Morgunblaðið - 02.02.1971, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐJÐ, >RIÐJUÐAGUR 2. FEBRÚAR 1971
15
Tvennir
tónleikar
FYRRA misseri af starfsári sin-
fómuhljómsveitarinmar lauk
með tónleikum í Háskólabíói sl.
fimmtudagskvöld.
Magnificat eftir Monteveirdi,
er hann samdi árið 1610, var
fyrst á efnisskrántnd, en Pólýfón
kórinn fór með kórhlutverkið.
Monteverdi er hátt skrifaður
í tónlistarsögumni, einkum fyrir
afrek sín sem óperutónskáld, en
einnig var harnn snjall kórtón-
smiður, og samdi m.a. marga
gullfallega madrigala. Verkið
sem hér var flutt er forvitnilegt
í kynningu. Að vísu mun þáttur
hljómsveitarinnar hafa verið
betrumbættur á síðustu öld, en
kórhlutverkið flutt óbreytt.
Pólýfónkórinn hefur sungið
allra kóra fegurst á landi hér í
meir en áratug, og hefur náð
lengst í vönduðum flutningi á
verkum eldri meistara. Það kom
því mjög á óvart, þegar fyrir
brá furðulegri ónákvæmni og
grófheitum á stöku stað í þetta
■smn, og er ákaflega ólíkt þeirri
fágun sem venjulega einkemnir
kórmn. Má t.d. benda á staði
eims og þegar karlaraddirnar
sungu hinn langa frasa á orðinu
„meo“ í upphafi verksins. í
annan stað naut tær hljómur
kórsins sín sæmilega í hinum
hægu seigfljótandi laglínum,
en var þó langt frá sínu bezta,
enda var engu líkara en hljóm-
sveit og kór kepptu hvort við
annað í stað þess að vinna sam
an. Svo virðist sem þessi ágæti
kór sé mjög háður sínum fasta
stjórnanda, Ingólfi Guðbrands-
syni og með honum unnið þrek-
virki á liðnum árum, nægi.r i
því sambandi að minna á ó-
gleymanlegan fluttning á h-moll
messu Bachs 1968, en stjórnandi
nú var Bohdan Wodiczko.
virðingu og aðdáun á arfi kyn-
slóðanna og snilli gamalla meist
ara), jafnvel þó því stundum
fylgi viss „músíkölsk óþægindi"
fyrir suma.
Pina Carmirelli og Árni Krist-
jánsson héldu tónleika á vegum
Tónlistarfélagsins í Austurbæj-
arbíói sl. laugardag, og voru
viðfangefnin sónötur eftir Moz
art, Bach og Beethoven.
í einleikssonötu Bachs reyndi
á ágæta hæfni Carmirellis í
þessu dýrt kveðna verki. Hin
breiðu stef adagio kaflans, fúg
an með sína rökvísu byggingu,
fallegur largo þáttur, og hraður
lokakaflinn, allt kom þetta
prýðilega til skila og hljómaði
vel á hennar frægu fiðlu.
Samleikur þeirra Áma í són-
ötum Mozarts og Beethovens var
með miklum ágætum, og gaf
Árni þar hvergi eftir. Þetta var
samspil hinna þroskuðu lista-
manna, er léku af yfirvegun, en
létu þó gamminn geysa t.d. í
tveimur síðustu köflum hinnar
glæsilegu Kreutzer-sónötu Beet
hovens, enda vel fagnað af þakk
látum áheyrendum.
í einu dagblaðanna sl. haust
var þess farið á leit við Tónlist
arfélagið að upplýsingar væru
gefnar um þau verk er leika á
hverju sinni, i stað þess að aug
lýsa píanó í efnisskránni. Þetta
hefur Tónlistarfélagið tekið til
greina og bætt úr. Þakka skal
það, sem vel er gert.
F.gill R. Friðleifsson.
Skrifstofuhúsnæði tif leigu
Til leigu fjögurra herbergja skrifstofuhúsnæði neðariega
við Laugaveginn.
IMánari upplýsingar gefur:
Málaflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar og Axels Einarssonar,
Aðalstræti 6 sími: 26 200.
