Morgunblaðið - 25.03.1971, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.03.1971, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1971 23 i Að undanförnu hefur verið allmikið rætt og ritað um sam- gönguimiál Vestmannaeyja. Er iþað eðlilegt, þar sem samgöng- ur við Eyjar eru í engu sam- ræmi við það, er eðlilegt mætti kalla við kaupstað, sem telur á sjötta þúsund Slbúa, og er í að- eins 42 mílna fjarlægð frá næstu skipalhöÆn, Þorláksihöfn. Og Eyjabúar leggja hvorki meira né minna en 25% ársafla Hluti af vesturströnd Heimaeyjar — en enginn vegur. Sitt af hverju frá Eyjum landsmanna í þjöðarbúið, verð- ur nánar að þvl vikið. 1 stytztu máli er samigöngum þannig háttað: m.s. Herjólfur fer tvær ferðir í viku milli Vestm. og Rvíkur. Og auk þess eina ferð í viku millli Þorláks- hafnar og Vestm. yfir sumanmán uðina, en fyrir kemur að ófært er, veðurs vegna. Flug er samkvæmt áætlun dag lega érið um kring, en eins og allir vita, er það æði stopult vegna veðurs og eru oft margir dagar, sem falla úr. Síðastliðið ár var t.d. flogið 284 daga. Geta allir séð, að úr svona samgöngum þarf verulega að bæta. >að mun yfirleitt álit Vest- mannaeyinga, að samgöngur á sjó séu það, sem koma síkal, og þá dagúegar ferðir milli Þorláks hafnar og Vestm. Mikill munur er að losna við Reykjanesröst- ina, sem reynist mörgum sjófar- endum erfið. En sjóleiðin til Rvíkur er 112 mílur eða sem næst þrisvar sinnum lengri en til Þorlákshafnar. Að sjálfsögðy myndu allar vörur, er væntan- legt skip flytti milli lands og Eyja, vera fluttar með stærstu vörubifreiðum milli Reykjavik- ur og Þorlákshafnar, í þar til gerðum vörukistum, sem nú eru mikið notaðar með góðum ár angri, sökum mikils hagræðis og bættrar meðferðar varanna. Að sjálfsögðu yrði fólksflutningabif reið að vera tengd ferðum skips ins. Það hefur ætíð verið stefna rikisvaldsins, að koma sem flest um byggðarlögum landsins i alls herjar samgöngukerfi, og lítt ver ið til sparað. Stórár hafa verið brúaðar, göng gjrafin í gegnum fjöll, og varanlegir vegir lagðir. Vitanlega hafa þessar fram- kvæmdir verið nauðsynlegar og kostað hundruð milljóna. Mega það þvi teljast smámunir, að Vestmannaeyingar vilja nú kom- ast í daglegt samband við fasta- landið, sjóleiðina, sem teljast verður okkar þjóðvegur. Þá má benda á að þjóðinni í heild yrði til stórbóta að byggð ykist sem mest á þeim stöðum á landinu, þar sem afkoman er jafnbezt, eins og er hér í Eyjum. Og með daglegum, öruggum ferð um milli Vestm. og Þorlákshafn- ar væri brotið blað i samgöngu- málum Eyjanna. Sú innilok- unarkennd, sem hindrað hefur eðlilegt aðstreymi fólks til Eyja til búsetu, yrði úr sögunni. Á s.l. ári voru seldir hér hátt á áttunda þúsund lítrar af ibensini til bifreiða, að söluverði upp undir niu milljónir króna. Nálægt helmingur þessa fjár mun renna til uppbyggingar og viðhalds vegakerfi landsins. Auk þess nam bensinskattur um einni milljón króna. Við þetta bætist svo gúmmígjald, en upphæð þess liggur ekki fyrir. Af þessu sést, að vegaskattur greiddur af bif- reiðaeigendum í Eyjum nam á sjöttu milljón króna á sl. ári, en af þeirri upphæð kemur um edn og hálf milljón króna til baka i formi þéttbýlisvegafjár. Mismun urinn rennur því til vegakerfis- ins upp á landi, sem kemur Vest mannaeyingum að takmörkuðum notum. Enda greiða þeir einnig fyrir það slit, sem bifreiðar þeirra valda með skatti af bens- íninu, sem keypt er meðan á ferðinni stendur. Þá má geta þess, að núna kostar tæpar 2000. 