Morgunblaðið - 25.03.1971, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.03.1971, Qupperneq 30
30 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1971 FH-ingar Islandsmeistarar eftir 12-10 sigur gegn Val Bæði liðin sýndu stórkostlegan varnarleik og góða markvörzlu Reynslan var FH-ingum nota- drjúg — Dæmt 121 aukakast FH-ingar urðu Islandsmeistarar eftúr einn skemmtilegasta og mest spennandi leik sem leikinn hefur verið í Laugardalshöllinni. Var sigur þeirra í leiknum 12:10 sanngjam eftir gangi leiksins, sem þó var frá byrjun til enda eins jafn og hann gat orðið. En þegar mest á reyndi kom reynsl- an FH-ingum til góða og tauga- spennan var ekki eins mikil hjá þeim og Valsmönnum, sem gerðu nokkrar afdrifaríkar skyssur, í sóknarleik sínum sem faerði FH- ingum boltann. Fessi úrslitaleikur einkenndist annars mjög af frábærum varn- arleik beggja liða og góðri mark vötrzlu. Hafa FH-ingar sennilega aldrei, hvorki fyrr né síðar, náð »ð spila svo þétta og ömgga vöm og segir það út af fyrir sig mikla sögu að i síðari háifleik skoruðu Valsmenn aðeins f jögur mörk — þrjú úr vitaköstum og eitt eftir hraðaupphlaup. FH-ing ar gáfu aldrei nein grið í vöra hrmi, komu fram á móti mönn- unum og hindruðu þá f að fá færi til þess að skjóta. Ef svo Valsmenn náðu að skapa sér færi varði Birgir Finnbogason í FH- markinu, «11 hann stóð sig frá- bærlega vel i þessum leik. En Valsvömin stóð einnig fyr Ir sinii, eins og oftast áður. Lék hún mjög svipað og FH-vömin, en beittiir sóknarleikur FH-inga tókst þó stundum að opna hana. <f>iafnr Benediktsson var í marld Valsmanna lengst af og varði hvað eftir annað frábærlega vel. Þannig má nefna sem dæmi, að eitt sinn komst Geir Hallsteins- son inn i sendingu, brunaði upp og stökk næstum inn í mark Valsmanna. En Ólafur var vel á verði, reiknaði skot Geirs út og varði. VALSMENN HÖFÐU YFIR f HÁLFLEIK Það leyndi sér ekki þegar leik urinn hófst, að leikmenn beggja Jiða voru þrúgaðir af tauga- spennu. FH-ingar byrjuðu með boltann, en tókst ekki að skora í fyrstu sókninni. Þeir náðu bolt- anvm aftur og Geir Hallsteins- son, markakóngurinn í 1. deild, skoraði fyrsta markið. Skömmu síðar bættu FH-ingar öðru marki við. Var þar Ólafur Einarsson að verki, sem stökk upp fyrir framan vörn Vals- manna og skoraði, að því er virtist fyrirhafnarlaust. Oft- sinnis síðar í þessum leik reyndi Ólafur siðan að leika þetta aftur, en alltaf voru Vals- menn vel á verði og tókst að stöðva hann áður en skotið reið af. Á þessum fyrstu mínútum voru Valsmenn áberandi óstyrk ir og sóknarleikur þeirra hik- andi og fálmandi. Hefðu FH- ingar jafnvel átt að ná meira forskoti, þar sem þeir áttu tvö stangarskot, áður en fyrsta mark Vals kom. Eftir misheppnaða sókn FH- inga hófu svo Valsmenn hraða- upphlaup á 7. mínútu, sem end aði með því að Ágúst ögmunds- son var frír í vinstra horninu og átti auðvelt með að skora. Þar með var tónninn gefinn fyrir Valsmenn, sem skoruðu þrjú næstu mörk og breyttu stöð- unni í 4—2 sér í vil, þegar 12 mínútur voru af leik. Mörkin gerðu Bjarni Jónsson