Morgunblaðið - 27.01.1971, Síða 15

Morgunblaðið - 27.01.1971, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1971 15 Hvað lásu þeir í útlöndum árið 1970? SVO sem venja er óskuðu brezku blöðin OBSERVER og THE SUNDAY TIMES eftir áliti ýmissa þekktra manna á því, hvaða bækur sem þeir lásu á nýliðnu ári, hefðu haft á þá mest áhrif. í umsögnum þeirra kennir eins og fyrri dag inn margra grasa, en þó eru nokkrar bækur, sem virðast hafa fengið hvað rnestan hljómgrunn og þarf engum að koma á óvart. Þar á meðal er Notebook Roberts Lowell, Mr. Sammler’s Planet, og The World of Charles Dickens, eftir Angus Wilson. Mbl. birtir hér útdrátt ur umsögnum þeirra, sem leitað var til og síðari grein kemur innan tíðar. GRAHAM GREENE Ég las fyrsta sinn „Felix Holt“ eftir George Eliot og því þarf engan að undra þótt aðrar skáldsögur hafi orðið að hverfa í skuggann, þó að undaniskilinni bókinni Ballantyne’s Folly eftir Claud Cockburn, og hygg ég mér sé óhætt að kalla hana hnyttnustu og skemmtilegustu sögu, sem ég hef lesið lengi. Ef verðlaun væru veitt fyrir þá bók, sem erfiðast væri að setja á einhvern sérstakan bók menntastimpil — en hefði í sér sjaldgæfa bókmenntalega og list ræna kosti — mundi ég ekki vera í neinum vafa um hvert val mitt yrði: The Strange Voyage of Donald Crowhurst eftir Nich- olas Tomalin og Ronald Hall. Að lokum nefni ég svo Carr'ng- ton sem David Garnett sá um útgáfuna á af stökum sóma. ANGUS WILSON Ég hef lesið þrjár afbragðs góðar skáldsögur eftir höfunda ah Arendt, Collected Poems eft- ir Elizabeth Bishop, Notebook eftir Robert Lowell, Les Guér- illéres eftir Monique Witting. Hinir þrír fyrst nefndu tilheyra minni kynslóð höfunda; hugur þeirra og hæfileikar halda áfram að þroskast eins og mað ur gat búizt við, þekki maður til þeirra á annað borð. Moni- que Wittig er tuttugu árum yngri, önnur skáldsaga hennar kemur mjög á óvart; liggur við manni bregði í brún við lestur hennar og ég hygg að fáa geti hún látið ósnortna. Aðrar bæk- ur helztar, sem sterk áhrif höfðu á mig voru Zelda eftir Nancy Milford, Inside the Third Reich eftir Albert Speer, sem lauk upp fyrir mér nýjum við- horfum, sem ekki höfðu verið mér ljós áður og mætfci segja mér að svo hafi verið um fleiri og At the Jerusalem eftir Paul Baily. Þessi síðastnefnda bók vakti með mér óvenjulega ánægju, þar uppgötvaði ég nýj ur í sér fólginn í senn djúpan og ríkan léttleika og yfir henmi þó bjarmi angurværðar sem leit ar fast á lesandann jafmvel án þess að haft sé í huga hinin sjálfs ævisögulegi undirtónn. Þá vil ég nefna hina pólitísku spádóms sögu Adrian Mitchell The Body guard, sem vægast sagt skelfdi mig verulega; Inside the Third Reich eftir Speer, sem kollvarp ar öllum okkar fyrri hugmynd- um um fráþæra skipulagningu og uppbyggingu nazismans í Þýzkalandi og The Female Eun- uch eftir Germaine Greer sem hafði þau áhrif að breyta að nokkru viðhorfi mínu til hinnar hávaðasömu kverinabar áttu, og ræður þar sennilega úr slitum kímni höfundarins, sem situr í fyrirrúmi. A. J. AYER Þær bækur þrjár, sem ég hef notið mestrar ánægju við að lesa á árinu eru: 1. The World of Charles Dick ens eftir Angus Wilson, fögur bók, vel skrifuð, upplýsandi um samtíð Dickens og einkar vel úr garði gerð frá útgefanda hálfu. Ég harma það eitt að Angus Wilson skyldi ekki verja meira rúmi fyrir bókmenntalega rýni þessa tíma. 2. The Great Slump eftir Gor onwy Rees, gagnorð en skýr og skilmerkileg frásögn af kreppunni 1929—33, þar sem at hyglinni er fyrst og fremst eftir Elizabeth Bishop, en ég hef lengi verið mikill unmandi ljóða hennar; naumast hefur nokkur skrifað eins mörg góð ljóð á enska tungu og hún