Morgunblaðið - 15.06.1971, Page 17

Morgunblaðið - 15.06.1971, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRKJJIÍÐAGUR Í5. JÚNÍ 1971 17 Norðmenn í vafa um EBE - en bjartsýnir á olíuna í Norðursjó Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni 25. maí. Það er alls ekki vegna þess að efni hafi skort, að ég hef ekki sent Mbl. Noi'egsbréf í háa herrans tíð. Því að í Noregi gerist alltaf eitthvað, og yfirleitt eru stórviðburðirnir góðir, en þeir smærri ýmist ill- ir eða góðir. Þó að Noregur sé í dag gózenland velgengninnar og hafi í rauninni verið það sið an eftir stríðslok 1945, hefur þjóðiri þó við ýmis vandamál að glíma, og eitt þeirra sem oftast ber á góma er verðbólgan, þó að hún sé ekki nema dvergur móts við það sem hún er í ýmsum öðrum velmegunarlöndum. Hér er líka rifizt um náttúrufriðun og mengun. í fyrra var gerð virk andstaða gegn virkjununum, sem hefðu spiit prýði eins merk asta fossins i landinu, og er sá atburður talsvert hliðstæður því, sem gerðist um líkt leyti hjá ná grönnum Laxár í Þingeyjar- sýslu. — En önnur hlið náttúru verndar er þó enn ofar á baugi hér í Noregi. Það er verndun ánna og sjávarins gegn eitri, sem skolað er út frá verksmiðj- um í sjóinn eða ána sem næst er iðjuverinu. 1 gamla daga datt engum í hug að minnast á þessa hlið málsins, því að „lengi tek- ur sjórinn við,“ segir gamalt mál tæki. En nú eru menn farnir að skilja, að því eru takmörk sett hve lengi sjórinn tekur við þeirri óhollustu sem í hann er spýtt, - án þess að fá ógleði af því. Náttúruverndarárið sem leið hefur verið vakningarár í Noregi að þvi er þetta snertir, „bæði til sjós og lands“ mætti segja. Þess má að vísu geta, að ýmis stóriðjufyrirtæki hafa fyr- ir mörgum árum gert ráðstafan- ir til að hindra mengun i vötn- um, svo sem Borregáard í Sarps borg, stærsti trjákvoðu- (eellu- lose) framleiðandi landsins um lamgt skeið. Til trjákvoðugerðar þarf kvikasilfur, en það er hættulegt eitur þegar það kem ur út í sjóinn i ýmiss konar efnasamböndum, þvi fiskurinn fær það í sig. Þetta hefur gerzt áratugum saman, en fyrst nú á síðustu árum er farið að mæla kvikasilfursmagn í fiski og dæma hann óætan, ef magnið naa: ákveðnu stigi. Um fjölda ára hefur það gerzt, að fiskur í ám drapst hrönnum saman, en þá vissi enginn að þetta stafaði af eitrun. Og sumar laxár urðu „geldar", jafnvel þótt hin fyrirlit legu laxveiðitæki, sem Norð- menn kalla ,,kílanót“ væru ekki fyrir utan ármynnið. En um leið og minnzt er á lax, verð ég að geta þess að Norðmenn fagna mjög samþykktinni um bamn gegn laxveiði i hafinu og þakka íslendingum hlutdeild í því máli — sumir fullyrða meira að segja að íslendingar hafi verið drif- fjöðurin í því máli. (Mér dettur þvi í hug, hvort ekki væri rétt að senda tvo íslendinga til Dan merkur og Svíþjóðar til að sann færa viðkomandi um að þetta sé þeim fyrir beztu). —- Loftmengunin er líka um- ræðuefni hér. Ekki sízt í sam- bandi við ýmsar efnasmiðjur, svo sem í Sauda á Rogalandi. Þar liggur mórauðuar mökkur yf ir öllum dalnum, svo að ekki sér sól, þó að skínandi bjart sé á vatninu fyrir neðan. — Nú eru það álbræðslurnar sem hafa mest an me'ðbyr i Noregi, og fiuor- eitrunin frá þeim er oft umræðu efni. Fluor drepur jurtagróður kringum uppsprettuna það er staðreynd. En visindamenn telja vist, að hægt sé að finna ráð til að takmarka þessa eiturdreif- ingu frá því sem nú er. