Morgunblaðið - 09.03.1971, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1971
31
3 íslandsmet slegin
— og 3 jöfnuð á MÍ innanhúss
ÞRJÚ ný fslandsmet voru sett
á meistaramóti íslands í frjáls
um íþróttum innanhúss, er fram
fór um helgina, og þrjú önnur
voru jöfnuð. Mjög góð þátttaka
var í flestum greinum, og oftast
um harða og jafna keppi að
ræða. Er greinílegt að frjáls-
íþróttafólk býr sig óvenjulega
vel undir keppnistímabilið
næsta sumar, enda hefur aðstaða
þess batnað til mikilla muna
með tilkomu íþróttasalarins und
ir stúku Laugardalsvallarins.
íslandsmetin sem voru sett
voru eftirtaiin: Þrístökk með at
rennu: Borgþór Magnússon, KR
— 14,13 metrar, 50 metra grinda
hlaup kvenna: Lára Sveinsdótt
ir, Á, 8,0 sek., og langstökk
kvenna: Björg K rist j ánsdóttir,
UMSK 5,08 metra. Þau sem jöfn
uðu íslandsmet voru: Bjarni
Stefánsson í 50 metra hlaupi,
hljóp á 5,8 sek., Valbjöm Þor-
láksson Á í 50 metra grinda-
hlaupi, hljóp á 7,0 sek. og Sig
rún Sveinsdóttir, Á, ( 50 metra
hlaupi, hljóp í undanrásum á
6,9 sek.
Hjalti Einarsson
— leikur 50. landsleikinn
Nánar verður sagt frá mótinu
síðar, en íslandsmeistarar urðu:
KARLAR:
50 m hlaup: Bjarni Stefánsson,
KR. 5,8 sek.
600 m hlaup: Haukur Sveinsson,
KR, 1:23,7 mín.
1000 m hlaup: Halldór Guð-
björnsson, KR, 2:41,4 mín.
50 m grindahlaup: Valbjörn Þor
láksson, Á, 7,0 sek.
Langstökk með atrennu: Val-
björn Þorláksson, Á, 6,74 m.
Langstökk án atrennu: Trausti
Sveinbjörnss., UMSK, 3.21.
Þrístökk með atrennu: Borgþór
Magnússon, KR, 14,13 m.
Þristökk án atr.: Elías Sveins-
son, ÍR, 9,80 m.
Hástökk með atrennu: Elías
Sveinsson, ÍR, 1,95 m.
Framhald á bls. 21.
ísland - Rúmenía 1 kvöld:
Tvær breytingar
á ísl. landsliðinu
— og Hjalti leikur sinn 50. leik
Landsliðsnefnd gerði aðeins
tvær breytingar á íslenzka lands
liðinu fyrir síðari leikinn við
rúmensku heimsmeistarana, sem
fram fer i Laugardalshöllinni í
kvöld, Birgir Finnbogason, mark
vörður úr FH kemur inn í liðið
í stað Emils Karlssonar, KR, og
Hermann Gunnarsson, Val kem
ur inn í stað Sigfúsar Guð-
mundssonar, Víking. Verður lið
ið sem mætir Rúmenum í kvöld
því þannig skipað:
1. Hjalti Einarsson, FH
12. Birgir Finnbogason, FH
2. Gunnstcinn Skúlason, Val
3. Viðar Símonarson, Haukum
4. Hermann Gunnarsson, Val
5. Gísli Blöndal, KA
6. Stefán Jónsson, Haukum
7. Sigurb. Sigsteinsson, Fram
8. Ólafur H. Jónsson, Val
fyrirliði
9. Bjarni Jónsson, Val
10. Geir Hallsteinsson, FH
11. Ptefán Gunnarsson, Val.
Með leiknum í kvöld nær
Hjalti Einarsson sögulegum á-
fanga í íslenzkri handknattleiks
sögu, er hann leikur sinn 50.
land leik, og er hann fyrsti ís-
lendingurinn, sem nær því tak-
marki. Er mjög sennilegt að
stjórn IlSl muni heiðra hann sér
staklega að leik loknum, en sem
kunnugt er hafa þeir leikmenn
sem leikið hafa 25 landsleiki
fengið gullúr sem viðurkenning
argjöf frá sambandinu.
Ðlúast má við þvi að leikurinn
í kvöld verðl mjög jafn og
spennandi. Takist ísienzka lið-
inu að lagfæi'a stærstu veilurn
ar lrá fyrri leiknum er engin
fjarstæða að spá því sigri. En {
heimsmeistaramir eru þó engin |
lömb að leika við, og telja ör- J
ugglega mjög mikilvægt að sigra
í leiknum. Með leikjum þeirra
er fylgzt alls staðar þar sem
handknattleikur er leikinn, og
væri það íslenzkum handknatt-
leik því til stórkostlegrar álits-
aukningar ef sigur ynnist. Bú-
ast má við því að uppselt verði
á þennan leik, ekki síður en
þann fyrri, og er vonandi að
áhorfendur láti ekki sitt eftir
liggja í að hvetja landann.
