Morgunblaðið - 17.08.1971, Side 15

Morgunblaðið - 17.08.1971, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1971 15 Minning; Þorvaldur Sigurðsson fyrrv. sparisjóðsstjóri ÞORVALDUR Sigurðsson, fyrr- verandi sparisjóðsstjóri í Ólafs- firði er látinin og borimn til mold ar, þegar þessi fáu orð birtast. Ha.nn var fæddur að Höfða á Höfðaiströnd áráð 1887, sonur hjónanna Sigurðar Pálssonar og Jónínu Jónsdóttur. Þorvaldur fluttist sniemma til Ólafsfjarðar ásamt foreldrum sínum og bjó þar til dauðadags. Hann rak þar lengi útgerð og fiiskverkuin ásamt mági sinum Þorsteini ÞonsteinisynS, en þedr voru svo samrýndir að þeir voru ávallt nefndir „félagamir" í dag legu tali. Þorvaldur gegndi fjöl mörgum trúnaðairstörfum fyrir Ólafsfirðimga. Hainn var m,a. lengi í hreppsnefnd Ólafsfj arðar og oddviti henniar um langt skeið. Lengst og meist hefur Þorvaldur þó unnið Sparisjóði Ólafsfj arðar. Hann hóf þar störf árið 1929 og gegndi þeim óslitið fram á síðustu áramót. Það er ekki ofsagt að þess munu fá dæmi að maður hafi helgað sig að jafn mikilli alúð og eijusemi starfi sínu og Þor- valdur gerði. Fyrir þetta og hæg láta en umfraim allt góðviljaða framkomu sína ávann hann sér slíkt traust og virðingu allra, sem höfðu viðskipti við spari- sjóðinn, að þess munu fá eða engin dæmi um menn, sem slík- um 3törfum gegna. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt að nokk ur sviki Þorvald um endur- greiðalu á láni eða kæmi slíkt til hugar og þá þótti mönnum sem þeir hefðu þegar fengið féð í hendur, þegar Þorvaldur hafði sagt að hann skyldi reyna að hjálpa þeim við þau hugðarefni, sem menn glímdu við. Kun.ningi minn, sem víða heftir farið og kyninzt mörgu á sviði viðskipta og fésýslu sagði eitt ainn við mig. Það er ég viss um að Þorvaldur Sigurðsson er einstæðasti banka- stjóri i veröldinni. Það er mikil gæfa hverjum þeim, sem kynnist slíkum mann- kostamanni og Þorvaldur var. Ég er einn af þeim, sem á honum slik kynni að þakfca. Á þeim árum, sem mér var falið að hafa nokkra umsjón með fjármálum Ólafsfjarðarkaupstaðar þurfti ég oft til hana að lieitta. Um þau við- skipti þurfti aldrei að hafa mörg orð enda var Þorvaldur allra manma orðfæstuir. Óskráð lög voru þeim betur haldin af báðum og stundum fór svo að mér blöskr aði umburðarlyndi harus, þegar iita stóð á fyrir mér, en fyrir bragðið lét ég það verða mitt fyrsta verk að leggja inn hjá Þor valdi, þegar betur gekk. Ég ætJa að margir Ólafsfirðingar hafi svipaða sögu að segja. Hann var gerður að heiðursborgara Ólafs- fjarðarkaupstaðar á sjötugsaf- mæli sínu sá fyrsti og eini, sem þá sæmd hefur hlotið, og mun öllum hafa þótt honum með þvi sýndur verðugur sómi. Þorvaildur var kvænfur Krist ínu Þorsteinsdóttur Jórussonar frá Hólkoti í Ólafsfirði. Kristín var mikil húsmóðir og var heim ili þeirra gestkvæmt, einkum þegar Þorvaldur var forustumað ur í hreppsnefnd. Heimili þeirra bar rausn og mannkostum þeirra beggja vitni. Þeir Þorsteinn og Þorvaldur reistu srnemma veglegt hús í Ólafsfirði, sem ætíð hefur verið nefnt „Félagahúsið". Það er enn í dag með reisilegri hús- um í Ólafsfirði, hlýliegt og ris- mikið, og umhverfis það er feg- ursti garður, sem til er í byggð- arlaginu. Þessd