Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGÚST 1971 ** ■f' * w W' OSjjpJHIBBB /V llf nnn á ^ ' jr. jL IlXJL X XX XX CJL samvizku- lausan heim Frelsishreyfingarmenn á æfingu í Austnr-Pakistan. Flóttafólk í Indlandi. Eru örlögr þess nil í hendi „samvi/kn lauss heinis"? myrtar með köldu bióði. Þegar allt kemur til alls er lif eins’akl ingsins einskis virði. Nú skal allt vera upp á samvizkulausan heim, sem þarf stöðug bræðra- vig og blóðrennsli sér til nær- ing:ar.“ Öll þau 23 ár, sem Pakistan- ríki hefur verið til, hafa V-Pak istanar farið með austurhlut- ann, sem nýlendu og kúgað íbúa hans á öllum sviðum; fjárhags lega, stjórnmálalega, menning- arlega og réttindalega. Boðskap ur Sheikh Mujibur Rahman um aukið sjálfræði A-Pakistana innan ríkisheildarinnar og stefnuskrá flokks hans, Awami- flokksins, féll þvi í frjóan jarð veg. Enginn gat þó ímyndað sér, að sigur Awami-flokksins í kosningunum í dsember sl. yrði svo ótvíræður, sem raun varð á; — af 169 þingsætum A- Pakistana fékk flokkurinn 167 og þar með meirihluta á þjóð- þingi Pakistans sem telur 313 þingsæti. Þessi 9igur hieypti öllu í bál og brand. Að vísu fóru hlutirnir hljóð- lega í fyrstu. Yahya Kahn, Pak istansfof’seti, talaði meira að segja um Sheikh Mujibur Rah- „I NÁLÆGÐ atburðanna hlýt- ur maður að sannfærast um, að heimurinn sé á síðasta snún- ingi,“ sagði indverskur kaup- sýslumaður við mig í Kalkútta á dögunum, þegar við ræddum horgarastyrjöldina í A-Pakist- an. „En sennilega deyfir fjar- lægðin alla samvizku og kæfir óp þeirra milljóna, sem eru Yahya Kahn man, sem „verðandi forsætisráð herra Pakistans.“ En þegar á reyndi sýndi sig, að V-Pakistan ar voru engan veginn á þeim buxum að láta Bengala, þó svo hann væri til þess rétt kjörinn, setjast í forsætisráðherrastól. Að vísu var algjör aðskilnaður ekki á stefnuskrá Awami-flokks ins, En ákvæði hennar um aukna sjálfstjórn A-Pakistana, bæði stjórnmálalega og fjár- hagslega, og eigin her gengu lengra, en „yfirdrottnarar“ rík isins vildu. Þá var gripið til hers ins, Mujibur Rahman handtek- inn sem landráðamaður, og tími „bræðravíga og blóðrennslis“ rann upp. Yahya Kahn beindi reiði sinni aðallega í fyrstu gegn Hindúum i A-Pakistan. Þótt þeir teldu að eins um 10 milljónir af tæplega 80 milljónum íbúa A-Pakistans kenndi hann þeim um kosninga sigur Mujibur Rahmans. Vafa- laust hefur þetta átt að vera klókindabragð af hálfu forset- ans til þess gert að koma um- heiminum á þá skoðun, að um enn eina óviðráðanlega trúar- bragðastyrjöld væri að ræða. En sannleikurinn kom fljótt í ljós. Harðvítug andstaða Awami flokksins og frelsishreyfingar- innar Mukti Bahani gerðu von ir V-Pakistana um skjótan sig- ur að engu. Flóttamannastraum urinn til Indlands varð til þess, að rétt mynd af borgarastyrj - öldinni síaðist út. Hryllingur harmleiksins varð á alíra vit- orði. En Yahva Kahn hertist bara við. Hann lýsti því yfir, að hann myndi aldrei sjá af A-Pakistan, hversu mörg mannslíf sem það kynni að kosta. Og frá Peking fékk hann stuðning við „aðgerð ir sínar til að bæla mður upp- reisnina í