Morgunblaðið - 02.02.1971, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1971
Ráðgjafanefndarfundur EFTA var haldinn í Genf dagana 15.—16. október sl. Var þetta 21.
ráðgjafarfundurinn, en hann sækja fulltrúar frá iðnaði og atvinnu vegum í liimim ýmsu
EFTA-löndum og skiptast á skoðunum um hagsmunamál sín. Að þessu sinni sóttu þeir Guð-
mundur II. Garðarsson, Gunnar J. Friðriksson og Jón Bergs fund þennan. Sjást þeir hér að
fundarstörfum.
Fyrsti fundur
Finna og EBE
Óska tengsla en ekki aðildar
Vilja halda tollfrjálsum
viðskiptum við Rússa
EINS og kunnugt er hafa Finn-
ar óskað eftir einhvers konar
tengslum við Efnahagsbandalag-
ið í Briissel. Finnland er nú
eitt af aðildarríkjum EFTA, eins
og íslendingar. Finnar hafa þó
tekið skýrt fram að þeir óski
ekki eftir fullri aðild, eins og
Danir og Norðnienn hafa gert,
heldur einungis viðskiptatengsl-
Þann 6. þessa mánaðar var
haldinn í Briissel viðræðufund-
ur fimnskra embættis- og stjóm
málamanna og fulltrúa Efnahags
bandalagsins. Finnsku sendi-
nefndinni veitti forstöðu aðal-
samningamaður Finna gagnvart
EBE, Reino Rossi ambassador.
Af hálfu EBE var aðalsamninga
maðurinn Walter Wellenstein.
Islendingar stærstu innflytjend-
ur þorskf laka til Bandaríkjanna
Juku heildarinnflutninginn um 2 5% árið 1970
ÍSLENDINGAR eru nú orðnir
stærstu innflytjendur frystra
þorskflaka til Bandaríkjanna.
Hafa þeir nú um 51% heildar-
innflutningsins í sínum höndum.
Hefur þetta hlutfall hækkað
úr 25% árið 1965.
Olía við
Spánar-
strönd
Áður fyrr voru Kanadamenn
stærsti innflytjandinn, en nú
flytja þeir inn til Bandaríkj-
anna um 40% af heildarmagn-
inu.
MIKLAR VERÐIIÆKKANIR
Alls jókst innflutningur á
fiskblokkum frá íslandi til
Bandaríkjanna um nálægt 25%
miðað við jan.-sept. 1969 og
sama tíma 1970. Hefur hinn
^góði afli og stöðugt hækkandi
verðlag átt sinn mikla þátt í
þessu. Eins og kunnugt er hafa
verið mjög miklar hækkanir á
fiskblokkum á Bandaríkjamark-
aðnum, og er verðið nú komið í
um 40 sent pundið. Var það
ekki nema 23—25 sent fyrir ör-
fáum árum.
ÝSUBLOKKIR
Hlutur íslendinga í in.nflutn-
ingi ýsuflaka til Bandaríkjanna
er hvergi nærri eins stór og
þorskflakanna. Alls voru flutt
inn til Bandaríkjanna á tímabil
inu jan.-sept. 1970 24 millj.
punda. íslendingar flytja aðeins
inn um 10% af því magni, en
Kanadamenn um 30%'. Hefur
þessi innflutningur aukizt í
heild um 11% til Bandaríkj-
anna miðað við árið áður.
Al'ls voru flutt inm til Banda-
ríkjanna 212 millj. punda af
frystum fiskblokkum fyrstu 9
mánuði ársins 1970. Er það
2.6% aukning frá því árinu áð-
ur.
FYRIR nokkrum vikum fannst
olía fyrir utan Miðjarðarhafs-
strönd Spánar. Er það olíufé-
lagið Shell, sem að leitinni stóð
samkvæmt samningi við Spán-
arstjórn. Olían fannst fyrir ut-
an strönd Tarragona. Enn hafa
talsmenn Shell í London ekki
skýrt frá því hve mikið magn
er hér um að ræða, en fregnir
frá Madrid herma að talið sé
að þarna sé um svipað magn að
ræða og á Ekofisk-svæðinu við
Noregsströnd. Ef Taragon-svæð-
ið veitti olíu, sem næmi 250,000
tunnum á dag myndi það nægja
til þess að uppfylla alla olíu-
þörf Spánar.
