Morgunblaðið - 09.03.1971, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1971
. . 31 . .
sagði Blackbrook hneykslaður.
— Ég var rétt að segja yður, að
Caleb kom ekki í jarðarförina
hennar móður minnar, enda þótt
hann væri þarna á staðnum. Og
til hvers ætti ég þá að leggja á
mig kostnað og fyrirhöfn tii að
fylgja honum til grafar?
— Nei, sannarlega ekki, sagði
Jimmy og sýndi á sér fararsnið.
— Vel á minnzt, getið þér bent
mér á einhvern góðan gististað
í Margate? Ég fæ nokkurra
daga frí bráðum, og er að hugsa
um að fara þangað, svo sem til
tilbreytingar.
CORTINA1971
— Þér fáið ekki annað betra
en staðinn þar sem við gistum
alltaf, sagði Blackbrook. Það er
Eureka-hótelið, rétt við bað-
ströndina. Þar er gott að vera
og þar er útvarp, sem hefur
danshljómlist á kvöldin.
— Þakka yður fyrir, ég ætla
að muna það.
Hann kvaddi siðan og fór til
Scotland Yard, og skrifaði
Appleyard þaðan og skýrði í
stuttu máli frá þvi, sem honum
hafði orðið ágengt.
Hanslet lögreglustjóri gerði
eins og hann hafði lofað. Þeg-
ar hann kom aftur frá Oxford
hringdi hann í Harold Merefield,
sem var ritari dr. Priestley og
tjáði honum, að þeir Jimmy
hefðu með höndum verkefni, sem
gæti verið forvitnilegt fyrir
gamla manninn. Útkoman varð
sú, að þeir Jimmy voru boðn-
ir til prófessorsins næstkomandi
þriðjudagskvöld. Það var föst
regla hjá Priestley, að með-
an setið var að borðum skyldi
ekki talað um annað en aimenn-
ar fréttir, og ekkert skyldi
trufla matarfriðinn. Það var
því ekki fyrr en eftir mat, að
dr. Priestley, Harold og gestir
þeirra tveir minntust á verkefn-
ið, sem Jimmy hafði með hönd-
um.
— Það er skrítið, hvernig
þetta gerist stundum, prófessor,
sagði Hanslet. f vikunni sem
GLÆSILEGT LITAÚRVAL AF
SÖNDERBORG PRJÚNAGARNI
Freasia
Gloria
Verzlunin DALUR
Framnesvegi 2,
Sími 10485.
Hin kunna dansk- norska visnasöngkona (á leiðinni frá tón-
leikum í Elisabeth Hail i Lundúnum til tónleika í New York)
Birgitte Grimstad
heldur tvær söngskemmtanir í Norræna Húsinu:
þriðjudaginn 9. og miðvikudaginn 10. marz kl. 20,30.
Ólíkar efnisskrár.
Eiginn gitarundir.eikur.
Úr blaðadómum:
,,an artist of rare quality''
„a very Iong time since I enjoyed a recital so much"
,,a genuine artist"
„she is defiant and hard, she is romantíc and warm"
„Masterful ballad singing"
„a whole world of musicality, wit and humor"
„a truly superior talent".
Aðgöngumiðar á kr 150.00 í Norræna Húsinu daglega kl. 9—16.
Sími 17030. — Hjartanlega velkomin.
NORR€NA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
leið sendi ég Jimmy til Lyden-
bridge, vestur í landi, til þess
að elta uppi óaldarflokk, sem
við vissum, að var á leiðinni
þangað. En hann var ekki bú-
inn að vera þar meira en
klukkutíma, þegar hann lenti í
máli, sem líkist óvenjumikið
morði. Vilduð þér heyra alla sög
una? Hún er að minnsta kosti
eftirtektarverðari en nokkurt
af hinu, sem ég sagði yður frá
siðast.
— Svipurinn á Priestley varð
allur að brosi. — Þér vitið nú
fyrir löngu, hve veikur ég er
fyrir öllu, sem óvenjulegt er,
sagði hann. — Ef fulltrú-
inn riennir að segja mér söguna,
skal það verða mér ánægja að
hlusta á hana.
Jimmy rakti þvi ýtarlega at-
vikin að dauða Calebs og rann-
sóknir þeirra í sambandi við
hann. Það gladdi hann, að áður
en frásögninni var langt komið,
benti Priestley Harold að ná sér
í blað og blýant, en það var ör-
uggt merki þess, að áhugi hans
var vakinn.
Priestley gerði enga athuga-
semd fyrr en Jimmy hafði iok-
ið máli sínu. Þá sagði hann: —
Aðalgallinn á þessu máli öllu er
sá, að enginn virðist geta hafa
haft neinn tilgang með því að
myrða manninn, — ef hann þá
hefur verið myrtur.
— Það hefur hann áreiðan-
lega verið, sagði Jimmy. Ég
vona að við höfum gert yður
ljóst hið óvenjulega ástand, sem
rikti í Farningcote-klaustrinu.
