Morgunblaðið - 02.02.1971, Page 11

Morgunblaðið - 02.02.1971, Page 11
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1971 11 „Að gera það hollasta í hverju til heilla mannlífi á íslandi66 — rabbað við Stefán A. Pálsson, sjötugan í dag Stefán A. Pálsson. Hairn virðist ef til vill svolit- ið harður á svipinn í fyrstu fyrir þá sem ekki þekkja hann, en ekki líður á löngu þar til glettnin brýzt fram úr áugunum og ákveðnum svip. Gíettnin og hlýjan sem ræður ríkjum x huga þessa manns, á hverju sem gengur. „Þrátt fyr- ir böl og alheimsstríð," eins og ségir í einu vestmanneysku gamansömu kvæði. ( Stefán A. Pálsson er sjötíu ára í dag. Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum áður en hann hélt af landi brott til Kanaríeyja, ásamt konu sinni HiJdu Malmquist en þangað buðu vinir hans og Sjálfstæðis flokkurinn honum i tilefni af- mælisins, en allt frá því að Stefán var lítill drengur hefur hann tekið þátt í stjómmálum Islands og sérstakan áhuga hef ur hann haft á kosningum. Öll um kosningum, enda hefur hann tekið þátt i öllum stjóm málalegum kosningum á Islandi síðan 1914 og alla tið í röðum ákveðnustu og duglegustu Sjálfstæðismanna. 1 gegnum starf Stefáns A. Pálssonar um ævina hefur hann kynnzt náið fólki úr hin- um ýmsu þáttum þjóðlífsins og af því hefur hann dregið dám. Stefán er fæddur í Djúpa- vqgi 2. febrúar árið 1901. For eldrar hans voru Stefanía Guð mundsdóttir og Páll H. Gísla- son verzlunarstjóri, sem síðar varð kaupmaður í Kaupangri í Reykjavík. 1 Djúpavogi var Stefán að- eins tvö fyrstu ár ævi sinnar, því foreldrar hans fluttust til Fáskrúðsfjarðar þar sem þau bjuggu til ársins 1911 er þau fluttust til Reykjavikur. Þegar ég kyimtist Stefáni fyrir nokkrum árum var það i sambandi við kosningar, en hann stjómaði utankjörstaða- kosningu Sjálfstæðisflokksins og þar fékk enginn að sitja auðum höndum eða dútla við skrifborðið. Menn voru í önn- um, allt var á fullri ferð i kosn ingahríðinni. Stefán sat sjaldan lengi á sama stað, honum var það ekki eigtnlegt. Framtak og starf,, hreyfing, átti betur við hann og því kom mér það ekki á óvart þegar ég rabbaði við hann að hann gekk títt um gólf um leið og hann rifjaði upp eitt og annað úr safni sjö- tiu áranna. 1 stuttu afmælis- rabbi verður þó aðeins hægt að stikla á flúðum í því efni. Ég spurði Stefán fyrst um unglingsár hans í Reykjavik. Hann tók nokkur skref fram og aftur og það færðist prakk árasvipur yfir andlitið og fas- ið: „Á unglingsárunum í Reykja vik var oft mikill hasar og brösótt samkomulag milli aðal- andstæðinganna, Austurbæjar- strákanna og Vesturbæing- anna. Ég bjó í Kaupangri við Lindargötuna og varð því Aust urbæingur um leið og ég flutt- ist til bæjarins. Einhvem veginn varð það nú svo að ég valdist I forystuhóp liðs Austurbæinga og þar voru margir góðir strák- ar og duglegir. Miklir bel- jakar og harðir i slagsmálum. Reyndar höfðu Vesturbæingar einnig harðsnúið lið og það gerði kappið í erjumar. Það lá við að þessir aðilar hötuðu hver annan út af lífinu og varla var óhætt fyrir Austurbæinga og Vesturbæinga að fara inn á um ráðasvæði hvors um sig nema í liðsfylgd. Á þessum árum var faðir minn afgreiðslumaður Sunnan fara og ég ásamt bróður minum bar blaðið út til fastra áskrif- enda. Þegar við fórum í Vest- urbæinn urðum við hreinlega að leita færis til þess að ekki yrði ráðizt á okkur. Oft sló i bardaga milli herja Austur- og Vesturbæinga, götu bardagar voru harðir og það var iíf i tuskunum. Við Aust- urbæjarstrákarnir tókum obk- ur stimdum til og útilokuðum Vesturbæinga frá þvi að fara 1 Sundlaugamar gömlu og þá dreifðum við okkur til dæmis á heila götu og hleyptum engum í gegn. Nú orðið virðist bernska strákanna fara fram öllu kristilegar, enda úr meiru að velja til þess að dreifa at- hafnaþránni. Við strákamir á þessum ár- um héldum vel saman og flest- ir þessara stráka fóru síðan inn í knattspyrnufélögin og létu þar að sér kveða. Ég var meðal þeirra stráka, sem séra Friðrik hópaði i kring um sig og knattspyrnufélagið Val- ur varð síðan stofnað upp úr. Við mættum undir forystu séra Friðriks vestur á Melum með haka og skóflur til þess að ryðja okkur lítinn fótboltavöll þar sem Melavöllurinn er nú. Þá stofnuðum við félagið Hvat og upp úr því félagi var Val- ur stofnaður, en þegar það gerðist fóru margir af neðri Austurbæingum í Víking, en ekki Val, því Víkingur sam anstóð