Dæmi um þá miklu keppni, sem var í flestum greinum á meistaramóíinu. Vaibjörn Þorláksson,
Á, sigrar í 50 metra grindahlaupi, en Borgþór Magnússon, KR, er rétt við hlið hans. —
ÍR-ingar sluppu með
skrekkinn
Sigruðu Ármann 64-63
í æsispennandi leik
Í.SLANDSMEISTARARNIR ÍB
sluppu sannarlega nieð skrekk-
inn þegar þeir mættu Árrnanni
í seinni leik liðanna í I. deild
Islandsmótsins í körfuknattleik.
Ármenningarnir sýndu klærnar,
og það var einungis klaufaskap-
ur þeirra að tapa þessum leik.
Þeir föru á taugum í leikslok
þegar þeir voru með unninn Ieik
í höndiinum, og ÍR ingarnir not-
fa»rðu sér það. og signiðu með
einu stigi, 64:63. Það sýnir vel
spennuna í þessu móU, að þetta
er áttundi leikurinn sem vinnst
með eins stigs mun, en um það
bil hHmingur leikjanna í I.
deiid liefur unnizt með minna en
5 stiga mun. Úrslit þessa leiks
ÍR og Ármanns gera það að
verkum, að nú em iR-ingar orðn
ir nokkuð öruggir með að sigra
í mótinu, eiga þrjá leild eftir,
og nægir að sigra í einnm
þeirra.
FVRRI HÁLFLEIKUR:
Kriistinn Jörundsson skoraði
fyrsibu körfuna, en Haillgrímur
Gunjmrsson svamaði fyrir Ár-
miann rneð 6 sitigum í röð. Ár-
m&ran var siðan yfir í leiknum
adflit þar tii háifleikurinn var
háifniaðiur, en þá náðu ÍR-ingar
að jafna 16:16. Liðin voru svo
yfir tiS skiptis það sem eftir lifði
hálfl'eikisins, og í háSifleák var
staðan 32:30 fvrir IR. ESdd
mikið skorað, en bæði liðln léku
ágætan vamairieik og þar er Sveinn
skjTÍngin.
Christensen,
SÍDARI HÁLFLEIKUR:
ÍR-ingamir höfðu forustuna í
byrjun hálifleiksins, og leit svo
út um tima að þeir myndu ságra
auðvridSega enn einu sinni. Á 9.
mínútu var stiaðan 46:38 fyrir
ÍR, og ekloert virtist geta stöðv-
að þá.
LEIKt RINN HARÐNAR
Ekn þegiar hér er tocwnið sögu,
er eins og Ármenmmgar vakni
við vondan draum, og liðsmenn
virðaist alM í einu skynja það að
Á, Birgir
Jakobsson, ÍR og Birgir Ö.
Birgis, Á, í harðri baráttu undir
körfunni.
Þorsteinn Hallgrimsson skor ar lijá Armenningum.
KR vann
Þór-
og Valur UMFN
AUK leiks ÍR og Ármanns í 1.
deild íslandsmótsins í körfu-
knattleik fóru fram leikir milli
KR og Þórs og Vals og UMFN.
KR keppti við Þór á Akureyri
og sigraði með 60 stigum gegn 50
eftir skemmtilegan leik og Valur
sigraði UMFN með 76 stigum
gegn 63 og bjargaði sér þar með
úr fallhættu í deildinni. í þeim
leik skoraði Þórir Magnússon
35 stig fyrir Val og er hann nú
stighæsti einstaklingur íslands-
mótsins.
Nánar verður sagt frá leikjun-
I um á morgun.
þeir eru að missa sigurvonina.
Upphefst nú mikil barátta hjá
Ármenninguim með þeim árangri
að á naastw þrem mínútum jaína
Framhald á bls. 25.
Hand-
knatt-
leiksmótið
ÞRÍR leikir fóru fram í 1. deild
handknattleiks kvenna á sunnu
daginn. úrslit leikja urðu þau
að Fram sigraði KR með 11
mörkum gegn 10 og UMFN og
Víkingur gerðu jafntefli 4:4.
Einn leikur fór fram í II deild
á laugardaginn. Á Selljarnarnesi
léku Ármann og Breiðablik og
sigraði fyrmefnda liðið með
míklum yfirburðum 30 mörkum
gegn 17. Á Seltjamarnesi fóru
einnig fram nokkrir leikir í
yngstu flokkunum, og fengust
þar úrslit í einum flokki er
Grótta sigraði Hauka í 4. flokki,
sem þýðir það, að hið nýstofn-
aða félag i Kópavogi H.K. er
komið i urslit i þessum flokki.
Nánar verður sagt frá leikj-
ununi síðar.
I