Morgunblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNiBLAÐIÐ, FIMiMTUDAOUR 24. DE3SBMBBR 1»70 Útgefandi hf. Án/akur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulítrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kiistinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði ínnanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. Á JÓLUM 1970 í dag er aðfangadagur jólahátíðar. Árlega tengja jólin sam- an milljónir manna um víða veröld, er taka sér hvíld frá önn hversdagslífsins til þess að halda hátíð. Hátíðahaldið er með ýmsum hætti, því að sinn er siður í landi hverju, en engu að síður eru jólin til þess fallin að sameina hugi manna af ýmsum kynstofnum og mörgu þjóðerni. Á seinni árum hefur þó oft og tíðum verið dregið í efa, að jólin hefðu lengur sama inntak og gildi eins og áður var. Sú spurning gerist æ áleitnari, hvort markmið þeirra hafi týnzt í rótlausum heimi stríðandi þjóða og lífsþægindakapp- hlaups. Ýmsir hafa því gerzt talsmenn þeirrar skoðunar, að jólin séu varla annað og meira en hvíldardagar að lokinni erilsiamri viðskiptahátíð eða til þess eins að varpa birtu á tilbréytingalaust skammdegið. Þannig sé nú af það sem áð- ur var, er enginn þurfti, vegna nægjusemi og fátæktar, að ganga í grafgötur um markmið eða gildi jólahaldsins. Vafa- laust eru skoðanir af þessu tagi réttar að vissu marki, enda flestir sammála um, að umgjörð jólahaldsins hefur breytzt í verulegum atriðum. En þá vaknar sú spurning, hvort um- gjörðin ein hafi leitt menn svo af braut, að þeir skynji ekki lengur þýðingu jólanna. Á það er að líta, að allar gjörðir manna þurfa að hafa markmið, því að fólkið fær leið á innihaldslausum athöfn- um, þegar til lengdar lætur. Af þeim sökum verður að ætla, að jólahaldið geti haft sjálfstætt gildi, enda erfist þessi siður kynslóð frá kynslóð. Breyttir tímar og ný þjóðlífsmynd ættu því ekki að megna að draga úr gildi jólahaldsins. En einmitt á þessum seinustu umbrotatímum hafa þjóð- irnar tengzt betur hver annarri. Mat á fjarlægðum er ekki það sama og áður; það sem eitt sinn var í órafjarlægð er nú innan örskotshelgi. Engu að síður leikur sambúð þjóðanna á hverfanda hveli. Þó að andstæður blasi þannig við, hvert sem augum er litið, þá er jólahaldið þó siameiginlegt með milljónum manna í öllum heimsálfum. Að þessu leyti ætti samkennd jólahátíðarinnar að geta tengt mannkynið saman traustari böndum og orðið hvati bættrar sambúðar þjóða í miMi. Vegna þessara miklu breytinga, sem orðið hafa, mun sam- kennd jólanna vafalaust beina hugum manna um allan heim að óréttlæti og misrétti, sem enn viðgengst og magnast í aimum tilfellum. Stór hluti mannkynsins líður vegna nær- kiigarskorts og annar hluti sveltur heilu hungri; á sama tíma búa aðrir við vellystingar. I annan stað eru einföldustu mannréttindi að engu höfð. Málfrelsi og tjáningarfrelsi heilla þjóða er að vettugi virt og fórnarlömb þess ofríkis dúsa í dýflissum og hróp þeirra eru kæfð með vígvélum eins og nýleg dæmi bera órækan vott um. Með öðrum þjóðum eru slík mannréttindi hornsteinar hins skipulagða þjóðfélags. Það eru andstæður af þessu tagi, er ala á tor- tryggni, leiða til hagsmunaárekstra og ógna friði. Þegar jól eru hátíðleg haldin og fólk um allan heim tek- ur sér hvíld frá ysi og þysi hins vélræna tækniþjóðfélags, þá gefst einmitt tóm til þess að hugleiða þessa ógn, sem í raun stendur fyrir dyrum allra. Sú von hlýtur þá að vakna að bæta megi úr og færa til betri vegar ýmislegt það, sem af- laga hefur farið. Þar sem jólin eru sameiginleg svo mörgum þjóðum og mörgum kynstofnum, er ástæða til þess að ætla, að samkennd manna á þessari hátíð geti varpað fordómum á dyr og á þann hátt stuðlað að fegurra og betra mannlífi. Að vonum draga menn í efa, að fámenn eyþjóð fái nokkru áorkað í samfélagi þjóðanna og af þeim sökum eigi hún að kæra sig kollótta um annarra vanda. Þetta er að vissu Jeyti rétt, en hitt er jafn víst, að örlagaþræðir okkar eru samofnir örlögum annarra og af þeim sökum getum við ekki skorizt úr leik og enginn gerir þá kröfu, að framlag okkar verði meira en efni standa til, enda sæmir engum að ofmetnast. Á þennan hátt getur jólahaldið því eflt vonina, lýst inn á ófarinn veg og auðveldað við lausn óleystra verk- efna, „.... og því er hver einn bezt til ferða búinn, ef bilar hann ei vonin eða trúin.