Alþýðublaðið - 08.07.1930, Side 2

Alþýðublaðið - 08.07.1930, Side 2
2 ALÞ YÐU.BLAÐIÐ Fínska auðvaldið hamast að alþýðunni. 24 verklýðsforingjar enn handteknir. Osanninda- og blekkinga-skeytum, sem minna á vitfirringu ófriðaráranna, rignir niður. Krossanesverksmiðjan svíknr gefiaa loforð nm kanpgreiðslnr. Ætlar að borga að eins 90 aura fi stað 1,15. Verkfali héfst í gær kl. 2 e. h. Áður heíir hér í blaðinu veriÖ skýrt frá samningum við verk- smiðjuna Ægi í Krossanesi. Eftir- farandi símskeyti, sem Alpýðu- blaðinu barst í gærkveldi frá Ak- ureyri, sýnir hverjar efndir verk- smiðjustjórans hafa orðið. Krossanesverksmiðjan svíkur gefin loforð um að halda taxta. Pverbrýtur hann hvað Norðmenn snertir; borgar peim að eins 90 aura í stað 115, ef minst 3 mán- uði fastráðnir. Vinna stöðvuð kl. J2 í dag. Lögreglan- sótt, fær engu Áfeogissmyglun. Sýslumaðurinn í Snæfellsnes- sýslu, Páll V. Bjarnason, komst nýlega á snoðir um, að áfengi myndi hafa verið smyglað • á lland í Stykkishólmi úr „Selfossi", er hann var þar síðast, og að bifreiðarstjóri par úr þorpinu myndi í fyrri nótt vera farinn af stað til Borgarness með áfeng- isbirgðir. Lét sýslumaður tafar- laust gera ráðstafanir til þess að setið yrði fyrir bifreiðinni. Var hún stöðvúð og rannsökuð. Fund- ust í henni 4 kassar með áfengi: 60 fl. með spíritus og 24 flöskur með rommi. Síðan var bifreiðinni snúið við og haldið aftur til Stykkishólms. Áfengið alt þegar gert upptækt. Réttarhöld stóðu yfir í gær. — Atvik þetta bendir til þess, að bannlagabrjótum þyki nú auð- veldara og áhættuminna að smygla áfengi í land á smáhöfn- um út um land og flytja það þaðan hingað til Reykjavíkur, en að koma því í land hér í höfuð- staðnum og grendinni. Ríkis- stjórnin verður því að ganga ríkt eftir því, að sýslumenn og lög- reglumenn út um land gæti skyldu sinnar í þessum efnum. Ella verður hið aukna eftirlit hér í Reykjavík gagnslaust, eða því sem næst. I Hafnarfirði er enn þá ekki búið að skipa tollvörð. Pað verð- ur að gerast tafarlaust. Arfhur Coman Doyle látinn. FB., 7. júlí. Frá Lundúnum er simað: Sir Arthur Conan Doyle, skáldsagnahöfundurinn frægi, andaðist í dag í Crowborough i Sussex, 71 árs að aldri. [Hann er m. a. höfundur skáld- sagnanna um Sherlock Holmes.] áorkað. Fullkomið verkfali. Norð- menn með. Verklýðssamband Norðurlands. Eitt sinn áður hefir Krossanes- verksmiðjan orðið fræg að end- emum um land alt. Pað var þeg- ar uppvíst varð um síldarmál- •in. Nú bætir hún þessu ofan á sin fyrri frægðarstrik. Verkamönnum og konum um land alt er skylt-að styðja norð- lenzka verkamenn, sem nú heyja baráttu fyrir rétti sínum við þetta erlenda gróðafélag. Sofandi bifreiðastjérar. Fyrir skömmu bar það við, að komið var að bifreiðarstjóra, sem svaf við stýrið á bifreiðinni fyrir framan hús. Hann hafði verið svo yfir sig kominn af vökum og þreytu, að hann gat ekki hald- ið sér vakandi þessar fáu min- % útur, sem hann var aðgerðalaus. Tvö bifreiðaslys hafa nýlega orðið af því bifreiðastjórarnir sofmiðn við stýrið, og það var tilviljun ein sem réði, að ekki hlauzt af stórslys og bani. Hvað á þetta að ganga lengi ? Ó. F. Manntjón af skipreika. Um eða eftir miðja s. I. viku varð slys á Önundarfirði. Var veri'ð að flytja steypuefni á báti, sand eða möl, fyrir verksmiðj- una á Sólbakka. Báturinn sökk. Ungur maður, sem á honum var, Torfi Friðriksson á Flateyri, beið bana. Hann var rúmlega tvitugur. Bróðir hans Össur Friðriksson, meiddist mikið. (Samkvæmt frétt að vestan.) Um orsök slyssins er blaðinu ekki kunnugt. Siysal.eg hátíð. Lundúnum (UP.), 6. júlí, FB. Frá New York er símað:( Tvö hundruð manns biðu bana af slysförum, en tvö þúsund meidd- ust á þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna 4. júlí. — í New York og nágrenni hennar biðu 14 menn bana, en 300 meiddust. Góður afli. Fiskafli hefir verið svo mikill í Húsavík í vor, að menn muna varla annan eins. Hafa árin á undan verið góð til sjávarins og aflasæld mikil, en þetta virð- ist þó ætla að táka hinum fram. Svo virðist sem mikilla tíðinda sé enn að vænta frá Finnlandi. : Menn búast við byltingu, en hvort auðvaldið eða þrautpínd alþýða