garður var yndi Kristínar og muin varðveita aJlúð hennar og smekkvisi um ókomin ár. Ekki var fátítt að sjá Þor- vald ganga út í garðinn á síðari árum og njóta þar hiandarverka konu sininar í fegurð trjáa og gróðurs. Kriistin léat árið 1962. Þau Kristín og Þorvaldur áttu eina dóttur barna, Sigurbjörgu, sem er gift Jóhannesi Elíaisisyni bankastjóra í Reykjavík. Eimnig ólu þau upp Jakobínu Jónsdótt- ur, sem býr nú í Kaupmarma- höfn. Þorvaldur Sigurðsson var fjöl- mörgum hæfileikum búinin. Hann var söngmaður og leikari svo góður að af bar. Síðam hainn lék Skrifta-Hanis i Ævintýri á göngu för hefur jafnan verið örðugt að leika það hlutverk í Ólafsfirði jafnvel fyrir beztu leikara þjóð- arinnar. Meðfædd hógværð og hlédrægni Þorvaldar réðu því að þesá sem aðrir eðlisþættir í skaphöfn hans voru ekki á vit- orði þeirra, sem ekki höfðu kynmzt honum fyrr á árum._ Hár- fín kírmni hams og skops'kym gat þó ekki dulizt þeim sem brugðu við hann á glens, þá var eins og allur persónuleiki hana ljómaði í góðlátlegu brosi. Ég flyt ástvinum Þorvaldar ininilegustu samúðarkveðj ut og öllum þeim, sem sakna þessa niikJa drengskapar- og eljumann Ég þakka honum fyrir þá gæfu að fá að kynnast honum, og bið Guð að blessa minmingu hans. Ef íslenzk þjóð eigmast marga syni, sem viruna störf sín af jafn mikilM þjónustulund og alúð og Þorvaldur Sigurðsson, þá mun henni vel farnast. Lárus Jónsson. Löngum hefur verið hljótt um Ólafsfj'örð og enn er það svo, að fjöldi landsmanna veit ekki hvar á landinu sá staður er. En hér, við opnu hafi, þar sem ðld ur Norður-lshafsins ganga óbrotnar að ströndinni, hófst byggð þegar á landnámsöM. Lengst af fóru litlair sögur af Ólafsfirði, og annálar geta hans liítt, nema í sambandi við harð- æri og óáran. En í gegnum aM- imar hefur lifað hér fóllk, sem á sina sögu, og á hljóðlátan hátt hefur haft áhrif á samtíð sína. Ólafsfjörður hefur átt sina alda mótamenn, og þeir áttu sinn þátt i myndun þess byggðarlags er þróazt hefur í Ólafsfirði síð- ustu áratugina. Einn þessara manna kveðja Ólafsfirðingar hinztu kveðju í dag. Þorvaldur Sigurðsson fæddist að Höfða á Höfðaströnd í Skaga firði 27. febrúar 1887. Voru for eMrar hans hjónin Sigurður Pálsson og Jónína Jónsdóttir. Þau voru bæði ættuð af Upsa- strönd I Eyjafirði og bjuggu fyrstu búskaparár sln á Karlsá en fluttust árið 1877 að Mann- skaðahóli á Höfðaströnd, en siið an að Höfða og Arnarstöðum, og loks voru þau fáein ár i Hofsósi. Rétt fyrir aldamótin fluttist Sig- urður til Ólafsfjarðar og gerðist útvegsbóndi á Brimnesi. Börn þeirra hjóna voru sjö, tvö þeirra dóu ung, en hin fimm höfðu lengst af búsetu í Ólafs- firði og er frá þeim kominn milk ill og góður ættleggur. ÞorvaMur Sigurðsson stund- aði nám í Gagnfiræðaskólanum á Akureyri, eftir að hann fluttist til Ólafsfjarðar með foreldrum sin- um. Þess náms naut hann vel á langri ævi. Árið 1917, þann 29. septemiber, kvæntist hann Krist- inu, dóttur Þorsteins Jónssonar bónda í Hólíkoti. Var heimili þeirra að Brekkugötu 9 rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Kristín var gjörvuleg kona og vel að sér, bæði til munns og handa. Fékkst hún mikið við út saum og vefnað og eitthvað mun hún hafa málað. Þá