Morgunblaðið - 27.01.1971, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1971
bruna. Og þegar Kathleen kom
þangað á föstudag, ásamt Hönnu,
gat hún vel skilið þetta. Þarna
var nógur snjór og nóg sól, og
öldugjálfrið til að sofna við.
Það var nú orðið of áliðið til
þess að fara í sjóinn, en þau
gerðu það nú samt og komu aftur
hálffrosin en hlæjandi og hlupu
inn i íþróttaherbergið i baðslopp
um, meðan Joel blandaði í glös-
handa þeim. Gamla frænkan
hú n frú Keates var viðkunnanleg
og hafði sig litt í frammi, og
virtist hafa ánægju af nærveru
þeirra. Hún sagðist sakna barn-
anna, sem nú voru farin til borg-
arinnar, ásamt kennslukonu
sinni. En frú Keates ætlaði að
verða þarna þangað til Ransom
lokaði húsinu fyrir veturinn, en
þá ætlaði hún i hitt húsið í Conn-
ecticut og sjá um það, ef hann
skyldi langa til að koma þangað
um helgar, um veturinn. Þar
voru þrjár vinnukindur — ágæt
hjón og svo sonur þeirra, sem
vann erfiðari verkin og var til
taks um það, sem gera þurfti.
Kathleen þóttist vera hálf-ein-
mana þarna, en kunni því vel.
Vitanlega voru Joel og Hanna
þarna líka, en hún þóttist vera
utan þessa töfrahrings, sem Joel
hafði dregið kring um Hönnu. Og
hún var þessu fegin, Hönnu
vegna. Hún fór út að ganga eða
synda með þeim og spilaði
þriggja manna bridge . . . og
sökkti sér niður í hugsanir sinar.
Hún hugsaði vandamál sitt við-
víkjandi Pat. Hún skyldi koma
og bera vitni, yrði henni stefnt.
Og hún skyldi svara öll-
um spumingum sannleikanum
samkvæmt — en svo heldur ekki
meira. Hún skyldi engar upplýs-
ingar koma fram með ótilkvödd.
En fyrst og fremst skyldi hún
þó segja föður sínum alla sög-
una og hlíta síðan ráðum hans.
Hún fann, að hún saknaði
Pauls McClure.
Hann kom akandi til þeirra
einn sunnudag í hellirigningu.
Eftir ríkulega máltíð síðdegis,
fóru þau frá Hönnu og Joel, sem
voru að spila tveggja manna spil,
og gengu út á votan sandinn, til
þess að tala saman í næði. Kath-
leen var í gamalli regnkápu af
Joel og með gamlan hatt, dreginn
niður fyrir augu. Hún leit upp
á móti regninu og hló, horfði svo
á ókyrran sjóinn og öldumar sem
gengu á land upp, freyðandi.
Þarna voru spýtur á reki og
gargandi mávar.
Paul gekk við hlið hennar með
hendur í vösum, og sagði: — Það
er líkast þvi sem Hanna og Joel
— Ég vona það að minnsta
kosti, sagði Kathleen.
— Það er allt í lagi með hann,
sagði Paui. — Hann er þannig
maður, að hann má gjama vera
ríkur. Mér líkar vel hvernig
hann ver aurunum sínum.
— Þar er ég á sama máli.
Þau stikuðu þögul í rigning-
unni. Loks sagði Paul:
— Leikritið er smásaman að
taka á sig mynd.
— Og hitt er útselt í þrjá mán-
uði fyrirfram, sagði hún. — Ég
er svo hreykin af þér.
— Vegna þess, að það selst
svona vel ?
— Nei, ég hefði orðið það al-
veg eins þó það hefði fallið nið-
ur dautt.
— Þetta vildi ég einmitt heyra,
sagði hann ánægður.
Allt í einu sagði hann:
— Hvað er um Pat?
— Hvað áttu við?
— Ég á við . . . hvernig það
er með ykkur.
— Það er allt búið að vera.
Vorum við kannski ekki að skála
fyrir því? En ég var nú samt
ekki orðin fullkomlega iaus þá.
En það er ég núna. Eftir að ég
hitti hann þarna frumsýningar-
kvöldið. Þá var það litla sem var,
búið að vera.
— En réttarhöldin?
— Ég vitna auðvitað ef ég má
til. Hún sneri að honum regn-
votu andlitinu. — En ég ætla ekki
að gera honum neitt til meins,
nema þá tilneydd.
— Já, en þið Jim? Fjandinn
hirði hann, sagði Paul. — Hann
veit sitt af hverju.
Félög — Félogosamtök
Laugardagurinn 6. og 13. febrúar er laus
fyrir þorrablót eða árshátíð.
Nánari upplýsingar í síma 66195.
HLÉGARÐUR Mosfellssveit.
Ýtoskóila til sölu
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í ýtuskóflu af gerðinni
TRACKSON byggð á CATERPILLAR D-6 með löngum beltum.
Nánari upplýsingar gefur yfírverkstjóri Bergsveinn Sigurðsson
áhaldahúsi bæjarins við Vesturgötu.
