Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1971 Óveðursský yfir Balkanskaga UGGUB hefur vaknað á ný um sovézka íhlutun í Aust- ur-Evrópu, um það bil þrem ur árum eftir innrásina í Tékkóslóvakíu, Ástandið er þó alls ekki sambærilegt við ástandið 1968, því að for- sendumar fyrir sovézkri íhlutuu eru ekki eins veiga- miklar. Valdaeinokun komm únistaflokkanna í Austur- Evrópu er hvergi dregin í efa eins og í Tékkóslóvakíu 1968, heldur þvert á móti. Rúmenar, sem telja sig í mestri hættu, búa við harð- ari kommúnistastjóm en ná- grannaþjóðirnar Ungverjar og Pólverjar. Gremja Rússa að þessu sinni stafar af ut- anríkisstefnunm — en þessi gremja virðist þó engu minni en gremjan í garð Tékka og Slóvaka á sínum tíma vegna innanlands- stefnu þeirra, Helzta ástæðan er sú, að Kín- verjar hafa á undanfömum mánuðum skapað sér sterka aðstöðu á Balkanskaga. Með því hafa þeir vakið vonir fólks í þessum hluta álfunnar um aukið svigrúm og ótta valda- mannanna í Kreml um að losn- að geti um böndin sem tengja löndin Sovétríkjunum. Atburð- imir í Tékkóslóvakiu og Brezhnev-kenningin um tak- markað fullveldi kommúnista- ríkja hafa, þótt mótsagna- kennt kunni að virðast, gert Kínverjum auðvelt að vingast við Austur-Evrópuríkin, Nú beita Rússar hótunum til þess að koma í veg fyrir að Auatur- Evrópuríkin fylgi sjálfstæðri utanrikisstefnu. ★ VINGAST VIÐ PEKING Júgóslavar hafa um tutt- ugu ára skeið verið lausir við sovézka yfirdrottnun, en standa nú andspænis aukinni sov- ézkri ásælni. Varsjárbandalag- ið hefur haldið miklar heræf- ingar í Ungverjalandi, skammt frá júgóslavnesku landamær- unum, og nýlokið er umfangs- mikium heræfingum í Búlgaríu. Júgóslavneskir útlagar i Sovét- ríkjunum hafa staðið fyrir l harðri áróðursherferð gegn Titó og stjóm hans, og Rússar hafa kynt undir ríg hinna ýmsu þjóða, sem byggja Júgóslavíu. Þess vegna kom það ekki á óvart, þótt Titó gleymdi hug- myndafræðilegum ágremingi og hörðum árásum Kínverja um margra ára skeið og sendi utanríkisráðherra sinn, Tepe- vac, til Peking fyrir skömmu. Rúmenar, sem um árabil hafa átt í útistöðum við Rússa vegna óhlýðni við þá, hafa tryggt sér stuðning Kínverja I baráttu sinni fyrir þjóðlegu sjáifstæði. Nicolae Ceusescu, forseti, fór í umtalaða heim- sókn til Peking í júni og var kuldalega tekið á Moskuflug- velli á heimleiðinni. „Þolinmæði okkar er ekki takmarkalaus,“ sagði Kosygin forsætisráð- herra við hann. Eftir heim- bomuna virðist Ceausescu hafa sannfærzt um að hann hefði spennt bogann of hátt. Hann hóf mikla herferð til þess að auka eftirlit kommúnistaflokks ins á öllum sviðum: hugmynda- fræðikennsla hefur verið auk- in í skólum og verksmiðjum, skorin hefur verið upp herör gegn erlendum áhrifum, hedm- sóknum erlendra listamanna, einkum popplistamanna, hefur verið aflýst, frjálslyndum mönn um hefur verið bolað burtu úr menningarstofnunum og vest- rænar kvikmyndir hafa verið bannaðar, svo og sjónvarps- þættir. Rússar eiga bersýnilega ekki að geta sett neitt út á stefnu Ceausescus í innanlands málum. Jafnvel Ungverjar og Tékkó- slóvakar reyndu varfærnislega um svipað leyti og Ceausescu fór til Peking, að auka tengsMn við Kínverja. Svoboda, forseti Tékkóslóvakíu, lét svo ummælt í júní, að „raunverulegar for- sendur“ væru fyrir samstarfi milli Tékkóslóvaka og Kín- verja. Furðulegra var, að trygg asta stuðningsríki Rússa, Búlgaría, fann ýmislegt já- kvætt í tillögu, sem Rúmenar báru fram, með tryggingU Kin- verja, þess efnis að Balkanrik- in samræmdu stefnu sína til þess að treysta sjálfstæði sitt. Búlgarska blaðið „Otetsjestven Front“ sagði: „Er ekki kom- inn tími til þess að nýtt frum- kvæði verði tekið?