“ 4 ---------Vo BÓKASPJALL _______-á EFTIR STEINAR J. LÚÐVÍKSSON ÆVISAGNARITUN hefur um laimgian aldur verið snair þáttur í íslenZkri bólk- manntaiðju, ag mörg Slík rit misjöfn að igæðum og garð verið látin á þrykk út ganga. Lenigi vel var þesisi bólkmienmta- girein næsta einlhsef — og skorðuð við lýsinigu viðkomainda á ævilhilaupi sínu, sínu umlhverfi og sínum. Vonu þessar bækur samdar aif viðkamianida sjálfum, og 'stundum meira af eldlegum áhuga þess sem telur sig íhafa miklu frá að segja, heldur en kunináttu á frásögn og stílhrögðum. Slíkar bæikur halda reynd- ar áfram að fcoma út enn þamn daig í dag, og sem fyrr eru þær harla mis- jafnar að gæðum, og einlkum og sér í lagi er það misjafnlega merkilegt sem viðkomiandi hefur frá að segja. Vitan- lega eiga allir sína sögu — maramsævin eir fjölhreytt ævimtýri og jafnvel himn grái hversdaigur, ‘kainn að fela eitthvað í sér, sem er í frásöigur færandi, og þess virði að færf sé í letur. Um miðjan fjórða áratug aldairinnar var tékin nokkuð ný sibefna í ævisagna- ritun og var ekki ómerkari 'höfundur en Guðmumdur Gíslason HaigalLn upp- hafsmaður heinmar. Bóik hans um Sæ- muind Sæimundsson skipstjóra, „Virfcir dagair,“ er að vissu leyti tímamótaverk, og senni'lega ein hezta og rauinsaninasta ævisaga sem út hefur komið á íslandi. Þarnia fór saman kunmátta hinis milkil- hæfa rithöfundar, og litrík ævi frá- sögumainmisins, sem þó hefði mátt ætla að væri lík ævi margra þess tíma ís- lendiniga. Síðan hafa mairgar slílkar Meú fólki og fóimtöi i öliuin iandsfjórðungum bæikur veri'ð samdar og útgefnar og merkir rit'höfundar gemigiið inn á þessa braut. Má þar t. d. mefina Þórberg Þórð- arsom, sem sennilega hefur náð þeim hátindi sem unmt er að má í þessari saignagerð með bókum sínum um séra Árna Þórarinsson, er komu út á árunium 1945—1950. Síðan hefur svo ævisagna- formið enn verið fært út, og höfund- arnir ger.t frásegjendur að viðimiælemd- um sínum í bólkunum oig fjallað meira um eimstalka vi'ðiburði og atvilki en ævi- hlaupið. Má þar mefnta til dæmis baékur Matbhíasar Johann'essen um þá Tómais Framhald á bls. 28. ? EFTIR ÁRNA JOHNSEN Horfin ský Ómars 1». Haildórzzonar HORFIN SKÝ heitiir ljóðabókin eftlir yngsta höfund þessa áris, Ómar Þ. Hall- dórzzon, 16 ára Selfyssing. Við heim- sóbtuim hann á Seiilfoss og röbbuðum við hann um skáMsfcapinm, skólann og þau áhugaimál sem ungt fóllk hefu-r. Ómar varð 16 ára gamailil á þessu ári, en það er langtt síðan hann byrjaði að skrífa sér till gamans. 6 ára gamaill hóf Ómar Þ. Haíldórzzon LtlHHUSS PJflLL nSTj^ hann að semja vísuir og skirilfa um eitit og annað. Hann saigði að það hefði komi'ð í sinn hilut í barnaiskóla að sfcrifa smáleilkrit fyrir sfcemimtaniir og slíðan hefur hann allttaf samiið af og till Þó sagðist hann alSis ek'fci sfcilja mú hvað hann skriíaði 7 ára gamialll í aitómstlil, það væri aldeil is ruigl. Hann sagði að Horfin ský hefðu orð- ilð tiil frá þvií í deseimber I fyrra og þar tlil í apríl. Hann sagðtet hafa byrjað á þessum ljóiðuim tiil þesis að gera grín að atormskáldum, en síðan fór hann að fcunna við þennan stfi'l og finnast það form. „Þannig fél ég á sjáltfs míns bragði“, sagði Ómar. Ég spurði hann hvaða állit hann hefði á þeiim baráttuljóðum, sem rnörg sfcáld legðu til í dag. Hann sagði að sér viirt- tet margt sem bitrtisit mjög brjálæðis- liegt. „Það eiga ef tiil viil að vera um- bætur“, hélt hann áfram, „en mér finnst þessi háttiur aðeins vera ti'l þess að reyna að gleypa sðlina. Það er margt sem hægt er að finma að, en mér finnast þau slagorð ósikyld ljóðum, sem notuð eru til áherzlu í Ijóðum sumra slkálda í dag“. Ómar sagðfet llitíið hafa Hes'iið af ljóð- um, en sfcálldsögur hefur hann dundað við. Hann stundiar nám í gaignfræðaskól- anum á Selfossi og heízta áhugamál hans fyrir utan sfcálidskap er a;ð leifca á orgel, enda er hann orgellieika'ri í hljóm- sveiltinni Aþenu á Selfossi. „Mann'i l'iður betiur, ef maður hefur eitthvað a'ð gOJíma við annað en lærdóm- inn“, sagði hann, „en það versta er að situnduim getur maður samið svo hratt að rniaður hefiur alllis efcfci við að festa á Framhald á bls. 28. Uz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.