Morgunblaðið - 17.08.1971, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR lt. ÁGÖST 19T1
23
Þannig leit kortið út þeg-ar það kom á áfangastað.
KORTIÐ KOMST
Á ÁFANGASTAÐ
— þótt ritað væri með rúnaletri
ISLENZK póstþjónus'ta óx í
áliti hjá lesend'um sænska
blaðsins Eski'lstuna-Kuriren
fyrir skömimw — um leið og
smávegis var hnýtt í sænska
póstþjónustu. Ástæðan var
sú að póstkort, sem á var
ritað með rúnaletri, komst
gegnum isfenzika póstþjón
usbu og til ski'la, en í Svíþj óð
virðast póstmenn ekki hafa
komizt fram úr rúnaietrinu,
því póstkort, sem þar var sent
fyrir aHlöngu, er enn ekki
komið til skila.
Blaðamaður frá Eskilstiuna-
Kuriren, sam hefur mikinn
áhu'ga á rúroum, var á ferð
hér á landi í fyrras'umar og
langaði til að sjá hvemig
rúnalestrarkunnáttu Islend-
inga væri háttað. Hann sendi
vi-nroufélögum siínum í Eski'l-
'Stuna kort frá Egilsstöðum,
með rúnaletri, og nokkru
síðar var það komið á áfanga-
stað og hafði nafn og heim-
ilisfang þá verið „þýtt“ yfir á
venjufegt fetur. Bkki veit
blaðamaðurinn hvort íslenzk
ir póstmenn hafa getað gert
þetta hjálparlaust eða þurft
á hjálp sérfróðs manns að
halda, en i öllu faili telur
hann Isfendinga þarna standa
Svíuim framar, því kort, sem
sett var i póst á sama tima
um 100 kílómetra frá Eskil-
stuna er enn ekki komið til
skila.
— Umrót
Framhald af bls. 2
ur kæmist kyrrð á i alþjóðagjald
eyrismálum í heiminum.
VIÐBRÖGÐ
I BANDARÍKJUNUM
Innan Bandarikjanna sjálfra
leikur mönnum mest hugur á að
vita, hvort verðgildi Bandarikja-
dollara verður lægra erlendis en
verið hefur. Margir hafa orðið
til þess að láta í ljós ánægju og
telja ráðstafanirnar geta orðið
til þess að draga úr verð-
bólgu og sivaxandi atvinnu-
leysi. Þótt ýmsir demókrat-
ar hafi látið viðurkenningar-
orð falla, hafa aðrir orðið til
að segja, að Nixon hafi beðið of
lengi með það að gera áhrifa-
miklar efnahagsráðstafanir og
komi þær því að takmörkuðu
gagni.
TASS: SPEGLAR ERFIÐLEIKA
KAPÍTALÍSKS ÞJÓÐFÉLAGS
Fyrstu sovézku viðbrögðin
voru á þá lund að vandamálin,
sem við væri að glíma vegna
stöðu dollarans, spegluðu djúp-
stæða erfiðleika hins bandaríska
kapítalisma. Var það fréttastof-
an TASS sem sagði þetta í dag
og voru látnar i ljós efasemdir
um, að ráðstafanir Nixons gætu
komið að nokkru gagni. Var
bandaríska ríkisstjórnin sökuð
um að reyna að finna leiðir til
úrbóta, sem væru á kostnað
verkamanna, þar sem binding
kaupsins kæmi þunglega niður á
láglaunafólki, enda hefðu raun-
tekjur stórlega minnkað vegna
verðbólgu.
ERLENDIR KAUPSÝSLU-
MENN Á BÁÐUM ÁTTUM
Evrópskir bílaframleiðendur
létu ýmsir í ljós þá skoðun, að
sú ákvörðun Nixons að hækka
tolla á innfluttum varningi, þar
á meðal bifreiðum, myndi hafa í
för með sér að mikill samdrátt-
ur yrði í bílainnflutningi til
Bandarikjanna. Talsmenn Volks-
wagen-verksmiðjanna i Vestur-
Þýzkalandi sögðu, að hinn nýi
innflutningstollur gæti orðið
þeim þungur í skauti og á sömu
leið voru viðbrögð brezkra bif-
reiðaframleiðenda. 1 sama streng
tóku fleiri, m.a. skozkir viskí-
framleiðendur.
