Morgunblaðið - 17.08.1971, Page 4
4
MORGlfNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1971
® 22-0-22' I
RAUDARÁRSTÍG 3lJ
__ 25555
wnmm
BILALEIGA
HVERFISGÖTU103
VW Seodifeffo&freiiJ-YW 5 m«nna-YW svefnvagR
VWSmanna-Landrovar 7mamw
LITLA
BÍLALEIGAN
Bargstaðastræti 13
Sím/14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TT 2TI90 21188
bilalcigan
AKBBAVT
rental service
r 8-23-4?
aendutn
£ Enn um knaítspyrnu-
dómara á Sufturnesj-
um
Henrik Jóhannesson, Sand-
gerði, skrifaT:
„Sandgerði, 8. 8. 1971.
Ég sen-di Birni Eysteinssyni
þakklaeti mitt fyrir greinima,
sem hann skrifaði, og er ég
fegirm að heyra, að hann skuli
vera saklaus allra mála.
Velvakandi góður, einu sinni
enn leita ég á náðir yðar, hvort
þér viljið vera svo vaenn að
birta þessar línur í dálki yðar.
Ég er ekki að ásaka neimn
dómara, fyrir að koma ekki til
leiks; ég veit, að það er ekki
alltaf sök þeirra, og því hefur
Björn, sem nú hefur gert hreint
fyrir sínum dyrum, greint les-
endum frá.
Nú spyr ég, einu sinni enm:
1. Hverjir sjá og eiga að sjá
um niðurröðun dómara í 3.
deildar leikina á Suðurnesjum
og annars staðar á iandinu?
Er það Dómarasamband ís-
lands eða hver?
2. I hvaða tilgangi var Dóm-
arasambandið stofnað?
Þessum spumingum vil ég fá
svarað, og að greint verði rétt
og skýrt frá, svo að hægt sé
að komast hjá leiðindaskrifum
um þessi mál.
Mér finmst tími til kominn að
37346
stofnað verði dómarafélag hér
á Suðumesjum; það mumdi
létta mikið undir með Dómara-
sambamdinu með niðurröðun
dómara. Það er ekki nóg að
skipa dómara i hina og þessa
leiki og láta þá síðan ekki vita.
Þökk fyrir birtinguna.
Henrik Jóhannesson,
Sandgerði.“
0 Magnús farinn að
keppa við Gylfa
„BIaðamaður“ skrifar:
„Það var gaman að heyra 1
fréttaauka ríkisútvarpsins sið
astliðið su nn u dagskvö ld, að
nýi menntamálaráðherrann er
þegar farinn að keppa við
þann gamla í því að halda tæki
færisræður á dönsku á manna
mótum og láta spila þær jafn-
harðan í útvarpinu. Gylifi hef-
ur ennþá vinninginn, þvi að
hann talaði miklu betri dönsku
en Magnús, sem hef ur þó dval-
izt lengur í Danmörku. En
þebta lagast kannski með æf-
ingunni, — eftir svona 20—30
intetsigende snakkræður í
fréttaaukum. — Áfram með
smj’örið!"
0 Á að ritskoða
sjónvarpið?
Þannig spyr þekktur maður,
sem kýs að skrifa undir hinu
glæsilega dulnefni „Kunnugur
Hópferðir
Til leigu í lengri og skemmri
ferðir 8—20 farþega bílar.
Kjartan Ingimarsson
stmi 32716.
Ódýrari
en aðrir!
Shodh
LEIGAH
AUÐBREKKU 44-46.
SiMl 42600.
Vantar strax
stóra íbúð eða einbýlishús.
Má vera gamalt og þarfnast viðgerðar.
Upplýsingar í síma 25675.
3ja herb. íbúð óskast
Höfum mjög góðan kaupanda að 3ja herb.
íbúð á 1. eða 2. hæð í sambýlishúsi, einnig
kæmi til greina góð jarðhæð.
Mjög há útborgun.
D(S][?ÍL®í
MIÐSTOÐIN
KIRKJUHVOLI
SIMAR 26260 26261
iimviðum". — Velvakandi vUl
skjóta því að honum, að meira
mark yrði bekið á orðum hans,
mæbti rétt nafn fylgja, —
hversu „flott“ sem honum og
öðrum kann að finnast duinefn
ið.
En hvað um það, hér kemur
bréfið:
„Velvakandi:
Þjóðviljinn, blað sterkasta
stjórnarfLokksins, sem núver
andi menntamálaráðhcrra rit-
stýrði áður, hefur nú sett fram
kröfu um ritskoðun á sjónvarp
inu — gat ekki beðið lengur.