00 krónur að flytja bifreið, und ir 1 tonni að þyngd milli Þor- lákshafnar og Eyja, fram og til baka, tekur Hafnarsjóður Vestm. þó engin gjöld af flutningunum. Eðldegast væri að ekkert væri greitt fyrir flutninga þessa eða a.m.k. mjög lítið, þar sem þetta er þjóðvegur Vestmannaeyinga. Ég held, að það væri fullkomið réttlætismál, að Vestmannaeying ar fengju aftur heim allt það fé, er þeir greiða nú til vegakerfis- ins upp á landi. Því hér er mik- ið ógert í vegaframkvæmdum i bænum, auk þess sem leggja þyrfti nýja vegi um Heimaey, og fylgir hér mynd af hluta Vest- urstrandarinnar, þar sem enginn vegarspotti er tiL Vestmannaeyingar fagna hin- ►m mi'klu framkvæmdum, sem nú er unnið að við flugvöllinn. Nú munu fara yfir 20 þúsund manns um hann árlega, og því mikið i húfi að gera hann sem bezt úr garði. T.d. hefði þurft fyrir löngu að vera búið að malbika allan völlinn, þar sem hér er mikill hörgull á ofaníburði, sem af illri nauðsyn hefur að mestu verið tekinn í Helgafelli, einni höfuðprýði Eyjanna. Að lokum ætla ég að minnast á enn eitt samgöngutækið, en það er síminn. Þar eru Vest- mannaeyingar látnir gjalda fjar lægðarinnar, og greiða kr. 1.90 meira fyrir hverja mínútu fyrir samtöl við Rvik en t.d. Suður- nesjamenn. Er þetta ekki ská- hallt réttlæti? Eða er þetta umb un fyrir, að Eyjabúar lögðu sjálf ir fyrsta sæsimastrenginn 1911 á eigin kostnað og ráku fyrsta ár- ið, en þá tók símamálastjómin við rekstrinum, enda var þá sýnt, að fyrirtækið skilaði arði. Ég las í þessu blaði fyrir skömmu, að Vestmannaeyingar eru sem fyrr langstærsta ver- stöð landsins, þar sem landað var 170 þúsund lestum af fiski árið sem leið, eða 25% alls árs- aflans. Og mun útflutningsverð- mætið nema um 1300 milljónum króna, á milli 13—15% af öllu útflutningsverðmæti lands- manna. Þetta er býsna gott bús- ílag með tilliti til þess, að í Eyj- um búa aðeins rúm 2% þjóðar- innar. Og meðan Vestmannaeyingar leggja i þjóðarbúið það sem fyrr segir, sýnir, að þeir standa ekki yfir töpuðu tafli, heldur eiga næsta leik. Friðfinnur Finnsson Oddgeirshólum. Eftirmáli: Eftir að þessi grein var skrifuð hefur það gerzt, að samgöngumálaráðherra, Ingólf- ur Jónsson, hefur skipað 3ja manna nefnd undir forystu Guð laugs Gíslasonar aliþm. til að gera áætlun um stórbættar sam- göngur milli Eyja og Þorláks- hafnar og vænta Vestmannaey- ingar mikils af. Frf. F. I Björn Hallsson, Rangá Fæddiu-12. júlí 1945. Dáinn 24. desember 1970. „Hjarta þitt var hlýtt og laust við tál hrein og göfug var þán unga sál.“ „Þeir sem guðimir elska, deyja ungir." Þessi fomi máls- hiáttur hefur nú enn elnu sinni ásannazt. Sú harmafregn barst mér á jóladag, að minn ungi vinur og frændi, Bjöm Halilsson á Rangá, hefði látizt i Landspítalanum í Reykjavik á aðtfangadags- kvöld jófla. Hér er sárari harm- ur en orð fá lýst, krveðinn að öldruðum foreldrum hans, systk inum, fjölmennum frændigarði og vina. Pátælkleg orð megna 'lfitt að lýsa eða sefa slíkan harrn. Guð og tíminn geta einir deyft sárasta sviðann í þeim undum, sem opnazt hafa við fráfall hans, en íullgrónar verða þær ei meðan þeir, sem honum kynnt- ust, eru héma megin grafar. Við sldkt högg, sem hér er greitt, setur menn hljóða. Trú- ariegar efasemdir ieita á hug- ann, en í trúnni er þó fól.ginn sá styrkur, sem gerir mönnum möigulegt að aflbera sii'k reið arsíl’ög. Drottinn hiefur sinn til- gang með öllu þótt vér mann- anna böm komum eigi allt- af auga á hann og sízt er ung- ir og efnilegir menn í blóma Ifs ins, eru frá oss teknir. Bjöm HaMsson var fæddur að Rangá I Hróarstungu 12. júlí 1945 og var aðeins rúimllega 25 ára er hann lézt. Hann var son- ur hjónanna GunnhiJdar Þórar- insdóttur frá Skeggjastöðum i Fellum, Jónssonar, Ólafssonar bónda þar og Hallls Bjömsson- ar bónda og hreppsitjóra á Rangá, Hallssonar, bónda, hreppstjóra og alþingismanns á Rangá, Einanssonar, bónda á Liflla-Steinsvaði og Rangá. Amma Björns í