Alþýðublaðið - 31.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blzðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. og á hann miklar þakkir skyldar fyrir starf sitt. Engar hreyfingar eru kvenfólki hollari en leikfimi, ekkert ráð betra til þess, að þæri haldi líkamsfegurð sinni og ali hraust börn. Áfram stúlkur! Ingi. Sarafeííar hnsaraðir. Það mun tíðkast í stórbæjum erlendis, að húsin séu áföst hvert við annað, og göturnar myndi því djúpar og langar gjár, þar sem að eins sér upp í heiðan himininn. Orsökin til þessa er vitanlega vöntun á landrými og dýrleiki lóða. Það er líka skiljanlegt, að í bæjum, sem telja mörg hundruð þús. eða margar miljónir íbúa. þurfi að spara landrýmið, eða þeim er yfir áttu að ráða í það og það skiftið þótti eðlilegast að hafa þetta svona, meðal annars vegna þeirra, sem vinnu áttu að sækja til hinna ýmsu verka í bænum. Og nú er eins og íslendingum finnist þetta fyrirkomulag hið eina sjálfsagða. Eg sé að menn eru að impra á því í blöðunum, að fá þessu komið þannig fyrir í Reykja- vík, og það á að vera fegurðar- tilfinningin, sem veldur hreifing- unni. Frá sjónarmiði fegurðarinnar, hefi ég aldrei verið hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Langt því frá. Þessar löngu og háu húsaraðir þreyta augað og gera veruna í stórborgunum leiðinlega. Húsin í Reykjavíkurbæ er leið- inlega skipað niður og eftir engri reglu; en mér hefir ávalt fundist það bót í máli, að húsin hafa ekki verið samfeld. Þessu mun þó elds- hættan aðallega hafa ráðið, meðan flest hús voru gerð úr timbri. Þó samfeldar húsaraðir séu í stórborgum, eins og ég hefi minst á, þá skal þó enginn ætla, að menn séu ánægðir með það. Frá því er langur vegur. Menn eru einmitt að hverfa frá þessu, og hafa fyrir Iöngu komist að raun um óheilbrigði þessa fyrirkomu- lags. Og því æítu íslendingar þá að fara að taka þetta upp, einmitt þegar aðrar þjóðir eru að hætta við það. En þannig er oss farið, íslend- in'gum. — Við erum ætíð á eftir, vegna þekkingarskorts. Það sem bæjarstjórn Reykja- víkur ætti að gera, er að fá er- lendan, reyndan og dýran verk- fræðing, til þess að gera áætlanir um endurnýjun bæjarins. Hann vex stöðugt, hið gamla er og á að hverfa og nýtt að koma í staðinn; þessvegna þarf að fá fróðann og reyndan verkfræðing. Og því sagði ég dýran, að ís- lendingar hafa ávalt sparað eyr- inn en kastað krónunni. Menn ættu að spara krónuna, með því að fá einu sinni færan mann til þess að vinna verkið, en hleypa engurn afgl'ópum í það á eftir. Þerfinnur Kristjánsson. Um dagiDD og vep. • " ’ „Próttnr“ kemur út á mánu- daginn, og hefir inni að halda að þessu sinni; Mynd af „Fálkunum", þeim er unnu svo glæsilegan sig- ur í íshockey á Olympíuleikjunum í sumar; framhald af greininni Olympíuleikar; Nýall, um bók dr. Helga Péturss; Burt með tó- bakið, eftir danskan kennara; fram- hald af Sundbókihni; Jón Jónsson hlaupari, með ágætri mynd og frá- sögn um afrek hans; Skák, skák- raun og skákfréttir, og loks í- þróttafréttir. Er sjálfsagt, að allir þeir, sem fylgjast vilja með íþrótta- lífinu, kaupi »Þrótt“ og lesi hann. Búðnm lokað! Álþýðubl. vill minna fólk á, að í dag er búðum lokað kl. 4. Einnig hitt, að á mánudaginn er almennur frídagur verzlunarmanna og búðum þá líka lokað. Blaðið kemur ékki út aftur fýr en á þriðjudag vegna þess, að í prentararnir halda „heilagt“ i mánudaginn. Almenn vörutalning á, sam* kvæmt auglýsingu viðskiftanefnd- arinnar, að fara fram hjá heild- sölum, kaupmönnum og kaupfé- lögum í Reykjavíkurkaupstað 5' ágúst og í öðrum kaupstöðum og kauptúnum 15. ágúst. Hvað um brauðgerðarhúsin ? Ethel botnvörpungur, fór til> Englands í gærkvöld með ísfisk. ííýtt ættarnafn. Jón Jónsson myndasmiður frá Stóradal (íþrótta- maðurinn frægi) og systkyni hans hafa nýlega tekið upp ættarnafnið Kaldal. Ingólfnr Arnarson fór í gær norður á síldveiðar. Þorsteinn Ing- ólfsson mun fara í kvöld eða á morgun. Með e.s. „Islandí£komu dönsku lögjafnaðarnefndarmennirnir Borg- bjerg, Arup og Krag og konur þeirra, Þórarinn Tulinius, með konu og dætrum, Magnús Jónsson pró- fessor með fjölskyldu, ungu hjón- in Morten Ottesen og kona hans, Bjarni Bjarnason klæðskeri, frú Sigríður Erlendsdóttir, Sigurbj. Á. Gíslason o. fl. Lík Pálma Pálssonar kom með Gullfossi í morgun. 2. ágúst fara verzlunarmenn skemtiferð upp að Þyrli. Verð- ur farið á Þór. Harpa verður með í förinni. Yeðrið í morgun. Vestm.eyjar ... A, hiti 8,5. Reykjavík .... ANA, hiti 8,3,, ísafjörður .... NA, hiti 6,6. Akureyri .... N, hiti 8,0. Grímsstaðir . . . VSV, hiti 7,0. Seyðisfjörður . . logn, hiti 8,9. Þórsh., Færeyjar V, hiti 10,8. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir stfðvestan Iand; loftvog fallandi á Suðurlandi en stígandi á Norðurlandi. All- hvöss norðaustlæg átt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.