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði, sem efst eru á baugi hér í Noregi í dag, að því er snertir náttúruvernd og meng un. En eitt er þó ótalið enn, sem veldur þjóðinni í heild miklum áhyggjum, en það er mengun sú, sem gerist æ tíðari meðal ungl inga af völdum fíkni- og æsi- lyfja. Þessi sýki var orðin al- geng i Danmörku og Svíþjóð áð- ur en hún barst hingað, en nú er svo komið, að Norðmenn hafa orðið að stofna heilsuhæli handa sjúklingum, sem hafa orðið þess um eiturlyfjum að bráð. Norska lögreglan handsamar við og við smyglara, sem hafa það að fjár- plógsstarfsemi að lauma þessurh lyfjum inn i landið og græða 500% á að selja þau. En mest af innflutningi þessara eiturlyfja mun þó fara um hendur ungs fólks, sem fer til Khafnar i „lystitúr" og nær sér þar i „skammta", sem það selur þegar heim kemur, með svo miklum ágóða, að það fer aftur til Hafn ar og nær sór í nýjan skammt. - Þetta er mál, sem veldur heil brigðismálastjórnimni miklum áhyggjum núna. Síðan um nýár hefur norska sendiráðið í Khöfn sent heim 85 unga „eitur-aum- ingja“. II. Fremsta umræðuefni allra norskra blaða hefur í meira en ár — og þó einkanlega í vetur og vor verið Efnaliagsbandalag- ið. Um það mál hefur samtals verið skrifað medra en um öll önnur stórmál til samans, held ég, og miklu meira en um nokk urt mál, sem verið hefur á döf- inni öll þau ár sem ég hef haft náin kynni af Noregi. En það verð ég að segja, að aldrei hef ég lesið jafn margar gagnslaus- ar blaðagreinar, þvi að mestur hluti þeirra hefur snúizt um keisarans skegg — sem aldrei vat’ neitt skegg. Ég sé fram á, að til þess að gera ofurlitla grein fyrir gangi þessa máls, þarf miklu meira rúm en þetta bréf leyfir, og verð ég því að skrifa eins konar framhald af þessu Noregsbréfi um þetta efna hagsbandalag, sem öll Evrópa kallar EEC — nema við. EBE heitir það á Fróni. En hvers vegna heitir þá ekki ILO eitt- hvað annað. Eða til dæmis EFTA ? Spyr sá sem ekki veit. — Norðmenn ræða um fleira en EBE. Til dæmis um olíuna í Norðursjónum og nýlega fannst jarðgaslind í sjónum um 200 km vestur af Storð — ,,sú stærsta í heimi“, var fullyrt i útvarpinu. Það er þvi engin furða, þó að þjóðin öll hafi fengið aðkenn- ingu af „oliufeber". Hann byrj- aði alvarlega þegar olíulindin fannst á EKOFISK, suðvestast á norska svæðinu í Norðursjó, og það er Phillips-deildin sem á námuréttinn þar, en í henni á Norsk Hydro 1/20 hluta, en getur aukið hann þrefalt. Fyrirtækið, sem hefur leitunarrétt, þar sem gasið fannst, heitir Petronord, en þar er Norsk Hydro líka þátt takandi. Norsk Hydro, sem fytrr um byggði afkomu sína á ódýru vatnsafli, er nú orðið olíuþyrst asta fyrirtæki í Noregi og staf- ar þetta af því, að vegna breyttra vinnsluaðferða er oli- an orðin jafn nauðsynleg fram- leiðslunmi og vatinsaflið vair fyrr um, þegar