Talsmenn bandarísks bílaiðn-
aðar lýstu hins vegar ánægju
sinni með ráðstafanirnar og
töldu að samkeppnisaðstaða
þeirra myndi batna verulega.
— Innfl.skattur
Framhald af bls. 24.
aðarvörum, sem fluttar eru til
Bandaríkjanna.
Davíð Ólafsson, Seðlabanka-
stjóri, sagði í viðtali við Morgun
blaðið í gær að ekkert vætri hægt
að segja ákveðið í þessu efni,
eins og málin stæðu, en þau
hlytu að skýrast í dag eða
næstu daga. Viðskiptabankarnir
hefðu tryggt sig gegn þessum
10% skatti með því að hækka
með fyrirvara gjaldeyrisverðið
um 10%, en meirihlutinn af gjald
eyrisforða landsmanna er í doll-
urum og sterlingspundum. Davíð
sagði, að það væri ekki ljóst
eins og stæði hvernig gengi doll-
arans yrði, en adlt yrði undir þvi
komið.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson,
framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna, sagði, að
ef þessi 10% skattur yrði lagður
á innfluttan fisk til BarodaTÍkj-
anna myndi það miðað við sölu
fyrra árs muna um 400 — 500
milljónum kr. fyrir íslendinga.
Nýr svæðisstjóri
hjá Finnair
UM ÞESSAR mundir er nýr
svæðisstjóri að taka við skrif-
stofu finnska flugfélagsins Finn
air í Osló, en Island fellur und-
ir þá skrifstofu. Fráfarandi
svæðisstjóri, Harri Hahla hefur
verið úbnefndur svæðisstjóri fyr
ir Belgíu, Holland og Luxem-
burg en við hans starfi tekur
Dan-Anders Mörn. Hann hefur
starfað hjá félaginu í 16 ár, nú
síðast á aðalskrifstofu félagsins
í Helsinki.
N-frland:
IRA myndar stjórn
Wilson krefst aukafundar
brezka þingsins
Belfast og London, 16. ágúst.
— AP, NTB. —
TALSMAÐUR írsla lýðveldishers
ins, IRA, sagði á fundi með
fréttamönnum í Belfast í dag, að
IRA hefði myndað bráðabirgða-
ríkisstjóm. Eiga 6 ráðherrar sæti
í stjóminni og ank þess hefur
verið myndað 40 manna þjóð-
þing. Það var Joe Cahill, sá Ieið-
togi IRA, sem er mest eftirlýstur
í Norður-írlandi, sem hélt fund-
inn í Belfast í húsi, aðeins stein-
Egilsstöðum, 16. ágúst.
f BLÍÐSKAPARVEÐRINU sem
Norðlendingar og Auistfirðingiax
nutu um helgina, var á suinnu-
dag afhjúpaður að Vallainesi á
Völlum minnisvarði um Stefán
Ólafsson skáld, sem þar var
prestur. Minnisvarðinin er eir-
skjöldur sem Ríkharður Jómsson
gerði af skáldirou, eftir málverki
í Þjóðminjasafni íslands, og er
hann festur á steinvarða sem
Höfn, Hornafirði, 16. ágúst.