Það er ekki ofsagt, að ættin hef-
ur komizt í fullkomna örbirgð
aðeins fyrir trúna á einhverja
heimskulega ættarsögn: „Meðan
þessi turn er uppistandandi, skal
Glapthorneættin búa í Klaustr-
inu.“ Hefði ekki verið þessi
hrokafulla áletrun, hefðu þeir
selt eignina meðan eitthvað var
upp úr henni að hafa, og hefðu
þá getað lifað sæmilegu lífi.
Hanslet snuggaði eitthvað og
trúði þessu ekki. — Viltu segja
mér að upplýst nútímafólk trúi
á aðra eins vitleysu og þetta er?
sagði hann.
— Það gerir Símon gamli
Glapthorne áreiðanlega, og allt
bendir til þess, að Caleb
Pörulaust
Ali Bacon
Við skerum pöruna frá
fyrir yður.
Þoð er yðar hagur.
Biðjið því kaupmann yðar
aðeins um ALI BACON.
SlLD FISKUR
AKRA
karamellur
Hann öskrar óvenju hátt en það stafar örugglega ekki af þorsta.
hafi verið sama sinnis, sagði
Jimmy. — Kallaðu það hjátrú ef
þú vilt. Fjöldi fólks er nógu
hjátrúarfullur til að trúa á ann
að eins og þetta. Og þeir hafa
alltaf trúað því, að meðan turn-
inn standi, sé hugsanlegt, að
gæfa þeirra geti verið væntan-
leg. Og loks verður þetta að þrá
hyggju.
— Og hvað haldið þér
um möguleikana á slikri breyt-
ingu til batnaðar? sagði Priest-
ley.
— Ég er hræddur um, að von-
in sé heldur lítil, sagði Jimmy.
Og þó væri það hugsanlegt, að
Benjamín, sem er siðastur af ætt
inni, græði það mikið, að hann
geti forðað eigninni frá nauð-
ungarsölu.
— Annar vélstjóri á farmskipi
græðir nú sjaldan nein ósköp,
sagði Hanslet með fyrirlitningu.
— Nei, ekki að jafnaði, skal
ég játa. En hugsum okkur nú til
dæmis, að Benjamín fyndi upp
einhverjar umbætur á véla-
útbúnaði skipa. Nei, ég veit það
annars ekki. Það er heimskulegt
að láta sér detta það í hug. En
þegar manni verður hugsað til
þessarar tröllatrúar Símonar
gamla, er erfitt að hugsa sér, að
þar liggi ekkert að baki.
— Mér þætti nú nær að at-
huga hugsanir ættföðurins, sagði
Priestley. — Hvaða trú hafði
Thaddeus Glapthorne á þessari
áletrun?
— Það er ekki vitað, sagði
Jimmy. — En trúin virðist hafa
gengið að erfðum til afkomenda
hans.
-— Og hann virðist hafa eftir-
látið þeim, til eftirbreytni,
nokkra ritningarstaði, sagði
Priestley. — Sögðuð þér ekki,
að í ættarbiblíunni hafi eitthvað
verið skrifað með hendi Thadde-
usar, sem kallað var: „Ritning-
arstaðir handa ætt minni“ ?
— Stendur heima. Hvernig
sem fortíð Thaddeusar kann að
hafa verið, þá virðist hann hafa
snúið sér að biblíunni á efri ár-
um. Ég tók eftir þvi í bókinni,
að öll börnin báru einhver
bibliunöfn, og þeim sið hafði
verið haldið, allt til vorra daga.
— Hefur yður dottið í hug að
athuga þessa ritningarstaði, sem
Thaddeus skildi eftir handa ætt-
inni? sagði Priestley.
— Nei, ekki var nú það, sagði
Jimmy, — en ég krotaði þá hjá
mér eg er með þá skrá með mér
núna.
—- Þá getur Harold náð í
biblíu og við skulum svo athuga
þá saman. Þér gefið mér staðina
í réttri röð, og svo les Harold
þá upp jafnharðan.
— Sá fyrsti er Jesaja
34. 16, sagði Jimmy.
Harold fletti bókinni þangað
til hann fann staðinn: „Leitið í
bók Jahve og lesið: Ekkert af
þeim vantar, ekkert þeirra sakn
ar annars, því að munnur Jahve
hefur svo um boðið, og það er
andi hans, sem hefur stefnt þeim
saman.“
Allar tegundlr f útvarpstwk), vasaljóa og leik-
tcng alltaf fyrlrliggjandl.
Aðeins I lieildsölu til ventlana.
Fljót afgreiðsla.
HNITBERG HF.
öldugðtu 18, Rvlk. — Slml 2 28 12.
Sinfóníuhljómsveit íslnnds
Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 11. marz kl. 21:00.
Stjórnandi: Bodhan Wodiczko. Einleikari: Rafael Orozco.
Efnisskrá: Konsert fyrir hljómsveit eftir Herbert H. Ágústsson,
píanókonsert nr. 2 eftir Prokofjeff og sinfónía nr. 2 eftir Beet-
hoven.
Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Lárusar Blöndal og bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar.
{;
11
11
11
11
11
ii
11
11
11
11
ii
ii
ii
ii
n
n
ii
ii
ii
ii
i
Algjör nýjung
Sjúkra-og 1
VHrlngið og leitið lilboða.
ÍALMENNAR TRYGGINGAR” Ij
PÓSTHÚSSTHXETI • SIMI1770Q /i
:==========™5>