Norsk Hydro hóf starfsemi sina á Notodden og skömmu siðar á Rjukan. Þá var það „áburður úr loftinu“ — köfnunarefnissambönd — sem eingöngu var framleitt, en nú er það orðið margt fleira. En það eru fleiri stórfyrir- tæki en Norsk Hydro sem þyrst ir í olíuna. Fyrir rúmum mán- uði var tilkynnt, að nýtt félag hefði verið stofnað til olíuleitar fyrir norðan 62. breiddarstig. Þetta félag hafði á fáum vikum safnað um 450 milljóna kr. hluta fé, eða meiru en nemur hlutafé tveggja stæirstu fyrirtækja Noregs til samans, og hér er ekki um útlent fé að ræða, held ur framlög frá norskum fyrir- tækjum. Um tiu stórfyrirtæki í Noregi eru aðilar að þessu olíu- félagi. En hlutabréf Norsk Hjidro hafa á fáum vikum — eða síðan það kvisaðist að gas hefði fúndizt undir sjávarbotni í námuteigum Petronord — hækkað úr 75Ö í 880 í kauphöll- inni. Nafnverð þeirra er 180. Svo að það eru engar ýkjur þótt tal- að sé um „olíuhita" í norsku þjóðinni. Framleiðsla þjóðarbúsins vex hraðar en fólksfjöldinn, og hefur sexfaldazt á hvern íbúa á síðustu hundrað árum, segir i nýútkominni bók, „Den ökonom iske sirkulasjon“, eftir próf. Preben Munthe. Þar segir, að Noregur sé í hópi ríku landanna í heiminum og að aðeins 1/10 hluti heimsbúa háfi meir að bíta og brenna en þeir. Og víst er um það, að Norðmenn hafa aldrei í sinni sögu átt betri daga en þeir eiga í dag, enda aldrei verið eins mikið gert til þess að jafna bilið milli ríkra og fátækra og síðan 1945, að stríðinu lauk. Þó þvkir nokkuð á bresta að ör yrkjar og gamalmenni njóti þess styrks, sem heita megi mann sæmilegur, því að þótt hanin hækki að krónutölu hækkar verð lag á nauðsynjavörum öllu meira. Dýrtíðin er erfiðasta við- fangsefnið í daglegu lífi Óla norska, og stjórnvöldunum hef- ur ekki tekizt að fin-na ömnur ráð gegn henni en „pris-stopp" það, sem nú er í gildi, en ekki er annað en bráðabirgðaráðstöf un. Að auka niðurgreiðslur af opinberu fé úr því sem nú er, þykir varhugavert og hefur óhjákvæmilega í för með sér hækkun skatta, en þeir þykja meir en nógu háir, enda eru þeir hærri en á íslandi. En hvað sem þeim líður þá er hitt staðreynd, að verðgildi norsku krónunnar hefur rýrnað um helming á sið- ustu 5—6 árum innanlands, þó að gengi hennar haldist sæmi- lega stöðugt út á við. -— Verður hin nýja stjórn Trygve Bratteli þess megnug að ráða fi'am úr þessum dýrtiðar- vanda? spyrja menn. Hún hefur ekki starfað nema rúma tvo mán uði, svo að of snemmt er að spá nokkru um það. Og hún er minni hlutastjórn og fer sér þess vegna hægt um þær aðgerðir, sem mundu sæta sameinaðri and stöðu hinna gömlu stjórnar- flokka. Að svo stöddu hefur Bratteli-stjórnin ekki orðið fyr ir alvarlegu aðkasti nema í einu máli: - Hún boðaði hækkun á iðgjöldum í lífeyrissjóð — 1% af atvinnurekendum og 0,5% af starfsfólki — og bar því við, að þessa þyrfti með til þess að bæta upp 260 milljóna kr. halla á viðskiptaveltu lífeyrissjóðsins. En þessi iðgjaldaaukning nemur um 600 milljónum, segja fróðir menn. Þess vegna er þess kraí- izt, að engin hækkun verði gerð á iðgjöldunum eða að minnsta kosti að hún verði aðeins helm- ingur