hef- ur gert. í öðru lagi Inside the Third Reich. Ég get ekki annað en sagt eftir lestur hennar, að allar fyrri bækur — og þær eru ófóar, sem hafa verið skrifaðar um þetta sama tímabil — fölna gersamlega við lestur þessarar bókar. Ritgerðarsafn Mary Mc Carthy The Writing on the Wall var mjög illa tekið af ýmsum gagnrýnendum. Að sjálfsögðu skýtur hún á stundum yfir markið en hún er lifandi, ein- læg, skemmtileg og heiðarleg. Aðrar bækur, sem ég las og fékk mætur á, voru gamlar þar á meðal langar mig að nefna eitt einstakt kvæði eftir Philip Larkin „High Window“. LIONEL TRILLING Langt er síðan ég hef haft jafn óskipta ánægju af lestri skáldsögu og þegar ég las Mr. Sammler’s Planet eftir Saul Bell ow. Ég hafði einnig ánægju af að lesá Desperate Characters eftir Paul Fox, skáldsaga sem lætur við fyrstu sýn ekki mik- ið yfir sér en lumar á mörgu 1 ótrúlega fögru og vel gerðu. Af Saul Bellow er ákaflega merki- leg skáldsaga sem ég las í sum ar af ósvikinni áfergju, og svo áleitin er þessi saga að hún hefur sótt á hug minn allar stundir siðan. The World of Charles Dickens eftir Angus Wilson er dýrlega skemmtileg bók aflestrar og að auki einstaklega fagurlega úr garði gerð. Og síðast en ekki sízt nefni ég Last Things eftir C. P. Snow, og ber það eitt að harma að þetta var það síðasta, ég vildi óska hann hefði skrifað meira. MALCOLM MUGGERIDGE Skiljanlega fannst mér áhrifa mest bóka ársins Dietrich Bon hoeffer eftir Eberhard Bethge, en bók Simone Weil First and Last Notebooks, sem ritstýrt var og þýdd af alkunnri vandvirkni og snilld Richard Ree. Þá hafði ég mikla unun af að lesa Life of Ezra Pound, sem er eftir Noel Stock og er um efnið far ið þeim höndum að sómi er að. Af beinum vísindalegum verk um vil ég geta Modem Art and the Death of a Culture sem H. R. Bookmaker hefur annazt. A. ALVAREZ The Rape of Tamar er bezta og frumlegasta skáldsaga Dan Jacobsen fram til þessa; alger breyting hefur orðið á stíl hans og hugarfarsbreyti.ig virðist hafa fylgt í kjölfarið. Involun- tary Journey to Siberia eftúr Andrei Amalrik hlýtur að hafa verið erfið höfundi. Bókin er frásögn ungs sovézks rithöfund ar á handtöku hans, réttarhöld um og útlegðardómi í nauðung- arvinnubúðir til Síberíu. Ég get um tvær aðrar merkar bækur eftir merkisskáld, sem ég las á árinu Notehook Roberts Lowell, sem er að vísu erfið og gerir afdráttarlausar kröfur til lesendans, og Crow eftir Ted Hughes, sem er bezta bók hans síðán „Lupercal“ kom út, og fjallar um líf og hlutskipti „anti hetja“ á áhrifamikinn hátt. Dan Jacobson Robert Lowell Saul Bellow Angus Wilson af yngri kynslóðinni á þessu ári: Trepasses eftir Paul Bailey, þar sem fer saman mikil stíl- snilld og næmur mannlegur skilningur, Troubles eftir J. G. Farrell, snjöll og hugvekjandi bók, sögusviðið er írland 1919, og hin þriðja er ljómandi bók Michael Orsler um fornleifa- gröft, sem mistókst The Big Dig. A. J. P. TAYLOR Á árinu 1970 kom út fimmta og síðasta bindið af hinu merka verki A. J. Marder From the Dreadnougth to Scapa Flow og sfcendur það hinum sízt að baki. Ég las með ánægju og aðdáun skilmerkilega og þekkilega frá- sögn Neville Maxwell India’s China War. Skemmtilegasta bók sem ég las á árinu hefur að öllum líkindum verið The Otlier Oxford eftir Charles Fenby, full af skemmtilegum og leiftrandi sögum, rétt eins og Dickens tuttugustu aldarinnar væri þar lifandi kominn. MARY MCCARTHY Flestar þeirra bóka, sem mér hefur þótt nokkuns virði 6 þessu ári, hafa verið eftir vimi mína: On Violence eftir Hann- an og afar forvitnilegan höfund og þess hafði ég lengi saknað. Flestir þeirra höfunda sem ég hef verið „að uppgötva" í ár- anna rás