Morgunblaðið - 02.02.1971, Qupperneq 7
MOBGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1971
7
Hús alþýðusamtakanna, — Lindarbær.
Voldug
gata með
fallegu
nafni
Eitt látlausasta og þá jafn-
fram líka eitt fallegasta götu
nafnið í okkar kæru höfuð-
borg er Lindargata. Það lœt-
'ur svo lítið yfir sér en feTur
þó svo mikið í sér — fegurð
og ljúflyndi hinnar tæru, hjal
andi lindar, nauðsyn hins
ómengaða vatns, sem enginn
maður fær án lifað. En það
er óralangt síðan þetta var.
Nú sést hér engin lind Hins
vegar er Lindargatan orðin
höfuðstræti hins svonefnda
Skuggahverfis. En ég „mundi
segja" að Lindargata væri
síður en svo skuggaleg enda
mun nafngift hverfisins ekki
standa í sambandi við myrk-
ur og dimmu. — Nóg um
það að sinni, þvi hér verður
Lindargatan ekki gerð að um
talsefni sem leið aftur í liðna
tið, heldur skai hún kynnt
sem ein aðalgata borgarinnar.
Já, það má meira að segja
taka svo stórt upp í sig að
spyrja hvort hún — Lindar-
gatan — sé ekki ein voldug-
asta gata Reykjavikur og þar
með landsins alls.
— Hvað er maðurinn að
fara?
Er þá landinu kannski
stjómað frá Lindargötunni?
Ja, það er nú það! Má það
ekki að vissu leyti til sanns
vegar faara.
Aiiir kannast við Arnar-
hvol. Hann stendur á horni
Ingólfsstrætis og Lindargötu.
Þar eru flest ráðuneytin til
húsa. Þar er sjálfur ríkis-
kassinn geymdur. Og hversu
lengi mundum við, opinberir
starfsmenn, lífi halda, ef sá
kassi væri lok — lok og læs
situndinni lengur.
Austan við Amarhvol
stendur hús Hæstaréttar með
traustar súlur réttiætisins við
inngang sinn. Um þetta hús
ber að hafa sem fæst orð. Að
eins taka undir það, sem við-
frægt er efttir Magnúsi Torfa-
sýni: Guði sé lof o.s.frv.
Enn er ótalið það hús við
þessa götu, sem að vísu er
hvorki hús ríkisins né réttlæt
isins. En það má samt, öðr-
um húsum fremur kallast hús
valdsins, — þar sem teknar
eru hinar áhrifamestu ákvarð
anir sem hafa víðtækar af-
leiðingar og geta gjörbreytt
gangi þjóðmála.
Þetta hús stendur á homi
Skuggasunds og Lindargötu,
og má muna tvenna tímana.
Áður fynr var Sanítas þar til
húsa og eilíft flöskuglamur
frá morgni til kvölds. Galsa-
fengnir strákar hentu „gler-
inu" út á bil og brunuðu með
gosið út um allan bæ.
Svo keypti alþýðan þetta
stóra hús og lét endursmiða
það og innrétta frá kjallara-
gólfi upp i rjáfur fyrir marg-
ar miiljónir. Nú eru þarna
nokkrar tasíur af dýrmubluð
um skrifstofum sem framleiða
„mannsæmandi lífskjör"
handa alþýðunni og stjóma
verkalýðsbaráttunni í sókn
hennar eftir veraldargæðum
velferðarríkisins. — Það er
er þetta hús, sem sýnir það
öllu öðru fremur hvað Lindar
gatan er „voldug og sterk".
Það er ekki mikið um „for-
retningar" við Lindargötuna.
Þó munu þar leynast tvær
mestu sælgætisgerðir lands-
ins, Freyja og Víkingur. Svo
að segja má með sanni, að
framlag Lindargötunnar er
ekki litið tii þessa (sykur)
neyzluþjóðfélags, sem Mör-
landinn er nú orðinn frægur
fyrir eins og flotið áður fyrr.
Ýmsir þjóðlegir stígir
skera Lindargötuna á leið
sinni ofan úr bæ til sjávar,
eins og t.d. Klapparstígur,
Vatnsstígur og Vitastigur. Á
hominu við Klapparstig
stendur stórt og reisulegt
timburhús — tvær hæðir,
kjallari, ris með kvistum. Og
lætur all-mikið tii ain taka
þrátt fyrir aldur sinn.
Það var á sínum tima byggt
af Milljónafélaginu. „En
hvað er milljón?" segja þeir
nýríku. Og „hvað vill þessi
timburkumbaldi vera að
hreykja sér?“ segja víðáttu-
mikTar steinvillur millanna í
dag. En þessa stóra og reisu-
lega húss er ekki getið eða
minnzt hér vegna þeirrar
milljónar, sem það kann að
hafa verið kennt við einhvem
tima heldur vegna þess, að
það var lengi í eigu eins gagn
merkasta fræðimanns, sem Is
land hefur átt, Hannesar Þor
steinssonar þjóðskjalavarðar.
Hann keypti það af Milljóna
félaginu 1915 og bjó þar til
æviloka — 1935. Allir þeir
mörgu sem hafa yndi af pers
ónusögu og „þjóðlegum fróð-
leik" virða minningu þessa
gagnmerka fræðimanns og
hafa hana í hávegum. —
Nú höldum við áfram aust-
ur Lindargötuna án þess að
nokkuð beri til tíðinda. —
Eftir þvi sem innar dregur
verða húsin líkari hinni
gömlu Reykjavik, eins og
hún var þegar Skuggahverf-
ið var að byggjast. Hvert
þeirra á siína sögu þótt ekki
verði hún hér sögð.
Svo er komið að Frakka-
stíg og hér skyldi maður ætla
að Lindargatan hætti eins og
hver önnur skikkanleg gata
þegar hús standa í vegi og
hún getur ekki haldið sinu
striki beint áfram. Nei, ekki
aldeilis, Lindargatan lætur
sig það engu Skipta þótt
Franski spttalinn (Gaggó
Lindó) standi hér eins og
Þrándur í Götu. Þá leggur
hún bara „ganske pænt“
lystilega lykkju á leið sína
og heldur áfram meöfram spit
alanum og Sláturfélaginu alia
leið austur að Vitastíg.
Þar er Lindargötunni áreið
anlega lokið. — G.Br.
HÉR
ÁÐUR
FYRRI
Hús Hannesar Þorsteinssonar.
Lítið hús við Lindargötu skýlir laufríku tré.
Skrífstofustúlka
óskast strax. Þarf að vera vön vélritun og bréfaskriftum á
ensku og dönsku. Nokkur bókhaldskunnátta æskileg.
Tilboð ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist Morgunbl.
merkt: „4862“ fyrir 5. febrúar.
Sniönámskeið
Næsta kvöldnémskeið hefst 5. febrúar.
Innritun einnig í næsta framhaldsnámskeið.
SIGRÚN A. SIGURÐARDÓTTIR
DrápuhKð 48, sími 19178.
METSÖLUPLATA
ÓMARS
RACNARSSONAR
KOMIN AFTUR
SC-hljómplötur
PIFCO
GÆÐAVARA í SÉRFLOKKI
QUEEN
CURL
hárliðunar-
tœkið
Verð aðeins krónur 2.395.oo
Söluverð í Bretlandi £ 9.19.6 eða
ca. kr. 2.150.00.
Með 16 rúllum í vandaðri tösku
með spegli í loki og öryggisljósi.
FÁLKINN HF.
Suðurlandsbraut 8, sími 84670.