Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971
7
Megrunarfræði
Kvennadálkunum hefur bor-
izt í hendur hefti, sem ber heit-
ið Húsráð sérrétta, útgefandi
Óskar Lárusson. Hefti þetta
fjallar um megrunarfœði og er
það frú Guðrún Hrönn Hilmars
dóttir, húsmæðrakennari, sem
skrifar og ritstýrir þessu hefti.
Þar sem við búumst við, að flest
ar konur hafi áhuga á efni
þessu, ætlum við að segja örlít-
ið nánar frá því.
Frú Guðrún Hrönn Hilmars-
dóttir hefur starfað sem hús-
mæðrakennari við ýmsa skóla
auk þess sem hún hefur veitt
forstöðu Heilsuhæli Náttúru-
lækningajfélags íslands í hálft
annað ár eftir stofnun þess. Enn
fremur hefur hún þýtt og stað-
fært bókina „Grænmeti og góð-
ir réttir."
Hefti þetta hefst á nokkrum
góðum ráðum og tilsögn um það,
hvemig á að megra sig, og
hvernig gæta á þess að halda
hitaeiningaþörfinni niðri við
matargerðina. Þar bendir hún
hún m.a. á að það, að venja sig
á einfaldari og hollari matar-
venjur, sé sú leið, sem bæði sé
auðveldust og eðlilegust fyrir
þá, sem vilja halda þyngd sinni
í jafnvægi. Til að auðvelda rétt
fæðuval, skiptir hún fæðunni I
6 hópa: 1) Grænmeti og rótar-
ávexti, 2) Ávextir og ber, 3)
Brauð og grjón og baunir, 4)
Mjólk og mjólkurafurðir, 5)
Kjöt, fiskur og egg, 6) Smjör,
smjörlíki og matarolía.
Síðan er kafli, sem f jallar um
það, hvernig hægt er að draga
úr hitaeiningunum við matar-
gerðina. Þar bendir hún á, að
ekki sé nauðsynlegt að laga all
an mögulegan óvenjulegan mat,
heldur að sleppa allri fitu og
mjöli við matargerð, og helzt að
sleppa öllum feitum sósum.
Þá eru nokkrar hitaeininga-
snauðar uppskriftir, og vikumat
seðill, sem inniheldur ca 1700
hitaeiningar á dag, og einnig
matseðil fyrir vikuna, sem inni-
heldur 900—1000 hitaeiningar.
Þá er í heftinu tafla yfir hita
einingar í ýmsum fæðutegund-
um, og er þar getið um allar
þær fæðutegundir, sem við höf-
um daglega á borðum, og gott
að hafa við höndina í eldíhúsinu.
Hér kemur að lokum upp-
skrift af hitaeiningasnauðum
rétti:
Fiskur soðinn í ofni m. karrý-
mjólk
750 gr fiskflak, þorskur eða
ýsa.
1 dl mjólk eða undanrenna,
Vs tsk karrý,
salt,
1 rifið epli
Fiskflakið lagt í eldfast mót
eða litla ofnskúffu. Salti stráð
ytir. Karrýið hrist saman við
mjólkina og því hellt yfir fisk-
inn. Eplið rifið gróft og stráð
yfir fiskinn i mótinu. Soðið i
ofni eða grilli þar til fiskurinn
er hvitur í gegn. Borið fram
með soðnum kartöflum og græn
metissalati. Skreytt með tómöt-
um og klipptri steinselju.
GIMLI
Við bjóðum yður glœsileg og vönduð efnl
Efni, sem aðeinsfásthjd okkur.
FRÖNSK GOBELÍIMEFNI BR. 140 CM. VERÐ PR. M. KR. 1.563. — OG KR. 1.850,—
FRÖNSK TlZKUEFNI M. KÖGRI BR. 90 CM. VERÐ PR. M. KR. 1.906,—
ENSK OG FRÖNSK ULLAREFNI I VOR- OG SUMALITUM BR. 140 CM.