A-Pí:kistan“. Awami-flokkurinn lýsti A- Pakistan þá sjálfstætt ríki, — Bangla Desh, og frelsishreyfing in kvaðst reiðubúin að bei’jast til síðasta manns. Stuðningur Kínverja við Yahya Kahn kom Indverjum illa á óvart. Og nú lýsti Pak- istansforsetinn því yfir, að hann væri reiðubúinn til stríðs við Indverja vegna stuðnings þeirra við Bangla Desh og frelsisher- inn, ÁtÖk á landamærum Pakist ans og Indlands fóru vaxandi. Indverjar, sem mjög höfðu velt því fyrir sér, að ganga til orrustu við Pakistan, sem „ó- dýrustu og einföldustu" leiðina til lausnar málinu, hugsuðu si.g nú betur um og útkoman varð hjálparbeiðni til Rússa. Sovét- mönnum féll að vonum ekki illa að fá tækifæri til frekari fót- festu í þessum heimshluta og sáu það einnig sem mótvægi við þíðuna milli Bandaríkja- manna og Kína. Þeir sendu ut- anríkisráðherra sinn, Gromyko, á fund indversku stjórnarinnar til að undirrita vináttusamning milli þjóðanna. Meðal efnis hans er ákvæði um gagnkvæma aðstoð, ef á annað hvort ríkið verður ráðizt, Indverjar drógu nú andann léttar. víst um. Fullvíst má telja, að Yahya Kahn sé knúinn áfram til að nó sem skjótustum sigri, þar sem V-Pakistan getur illa verið án akra A-Pakistans. A- Pakistan hefur lagt til allt að 70% gjaldeyristekna ríkisins, mest með hampökrum sínum). Frelsishreyfingin í A-Pakistan hefur þvi tímann með sér og talsmenn hennar hafa sagt, að En blóðbaðið í A-Pakistan hélt áfram. „Það er stórveldanna að finna lausn á þessu máli,“ var sam- hljóða álit allra, sem ég ræddi við um borgarastyrjöldina. En hvaða laúsn má búast við, að stórveldin geti fundið? Eins og málin standa nú, má búast við, að Pakistan (og Kína) hiki við að ganga til styrjaldar við Indiand (og Rússa). Híns vegar má svo einn ig reikna með, að Indverjar dragi í lengstu lög að láta sverfa til stáls gegn Pakistön- um. Hættan við heimsstyrjöld bindur hendur allra. Bandaríkja menn eru í erfiðri aðstöðu. Þeir reyna nú að þrýsta að Yahya Kahn til friðar með því að hætta fjárhags- og vopnaaðstoð við stjórn hans, en áætlanir Nix ons um bætta sambúð við Kína standa í vegi fyrir afdráttar- lausri stefnu Bandaríkjanna; með eða á móti. Hlutleysi er því opinber stefna Bandaríkj- anna í þessu máli. Og aðstaða Bretlands má segja að sé einna erfiðust, þar sem bæði Indland og Pakistan eru samveldislönd. Þannig verður ekki í fljótu fcragði séð, að stórveldin geti fundið nokkra lausn á þessu máli aðra en þá, að allir haldi að sér höndum og horfi á harmleikinn í A-Pakist an halda áfram. Hversu lengi sá harmleikur má standa, er nú með öllu ó- Mujibur Rahman þeir séu undirbúnir undir nýtt Viet Nam — „og meira en það“. Grimmdin hlýtur því áfram að skipa æðsta sess í áætlunum stjórnarhersins og gjaldmiðill- inn í A-Pakistan heldur áfram að vera — mannslíf. „Þetta ætti að vera hrein vit firring,“ sagði vestur-bengalsk- ur embættismaður við mig um ástandið í A-Pakistan. „Það á ekki lengur að vera hægt að slátra fólki fyrir lélegan mál- stað.“ Eða er það kannski hægt eft- ir allt saman? Freysteinn Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.