af því, sem stjórnin fer fram á. Bratteli-stjórnin er vel á verði í oliumálinu og vill gera ráðstaf anir til þess að ef oliulindirn- ar verða auðlindir skuli norska rikið fyrst og fremst njóta ávaxt anna, en ekki útlend auðfélög. Það er fullyrt að Norðmenn hafi sjálfir á að skipa sérfróð- um mönnum, sem treystandi sé til að hafa forustuna i þessum málum, sem nú virðast mikilvæg ari en öll önnur efnahagsmál Noregs. Yfirleitt eru Norðmenn ánægðir með nýju stjórnina og virðast ekki hafa áhuga á að bregða fæti fyrir hana. 1 vik- unni sem leið markaði Bratteli hreinar línur, að því er snertir afstöðu flokks hans til EBE og er hún i samræmi við stefnu stærsta andstöðuflokksins, hægrimanna, og meirihluta vinstri og kristilega flokksins. Vinstrimenn þy'kja þó blendnir í málinu. En Miðflokkurinn er nú hreinn andstæðingur EBE og Kommúnistaflokkurinn hefur allt af verið það. Á vinstrisósíalista Finns Gustavsens, er sjaldan minnzt siðasta árið, en þeir segj- ast vera til enn og ætla að bjóða fram menn á mörgum stöðum við sveitarstjórnarkosningarnar i haust. — En hvað sem öðru líður verð- ur Noregur ekki aðili að EBE nema að undangengnu þjóðarat- kvæði. Og það er talið víst, að það mikla mál, sem heitir „samn ingar um aðild að EBE“ verði ekki afgreitt fyrr en einhvern tíma á árinu 1973. - Meira um það í næstu grein. Skúli Skiilason. Rangt eftirnafn í MORGUNBLAÐINU á fimmtu- dag birtist minningargrein um frú Kristínu Tait, en þar mis- ritaðist eftirnafn hennar — var sagt Tell. Morgunblaðið biðsit afsökunar á þessum mistökum. i NÚ FÁUM VIÐ LÚÐU, LAX OG SILTJNG Góðfiski getum við kallað allan ís- lenzkan fisk, sé hann veiddur á réttum tíma, vel verkaður og fersk- ur, eða rétt geymdur. Vissar fisktegundir þykja þó flest- um öðrum betri. Með þeim viljum við smjör, því þegar reynir á bragð- gæðin, er það smjörið sem gildir. Draumurinn um soðinn lax með bræddu smjöri ögrar pyngju okkar á hverju sumri, því hvað er annað eins lostæti og nýr lax með íslenzku smjöri? Matgleðin nýtur sín einnig þegar soðinn eða steiktur silungur er á borðum. Og enn er það smjörið sem gildir. Til að steikja silung dugar heldur ekkert nema íslenzkt smjör og séu silungur eða rauð- spretta grilluð, er fiskurinn fyrst smurður vel með íslenzku smjöri og síðan grillaður heill í örfáar mínútur á hvora hlið. Soðin lúða er herramannsmatur. Sjálfsagt er að sjóða fiskinn í eins litlu vatni og hægt er, ef ekki er löguð súpa. Svolítið hvítvín útí vatnið, eða í stað vatns, spillir ekki. SMJÖR fyrsta flokh isle>r£t smjör po grömw Sumir örlátir matmenn segja að fiskar hafi synt nógu lengi í vatni og séu þeir settir í pott, eigi að vera vín í honum, en ekki vatn. En ís- lenzkt smjör má ekki gleyma að bera með, það væri synd. Gott er líka að steikja þykkan lúðubita í ofni. Við smyrjum bitann vel með smjöri og pökkum inn í álpappír, en setjum ekkert vatn við. Nú er lúðu-, lax- og silungstíminn og srnjörið er á góðu verði. Notfærum okkur gæði lands og sjávar. Annar eins herramannsmat- ur og þessi býðst ekki víða annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.