þótti ullarband, er hún iitaði með jurtalitum vera frábært. Á þess um tímum var oft erfitt fyrir þá, er leið áttu í Óiafsfjörð, að fá gistingu þar, en heimili Þorvald ar og Kristinar var þá opið veg- farandanum og nutu þar marg- ir greiða, sem þeir gleymdu ekki. Þau ÞorvaMur og Kristín eignuðust eina dóttur, Sigur- björgu, sem gift er Jóhannesi Elíassyni, banikastjóra í Reykja vik. Einnig ólu þau upp systur- döttur Þorvaldar, Jakobínu, dótt ur Jóns Friðrikssonar og Guð- finnu Sigurðardóttur. Er hún gift dönskum manni, og búsett í Kaupmannahöfn. Konu sóna missti ÞorvaMur árið 1962 og dvaMi eftir það áfram á heimili sínu og naut umihyggju samibýlis fólks sins, hjónanna Jónmund- ar Stefánssonar og Kristínar Þorsteinsdóttur, yngri. Hefðu þau ekki reynzt honum betur, þótt hann hefði verið faðir þeirra. Ungur að árum hóf ÞorvaMur útgerð í félagi við mág sinn, Þorstein Þorsteinsson, bróður Kristinar. Voru mágsemdirnar tvöfaldar, því Þorsteinn var giftur Snjólaugu, systuir Þor- valdar. Með þessum tveimur mönnum tókst svo sterk og órjúfandi vinátta, að slíks munu fá dœmi að jafn miki'l ein ing sé mil'li bræðra, hvað þá óskyldra manna. Byggðu þeir húsið að Brekkugötu 9 saman og bjuggu þar í sambýli, sem aldrei féll skuggi á meðan báðum ent- ist aMur, en Þorsteinn andaðist árið 1958. VöMust þarna sam- an sérstakir dugnaðar og mann kostamenn, varu þeir í daglegu tali ’kallaðir „félagarnir," og báru það nafn með réttu. Voru þeir vinsæl'ir mjög af þeim er þeir kynntust, og margir þeirra manna, er hjá þeim unnu, minn- ast þeirra eiris og þeir væru að tala um feður sína. Gerðu þeir félagar jafnan út tvo eða þrjá báta, og voru sjálfir formenn á þeim, en höfðu fiskverkun i landi. Einnig voru aðrir menn i félagi mieð þeim um skeiði, og má þar nefna Guðmund Gíslason, sem var skipstjóri á Þór, og Ás- grim Sigurðsson frá Vatnsenda í HéðinsÆirði. Var Ásgrimuc mik 111 vinur þeirra félaga, átti með þeim skipin Kristjönu og Sig- urð, og skipstjóri á þessum skip um. Árið 1928 varð Þorvaldur að hætta sjómennsku vegna heilsu brests. Tók hann þá við stjórn Sparisjóðs Ólafsfjarðar og var forstjóri hans til síðustu ára- móta, eða i 43 ár samfleytt. Sam hliða þvi starfi hafði hann bók- haM fyrir rekstur þeirra félaga og vann ýms landvinnustörf í því sambandi. Einnig annaðist hann bókhaM fyrir Hraðfrysti- hús Ólaifisfjarðar um skeið. I hreppsnefnd var hann i mörg ár og oddviti um tima og auk þess gegndi hann ýmsum öðrum trún aðarstörfum fyrir byggðarlagið. Lengst af starfaði hann einn við Sparisjóðinn, en er starfið varð það umfangsmikið að hann ann aði því ekki einn, fékk hann sér til aðstoðar frænda sinn, Þor- vald Þorsteinsson, sem nú veit- ir Sparisjóðnum forstöðu. Öll störf sin rækti ÞorvaMuir Sig- urðsson með sérstakri snyrti- mennsku og samvizkusemi. Það var þvi ekki að ástæðulausu að hann var kjörinn heiðursborg- ari Ólafsf jarðarkaupstaðar á sjötugsafmæli sínu 1957. Þor- valdur andaðist i Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 2- ágúst s.l. eftir stutta legu. - ÞorvaMur Sigurðsson var myndarlegur og virðulegur að vallarsýn og sérstakt prúð- menni i allri framgöngu. Hann var alla tíð hlédrægur og ekki gefinn fyrir að trana sér fram, en enginn þurfti að tvila orð hans eða gerðir. 