SKRÁ yfir útsvör og aðstöðu-
gjöld í Hafnarhreppi hefur veirið
lögð fram. Jafnað var niður _á
285 einstaiklinga og 21 félag. Út-
svör einstaklinga eru 12 millj. og
fimrn hundruð þúsund og útsvör
félaga þrjár mil'ljóniir og átta
hundruð þúsund. Aðstöðugjöld
einstaklinga eru 453 þús., aðstöðu
gjöld félaga 3 milUjónir og 200
og það var skráð si. föstudag
með fyrirvara um lokaiuppgjör á
grundvelli nýrrar opinberrar
gengisskráningar, þegar hún ligg-
ur fyrir.“
FRÉTTATILKYNNING FRÁ
F J ÁRMÁL ARÁÐUNE YTINU
„Þar sem felld hefur verið nið-
ur opinber gengisskráning hér á
landi og á meðan það ástand í
gjaldeyrismálum varir, h-efur
fj ármálaráðuneytið ákveðið sam
kvæmt ákvæðum 11. gr. toll-
skrárlaga, að tollafgreiðsla vara
skuli fyrst um simin miðuð við
snar frá brezku hermönnunum
sem leita hans.
Cahill sagði, að ríkisstjórnin
myndi leita eftir viðurkeniningu
erlendra stjómvalda. Hann sagði
það fjarstæðu að starfsemi IRA
hefði lamazt vegna undanþágu-
laganna, sem heimila handtöku
fólks, sem gruroað er um að vera
iélagar í samtökuroum.
Að sögn fréttamanna í Belfast
hefur allt verið með kyrrum
kjörum þar í dag og mikill mun-
Sveinn Einarsson frá Hrjót hlóð.
Var athöfnin mjög virðuleg.
Að lokinni messu séra Ágústs
Sigurðssonar, sem flutti ágæta
ræðu, bauð Kvenfélag Valla-
hrepps til kaffidrykkju í félags-
heimilinu að Iðavöllum. Fluttu
þar ýmsÍT sveitungar ræður og
var góður rómur að gerður.
Allmargt manna var viðstatt
athöfnina, enda verður hið ákjós
anlegasta. — Steinþór.
þúsund. Samtals eru útsvör
16.300 þúsund og aðstöðugjöld 3
milljónir og 700 þúsund, eða saim
tals 20 miHjónir. Helzrtiu gjalda-
liðir eru tryggirogar og lögboð
in gjöld 4 mil'ljónir og 300
þúsund, verklegar framfcvæmdir
svo sem gatnagerð, holræsi, ný-
byggingar og fl. 8 milljónir, og
til mentamála 500 þúsund.
15% hækkun á verði erlends
gjaldeyris, eins og það var skráð
hj á gj aldeyrisbönkunum föstu-
daginn 13. ágúst sl., en lokaupp-
gjör fari fram er gengisskráning
hefst á ný.
Vegna tollskjala, sem lögð
voru inn til tollyfirvalda fyrir sl.
helgi skal tekið fram, að tollaf-
greiðsla þeirra fer fram á þvi
gengi, sem í gildi var föstudag-
inn 13. ágúst, enda hafi viðkom-
andi tollskjöl að öllu leyti full-
nægt þeim skilyrðum, sem þurfa
að vera fyrir hendi til þess að
hægt sé að tollafgreiða vöruna
þegar í stað.
Ákvörðun þessi gildir um
óákveðinn tíma frá og með
þriðjudegimum 17. ágúst 1971.“
ur á ástandinu frá því sem það
var í síðustu viku, er 26 manns
féilu í átökum, hundruð særð-
ust og þúsundir flýðu heiirroili
sin. Nú eru 12.500 brezkir her-1
menn í NorðUr-írlandi, og er það j
mesti fjöldi frá því að óeirðinnar j
hófust fyrir tveimur árum. Sam-
fara auknum herstyrk, magnast
miótmælaaldan í landinu gegn
undanþágulögunum og í dag ga£
Williaim Conway kardínáli, yfir-
maður kaþólsku kirkjunnar í ír-
landi út yfirlýsingu, “þar sem
hann tekur harða afstöðu gegn
lögunum og kirefst þess að ramn-
sóikn fari fram á þeim ásökun-;
um að famgar, sem hamdteknir
hafa verið sasrmkvæmt lögunum,
hafi sætt miklum pyntingum hjá
lögreglunni. Hefur stjórn lands-
ins fyrirskipað ranmsókm þá sem
kardínálimm krefat.