með glæsi legu langskoti, Ágúst Ögmunds- son eftir svipað hraðaupphlaup og þegar fyrsta mark Vals- manna kom og loks Bergur úr vítakasti. Þegar svo var komið hefur eflaust mörgum dottið í hug að sagan úr leik liðanna um daginn ætlaði að endurtaka sig, en þá sigruðu Valsmenn með miklum mun. En FH-ingar voru ekki á þeim buxunum að láta fara þannig með sig aftur. Geir skoraði 3 mark þeirra á þann hátt sem honum er einum lagið. Hátt npp- stökk og þnimuskot. Síðan kom tiu minútna kafli í leiknum seim ekkert mark var gert og sýndu varnir liðanna sina beztu hlið í þessum leikkafla. Siðan fann hinn bráðefnilegi Jónas Magnús son smásmiigu inn á Unu hjá Valsmönnum og var þá ekki að sökum að spyrja. Boltinn lá í net inu. Aftur var jafnt 4-4 og skömmu síðar náðu FH-ingar aftur forystnnni mcð marki frá Birgi. Þegar rúmlega 1 mínúta var til loka hálfleiksins jafnaði Hermann fyrir Val, og FH-ingar voru síðan fullbráðir á sér, í eina skiptið f leiknum, er þeir reyndu markskot þegar um hálf minúta var eftir. Valsmenn voru fljótir að snúa vöm í sókn og Ól- afur skoraði síðasta mark hálf- leiksins. Staðan var 6-5 fyrir Val. .Tafnari gat leikurinn tæpast ver- ið og úrslitin tvísýnni. TVEGGJA MARKA FORYSTA Á VÍXL Valsmönnum tókst að auka for skot sitt þegar á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, er dæmt var víta kast á FH, sem Bergur skoraði örugglega úr. En eftir þetta var Jónas Magnússon — einn af beztu og öruggustu mönnum FH í úrslitaleiknum, hefur þarna fundið smásmugu á Valsvörninni, sem hann notfærði sér og skorar. — leiðin í netmöskva FH-marksins næsta ógreiðfær og Valsaðdáend- ur þurftu að bíða í heilar 16 min útur eftir marki frá sínum mönn- um. Á þessum mínútum tókst FH-ingum hins vegar að skora fjögur mörk og breyta stöðunni í 9-7. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka var dæmt vítakast á FH, og var það nokkuð strangur dómur. Bergur tók kastið og skor aði. Staðan var þar með orðin 9-8 fyrir FH og allt gat gerzt, ekki sízt vegna þess, að nú var greinilegt að spennan var kom- in í l'.ámarlc hjá FH-ingum. BIRGIR VER VÍTAKAST Þegar 12 mínútur voru til leiks loka var enn dæmt vítakast á FH og Bergur var sendur fram. Á miklu reið fyrir Valsmenn að nýta þennan góða möguleika, og jafnframt var áríðandi fyrir FH að forðast markið. Og það tókst. Skot Bergs var engan veg- inn misheppnað, en skjótur sem Varnarleikur beggja liðanna var nokkuð átakamikill, en þó aldrei grófur. Hér er ólafur H. Jónsson að reyna að finna sér skotfæri, en FH-ingarnir taka hraustlega á móti honum. — (Ljósm. Mbl.: Sveinn Þormóðsson). elding tókst Birgi að verja. Virt- ist sem með þessu atviki yrðu nokkur þáttaskil í leiknum. FH- ingar fögnuðu gifurlega og tví- efldust, en Valmenn virtust hins vegar brotna nokkuð niður og þrátt fyrir að Hermanni tækist að jafna 9—9 úr vítakasti, var FH greinilega öruggari og betri aðilinn á vellinum síðiistu minút- urnar. Birgir Björnsson færði þeim forystuna aftur með marki úr vítakasti þegar 7 minútur voru eftir og Kristján Stefánsson jók forskotið