Á síðasta ári voru fram-
kvæmdar þoranir eftir olíu fyr-
ir utan Ebrosléttuna og fannst
þar nokkuð af mjög hreinni
olíu. Þar eru frekari rannsóknir
þó nauðsynlegar áður en lengra
er haldið, en vonir eru einnig
bundnar við olíuframleiðslu á
þeim stað.
Shell-félagið á 51% hlutabréf-
anna í leitarfélagi því, sem
þessa olíu hefur fundið, en að
félaginu standa allmargir aðrir
aðilar.
Norsk gullnáma:
Hlutabréfin margfaldast í verði
Mikill gróði norskra skipafélaga
GÍFURLEG aukning hefur orð-
ið á verðmæti norskra hluta-
bréfa á síðasta ári. Munu Norð-
menn ekkj aðra eins aukningu
á verðbréfamarkaðnum og hef-
ur þessi aukning verið forsíðu-
efni norskra blaða undanfarna
daga.
Hlutabréf í 35 fyrirtækjum
tvöfölduðust í verði á síðasta
ári og er það mjög óvenjulegt.
Hlutabréf ýmissa fyrirtækja
hækkuðu þó enn meira og nam
hækkun þeirra frá 100—800%.
Þau hlutabréf, • sem lang mest
hækkuðu í verði, eru bréf í
skipafirmum. Eins og kunnugt
er hefur olíuskipamarkaðurinn
verið stórkostlegur á síðasta ári i
og hafa norsk útgerðarfyrirtæki •
rakað saman fé á markaðnum,
sem ekki eru dæmi til síðan í
Súez-deilunni 1956. Hlutabréf í
iðnaðarfyrirtækjum norskum
koma ekki fyrr en í 14. sæti
yfiir hækkanir á markaðnum.
Mesta hækkun hlutabréfa var í
einu útgerðarfyrirtækjanna.
Hlutabréf þess hækkuðu í verði
um 823%.
Nonsk dagblög telja að ekki
sé útlit fyrir að hlutabréf í
norskum félögum eigi eftir að
hækka svo ákaflega á næstu ár-
um — nema núverandi góðæri
á skipamarkaðinum haldizt.
Það er tekið fram, að enda
þótt hækkanirnar og gróðinm
hafi verið mestur á olíuskipa-
markaðnum, þá hafi einwig
góður ágóði verið af leigu ann-
arra fragtskipa, þannig að allur
skipastóllinn norski hafi notið
góðrar afkomu á siðasta ári.
Tekið skal fram, að ekki eru
dæmi til slikra hlutabréfahækk
ana frá öðrum Norðurlöndum á
þessu ári.
Tollasamningur
Möltu og EBE
Tekur gildi 1. apríl
39 þús. skópör
— framleidd 1969
ÞRJÁTlU og níii þúsund pör af
skóm vorn framleidd hér á landi
1969 að því er fram kemur í des-
emberhefti Hagtíðinda.
Skiptist framieiðsian þamnig,
að átta þúsund pör af karlmanna
skóm voru framleidd, fjögur þús
und pör af kvenskóm; tíu þúsund
af barna- og unglingaskóm, tíu
þúsuind af mmiskóm, sardölum
og léttum skufatnaða og sjö
þúsund pör af kuldaskóm, skíða
skóm og vinnuskóm fyrir karl-
menn.
Þetta er allmiklu minni skó-
framleiðsla en var árið 1968; það
ár nam framleiðslan 66 þúsund
pörum og þrjú næstu ár þar á
umdan nam framleiðslan 64 þús-
umd pörum, 69 þúsumd pörum og
70 þúsund pörum.
EINS og kunnugt er hefur ar tolla á Möltu-vörum.
Malta gert aukaaðildarsamn- Malta lækkar sína tolla um
ing við Efnahagsbandalagið. 15% við gildstöku samnings-
Gert er ráð fyrir, að þessi ins. Síðan enn um 25% við
samningur taki gildi þann 1. byrjun þriðja ársins og
apríl n.k. Nær samningurinn 35% við byrjun fimmta
tii tveggja fimm ára tíma- ársins. Eftir fimm ár eiga
^ bila. vörur frá EBE að njóta
| Kjarni þessa viðskipta- sömu tollfríðinda á Möltu
/ samnings er sá, að eftir gild- sem vörur, sem þangað eru
) istöku hans mun Efnahags- fluttar inn frá Samveldinu.
