Morgunblaðið - 16.09.1971, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.09.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1971 11 l Sjötugur í dag; Öli J. Olason, stórkaupmaður EINN þeirra mörgu og góðu fé- laga, sem hafa starfað, lengi og vel, fyrir Rauða Kross íslands, Óli J. Ólason stkpm., er sjötugur í dag. Hann hefir lengi átt sæti í stjórn R.K.Í., og þó lengur í stjórn Reykjavikurdeildarinnar. Þar hefir hann skipað sitt sæti með sóma 1 nálega tuttugu ár, og formaður deildarinnaj- var hann í sex ár, unz hann baðst undan endurkjöri á þessu ári. Starf Reykjavíkurdeildar R.K.Í. er umsvifamikil þjónusta fyrir borgarbúa, unga og gamla, sjúka og heila. Til þeirrar þjónustu hef- ir Óli J. lagt fram sinn stóra skerf. Rauða kross-hugsjóninni hefir hann unnið þannig, að við sem með honum höfum starfað að þeim málum, mlnnumst hans sjötugs með þakkarhug og gleði. Drenglund hans, góðvild og úr- ræði hans í margs konar vanda, eru okkur í minni. Við sendum honum og konu hans kveðjur okkar og árnaðaróskir, og við hlökkum til starfsins með hon- um, þegar hann kemur úr þessari ferð heim. Jón Auðuns. „GLÆSILEGT dæmi um gest- risni Snæfellinga var Óli Jóns- son bóndi á Stakkhamri," segir séra Árni Þórarinsson i hinni nafntoguðu ævisögu sinni. Og mikið lof ber hann á konu hans, Elinborgu Tómasdóttur, fyrir gáfur, dugnað og langlundargeð. Óli Jón, sonur þeirra merkis- hjóna, fæddist 16. september 1901 á Stakkhamri í Miklaholts- hreppi í Hnappadalssýslu. Ung- ur fór Óli að heiman til náms, fyrst í Flensborg í Hafnarfirði, síðan í Verzlunarskóia Islands Fræðslustarf BSRB Umræðufundir og fræðsluráðstefnur BANDALAG starfsmajnna ríkis og bæja er nú að hefja fræðslu- starf vetrarins. Er þar bæði um að ræða eins dags umræðuráð- stefnur fyrir opinbera starfs- menn almennt og þriggja daga fræðsluráðstefnur. UMRÆÐUFUNDIR Á 10 STÖÐUM Fræðslunefnd BSRB hefur áð ur haldið fundi víðs vegar um landið fyrir ríkis- og bæjarstarfs menn á tilteknum svæðum, sem voru í meginafcriðum miðuð við kjördæmaskiptinguna. Þátttaka reyndist góð og kom fram mikiil áhugi á þvi, að þessari starfsemi yrði haldið áfram. _ Sérstakt tilefni er nú til um- ræðna og skoðanaskipta meðal opinberra starfsmanna, þar sem samningsréttur þeirra verður mjög á dagskrá á næstunni. Ákveðið er að halda ráðstsfn ur á 10 stöðum og verður dag- skrárefni þeirra: Viðhorf þau, sem skapast kunna við fullan samnings- rétt og verkfallsrétt, og í tengslum við það frumvarp um réttindi og skyldur, setn lagt var fram á síðasta Al- þingi. Frjálsar umræður og fyrirspurnir um mál þessi, svo og kjarasamninga eða annað það, sem félagsmenn vilja koma á framfæri. Fyrkkomulag á ráðstefnum þessum verður alls staðar hið sama. Tveir framsögumenn frá stjóm BSRB verða á hverjum fundi og fundarstjóri frá fræðslu nefnd bandalagsins. Þátttaka er heimil öllum opin berum starfsmönnum, hvort sem þeir eru félagsbundnir í BSRB eða ekki. Fundir hefjast á öllum stöðum kl. 2 e.h. Eftir framsöguerindin býður fræðslunefnd þátttakend- um til kaffidrykkju og að því loknu verða frjálsar umræður. Kristj án Thorlacius, formaður BSRB og Guðjón B. Baldvinsson, ritari BSRB hafa framsögu á: ísafirSi, laugard. 18. sept. í A1 þýðuhúskj allaranum. Siglufirði, laugard. 25. sept. að Hótel Höfn. Sauðárkróki, sunnud. 26. sept. að Hótel Mælifelli. Akureyri, laugard. 2. okt. að Hótel KEA. Selfossi, sunnud. 3. okt. í Gagn fræðaskólanum. ,| Hafnarfirði, sunnud. 10. okt. að Skiphóli. Haraldur Steónþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB og Átgúst Geirsson, formaður Félags ísl. símamanna, hafa framsögu á: Egilsstöðum, laugard. 18. sept. í Valaskjálf. Keflavík, laugard. 25. sept. i Að alveri. Munaðarnesi, sunnud. 26. sept í veitingaskála BSRB. Vestmannaeyjum, laugard. 