Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 5
MORGU'NBI.AÐIÐ, MlÐVIKUDAGÚR 8. SEBTEMBF.R 1971
O
Magnús Andrjesson:
Skreiðarmjöl til hjálpar
flóttafólki í Austur-Pakistan
FRÉTTIR berast um hungur og
vosbúð, sem flóttafólk I Austur-
Pakistan verður að þola. Hvatt er
til, að fé og matvæli verði send
austur til hjálpar, og samskot í
því tiiefni eru víst í gangi. Fyr-
ir þá peninga, sem þannig safn-
ast væri skynsamlegast að kaupa
maiaða skreið. Sagt er, að fólk
þar eystra sé vant að borða sig-
inn, þurrkaðan fisk, líkan skreið-
inni. Bein eru um 23% af þyngd
skreiðarinnar, innihalda um 40%
protein, mest kollagen, ennfrem-
ur fosfórsúrt og kolsúrt kalk,
fosfórsúrt magnesíum og nokkuð
af klórkalsíum. Þessi síðar-
nefndu efnasambönd eru líkama
manna og dýra jafn nauðsynleg
og proteinið. í mörgum þróunar-
löndum er vöntun á þessum efna
samböndum í fæðunni. Þannig
skrifar hinn frægi læknir dr.
Aibert Schweitzer í frásögn um
starf sitt í Lambarene, Afríku,
að aðalástæðan fyrir hinu slæma
heilsufari sé vöntun á kalsíum í
fæðunni. Til þess að allt hið verð
mæta næringarefni í skreiðinni
nýtist, er nauðsynlegt, að beinin
séu matreidd þannig, að hægt sé
að neyta þeirra með fiskinum,
og þá er mölun í hæfilega korna-
stærð bezta lausnin. Ekki alls fyr
ir löngu voru fiskbein hirt til
matar á íslandi, látin i skyr og
sýru og geymd, þar til þau urðu
meyr, eða soðin það lengi, að
hægt var að tyggja þau. Hið
sama er sagt að Afríkubúar geri,
sjóði skreið með gænmeti og
kryddi, þar til beinin verða meyr,
og er fæðunnar þannig neytt. í
skýrslu um starfsemi Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins
1983 er skýrt frá tilraunum í
samvinnu við mig um pökkun og
geymsiu á malaðri skreið í loft-
dregnum plastumbúðum. Er þar
m.a. skýrt frá mjög athyglis-
verðri tilraun, sem dr. Sigurður
Pétursson gerði með geymslu
skreiðarmjölsins í þessum umbúð
urn. Þá um vorið fór Bragi Eiríks-
son, forstjóri Skreiðarsamlagsins,
til Nigeríu með nokkuð af loft-
dregnum plastpokum og loft-
dregnum kögglum af skreiðar-
mjölinu, lét þar búa til
úr því máltið, steiktar fiskiboll-
ur, sem féllu þeim, er boðið var
mjög vel í geð og var allt borðað,
er framreitt var (sbr. grein mína
í Morgunblaðinu frá 27. apríl
1970 um manneldismjöl og fóður
mjöl). Gott væri, ef forstöðu-
Magnús Andrjesson
konur húsmæðraskóla hérlendis
vildu gera tilraunir með að mat-
búa skreiðarmjöl, og gæti þá
uppskrift þeirra á þeim matartil-
búningi orðið flóttafólkinu að
liði. Ég átti samtal við dr. Sig-
urð Pétursson og bað hann um
að skrifa mér bréf um álit hans
á maiaðri skreið til manneldis,
þvi að nauðsynlegt er þessu mál-
efni til framdráttar að fá jákvætt
álit vísindamanns frá vísinda-
stofnun eins og Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins. Dr. Sigurður
tók þessari beiðni minni vinsam-
lega og skrifaði mér eftirfarandi
bréf:
Hr. Magnús Andrjesson
Bjarnarstíg 3,
Reykjavík.
Hef móttekið bréf þitt, dags.
21. þ.m., þar sem þú biður um
skriflegt álit mitt á malaðri
skreið til manneldis. Þar sem ég
hef haft mikinn áhuga á þessu
máli, verð ég fúslega við þessari
beiðrii.