Harold Wilson, fyrrverandi for
sætisráðherra, krafðist þess enn
í dag að brezka þirogið yrði kall-
að saman til tveggja daga auka-
fundar til að ræða ástandið í Ir-
lamdi. Átti að taka kröfu þessa
fyrir á ríkisstjArnarfundi í kvöld,
sem fjalla á um eímahagsaðgerð-
ir Nixons.
— Ræða Nixons
Framh. af bls. 1
landi, heldur miðaði hann að þvi
að gera bandarískar vörur sam-
keppnisfærar við innfluttar vör-
ur, og hann sagði: „Bandaríkin
eru sterkust þegar til samkeppni
kemur.“ Enn er fremur óljóst
hvaða vörur falla undir þennan
toill, en í fréttaskeyti frá AP seg
ir að fiskur sé undanskilinn svo
og olía, kaffi, málmar og sykur.
VERNDUN DOLLARANS
1 þeim hluta ræðunnar, er
fjallaði um verndun dollarans á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum
lagði forsetinn þyngsta áherzlu
á orð sín. Hann lýstí þvi yfir'
að á undanförnum vikum hefðu
erlendir f jármálamenn farið
með stríð á hendur dollaram.um,
sem nú yrði tekið fyrir, að aldrei
aftur yrði leyft að dol'larinn yrfi
„gisi“ i höndum alþjóðlegra fjár
málaspámanna. Þess vegna hefði
hann fyrirskipað að hætt skyldi
að greiða erfendum aðilum gull
fyrir dollara á 35 dollara úns-
una, eins og gilt hefur sl. 37 ár.
Forsetinn óskaði eftir viðræðum
miMii ríkisstjórna um leiðir tilað
skapa raunhæfara samband en
nú er milli gengis dollarans og
annarra gjaldmiðla. Hann tók
fram að gullverðið myndi ekki
breytast.
Hér sagði forsetinn: „Ég ætla
að jarða alla þvæiu um geng-
isfellingu. Þetta hefur að visiu
i för með sér að gengi dollarans
mun eitthvað lækka, og ef þið
kaupið innflutta bifreið eða ferð
izt til útlanda fáið þið eitthvað
minna fyrir dollarann ykkar, en.
ef þið kaupið bandarískar vörur
eins og yfirgnæfandi meirihluti
gerir fáið þið nákvæmlega það
sama fyrir dollarann á morgun
o.g þið fáið i dag.
Forsetinn fjaliaði síðan u*n
efnahagsaðstoð Bandaríkjanna
við Asíu- og Evrópulönd, er þau
voru i rústum eftir stríðið. Hann
sagði að Bandaríkin hefðu not-
að 143 milljarða dollara til að að-
stoða þau við að koma fótunum
undir sig á ný. Nú þegar þessar
þjóðir væru orðnar auðugar og
sterkar væri komið að þeim að
taka á sig hluta byrðarinnar við
að viðhalda friði í heiminum.
„Tími er til kominn að gengis-
skráningar verði raunhæfar og
að þjóðimar keppi á jafnréttiis-
grundvelli. Bandaríkin þurfa
ekki iengur að keppa við aðrar
þjóðir með hendurnar bundnar
aftur fyrir bak.“
Að lokum hvatti forsetinn
landsmenn til trausts á land og
þjóð og sagði að framtíðarstaða
Bandaríkjanna byggðist á sam-
keppnisanda, þjóðarstolti og per
sónutegu stolti allra landsmanna.
Um kl. 18 á sunnudag ók þessí b íll út af veginum við Eyri í Kjós.
— Ökunmður var einn S bílnum og var hann fluttur í slysa-
deild Borgarspítalans, en ekki var hann talinn alvarlega slasaður.
Bifreiðin skemmdist mikið, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd,
sem var tekin þegar dráttarbíll var að draga fólksbílinn upp á
veginn.
Minnisvarði um
Stef án Ólaf sson skáld
— afhjúpaður á sunnudag
12,5 milljóna kr.
gjöld í Hafnarhreppi
— 10% álag
Framhald af bls. 24.