Sólarkafti
Vestfirðingafélagið á Suðurnesjum heldur sitt árlega sólar-
kaffí í félagsheimilinu Stapa laugardaginn 6. febrúar og hefst
kl. 8.30.
Margt verður til skemmtunar.
J.J. og Bert leika fyrir dansi.
Aðgöngumiðar verða seldir í vefnaðarvörudeild Kaupfélags
Suðurnesja föstudaginn 5. febrúar frá kl. 1—6 og við inn-
ganginn.
Vestfirðingar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
NEFNDIN.
Tilboð
óskast í sand- og malarnám og gróft undirlagsefni
i Fífuhvammslandi.
Tilboð sendist skrifstofu Ragnars Ölafssonar, hrl., Lauga-
vegi 18, Reykjavík.
Skrifstofuhúsnœði
Nokkur samliggjandi skrifstofuherbergi í Miðborginni til leigu.
Tilboð merkt: „Skrifstofur — 4860“ sendíst Morgunbl.
Múioror! Múraror!
Miðar á árshátið félagsins eru seldir á skrifstofunni daglega.
Borð tekin frá í Sigtúni fimmtudaginn 4. febrúar milli kl. 4 og 6.
Félagar fjölmennum og tökum með okkur gesti.
SKEMMTINEFNDIN.
Ljósmyndavörur — Útsala
Seljum í dag og næstu daga, á stórlækkuðu verði, eftirtalda
hluti, sem lítið eða ekkert sér á, en notaðir hafa verið sem
sýnishorn í verzlun okkar.
Isola og Isoly myndavélar, 6x6 format með hraða-
og Ijósopsstillingum. Verð frá kr. 900.—
Rapid myndavélar. Verð frá kr. 500.—
Skuggamyndasýningavélar. Verð kr. 2000.—
Kvikmyndatökuvélar. Verð frá kr. 5000.—
Kvikmyndasýningavélar. Verð frá kr. 5000.—
Ljósmyndaalbúm. Verð frá kr. 86.—
TÝLI H.F., Austurstræti 20.
Pina Carmirelli er vissulega
ekki nein meðalmanneskja í
sinni grein, en hún fór með
einleikshlutverkið í fiðlukon-
serti Bachs nr. 2 í E-dúr, og
etns og manaði hljómsveitina til
átaka, því leikur hennar var
með ágætum. Oft hafa strengirn
ir fengið orð í eyra, en í þetta
sinn eru aðfinnslur óþarfar.
Einkum var fyrsti kaflinn hressi
lega leikinn, en heldur daprað
ist flugið er á leið.
Tónleikunum lauk með 5. sin-
fóníu Schuberts, er hann skrif
aði aðein.s 19 ára gamall, og ber
þess merki að han.n hafi átt sér-
lega létt með að semja. Verkið
er fulit af indæliis laglínum og
ljúfum hljómasamböndum og
„laus við öll músíkölsk óþæg-
indi“. Wodiczko stjórnaði liði
sínu af natni og næmleik.
Að setja saman efnisskrá er
kúmst út af fyrir sig. Yngsta
verk tónleikanna var 154 ára,
það elzta 310 ára. Hvað með
takt samtímans? Væri ekki hugs
anlegt að raust nútímakompón-
ista fengi oftar að hljóma við
hlið þeirra eldri, (með fullri
MYNDAMÓT HF.
AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK
PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152
OEFSET-EILMUR og plötur
AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SIMI 25810
Framleiðendur
raftœkja
Hö'um á lager vatns- og olíuhita-
element frá hinu þekkta
fyrirtæki i Svíþjóð.
Ailar nánari upplýslngar gefur
JOHAN
RÖNNING HF.
Skipholti 15, Reykjavík, sími 25 400.
20“ - Kr. 23710.-
24“ - Kr. 25.990.-
NÝJAR GERÐIR AF HINUM GLÆSILEGU
H. M. V. SJÓNVARPSTÆKJUM. TÆKNI-
LEGAR NÝJUNGAR, S. S. TRANSISTORAR
í STAÐ LAMPA AUKA ÞÆGINDI OG
'LÆKKA VIÐHALDSKOSTNAÐ.
HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
FÁLKINN HF.
SUÐURLANDSBRAUT 8, REYKJAVÍK.