í tvö mörk skömmu síðar. FH-ingar fengu síðan gull- ið tækifæri til þess að bæta enn við, er þeir náðu boltanum frá Valsmönnum og hófu hraða- upphlaup. En skyndilega snerist dæmið við. Valsmenn náðu boltanum og Ól- afur skoraði 10. mark Vals. Stað- an var 11-10 fyrir FH og spennan orðin slík, að mestu aðdáendur liðanna þorðu varla að fylgjast með leiknum. En rúmlega tveimur minútum fyrir leikslok kom svo markið, sem tryggði FH íslandsmeistara- titilinn. Þar var Jónas Magnús- son að verki, sem smeygði sér inn í örlitla glufu í Valsvörninni Valsmenn gerðu síðan örvænt- ingarfullar tilraunir til þess að skora, en FH-vömin stóðsl öll áhlaup og sekúndurnar liðu. — Loks var leikurinn flautaður af og FH-ingar og aðdácndur þeirra þustu fram á völlinn og dönsuðu sannkallaðan stríðsdans. Mikilli baiáttu uin íslandsmeistaralitil- inn var lokið. — Baráttu, sem kcvtað hefur margar stundir og svitadropa. ALDREI BETRI HANDKNATTLEIKUR Það leikur tæpast á t.v eim tung um að handknat.tleikur íslenzkra liða hefur aldrei verið betri en í vetur iné íslandsmótið eins tví- týnt og spennandi. Þessi leikur var sannarlega hámark mótsins og góður samnefnari fyrir þá spennu og tvísýnu sem verið lief ur í leikjunum. En jafnframt er þetta sennilega einn allra bezti leikur sem islenzk félagslið hafa háð sin á milli. Að visu var a«ð séð að leikmenmimir vom tnuga spenntir um of og kom það eink um fram i sóknarleik þeirira, en vamimar og markvarzlan hjá báðum liðum var edns og bezt getur gerzt. Er greinilegt að ís- lenzkir handknattleiksmenn hafa tekið geysilegum framfönim i varnarleik í vetur, og má segja að mikið sé með þ\4 fengið, þar sem hann hefur löngum verið veikasti hlekkurinn hjá þeim. 121 AUKAKAST Dómarar í leiknum vom þeir Björn Kristjánsson og Karl Jó- hannsson og skiluðu þeir hlut- verki sínu vel. Voru þeir mjög ákveðnir þegar frá byrjun og tókst að halda leiknum niðri. En oft urðu þeir að grípa til flaut- unnar og aukaköstin voru hvorki fleiri né færri en 121. Það eina sem hefði mátt finna að hjá dómurunum var að nokk uð miðræmi var í túlkun þeirra á vítakastbrotum. Bjöm var þar greinilega til muna strangari og dæmdi a.m.k. einu sinni víta- kast á FH á brot, sem var hlið- sætt þeim, sem FH-ingar fengu aðeins aukakast á. I STUTTU MÁLI fslandsmeistarar 1971: Flm- leikafélag Hafnarf jarðar, er sigr aði VaJ 12:10. Mörldn: FH: Geir 2, Birgir 2, Kristján 3, Jónas 2, Óla fur 1, Öm 1 og Þorvaldur 1. Valur: Bergur 3, Ágúst 2, Hermann 2, Ólafur 2 og Bjarni 1. Dómarar: Karl Jóhannsson og Bjöm Kristjánsson og dæmdtii erfiðan leik vel. Vikið af leikvelli: VaJur: Jén Karlsson í 2 míniitiur. Beztu leikmenn: FH: 1. Birgir Finnbogason, 2. Kristján Stefáns son, 3. Geir Hiallsteinsson. Valur: 1. Ólafur Benediktsson, 2. ólalur Jónsson, 3. Stefán Gunnarsson. Leikurinn: Góður samnefnari fyrir þá mörgu skemmtilegu og spennandi leiki sem leiknir liafa verið í þessu fslandsmóti. Senni- lega bezti leikurinn sem íslenzk félagslið hafa liáð sín á milli. — stjl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.