1 vinaihópi var hann glaðvær og skemmtilega spaugsamur, og ef hann tók að sér hlutverk í sjónleik, þá komu fram hjá honum sérstakiir hæfileiikar. Ég naut þeirrar ánægjiu að sjá hann leika Skrifta-Hans i „Ævintýri á gönguför", og svipbrigði hans og sönigur hrifu mig svo, að það er mér ógleymanlegt. Hann var vinur vina sinná og hjálpsamur þeim, er til hans leituðu. Þegar hann i dag er lagður til hinztu hviíMar við hlið konu sinnar i Fossvogskirkjugarði, kveðja Ól- afsfirðingar hann með þökk og virðingu og minnast hans sem vina-r og samferðamanns, er aldrei gleymist. ld. ágúst 1971. Rögnvaldur MöBer. Þuríður Guðlaug Gísladóttir-Minning Fædd 19. september 1909. Dáin 6. ágiist 1971. f dag verður kvödd Þuríður Guðiaug Gísladóttir, fisedd að Stóru Mörk undir EyjafjöHium. Foreldrar hennar voru Guðleif Kristjánsdóttir og Gisli Þórðar- son. Guðlaug, eins og hún var jafn an kölluð var svo ólánsöm að missa móður sína aðeins fimm ára gömul og ólst síðan upp á ýmsum stöðum og byrjaði að vinna fyrir sér óvenju ung að árum, enda mun heilsa hennair hafa bilað mjög snemma. Ég kynntist þessari góðu konu núna á s.l. vori, er ég fiór að venja komur mínar að vist- heimili Hrafnistu, en þangað kom Guðiaug fyrir ári síðan frá Reykjaiundi, enda heilsu henn- ar þannig komið, að hún gat ekki séð um sig sjálif. Þegar ég sá hana fiyrsf, vissd ég ekki, hvort hún var sjúkl- ingur, eða hvort hún var þarna til að annast hið lamaða fólk, sem þarna er, hún var sifellt á ferð og flugi, hjálpandi þeim, sem voru verr á sig komnir, en hún sjálfi. Ég gat séð, að þarna fiór kona, sem var vanari að gefa em þiggja. Hún talaði stundum um þau heimili sem hún hafði unnið á, en Guðlaug giftist aldrei, en stundaði jafnan heimilisstörf og dvaMi oftast lengi á hverjum stað, henni þótti sérstaklega vænt um öll börnin, sem hún annaðist. Fimm ár dvaMi hún á heimili Ólafs heittns Helgason- ar læknis og frú Kristínar konu hans, henni þótti afar vænt um þessi hjón, miunu þau hafa reynzt þessari einstæðu konu sérstaklega vel alia tíð og kunni hún vel að meta það. Það er vandfyllt sætið þitt Guðlaug mín í setustofunni að Hrafnistu, þú varst svo ung og lifandi og aMrei hafði ég heyrt þig hlæja jafn dátt og síðasta kvöMið, sem þú lifðir og lékst á als oddi, en að morgni varstu öll. Hafðu þökk fyrir hjálpsemi þina og vináttu. Erla Wigehmd. Hjartans þakkir fyrir sýnd- an vinarhug á áttræðisafmæll mínu 13. ágúst sl. Ferdinand Eiríksson, skósmiður. Til sölu Rúmlega 60 lesta tréfiskibátur, með nýrri vél og nýrri spildaelu. Bátnum fylgja netaveiðafæri, 2 fisktroll og 2 humartroll. Ennfremhr 370 lesta síldveiðiskip í topp-standi með 1200 hestafla vél. Góðir möguleikar á að breyta þvi í skutveiðiskip með litlum kostnaði. FASTEIGNASALAIM. Skólavörðustíg 30, sími 32842. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vinar- hug með heimsóknum, gjöf- um og skeytum á sjötíu ára afmælinu 5. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Vegna jarðarfarar verður skrifstofa félagsins lokuð Sigurborg Þorgilsdóttir, Hafnargötu 79, Keflavík. fyrir hádegi í dag. Trésmiðafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.