Tilboð er greini verð og greiðsluskilmála sem kaupandi býður,
skulu berast skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6 eigi
síðar en þriðjudaginn 2. febrúar n.k.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR
Frá London og Kaupmannahöfn
maxi-kjólar. Höfum fengið
slórar sendingar aí hinum
vinsælu maxi-kjólum.
Verö, stærðir, snið og litir
við allra hæfi.
uverzlwnm
L
)run
Rauðarárstíg 1. — Sími 150-77.
— Já, hann veit víst nóg, ef
bara . . . Jæja, sleppum því. Eig
um við ekki að fara að draga
okkur heim? Frú Keates er búin
að lofa að gefa mér te og nú
langar mig ekki I annað meira.
— Kate . . . Hann greip hönd
hennar . . . nei vertu ekki svona
hrædd, ég ætlaði ekki að segja
annað en það, að ég er hérna og
bíð. Alltaf að bíða.
Hún dró að sér höndina. — Já,
ég veit það, Paul. Hún hugsaði,
en það er ekki hægt að verða
svona ástfangin sitt á hvað. Við
verðum að bíða og hugsa málið.
En hún sagði: •— Mér fellur bet-
ur við þig en nokkurn annan
mann, sem ég þekki.
-— Það er gott til að byrja með,
sagði hann.
Ilann fór svo eftir kvöldverð-
inn og hún saknaði hans, en
horfði á þau Hönnu og Joel. Og
Hanna kom inn til hennar um
kvöldið, þegar hún var háttuð.
— Ég ætla að giftast Joel,
sagði hún formálalaust.
— En hvað ég er fegin, Hanna!
— Ég líka. Litlu svörtu augun
voru bliðleg. Hún sagði: —
Krakkarnir kunna vel við mig.
Ég var hrædd við þau, en þau
eru indæl. Og ég elska Joel.
Kannski er ég ekki ástfangin af
honum, en ég elska hann
samt. Nú orðið þekki ég muninn
á því tvennu. Og ég kann betur
við það eins og það er nú.
Kathleen spurði: — En hvað
þá um Paul?
— Sleppum því, sagði Hanna.
— Kannski hefur þetta ekki ver-
ið annað en þverhöfðaskapur í
mér. Kannski voru það einhverj-
ar leífar frá gamalli tíð. Ég veit
ekki, hvort heldur. En hann er
ástfanginn af þér og verður það
aldrei framar af mér, hvernig
sem þú snýst við þessu. Ég er
hætt að þrá, að honum snúist
hugur og þér snúist hugur frá
Pat. Nú er það þitt að
ákveða. Ég er laus við þetta . . .
og fegin því. Ég vil, að þú trúir
því.
— Það geri ég líka, Hanna, og
mikið er ég glöð fyrir þina hönd.
— Jæja, þú afsakar þessi
krakkatár mín, sagði Hanna
nokkru síðar, — en svona er nú
þetta. Góða nótt, Kate.
Morguninn eftir þurfti Joel að
fara til borgarinnar. En hann
hafði fengið kvef og var með
hita, og Hanna píndi hann til að
vera um kyrrt. Hún sá um sím-
tölin fyrir hann, og var þá svo
húsbóndaleg og ákveðin, að
Kathleen hafði hálfgaman af.
Hún var í snúningum, bar súpu
upp til hans, sat við rúmið hans
og las upphátt. En Kathleen sat
mest i bókastofunni eða fór út
að ganga í allri rigningunni. Þvi
að enn rigndi.
Joel hafði batnað daginn eftir.
En rigningin var sú sama. Til
hvers ætti hann að fara að aka
til borgarinnar í opnum bíl?
Viidi hann kannski fá lungna-
bólgu? spurði Hanna. Bíddu
þangað til styttir upp, heimurinn
færi varla í hliðina þó að hann
væri hvergi nærri. Hann varð
þvi kyrr, rólegur og viðkunnan-
legur maður, sem elti Hönnu með
augunum, hvert sem hún fór.
Á miðvikudag rigndi meir en
nokkru sinni, það hvessti og
öllum merkingum, er rétt aS
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Allar ákvarðanir og skipulag fer út um þúfur.
Nautið, 20. apríl — 20. niaí.
Harmleikir og leiðindatilsvör eru ekki beint það, sem þú þarfn-
ast þessa stundina.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni.
Allir halda fast við sitt í dag, og þar við situr.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Viðskiptin verða æ flóknari, eftir því, sem fram í sækir.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Nú, þegar allir eru að brugga
taka ekki of ákveðna afstöðu.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Pað er ekkert fordæmi að vera athafnasamur bara til að sýnast.
Vogin, 23. september — 22. október.
Það er ekki éalgengt að kvarta og kveina í dag, en skelfing
gctur það verið óskemmtilegt.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev.
Beyndu að koina þér úr óþægindum með að fara á smáflakk.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Alls kyns leyndainál koma á daginn.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Bjóddu vini þína velkomna og haltu réttu hugarfari og víðum
sjón deil darhring.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Er ekki rétt að fara að lyfta sér upp á ný.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Ef ekkí er hafið verk í fyrra lagi, er cins gott að láta það
eiga sig. Hleyptu tkki öðrum heim til þín en þeim, sem þú gjör-
þekkir.