siðs að bjóða okkur
hjónunum, börnum og tengda-
foreldrum, ásamt börnum frænda
Örnólfs (Kr. A, Kristjánissonar)
til sín á hverri jólahátíð meðan
ég starfaði hjá honum.
— Enn er mér í fersku minni
hinn hlýi og glaðlegi svipur er
ljómaði um ásjónu Ömólfs, þeg
ar hann var kominn í hringinn,
kringum jólatréð, með allan
boðna barnahópinn, auk barna
þeirra hjónanna, sem um þetta
leyti voru hvert af öðru að kom-
ast á legg. Frú Ragnhildur spil-
aði á hljóðfærið, og stjórnaði
söngnum. — Og svo tóku allir
undir, en Örnólfur sá trúlega um
að ekfcert barnianna sæth — All
ir með, allir með. — Svo voru
veitingar og jólapakkar, sem
ekki mátti opna fyrr en heimia
. . . Enn minnast eldri bömin
okkar, þótt komin séu á fullorð
ins ár, þessara yndislegu jóla-
fagnaða á heimili þeirra hjóna.
Ömólfur var mikill og einlæg
ur trúmaður. Hann treysti Guði,
Oft heyrði ég hann fara með ýms
ar tilvitoanir og ritningargreinar
úr hinni helgu bók. — Og hvað
ex lika betra? Því sannleitkurinn
er sá, að það er ekki mikiil
vandi að lifa og njóta lífsins í
heirni hér, ef Guð er í hjartanu.
Því miður get ég ekki fylgt
mínum góða vini við hinztu för
hans, þar sem ég nú er rúmfastur
í Landspítalanum. —
En í huganum krossa ég yfir
kistuma bans, — þakka samferð-
anstundir á æviskeiði, og svo
biðjum við hjónin honum bless-
unar Guðs.
Sólveig og
Fáll Hallbjörnsson.
ÞOKUÞRUNGIN júnínótt 1926.
E.s. „Gullfoss" sígur hægt inn í
þokuna. Unglingspiltur einn á
ferð stendur við borðstokkinn og
grínir út í dimmuna. Á bakboirða
grillir í risavaxnar fj allshlíðar, á
stjómborða sömuleiðis. Framund
an ailt hulið myrkri.
Hvílík brejrting að koma frá
hinuim víðáittumikla sjóndeildar-
hring Breiðafjarðareyja og inn í
þrengsLin og þokuna. Hvert er ég
að fara? — Hvers konar fólk býr
hér og hvað býr í þokunni? Þess
ar hugsanir ásækja piltinn, þar
sem hann stendur og bíður þess
ókomna.
Mörgum árum síðar orti vinur
hans „Þótt Langt sé síðan
og lagt hann hafi leið sína út í
heirn, í einveru jafnan helgað
hefur huga sinn srtundum þeim,
er eyddi hann í fjarðarins af-
skekktu þorpi þar illviðrin næða
byrst. Ég þekki ekki rökin, sem
þessu valda . . . “
Vélarskrölt heyrist úr myrkr-
inu. Það færist nær. — Bátur
skríður að skipshlið og upp úr
honum stekfcur ■ ungur hvatskeytt
ur maður — piltumn snýr sér að
honum og spyr. „Eruð þér Öm-
ólfur Valdemarsson?" Þanm veg
hófust þeirra fyrstu kynni. —
Enginn vissi þá að næstu átta ár
yrði heimili Örnólf3 heimiLi pilts
ins og þeirra kynni svo náin. Ym
iist var Örnólfur húsbóndinn eða
samverkamaður, en alltaf sam-
herji, bæði í blíðu og stríðu og
efcki sízt á bindindissviðinu, en
>ar var Örnólfur eins og alls
staðar annars staðar heill og ó-
skiptur. Auk vináttutengslanna
sem bundin vora á myrkri júní
nótt, komu síðar tengdir, en
tryggðin hefir alltaf verið sú
sama. Heimili Örnólfs og Hildar
hefir alltaf staðið opið gestum og
gangandi, bæði nótt og dag. Er
þá ekki fundin ástæðan fyrir þvl
að hugurinn hafi oft leitað í
fjarðarinis afskekkta þorp þar ill-
viðrin næða byrst. En þar lifa
menn líka hinar dásamlegustu
sólskinsstundir í orðsins fyllstu
mierkingu.
Sá sem þetta ritar hefir dvalið
i svellandi hita suðrænna landa,
en engu síðri var hinn súgfirzki
hifci, og dásamleg var fegurð
kvöld- og nætursólaTÍnnar, þó
bar af hin innri hlýja sem ekki
var að finna á suðrænum slóð-
um.
Nú er Örnólfur allur á sjötug-
asta og áttunda aldursári. Þótt
starfsdagurinn sé búinn að vera
bæði langur og strangur, hefðum
vér sem eftir stöndum á strönd-
inni og bíðum ferjumannsins,
óskað Örnólfi lengri samveru-
stunda hér á meðal vor.
„Hvenær sem kallið kemur
kaupir sig enginn frí“. Kailið
kom og okkar kæri vinur og bróð
ir var viðbúinn að hlýða því
kaLli.
Við blessum minninguna um
góðam dáðadreng, sem ekki mátti
neitt aumt sjá án þess að koma
til hjálpar.
Kæri vinur, megi minningin
um þig lifa í hjörtum vorum og
vekja hjá oss dáð og dug.
Páll Kolbeins.
— Minning
— Stefán
Framhald af bls. 18
mimnasí þó samfylgdin yrði
styttri en skyLdi.
Stetfán er horfinn héðan en
eftir lifir minningin um góðam
drenig, sem aLdirei hverfur.
Elsku Beggó mín, við og fjöl-
skyldur ofckar biðjum ailgóðan
Guð að styrkja þig og bömin í
yklkar mifclu sorg og halda al-
máttugri vemdarhendi yfir
ýklfcur um ófcomma tíð.
Jóhann og Ólafur.
flpel Caravan 1964
Seijum I dag Opel Caravan 1964.
Fall'egur b'ÍH, llítið ekiiinn.
Skúlagötu 40.
Lokað vegna jarðariarar
frá kl. 9—1.
Sængurfataverzlunin VERIÐ
Njálsgötu 86.
Sendisveinn
Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn
strax. — Upplýsingar á skrifstofunni.
J. Þorláksson & Norðmann
Skúlagötu 30.