Morgunblaðið - 20.10.1971, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1971
I SJk 14444
WAWff/fí
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
VW Sendiferðabifrei(J-VW 5 manna-VWjvefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
Fa
/1 BtLALEMAX
iLum
22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
Tf 21190 21188
BILALEICA
Keflavík, simi 92-2210
Reykjavik — Lúkasþjónustan
S -'irlandsbraift 10. s. 83330.
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
FLUGSTÖÐIN HF
Simaf 11422. 26422.
Bílaleigan
SKÖLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937)
Ódýrari
en aórir!
SHODH
UIGAH
AUÐBREKKU 44-46.
SlMI 42600.
IBÍLALEIGAN UMFERD
142104 ^
mmm.
■SENDUMaMSENDUM
ymmr'símí:5200i
T BÍLALEICA
Worðurbraut H1
•Uafnarfirði
SÍMl 52001
EFTIR LOKUN 50046
Lausir bílar í dag
Q Eru Strandameim
Vestfirðingar eða
Norðlendingar?
Frá Akranesi berst eftirfar-
andi:
„Velvakandi góður!
Á vinnustað þeim, sem ég
vinn á, hefur oft verið deilt
hart um það, hvort Stranda-
menn skuli teljast Vestfirðing-
ar eða Norðlendingar.
Virðist mér sem þeir, sem eru
frá ísafjarðardjúpi og fjörðun-
um vestan ísafjarðardjúps, telji
alveg fráleitt að kalla Stranda-
menn Vestfirðinga. Aftur á móti
telja aðrir, að allir, sem eiga
heima á svæðinu frá Gilsfirði
til Bitrufjarðar, séu Vestfirðing
ar.
Gaman væri að heyra, hvort
þú treystir þér til að skera úr
þessu þrætumáli, eða er það
e.t.v. ekki hægt?
Kveðja,
Örnólfur.
Styrimaður
óskast strax, á eitt af otíuskip-
um félagsins. Skipið er 499
brúttólestir og siglir á Evrópu-
leiðum. Ókeypis ferð út og
heim.
Rederiet Ove Skou,
H.C. Andersens Boulevard
44—46,
1553 Köbenhavn V, Danmark.
— Eru Strandamenn ekki
bara Strandamenn, — hvorki
Vestfirðingar né Norðlending-
ar? Fróðlegt væri að heyra álit
lesenda á þessu.
0 Mögnuð vél
„12. 7. 1971.
f Velvakanda-greinum Morg-
unblaðsins, miðvikudaginn 6.
október sí., var spurt um höf-
und og tilefni vísu þessarar (3ja
línan mun vera rétt svona):
Ekki er gamli Edison
enn af baki dottinn,
þaðan kvað nú vélar von,
sem veiði sjálfan Drottin.
Höfundur mun vera Einar
sál. Jochumsson (bróðir Matth.
Joch.), og tilefnið, að Einari
hafði borizt sú frétt, að Edison
væri að smíða vél, sem gæti
leitt í ljós sviksemi miðla á
andatrúarfundum,
M. J.“
0 Berklasmit
„Reykjavik, 13. okt. 1971.
Kæri Velvakandi!
Ekkert hefi ég enn heyrt um
niðurstöður síðari berklarann-
sóknarinnar hjá starfsfólki
frystihúss þess, sem Austur-
landabúinn vann I. Sú eina, sem
vann þar frá mínu heimili, var
jákvæð i seinni skoðun, og um
fleiri dæmi er mér kunnugt.
En er nokkur ástæða til að fara
Verkamenn
Vantar nokkra góða verkamenn í bygginga-
vinnu. — Upplýsingar á kvöldin í síma 35478.
Veitingasfaður
í fullum gangi á mjög góðum stað til sölu. Næg bilastæði.
Upplýsingar aðeins gefnar í skrifstofunni.
. FASTEIGNASALAN. Erlksgötu 19,
sími 16260.
Jón Þórhallsson, sölustjóri.
Heimasími 25847.
Hörður Einarsson, hrl.,
Óttar Ingvarsson, hri.
Framtíöaratvinna
Maður með Verzlunarskólamenntun eða hlið-
stæða menntun óskast til skrifstofustarfa
hjá einu af stærri fyrirtækjum hér í borg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur.
menntun og fyrri störf, leggist inn á afgr.
Morgunblaðsins fyrir 30. þ. m., merktar:
„Framtíðaratvinna — 5521“.
leynt með niðurstöðurnar?
Þetta er mál, sem varðar alla
þjóðina, og hún ætti því að fá
vitneskju um, hve margir hafa
smitazt, og hvort nýtt smit hef-
ur fundizt. Vonazt er eftir
svari.
M. M.“
^ Frá Bahá-í-um
„Landskennslunefnd Baliá-ía
á íslandi" hefur sent VeLvak-
anda eftirfarandi:
„Lítið á dauðann sem sjálfan
kjarna lífsins.
(Abdul-Baha).