verðuf ofan iá í þeim hildarleik getur enginn sagt um. Pað eitt er auðheyrt, að auðvalds- drottnar Finnlands hafa hátt um sig um þessar mundir. Þeir ætla sér að verða á undan kommun- istum. til byltingar og knésetja hreyfingu þeirra að fullu. Árið 1918 logaði Finnland alt í upp- reisnarbáli. Alþýðan var þá of- an á um skeið og hefði unnið fullan sigur, ef auðvaldinu hefði ekki koniið peningaafl frá Am- eríku og mannafli frá þýzkum herdrottnum. Síðan hefir ógnar- stjórnin verið óslitin í Finnlandi. Frá 1918 hefir öll kommunistisk starfsemi verið bönnuð með lög- um. Þingmenn þeir, sem verið er að taka fasta þessa dagana, kalla sig ekki kommunista, blöðin, sem bönnuð eru, eru heldur ekki opinberlega kommunistisk. En auðvaldið segir flesta andstæð- inga sína kommunista og starf- semi þeirra kommunistiska. Hvítliðar, undir stjórn Manner- heims og Relanders, hafa mestu ráðið í Finnlandi. En þeir hafa ekki verið að öllu sammála. Nú er komin ný hreyfing- til sög- unnar, hinir svonefndu Lappo- menn. Eru þeir kendir við hér- aðið, sem hreyfingin hófst í. Þessir Lappo-menn eru fáir að tölu, en auðvaldið skrumar af fjölda þeirra og auglýsir þá sem rnjög fjölmenna og áhrifaríka. Hvort auðvaldinu tekst að ráða niðurlögum verklýðssamtakanna um stund með aðstoð Lappo- manna skal ósagt látið, en hitt er kunnugt, að finsk verklýðs- hreyiing er gífurlega öflug. Hér fara á eftir þrjú skeyti. Eru þau öll auðvaldslituð, sem von er. Ekki skýra þau frá morð- um þeim, er íhaldið hefir framið á fulltrúum alþýðunnar, s. s. þingmönnunum tveimur, né held- ur ofsóknum þjeim, sem alþýðan verður að sæta. — 2. skeytið minnir mjög á lygar auðvalds- ríkjanna á ófriðarárunum, þegar þau báru það hvert á annað, að nú væri búið að eitra loftið, drykkjarvatnið o. s. frv. Skeytin hljóðja svo: Lundúnum (UP.) 7. júlí, FB. Frá Helsingfors ’ er símað: Ellefu þúsund bændur, sem hafa aðhylst stefnu Lappo-flokksins, eru hing- að komnir til þess að taka þátt í mótmælasamkomum gegn kom- munistum. Aukalestir fluttu þús- undir bænda hingað í gær og fjöldi bænda kom einnig í morg- un. — „Lappó-ítarnir“ bera allir bláhvit einkenni, með myndum af skjaldarmerkjum Lappóíta- Sérstakir varðmannaflokkar eru á verði \dðsvegar um bæinn. Öfl- ugt herlið er í borginni og vona menn, að ekki komi til verulegra óeirða. Nokkra undrun hefir það vakið, að stjórnin hefir opinberlega lát- íð í ljós fulla samúð með þeim, sem gangast fyrir mótmælasam- komunum. [Það er gaman að sjá auð- valdið undrast. Svinhufvud, sá er nú er orðinn forsætisráðherra, er einn versti verklýðsböðull, sem sögur fara af. Hann er nú orðinn gamall og slitinn. Honum þykir gott að aðrir stjórni fyrir sig. Og auðvaldið vissi hvað það gerði er það gerði hann að for- sætisráðherra. Hann einn gat sameinað alla anga þess gegn verklýðnum vegna fornrar frægð- ar frá 1918, en hins vegar er hann þægur eins og larnb.] Næsta skeyti er svohljóðandi: Lundúnum (UP.) 7. júlí, FB. Frá Helsingfors er simað: 24 kommunistar hafa verið hand- teknir og 3 þeirra ákærðír fyrir að hafa kveikt í nokkrum vöru- skemmum í Rovaniemo í Norð- ur-Finnlandi á sunnudagskvöldið. Tjónið af eldsvoðanum er áætl- að 25 þús. sterlingspund. Komm- unistarnir eru ákærðir fyrir að hafa helt benzíni niður á í- kveikjustaðnum og ætla menn,. að áform þeirra hafi verið að brenna alla borgina. Komrnun- istar gerðu og tilraunir til þess að kveikja í fjórum Öðrum hús- um, en komið var í veg fyrir, að þær tilraunir heppnuðust. [Þetta skeyti minnir á það„ hvernig auðvaldið fór að því að koma Sacco og Vanzetti í raf- magnsstólinn. Þeir voru ákærðir fyrir morð, er þeir höfðu aldrei framið, en þeir voru hættulegir þjóðfélaginu, og það var nóg. Auðvaldið finska reynir að breiða yfir sínar eigin svivirðingar með slíkum fréttum sem þessari.) Lundúnum (UP.) 7. júlí, FB. Frá Helsingfors er símað: 12 þúsund bændur úr öllum héruð- um Finnlands komu saman á íund hér í dag. Leiðtogar Lappó- ítanna, sem eru andkommunist- iskir, bændurnir Visturi og Ko- sula, héldu ræður og hvöttu bæridur til þess að gefast ekki upp í baráttunni við kommun-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.