Alþýðublaðið - 31.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 :: " Yanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: TT ll. Höíum ávalt fyrirlig’g'jandi ágætar, amerískar „POLARINE“-smurning,solíur, Damp-Cylinderolíu [fyrir yfirliitunl. Mótor- Cylinderolíu I, Cylinderolíu og Lagerolíu. BENZÍN “/•«“ beaumé. Steinolíuófnana „Perfection“ og „Rayo“, :: borðlampa, kveiki, lampakúppla og lampaglös. :: Biðjið ávalt um til notkunar innanhúss: steinolíuna „Sólarljós44, til notkunar á mótora: steinolíuna „Oðinn“. Hið íslenzka steinolíuhlutaíélag-. Sími 314. Sitt hvað úr sambandsríkinu. Andres Thomsen forseti landþingis er nýlega iátinn, 78 ára að aldri. Hann var upp- runalega kennari og var í fyrsta sinn kjörinn til fólkþingis 1892. Árið 1904 var hann fólkþingsfor- seti, en lét af því starfi, er hann Var kjörinn landþingsmaður ,1912. Hann var landþingsforseti 1914. Eftirmaður Thomsens Verður líklega hæstaréttarmála- ferslumaður Biilow, íyrverandi ðómsmálaráðherra, sá er varði þá J- C. og Sig. Berg fyrir ríkisrétti * Albertímálinu. Atvinnuleysi ®r mjög svipað í Danmörku nú, eins og um sama leyti í fyrra. Hftir skýrslum er gefnar hafa verið ^t um miðjan júlí, eru það 7762 ^ean sem hafa gefið sig til kynna Vegna atvinnuleyis. En þar fyrir htan eru margir vinnulausir, sem e^ki fá atvinnuleysisstyrk, og eru Því ekki taldir með. FJestir eru Það daglaunamenn sem eru at- vinnulausir, en næstir koma mál- arar og bakarar, sjómenn og prentarar. Svefnsýkin í Knupmannahofn. Um miðjan júlí s. 1. sló óhng miklum á Hafnarbúa, er það birt- ist I blöðunum, að 4 menn hefðu á einni viku sýkst af áströisku sýkinni, eða svefnsýkinni, svo nefndu. Sem betur lór var þó ekki um neina alvarlega útbreiðslu að ræða. Þeir, sem sýkjast fá algerlega ókeypis alla hjálp Veikin er ekki bráð smittandi, en ennþá hefir læknum ekki tekist að graf- ast fyrir þróunarveg sóttkveikjunn- ar. Er talið víst, að hún muni að einhverju leyti eiga rót sína að rekja til þeirrar „spönsku". Brennivínsbrensla í Valby. Sykur stolið í stórum stíl. \ Nýlega hefir komist upp, óiög leg brennivínsbrensla og sykur- þjófnaður, um mann að nafni Valdemar Nielsen, er lengi hefir unnið í sykurgerðinni í Valby. Brenslan komst upp á þann hátt, að Valdimar var gripinn, kvöld eitt, er hann hafði hnuplað tveim- ur sykurpokum frá verksmiðunni og var að flytja þá heim. Lög- reglan gerði hjá honum húsrann- sókn og fann þá 7 kollur og fötur, ásamt fleiri verkfærum, er hann hafði notað við vínbrensluna. Hinn ákærði vill ekkert segja um þsð, hvað hann hafi gert við vínið, en grunur hefir fallið á gestgjafa einn í Valby. Aftur á móti hefir Valdemar viðurkent, að hafa brent brennivín í 8 mán- uði og hefir hann þá framleitt, eftir því er næst verður komist, 1200—1400 lítra afbrennivíni.— Búist er við því, að fleiri verði gripnir, sem atvinnu hafa haft af sömu iðju, því ólíkíegt þykir að Valdemar hafi verið einn um hituna. Kaupfélag Kristíaníu. Nýlega opnaði kaupfélag Krist- íaniu 2i. búð sína þar í bænum. Það er stofnað 1916 úr S smá- kaupfélögum þar í borginni. Hefir veltan aukist jafnt og þétt, og var í fyrra 5,438,700 krónur. Félagið ræður meðal annars yfir grfðar- stórri alþýðubrauðgerð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.