Á laugardaginn var er sagt, að
það eigi „að hafa almennilega
gagnrýni á sjónvarpið og
skamma þá á sjónvarpinu, þeg
ar þeir eru með alls konar vit-
leysu í fréttunum, sem engum
kemur við. Til dæmis fyrsta
daginn eftir sumarfrí, eru þeir
alilt í einu með fréttir af þvi,
hvað margir hafa hlaupizt burt
úr Austur-Þýzkalandi yfir múr
inn. Þetta er nú bara frá kalda
stríðinu."
Sjónvarpið á sem sagt að
þegja yfir því (má ekki skýra
frá því), að 137.852 Austur-
Þjóðverjar, sem urðu inn-
lyksa í eigin landi eins og fang
ar 13. ágúst 1961, hafa flúið
vestur yfir eftir að múrinn var
reistur og bættust i hóp þeirra
milljóna, sem flýðu áður. Á
sömu tíu árum hafa 151,697 íbú
ar í Austur-Þýzkalandi fengið
leyfi til þess að flytjast vestur
(aðallega aldrað fólk og sjúkt)
Það er að segja, 290 þúsund
manns hafa farið vestur yfir,
eftir að múrinn var reistur,
en 146 er vitað um, að austur-
þýzkir landamæraverðir hafi
drepið á flótta á sama tíma.
Þetta „kemur engum við“! Það
skilst fyrr en skellur í töranum,
hvaða stefnu er verið að hu,gsa
um að taka upp gagravart sjón
varpinu.
0 „Bara frá kalda-
stríðinu“
Setningin „þetta er nú bara
frá kaldastriðinu" er táknræn
í áróðri kommúnista. Meðan
kalda striði sovétstjórnarinnar
og kammúnista Imrair hvergi, á
að reyna að þurrka út og eyða
allri gagnrýrai á gerðir þeirra
með því að fullyrða, að hún sé
leifar frá kailda stríðinu! Þetta
verkar sjálfsagt á menn, sem af
manniegri óskhyggju vilja
helzt ekki frótta netna gott eitt
og efcki trúa neinu misjöfnu
uun aðra. En það þarf mifcið
strústeðli tii þess að stinga
höfðinu síifelit í sandinn, hvað
sem gerist í alþjóða- og innan-
landsmálum. Það eru ekki iið-
in 20 ár frá iimrásirmi í Téfckó-
slóvafcíu, heldur þrjú. Hemað-
arleg útþensla Sovétríkjanna á
siðustu árum, aukin harka og
nýstalinismi i innanrikismálum,
bendir sannarlega ekki til þess
að kalda stríðinu sé lokið þar,
hvað sem um óskir og vilja
Vesturflandabúa er að segja.
Það er lika skrítið að lesa leið
araskrif formanna SFV í
Reykjavik og kaiidastríðsihugs-
unarhátt annarra, þar sem
hann reynir að læða því að les
endum, að andstæðingar hans
séu tveimur áratugum á eftir
tímaraum, þegar hann sjálfur
virðist hugsa (og skrifar gneini
'ega) eins og ungkommúnisti
fyrir 20—25 árum. Hann hefur
engan þroska tekið út, nema
hvað hann langar tii að
smakka á sætleika valdsins,
— ef það er þá þroski, en æsfci
legra væri, að hann gerði það
fyrir náð Alþýðubandalagsins
en SFV. Sama er að segja um
MTÓ.
Um árásina á Eið Guðnason
í áminnztri Þjóðviljagrein er að
eins þetta að segja: Er skoðana
kúgun> að hefjast á sjfnvarp-
inu?“
• SÍNE og MTÓ
Nú eru skammstafanir mjög í
tízku, eiras og sjá má. Hér er
stutt fyrirspurn frá JHG:
„Ætlar MTÖ að láta SÍNE
hrinda sér út í skoðanakúgun,
atvinnuofsóknir og valdníðslu
í upphafi embættisferils síns?
Því vill engiren þurfa að trúa
um þennan mann. — JHG.“
— Velvakandi sér ekki bet-
ur en niðurlagssetningin sé
sæmilagasta vísu-upphaf.
Verkstjóri
Frystihús á Suðurnesjum vill ráða verkstjóra.
Uppl. um menntun og fyrri störf leggist inn
á afgr. Mbl., merkt: „Verkstjóri — 5726“.
TIL ALLRA ÁTTA
NEW YORK
Alla daga
•--------
REYKJAVÍK
OSLÓ
Mánudaga
Miðvikuclaga
Laugardaga
GLASGOW
Rmmtudaga
LONDON
Rmmtudaga
LUXEMBOURG
Alladaga
KAUPMANNAHÖFN
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
10FTIEIDIR