Eins og fram kom í Skýrslu
um starfsemi Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins árið 1963,
voru þá gerðar hér tilraunir með
mölun skreiðar og pökkun í loft-
dregnar plastumbúðir. Við til-
raunirnar var notuð svokölluð
Afríkuskreið. Eftir mölun og
pökkun var skreiðin geymd við
3 mismunandi hitastig (22°C,
28°C og 37°C) í eitt ár. Eftir þann
tíma höfðu lykt og bragð hvergi
breytzt og gerlafjöldinn hafði
alls staðar minnkað til stórra
muna. Við 37°C hafði skreiðin
dökknað nokkuð og einnig lítið
eitt við 28°C, en við 22°C breytt
ist útlitið ekkert.
Af þessari tilraun er augljóst,
að hér er fundin hentug aðferð
til að geymá og flytja skreið í
heitu loftslagi, en það er mjög
mikilvægt, t.d. fyrir markað í
Afríku.
Þessi meðferð á skreiðinni hef-
ur eftirtalda kosti:
1. Útlit
Það dylst engum, sem séð hef-
ur Afríkuskreið, að útlit hennar
er ekki fallegt. Vara þessi er þvi
fjarri þvi að vera girnileg til átu,
þó að bragð hennar falli tvímæla
laust sumum þjóðum vel.
Sé ‘skreiðin möluð, lítur hún
út eins og hver önnur mylsna af
fiski, sem vekur lyst neytandans.
2. Umbúðir
Með því að pakka skreiðar-
mylsnunni í loftdregna plast-
poka vinnst það, að fiskurinn
pressast saman og verður miklu
fyrirferðarminni, auk þess sem
áhrif loftsins á vöi'una eru úti-
lokuð. Plastið ver einnig vöruna
utanaðkomandi áhrifum, s.s. ryki,
rnygiu og skordýrum, en það
kemur sér vel á mörkuðum I Afr
íku.
3. Flutningar
Vegna þess hversu skreiðar-
mylsnunni er pakkað þétt í pok-
ana og pokarnir pakkast vel sam
an, tekur þessi vara miklu minna
rúm en ómöluð skreið. Er þetta
mjög heppilegt, bæði við flutn-
inga, geymslu og dreifingu vör-
unnar.
4. Matreiðsla
Þegar pokarnir eru opnaðir,
losnar skreiðarmylsnan sjálf-
krafa í sundur og er það miklu
auðveldara við matargerðina
heldur en að brytja fiskana niður
grjótharða eins og hlýtur að
þurfa, þegar matreitt er úr venju
legri skreið.
5. Samanburður við mannelclis-
mjöl
Enda þótt sú Afríkuskreið,
sem við þekkjum, sé Ijót útlits
og miður lystileg, þá hefur það
komið í ljós, að eftir henni er
sótzt, ekki aðeins sem prótein-
gjafa, heldur vegna bragðsins.
Þetta er einimitt það, sem malaða
skreiðin hefur fram yfir mann-
eldismjöl, en það er, sem kunn-
ugt er, . vandlega hreinsað fisk-
prótein. Malaða skreiðin er bragð
mikil og minnir á fisk, en mann-
eldismjölið erbragðlaust og minn
ir ekki á neitt. Þar við bætist, að
manneldismjöl er miklu dýrara
en malaða skreiðin.
Á íslandi liggur nú mikið
magn af Afríkuskreið, sem
ómögulegt er. að sel.ja sem slika.
Nú er tækifærið að reyna að
breyta þessari vöru á einhvern
þann hátt, sem gerir hana út-
gengilega. Það þarf því að hefja
nú þegar tiLraunaframleiðslu á
nokkrum tonnum af malaðri
skreið í loftdregnum plastpok-
um og kynna hana á mörkuðum,
sem þegar hafa kynnzt venju-
legri skreið.
Virðingarfyllst,
Sigurður Pétursson.
Hamrakvörnin sem notuð var.
til mölunar á ofangreindu sýni'
af skreiðarmjöli reyndist ekki
hentug og ekki laust við að kvörn
in hefði skemmzt við mölunina
á skreiðinni. Það sama sögðu
þeir mér hjá fyrirtækinu Kamas
í Malmö, en þangað fór ég 1965
með nokkra fiska af skreið, sem
þeir möluðu fyrir mig í hamra-
kvörn. Þ'að er því nausynlegt að
athuga sem fyrst, hvar hentugar
kvarnir sé að fá. Ég hefi fengið
tilboð á kvörnum frá Englandi,
Þýzkalandi og U.S.A. (frá syni
Hannesai' Kjartanssonar ambassa
dors, sem er forstjóri fyrir
Eldhaka Inc. New York). Þarf
að fara til útlanda með nokkra
fiska af skreið og fá úr þessu
skorið og kaupa þá kvörn eða
kvarnir, sem hentugastar eru.