hafa síðar reynzt vera dauðir, rétt eins og Japaninn Tanazaki, sem ég hef miklar mætur á. ARTHUR KOESTLER Psycotherapy and Existential ism — Seiected Papers on Logo therapy eftir Viktor E. Frank gefur góða almenna grein- ingu á því sem þekkt hefur orðið undir heitinu þriðja vínarkenningin um psychother- apy. Hann vísar á bug kenning um Freuds um vald undirmeð- vitundarinnar og kennimgu Adl- ers um viljastyrk einstaklings- ins og leggur megin áherzlu á ætlunarviljann sem driffjöður manmsins. Af öðrum bókum sem ánægja hefur verið að kynnast nefni ég Things Fall Apart og No Longer At Ease, heillandi og frísklegar sögur um Biafra eftir Chimua Achebe. Þó þær séu ekki allskostar nýjar af nál inni get é g þeirra hér. KENNETH TYNAN Síðara bindi af bók Heming- ways Islands in the Stream hef- beint að efnahagslegum orsök- um frekar en félagslegum. 3. Russel Remembered eftir Rupert Crawshay, skilmerkileg og virðingarverð mynd er dreg in upp af Bertrand Russel á síð ustu 25 æviárum hanis af vini hans og nágranma, sem hafði þekkt hann nánar á þessum ár- um en nokkur annar utan fjöl skyldu hans. * KARL MILLER Bók Rosalind Mitchinson A History of Scotland er bezta sagnfræðirit um Skotland, sem ég hef nokkurn tíma lesið. Frá sögnin er lifandi og skemmti- leg, vel skrifuð, höfundur hefur víða leitað fanga og unnið úr þeim vel og læsilega. Öll ber bókin vott um skarpa söguskynj un höfundar og ótvíræðar og nytsamar gáfur. Ég vil og nefna skáldsögu Saul Bellows, Mr. Sammler’s Planet, sem er að mínum dómi bezta skáldsaga hans. Sömuleiðis vil ég nefna The Rape of Tamar eftir Dan Jacobson og Notebook nýjasta ljóðasafn Roberts Lowell. ROBERT LOWELL Fyrsta bók, sem upp í huga minn kemur er Collected Poems ævisögum þótti mér mikið til um Cocteau eftir Francis Steed muller. PHILIP TOYNBEE A Fire on the Moon eftir Nor man Mailer mundi vera efst á mínum lista hvenær og hvar sem væri. Það er hin mesta synd og skömm, að flúr- aður stíllinn hefur slegið of- birtu í augun á mörgum gagn rýnendum og þeir hafa ekki allir reynt að skyggnast á bak við hann. Ritgerðasafn Walter Benjamins Illuminations er sér lega gagnrýnisleg, vísindalega uninið verk og bezta sagnfræði rifcið sem ég las á árinu var The Napoienonists eftir Tangy Lenan, sem er hvort tveggja í senn djúphyglisleg og snjöll í- hugun á enskum karlmönnum og konum sem tóku málstað Napoleons fram yfir stefnu brezku stjórnarinnar á þessum tíma. MARGARET DRABBLE Þrír af eftirlætiishöfundum mínum gáfu út bækur á árinu 1970 og svo brá við að mér tókst að lesa þessar bækur á út- gáfuárinu. Mr. Sammler’s Planet eftir NOEL ANNAN Mjög örvandi bók: Beethov- en 1817—1827 eftir Martin Coop er. Skemmtilegasta ævisagan: The Young Curzon eftir Kemneth Rose. Ef lesandinn hefur gaman af sögu hugmynda ætti The Perfectibility of Man eftir John Passmore að vera kærkomin lesning og The Ancient Historl ans eftir Michael Grant er eink ar aðgengileg og upplýsandi bók. The World Through Blunt- ed Sight eftir Patrick Trevor Toper er djúþhyglisleg og góð bók þeim, sem halda sig sjá það sem listamaðurinn sér. JOHN GROSS Mr. Sammier’s Planet eftia Saul Bellow er að mínu viti bezta bók hans í langan tíma; merk og áhrifamikil og skrifuð af miklu innsæi og gáfum. The Raper of Tamar eftir Dan Jacob son er mögnuð bók, sem lætur engan hugsandi lesanda ósnort- inn. í þriðja lagi tilgreini ég Notebook Roberts Lowell, efnis mikil og andrík bók og þó svo að Lowell sé stundum erfiður og torskilinn eru skrif hans slík, að þau hljóta að hafa djúp á- hrif á hvern sem treystir sér til að kafa niður undir yfirborð ið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.