“ ★ GRIPIÐ í TAUMANA En ástandið breyttist þeg- ar Rússar sáu að þeir yrðu að misit „Af hverju getur þú ekki leikið þér með hinuni strákunum?" foringjar allra kommúnista- flokkanna í Austur-Evrópu nema þess rúmenska kvaddir til leynifundar á Krimskaga. Ceusescu var ekki boðið frem- ur en til fundarins sem hald- inn var í Bratislava 18 dögum fyrir innrásina í Tékkóslóvakíu fyrir þremur árum. Samkvæmt heimildum i Búkarest var rætt um ráðstafanir, sem gera þyrfti ef Rúmenar segðu sig úr Var- Ceausescu RÚMENAR OG JÚGOSLAVAR ÓTTAST ÍHLUT- UN RÚSSA Jenö Fock, forsætisráðherra Ungverjalands Kortið sýnir veika hemaðarstöðu Rúmeniu grípa í taumana. Fyrst var efnt til fundar forsætisráðherra Austur-Evrópuríkjanna í Búka- rest til þess að ræða nánari samvinnu innan Comecons, markaðsbandalags Austur-Evr- ópurikjanna. Rússar gerðu grein fyrir tillögum um skjót- an og víðtækan samruna efna- hagskerfa landanna, en eins og svo oft áður lögðust Rúmenar eindregið gegn þessum tiUög- um og héldu fast við kröfu sína um þjóðlegt fullveldi. Kosygin forsætisráðherra dvald ist einum degi lengur en hann hafði ætlað i Búkarest til að telja Ceausescu á að sam- þykkja, að Varsjárbandalagið héldi heræfingar í Rúmeniu um leið og æfingarnar i Búlga- ríu færu fram, en Ceausescu þvertók fyrir það. Nokkrum dögum síðar voru sjárbandalaginu og Comecon. Kína var einnig á dagskrá eins og sást á þvi að forsætisráð- herra Mongolíu, Tsedenbal, var boðið tU fundarins. ★ FERÐ NIXONS Áður en þetta gerðist hafði Nixon Bandaríkjaforseti skýrt frá þeirri ákvörðun sinni að fara í heimsókn ti'l Peking, og Rúmenar hældu forsetanum varfærnislega: „Heimsóknin er mikilvægt skref í jákvæðri og afar þýðingarmikiUi þróun,“ sagði flokksmálgagnið „Scin- teia". AthygU vakti, að Ung- verjar sýndu meiri hrifningu en Rúmenar. Blaðið „Magyar Nemzet" taldi heimsókn Nix- ans staðfesta „meginreglur friðsamlegrar sambúðar". Tímaritið „Magyaroszag" skU greindi hinar nýju horfur, sem væru að skapast I togstreitu stórveldanna, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Kína, án þess að með fylgdu venjuleg skamm aryrði um Kínverja. Forsætis- ráðherrann, Jenö Fock, sagði loks í viðtali við ítalska blaðið „H Giorna': „AUar friðelskandi þjóðir taka áreiðanlega vel í ákvörðunina um. ferð Nixons." Eftir orðum Focks að dasma gat Breznev-kenningin engu breytt, því að hann sagði: „FuUveldi sósíalistarikja eru engin takmörk sett — fuUveldi eins sósíalistaríkis getur ekki takmarkað fuUveldi annars." Fundurinn í Krím var hald- inn tiu dögum síðar, og þá kom annað hljóð í strokkinn. Auk Brezhnevs komu til fundarins af Rússa hálfu þeir Podgorny forseti, Shelest, aðalritari kommúnistaflokksins í Okra- inu og fjórir traustir stuðnings- menn Brezhnevs, Katchev og Ponomarev, miðstjórnarritarar, og Pussakov og Zakanov, mið- stjórnarfulltrúar. Kosygin for- sætisráðherra og hugmynda- fræðingurinn Suslov mættu ekki og það fór ekki fram hjá Rúmenum, að það voru þessir tveir forystumenn, sem fyrst og fremst lögðust gegn innrás- inni i Tékkóslóvakiu 1968. ★ NÝR TÓNN Brezhnev gerði foringjum kommúnistaflokka Póllands, Ungverjalands, Búlgaríu, Tékkóslóvakiu, Austur-Þýzka- lands og Mongóliu grein fyrir vaxandi áhrifum Kín- verja í Suðaustur-Evrópu. Nán- ari samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna voru kölluð „samsæri um að skipta heim- inum.“ 1 tilkynningunni, sem var gefin út eftir fundinn á Krím, var varað sterklega við „öflum endurskoðunarsinna til vinstri og hægri.“ Ungverski kommúnistaforing inn Kadar boðaði til skyndi- fundar í miðstjórn flokksins við heimkomuna. Tilkynning sem var gefin út eftir fundinn stangaðist harkalega á við um- mæli forsætisráðherrans aðeins tíu dögum áður. Þar var talað um „tilraunir til þess að koma af stað sundrungu í kommún- istaheiminum og Evrópu." Engum gat dulizt, að þessum skeytum var beint til Rúmena og Júgóslava. Þannig fordæmdi málgagn pólska kommúnista- flokksins, „Trybuna Ludu“, hvers konar tilraunir tii þess að „reyna að koma á sættum við Kínverja á grundvelli and- sovézkrar stefnu og sundrung- ar í röðum okkar.“ Ungverska blaðið „Magyar Hirlap" talaði Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.