mestmegnis af Miðbæjar strákum. Ég var einn af þeim sem fóru i Víking og þar sem við vorum margir vildum við fá 2 menn af 5 í stjóm, en loforð- ið var svikið á aðalfundi, svo að við sögðum okkur allir úr Víkingi og gengum næsta vor í Fram. Nokknir félaigar mínir urðu upp úr þvi uppistaðan i liði Fram, sem á þessum árum var mikið uppgangslið og stóð sig vel. Árið 1929 var fremur illa komið fyrir Fram því ekki hafði verið lögð sú áherzla sem skyldi á að byggja upp lið yngri flokkanna. Við tókum okk ur þá saman nokkrir stálpað- ir menn og tókum að okkur stjóm Fram til þess að byggja upp yngri flokkana. Ég var þá formaður í 4 ár og alltaf mætt- um við með yngri strákunum á æfingar til þess að hvetja þá í íþróttunum." Ég spurði Stefán þessu næst um pólitískan áhuga hans, sem ekki er hægt að segja annað um en hafi ver- ið talsverður, sem meðal ann ars kemur fram I þvi að hans helzta áhugamál og tómstunda- gaman hafa verið kosningar. Hann svaraði: „Faðir minn var mjög póli- tískur af stofni gamla Sjálf- stæðisflokksins. Vegna áhuga hans held ég að minn áhugi hafi vaknað og síðan hef lur hann aldrei kulnað. Ég tók fyrst þátt í kosningum 1914 sem , sendill, og þótti það vera mikill vegsauki, en út úr þeim kosningum komst Sveinn Bjömsson á þing. Síðan hef ég verið við allar kosningar og margar hafa þær verið spenn- andi. Það má nefna til dæmis kosningarnar 1919 þegar aðeins var kosið í Reykjavík. Sveinn Björnsson var þá gerður að sendiherra, sennilega til þess að kúpla honum út úr póli- tíkinni, en hann var þá annar af tveim þingmönnum Reykja- víkur. Þegar Sveinn íór var kosið I Reykjavík og þá bauð Jakob Möller sig fram. Hann fór í ógurlega harða baráttu við Jón heitinn Magnússon heimastjórnax-mann, en ungt fólk hópaðist um Jakob Möller og hann sigraði með nokkurra atkvæða mun. Þetta voru sér- staklega spennandi kosningar og það var geysilegur kraftur í þeim. Svo voni kosningar 1921, þegar ákveðið var að Reykjavik skyldi fá 4 þing- menn. Þá var það til dæmis sem Jón Baldvinsson, eða Alþýðu- flokkurinn fékk fyrst þingsæti og þá komst Jón Þorláksson eirmig loks á þing og Magnús heitinn Jónsson fór þá einnig fyrst á þing. Þetta voru mjög harðar kosningar. Árið 1923 um haustið eftir kosningamar var gamli Ihaldsflokkurinn stofnaður á A1 þingi, en eins og kunnugt er máli sameinaðist hann Frjálslynda flokknum árið 1929 og Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnað- ur. Þá var Jón Þorláksson kos inn formaður og Ólafur Thors varafonnaður. Það gerðist margt i pólitíkinnl á þessum árum og mikil harka var oft á tiðum ríkjandi. Á þessum árum voru kosningar á svo til hverju ári og ekki var það til að bæta úr þegar Jón- asartímabilið gekk í garð upp úr 1928. Við Sjálfstæðismemn í Reykjavík vorum ákaflega vondir út í hans stefnu, því okkur þótti hann fara svo illa með mál Reykvíkinga og reyndar fleiri, því hann hreinlega níddi þá niður sem ekki stóðu og sátu eins og hann vildi og tætti þannig með offorsi nokkra helztu fram- kvæmdamenn landsins. Þá voru Reykvikingar útbá- súnaðir úti á landi sem Grims- bylýður og Sodóma og Gomora var það, sem helzt var hægt að líkja Reykjavík við að sögn Jónasar frá Hrlflu. Reykjavík var að sögn hans og annarra Framsóknarmanna, samnefn- arinn fyrir anskotann í sam- íélagimfu. Árið 1938 fóru fram kosning ar í Reykjavik til bæjarstjóm ar og þá voru komnir fyrir nokkrum érum til liðs við Sjáll stæðisflokkinn eldheitir og dug legir liðsmenn. Þeirra á meðal var Bjami Benediktsson, sem eftir stofnun Sjálfstæðisflokks- ins fór strax af miklu kappi að Franihald á bls. 24 I; Næsta mál á dagskrá |; Öryggi fjrir alla með hóptryggingu ~ Ný sameinuð líf-, slysa- og sjúkratrygging, sem hentar fyrir hve.rs konar félagssamtök, starfsfólk fyrirtækjá, hagsmuna- samtök og lífeyrissjóði. Trygging serh bætir tekjumissi vegna fjarveru frá starfi, með dagpeningum f allt að þrjú ár, greiðir bætur vegna meiri eða minni örorku, og dánarbætur falli fyrirvinna frá. Sé þessi trygging tekin fyrir hóp, verða iðgjöld allt að 30% lægri að jafnaði. Athugið hve aðrar tryggingar duga skammt. Sendum fulltrúa okkar á fund allra sem þess óska til að gefa nánari upplýsingar. Hringið og Ieitið tilboða. ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMII7700 II II II II II II I I I i II II I I II II II II II II 9 \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.