VERÐ: FRÖNSK PR. M. KR. 1.140,— ENSK KR. 943.—
ATHUGIÐ MJÖG LÍTIÐ MAGN AF HVERJU.
n
VerzluninGimiiLaugavegil. simi14744 |
LAUKUR
Laukur með eg-gjum.
750 g laukur,
70 g smjðrlíkl,
2 matsk. hveiti
% peli mjólk, salt, pipar.
lí tsk múskat, dálítill rjómi.
1 matsk. steinselja.
4—6 harðsoðin egg.
Ristað brauð.
Hýðið tekið af lauknum, brún
aður I smjörl. þar til hann er
mjúkur. Hveiti og mjólk bætt í
og látið sjóða. Salt og pipar
bætt I og múskati. Látið krauma
í 15 mín. hrært í. Rjómi og stein
selja sett út í. Eggin skorin í
tvennt og sett í eldfast fat, lauk
urinn látinn yfir. Ristað brauð
með.
Laukur au Grattn
750 g laukur,
2—3 matsk. rjómabland.
2 egg.
Vs tsk. hvitlaukssalt,
Salt og pipar.
150 g rifinn ostur.
Hýðið tekið af lauknum og
hann soðinn i saltvatni þar til
hann er meyr. Tekinn upp úr og
saxaður. Mjólk, þeytt egg, hvít
laukssalt, salt, pipar sett saman
við. Þessi jafningur er settur í
smurt eldfast fat, þykkt lag af
rifnum osti sett yfir. Bakað i
25—30 mín og borðað með
steiktu kjöti.
Hér eru 4 sýnisliom af dúkkufötum, sem Herdís hefur teikn að og saumað.
Það hefði þótt tíðindum sæta
fyrir 2—3 áratugum, ef heyrzt
hefði um einhvem, sem ætlaði
sér að hafa atvinnu og lífsviður
væri af þvi að framleiða dúkku
föt. Nú er þó svo komið, að
dúklkufataframleiðsla er vænleg
ur atvinnuvegur.
Árið 1964 hófu hjónin Herdís
og Emil Fredriksen í Vendsyss-
el í Danmörku, að búa til dúkku
föt i frístundum sínum til að
drýgja tekjurnar. Það voru aðal
lega frúin og elzta dóttirin, sem
saumuðu fötin til að byrja með.
Er skemmzt frá því að segja,
að salan gekk svo vel, að þau
máttu hafa sig öll við, því að
öll af dúkkufötum, sem öll seld
ust. Brátt varð að útvega kon-
ur til að hjálpa til við saum-
ana. Fengust til þess húsmæður,
sem tóku sauma heim, og varð
þetta brátt hið umfangsmesta
starf. Húsbóndinn sá eftir sem
áður um allt reikningshald og
flutning á fötunum.
Er þvi óhætt að segja, að oft
er mjór mikils vísir, þar sem
tómstundastarf gert í ígripum,
varð að meiri háttar verksmiðju
iðnaði.
Börnin 6 vinna öll að framleiðshinni.
Frúin stjórnar starfinu, en eig-
inmaðurinn sér um reiknings-
liald og fiutning.
enn sem komið er, voru það að
eins frístundimar, sem fóru i
þessa vinnu.
Húsbóndinn kom vörunum á
framfæri, en frúin bjó til snið-
in, og svo fór, að öll bömin 6
fóru að hjálpa til. Það kom að
þvi, að hjónin urðu að gera það
upp við sig, hvort þau ættu að
halda áfram á þessari braut
og gera þetta að aðalstarfi,
kaupa vélar og innrétta gamalt
f jós til að sauma í.
Mörgum þótti það hin mesta
firra, að hægt væri að lifa af
dúkkufatasaumi einum saman.
Eftir að dúkkufötin voru sýnd á
sýningu í Álaborg rigndi yfir
þau pöntunum frá leikfangabúð
um um alla Danmörku. Raunin
varð því sú, að Fredriksen fjöl-
skyldan hófst handa, útvegaði
sér lán og framleiddi kynstrin
Mjór er mikils vísir