móðurætt var Hólmfriður Jónsdóttir ættuð úr Þingeyjansýslu, en í föðurætt Hólmfriður Eiriksdóttir, Einars- sonar bónda og hreppstjóra i Bót. Bjöm óist upp hjá foreldrum sínum ásamt þrem systkinum oig naut ástar og umhyggju þeirra. Hann var snemma bráðger og efinilegur unglingur, hár vexti, vel á sig kominn, fríður og hinn gjörvulegasti maður á allan hátt. Hjálpfús var hann svo ein- stakt var og hirti þá ei um fé eða fyrirhöfn, tíma né rúm. Hann var góðum gáfum gædd- ur, en hlédrægur og tranaði sér hvergi fram, en ákveðinn oig fylg inn sér í skoðunum, þeim hann taldi réttastar og lét sig hvergi, þó að fast væri sótt. Skipti litt skapi, en glaður og reifur á góðri stund. Framkoma hans einikenndist af festu og öryggi. 1 stuttu máli: drengur góður í sjón og raun — einstakt val- rnenni. Sagt er, að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Að Birni heitmun stóðu sterkir ætt- stofnar, svo sem áður er rakið. Þótti mörgum í honum endurbor- inn afi hans og alinafni, héraðs- höfðinginn Bjöm Hallsson eldri á Rangá. Má hiklaust telja, að Bjiöm hafði víða til forystu val- izt, ef lengra lif hefði auðnazt. Ekki var Bjöm hár i lofti, er hann fór að hjálpa foreldrum sinium við búskapinn og hin margvíslegustu störtf. Að af- loknu skyldunámi las hann beirna 1. bekk gagnifræðastigsins og tók próf á Eiöurn vorið 1961. Veturinn 1961—‘62 sat hann í öðrum befck Eiðaskóla og lauk þaðan prófi um vorið með bezta vitnisburði. En huigurinn stóð ekki til frekari skólagöngu, sem hann taldi sér ekfki henta, né hafa tíma til að liggja yfir. Hann las þó og fyigdiist vel með og var því betur menntaður en margir, sem státað geta af marg- faldri skólagöngu á við hann. Hugur hans stóð til sinnar heima byggðar og æskuheimilisinis að Rangá, sem hann unni öðru meir. Þar sikýldi hasla sér völl. Ásamt Þórarni, bróður sínum, efldi hann búskap foreldra sinna í hvivetna. Bygginigar risu, ræktun þand- ist út. Unnið nótt og dag, etf svo bar undir, og utan heimiiis etf unnt var, en ekki spurt um verkalaun fyrir hvert handtak að kveldá. Framsýni, samvinna og sambiugur rikti á heimilinu i hvivetna og eíast enginn um, hver þar réð ferðinni hin síð- airi ár. En enginn má sköpum renna eða ræður sínum næturstað. 1 janúar 1970 kenndi Bjöm heit- inn þess voða sjúkdóms, sem engum grið gefur, háurn eða lág- um, er fyrir verða og fiestdr lúta i lœgra haldi fyrir á 1—2 vik- um eða skemmri táma. Af fádæma hetju'skap og lifsþrótti barðist hann við sjúkdóm þennan í nasst um heilt ár. Var oft tvisýnt hivior siigra myndi og vonuðu aliir, að kraftaverk gerðist. Sú von er nú að engu orðin. Er hann genginn til feðra vorra á morgni lífsins. Skarð hans verður aldrei fylit. Hann var jarðsett- ur, að viðstöddu fjölmenni, við fótaigafl afa síns í hedmagraf- reit að Rangá, 7. ján. sL Þar voru mörg þumg spor stigin. Með Bimi á Rangá er fallinn 1 valinn einn ágætasti son- ur Fljótsdalshéraðs. Sonur, sem það 61 og fóstraði og hefði bor- ið merfci þess hátt, ef llíf og auðna hefði fengizt. Hans er sárt saknað. Slíkra manna er gott að minnast — hann lifir þótt deyi, því: ,,Deyr fé deyja frændur deyr sjálfr et sama en orðstír deyr aldregi hveims sér góðan getr." Vertu sæll að sinni, kæri vin- ur — guð blessi þig og varð- veiti. Ástvinum Björns votta ég dýpstu samúð. Bragi Gunnlaugsson. Fimmtudagur 25. marz kl. 21.00 Dagskrá Leikfélags Kópavogs Leikþátturinn Fjölnismenn eftir Gunnar M. Magnúss. Þáttur úr Lénharði fógeta. Einsöngur Guðrún Hulda Guðmundsdóttir. Rabb um Stein Steinarr og lestur úr Ijóðum hans, Upplestur úr eigin verkum Auðunn Bragi Sveinsson. Tónverk eftir Sigfús Halldórsson. Höfundur flytur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.