í greinum Þorsteins Guðjóns-
sonar, sem birtust í dálkum
Velvakanda 17. sept. og 3. okt.,
kemur fram mikill misskiln-
ingur á BAHÁ-í-kenningunum
um uppruna trúarbragða og líf
eftir dauðann. Ein grundvallar-
kenning Baha’u’llah er eind
trúarbragðana. Rauði þráður-
inn gegnum öll trúarbrögð er
einn og hinn sami, það er að-
eins einn guð, ein trú, og eitt
mannkyn.
Sú þekking, sem felst í trúar-
brögðum, er opinberuð mann-
Jcyni af útvöldum sendiboðum
Guðs á mismunandi tímum, og
í því magni, sem skilningsgeta
mannkyns leyfir hverju sinni.
Þessari framþróun má helzt
líkja við skilningsgetu nem-
andans, sem á skólagöngu sinni
fer bekk úr bekk og tekúr við
fræðslu, sem hæfir þro3kastigi
hans hverju siniii.
BAHA’IAR trúa því, að
Baha’ú’llah sé ekki einungis sá,
sem Zaraþústra spáði, heldur
hinn fyrirheitni, sem allir trú-
arbragðahöfundar fortíðar lof-
uðu að koma myndi.
Ekki er fyllilega Ijóst, við
hvað greinarhöfundur á með
skrifum sínum um tungl og
stjörnur í sambandi við fram-
haldslífið. En það skal tekið
fram, að kenningin um endur-
fæðingu á öðrum plánetum
kemur vissulega ekki úr Baha’i-
trúarbrögðum.
Þar sem of langt mál yrði í
þessari stuttu grein að gera
svo miklu efni full skil, skal hér
aðeins stiklað á stóru. En nán-
ari upplýsingar er að finna í
bæklingi um lífið eftir dauð-
ann, sem gefinn hefur verið út
af Baha’ium á fslandi, og fáan-
legur er að Óðinsgötu 20,
Reykjavik.
Ó, andans sonur — fyrsta
ræða mín er þessi:
Ræktaðu með þér hreint,
ástúðlegt og geislandi hjarta,
svo að þú megir eignast órofa
fullveldi sem ei mun farast og
varir að eilífu.“
(Baha’u'llah).
Sálin er ekki samtenging
efniseinda, hún er ekki samsett
af mörgum öreindum, hún er
gerð af einum ódeilanlegum
kjarna og er þess vegna eiLíf.
Hún er algerlega utan við svið
hinnar efnislegu sköpunar, hún
er ódauðleg. Þess vegna er
hinn jarðneski líkami einungis
eins og klæðnaður, og þegar
hann er lagður til hliðar, leys-
ist sálin úr viðjum og lyftist
upp tii nýrra vídda — víðari
veraldar ljóss og frelsis.
„Veraldir, sem eru heilagar
og andlega dýrlegar, munu af-
hjúpaðar fyrir aúgum ykkar.
Þið eruð ákvörðuð til þess af
honum í þessari veröld og
hinni næstu að eiga hlutdeiíd í
ábata þeirra, að taka þátt í
fögnuðinum, sem þar býr, og
veita viðtöku skammti af nær-
andi náð þeirra .... Þegar
sálin kemur í návist við Guð,
mun hún taka á sig það snið,
sem bezt hæfir ódauðleika
hennar.“ (Baha’u’llah).
Dulúð næstu tilveru og leynd
ardómur alheimsins ná ekki að
upplýsast fyllilega, þar sem
tungumál manna er tungumál
barns, og slík afhjúpun yrði
aldrei skilin réttilega af okkur
í þessari veröld, því að inanns-
hugurinn skilur hið ótakmark-
aða aðeins með hjálp hins tak-
markaða.
Tilgangur hinnar jarðnesku
tilveru er því að gera mannin-
um unnt með reynslu gleði og
sorgar, með baráttu, afrekutn
og jákvæðum aðgerðum, gega-
um hin andlega algildi ástúðar,
hreinleika, lítillætis, sjálfs-
leysis, sannleiksiðkunar, vizku-
trúar og þjónustu við mann-
kynið, að rækta með sér það,
sem mun leggja grundvöllinn
að lífi háns á eilífðarsviðinu.
Þorsteinn minntist á, að á
dögum Benjamíns Franklíns
hefði ríkt fáfræði og ánd-
spyma gegn vísindalegum upp-
finningum, en síðar hefur
þekking manna vaxið mjög á
efnisheiminum, en ekki að
sama skapi á andlega sviðinu.
Nú, eins og þá, mótmæla menn.
augljósum sannindum, óvit-
andi um þá vöm, sem í þekk-
ingunni felst.
„Eldingavari" mannlegs Mfs
felst í aukinni andlegri þekk-
ingu — þekkingu, sem leiðir
mannkynið til einingar og frið-
ar.“
TIL ALLRA ATTA
NEW YORK
Alla daga
REYKJAVÍK
OSLÓ
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
LONDON
Fimmtudaga LUXEMB0URG
Alla daga
KAUPMANNAHÖFN
Mánudaga
Miðvikudaga
Laugardaga
L0FTLEIDIR