2. okt. í Nausthamri (Kiwanishús- inu). Fræðslunefnd BSRB væntir þess, að opinberir sta-rfsmenn at- hugi, hver af þessum ráðstefnu stöðum er þeim hentugastur. Einstök bandalagsfélög munu síðan boða til funda eða ráð- stefnuhalds fyrir félaga sína á höf uðborgarsvæðinu. FRÆÐSLURÁÐSTEFNUR AÐ MUNAÐARNESI Ákveðið er að haida tvær fræðsluráðstefnu.r að Munaðar- nesi. Hvor um sig stendur £ þrjá daga, þannig að farið verður upp í Borgarfjörð á fimmtudags- kvöldi og ráðstefnunni lýkur á sunnudagskvöldi. Bandalagsfélögunum hefur ver ið gefinn kostu.r á að senda þátt takendur og er áætlað þátttöku gjald 1500 krónur. Einstaklingar, sem hefðu hug á þessu geta snúið sér til sins félags eða skrifstofu BSRB. Þátttaka þarf að tilkynnast skrifstofu BSRB í síðasta lagi 10. okt. nk., og verða þátttakendum síðar send endanleg dagskrá og ýmis gögn. Verkefni á ráðstefnum þessum verða: 1. Ráðstefna 28.—31. október. Samningsréttur opinberra starfsmanna — endurskoðun laga um réttindi og skyldur — reynslan af starfsmatskerfi við gerð kjarasamninga. Er miðað við, að þátttakendur séu eitthvað kunnugk- starfi bandalagsins eða einstakra banda lagsfélaga. 2. Ráðstefna 11.—14. nóvember. Fundarsköp og fundarreglur — skipulagning og undirbúning ur félagsstarfsemi — samninga- aðferðir — starf og skipulag BSRB. Þátttakendur geta verið trún aðaonenn bandalagsfélaga, sem óska að afla sér fróðleiks um þessi málefni, svo og áhugamenn um félagsmál. (Frá BSRB). og brautskráðist þaðan 1922. Hóf hann snemma verzlunarstörf, stundaði þau þegar í Hafnar- firði innan við tvitugt. Árið 1921 stofnaði hann Skóbúð Reykja- vikur ásaínt bræðrum sínum, Jóni og Tómasi. Rak hann þá verzlun' sem sameigandi og sið- an mörg ár sem einkaeigandi fram til 1954. Einnig rak hann umboðsverzlun frá 1922, aðallega með skófatnað, gekk 1940 i félag við' Þorvald Benjamínsson og ráku þeir saman fyrirtækið Th. Benjaminsson & Co., síðan 1946 var Óli einkaeigandi eftir fráfall Þorvalds. ÓIi hefur verið athafnamikill kaupsýslumaður og notið trausts og trúnaðar. Hann var einn af stofnendum Skókaupmannafé- iagsins, formaður þess í mörg ár og fulltrúi í Verzlunarráði Is- lands. En hugur hans hefur flog- ið viða. 1944 gerðist hann einn af stofnendum Loftleiða og var í stjórn þess fyrstu 10 árin. Þeg- ar hlutafélagið Trygging var stofnað fyrir 20 árum, var Óli þar I sveit og tók viö for- mennsku félagsins við lát Kristjáns Jóhanns Kristjánsson- ar og hefur rækt það starf eins og önnur af dugnaði og sam- vizkusemi. En það eru fieiri hliðar á Óla Ólasyni en kaupsýsla og við- skipti. Hann er einnig frábær félagsmálamaður, áhuginn brenn- andi fyrir mannúðar- og félags- málum. Ber þar gleggstan vott- inn hið langa og giftudrjúga starf hans I þágu Rauða kross- ins. Þar hefur hann verið virk- ur liðsmaður og um árabil setið i stjóm Rauða kross Islands og í mörg ár formaður Reykjavik- urdeildarinnar. Ómæld eru störf hans að málefnum Snæfellinga og Hnappdæla og i þágu lax- veiðimálanna. Óli Ólason hefur verið fjör- maður mikill alla sina daga og þó að þessi sjötugsaldur tylli sér nú á herðar hans, er hann sprækur og sprettharður sem unglamb, eða öllu heldur eins og laxinn, er leitar móti Straumi sterklega og stiklar fossa, unz ÓIi nær honum á stöng. Hann er allra manna glaðastur og allra manna tryggastur. Heill sé hon- um á þessum tímamótum og æ siðar. Vinirnir senda hamingju- óskir, þakkir og kveðjur til Óla og hans ágætu eigínkonu, Arn- línar Árnadóttur, en þau ferðast nú í fjarlægum löndum sér til hvíldar og unaðar. Gunnar Thoroddsen. Þurrar tölur? VOLVO Hö (SAE) Hámarksþungi á framöxul (kg) Hámarksþungi á afturöxul (kg) Heildarþungi <kg> Burðarþol á grind Eeyfilegt frá Vofvo Leyfifegt skv. vegalögum. N84 122 3800 8000 11800 7800 7800 F84 122/170 4100 9000 12500 8600 8600 F85 170 4100 9500 13500 9200 9200 N86 165/210 5350 11000 16000 10900 9900 NB86 165/210 5350 16500 21500 15200 14700 F86 165/210 6000 11000 16500 11400 10400 FB86 165/210 6000 16200 22000 15600 15400 N88 208/270 6000 11000 16500 10500 9500 NB88 208/270 6000 16500 22000 15000 14500 F88 208/270 6500 11000 17000 10800 9300 FB88 270 6500 16500 22700 15300 14300 F89 220/330 6500 11000 17000 10500 9000 FB89 330 6500 16500 22700 15000 14000 Tölurnar tala sínu máli, en hin hagstæða reynsla Volvo vörubifreiða hérlendis, hefur ef til vill mest að segja. ÞAÐ ER KOMIÐ í TÍZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA. Á Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Símnefni: Volver • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.