^ bandalagið lækka alla tolla Mikilvægt ákvæði er í
i sína á vörum frá Möltu um þessum samningi þess efnis,
■ 70%. Gerð er undantekning að Maita getur aftur hækkað
um nokkrar vefnaðarvörur, tolla ef stjórnin telur það
sem ekki er ieyfður óhindr- nauðsynlegt vegna efnahags-
aður innflutningur á. legrar þróunar í landinu.
Á hinn bóginn tekur Malta
sér þær skyidur á herðar, að Þessi samningur við Möltu
lækka tolla á vörum, sem hefur vakið mikla athygli,
fluttar eru inn frá Efnahags m.a. hjá þeim þjóðum, sem
bandalagslöndunum, en mikl- nú sækja um viðskiptatengsl
um mun hægar en EBE lækk við bandalagið.
TVÆR SKÝRSLUR
Á þessum fundi afhenti
finnska sendinefndin bandalag-
inu tvær skýrslur, sem samdar
hafa verið vegna umsóknar
Finna. Fjallar önnur þeirra um
afkomu og ástand í finnska
landbúnaðinum, en hin fjallaði
um viðskipti Finna og Rússa.
Er almennt talið, að ástæða þess
að Finnar óski ekki eftir fullri
aðild að EBE sé sú, að tengsl
þeirra við Rússa hindri slíka
aðild og einnig hlutleysis-
stefna þeirra. Myndu Rússar
líta fulla aðild Finna mjög
óhýru auga þar sem EBE er
pólitískt bandalag jafnframt
því sem það er viðskiptabanda-
lag.
ÞRJÚ MEGINATRIÐI
Á þessum fyrsta fundi EBE
og Finnlands gáfu báðir aðilar
almennar yfirlýsingar um stefn-
una í þessum málum. Ambassa-
dor Rossi skýrði helztu sjónar-
mið Finna. Fulltrúi EBE, Well-
enstein, endurtók það sem fyrr-
verandi formaður ráðherra-
nefndar bandalagsins, Walter
Scheel, hefur þegar látið í ljós
gagnvart Finnum, að væri meg-
inatriði málsins, að því er varð-
ar umsókn þeirra. Þessi atriði
eru eftirfarandi:
1. Miða ber að lausn, sem hmdr
ar nýjar viðskiptahömlur í
Evrópu.
2. Samningurinn verður að
vera í samræmi við 24. grein
GATT-samningsins.
3. Ekki má skerða sjálfstæðan
ákvörðunarrétt Efnahags-
bandalagsins vegna samnimg-
an.na við Finna.
Fulltrúi Finna á þessum
fyrsta fundi lýsti því yfir, að
þessi sjónarmið væru í sam-
ræmi við afstöðu Finna sjálfra.
SOVÉT-VIÐSKIPTIN
Að fundinum loknum skýrði
ambassador Rossi svo frá að
leitazt yrði við að finna lausn
á málinu, sem ekki hefði í för
með sér nýjar viöskiptahömlur.
Að því er varðar landbúnaðinai
óskar Finnland eftiir einhvers
konar fyrirkomulagi, sem gerir
Finnum kleift að viðhalda við-
skiptum sínum við bandalagið
— án þess að gerast þátttakend
ur að nokkru leyti í landbúnað-
arstefnu EBE, Að öðru leyti
vill Finnland komast að við-
skiptasamningum við bandalag-
ið í samræmi við 24. grein
GATT-samningsins, en óskar
ekki eftir neinu tollabandalagi.
Loks er síðasta ósk Finna sú,
að þeir geti haldið áfram hinum
tollfrjálsu viðskiptum sínum við
Rússa, en þau viðskipti hafa
verið tollfrjáls síðasta áratug-
iinn samkvæmt samningi milli
landanna tveggja frá 1960.
Finnar lýstu sig ánægða með
niðurstöður fundarins. Næsti
fundur verður haldinn 22. marz
að tillögu EBE. í millitíðinini
munu þó aðrir' fundiir verða
haldnir af embættsmönnum um
þessi efni öll.