Eins og nú er ástatt hjá flótta-
fólkinu í Austur-Pakistan, væri
hentugast og ódýrast að senda
skreiðarmjölið til þess í stórum
loftþéttum pokum, eins og þeim
sem nú eru notaðir undir fiski-
mjöl, bæði innanlands og utan.
Þessir pokar eru uppfinning Geirs
Arnesen, efnaverkfræðinigs, hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins. Skreiðarmjöli úr þessum pok
um væi'i þá hægl að dreifa til
neylenda á staðnum eða í ná-
grenni hans í minni umbúðum,
t.d. loftdregnum plastpokum eða
kögglum. 1965 fór ég að ráði
danskra verkfræðinga til Giess-
Framhald á bls. 15.
Fjórðungsþing
Norðlendinga ræðir
samgöngumál
FJÓRÐUNGSÞIN.G Norðlendinga
verður haldið í Ólafsfirði dag-
a.na 9. og 10. september n.k. og
hefst kl. 2 e.h. Þingið sækja
fulltrúar kaupstaða, sýslufélaga
og hreppa með 300 íbúa og fleiri.
Alis eiga 62 fulttrúar rétt til
þingsetu úr Norðurlandi auk al-
þingismanna.
Helztu mál þessa þings verða
samgöngumélin og þá sérstak-
lega gerð samgönguáætlunar
fyrir Norðurland, sem nú er haf-
in, ennfremur verkefnaskipting
ríkis og sveitarfélaga, ásamt
dreifingu ríkisstofnana um land-
ið. Félags og samgönguráðherra
mun ávarpa þingið og Björn
Bragi Jónsson, forstjóri Efna-
hagsstofnunarinnar, m'un ræða
um samgönguáætlun Norður-
lands sérstaklega. Björn Frið-
finnsson, bæjarstjóiri á Húsavík,
mun hafa framsögu um verkefna
skiptingu ríkis og sveitarfélaga,
ennfremur um dreifingu ríkis-
stofnana.
FyTÍr þinginu liggja ýmis ný-
mæli t. d. tillaga um samstarfs-
nefnd Alþýðusambands Norður-
lands og Fjórðungssambands
Norðlendinga í atvinmumálum og
um atvinnumálaráðstefnu á
Norðurlandi og ennfremur til-
laga um ferðamálaáætlun fyrir
Norður'land. Þá l'ggur fyrir þing-
ingu tillaga um menntamálaáætl-
un fyrir fjórðunginn og sjálf-
stæða stjórn á tilraunastarfsemi
landbúnaðarins í Norðurlandi.
Auk þessara mála eru enn-
fremur tillögur um iðnþróun,
orkumál og heilbrigðismál, þá
iiggur fyrir þinginu nefndarálit
frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
um stöðu landshlutasamtaka
svéitarféiaga, sem vafalaust á
eftir að koma tii kasta Fjórð-
ungssambandsins nú og á næstu
þingum.
Fjórðungsþing kýs fyrir lok
þingsns fjórðungsráð, sem er
skipað níu mönnum. En fjórð-
ungsráðið kýs síðar úr sínum
hópi fjórðungsstjórn. Auk þess
eru kosnar milliþinganefndir.
Undanfarin ár hafa verið milli-
þiinganefndir í atvinnumálum,
samgöngumálum og landbúnað-
armálum.
RANGE ROVER
LAND
R0VER
VII. VÖRUSÝNING ÆWWM
KAUPSTEFNAN REYKIAVÍK M ■
KAUPSTEFNAN REYKJAVfK
ki
i* itf
ii
FÁIÐ BÆKLINCA MEÐ UPPLÝSINCUM
UM BÍLA FRÁ OKKUR
Ath.
R A ESE O E R C3 V E R
KYNNING í ANDDYRINU
HEKLAhf.
Laugavegi 170—172
Sírni 21240.