Morgunblaðið - 20.10.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2Ó; OKTÓBER 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Hsraldur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritetjóm og afgreiðsla Aðalstraati 6, simi 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Askriftergjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kr. eintakið.
FORUSTULAUS OG
STEFNULAUS RÍKISSTJÓRN
¥nnan allra stjórnarflokk-
anna gætir nú vaxandi
óróa vegna þess, að enn er
raunveruleg stefnubreyting
ekki farin að sjá dagsins Ijós
hjá vinstri stjóminni. „Vinstri
stefnan“ lætur á sér standa
enn sem komið er. Þessi stað-
reynd er meginástæðan fyrir
því, að í stefnuyfirlýsingar-
ræðu sinni lagði Ólafur Jó-
hannesson, forsætisráðherra,
svo ríka áherzlu á að reyna
að sannfæra þingheim og al-
menning í landinu um að
„gjörbreytt stefna í þjóð-
félagsmálum“ hefði verið tek-
in upp. Það kann að koma í
Ijós síðar meir, en slík stefnu-
breyting er ekki enn orðin að
veruleika.
Vinstri stjórnin hefur nú
satið að völdum í rúma þrjá
mánuði. Hvað hefur hún
gert? í fyrsta lagi hefur hún
framfylgt stefnu og ákvörð-
unum fyrrverandi ríkisstjórn-
ar með því að hækka bæt-
ur almannatrygginga, fram-
lengja verðstöðvun og láta
vísitölustigin tvö koma til út-
borgunar. Verðstöðvunin var
framlengd til áramóta í sam-
ræmi við stefnu Viðreisnar-
stjórnarinnar, vísitölustigin
tvö komu til útborgunar mán-
uði fyrr en ætlað var og
hækkun á bótum almanna-
trygginga kom til útborgunar
hálfu ári fyrr en fyrirhugað
var. í þessu felst engin
stefnubreyting, hins vegar á
eftir að koma í Ijós hverjar
afleiðingamar verða fyrir
fjárhag ríkissjóðs á þessu ári.
Vinstri stjórnin hefur horf-
ið frá fyrirhuguðum vinnu-
brögðum í landhelgismálinu
og fallizt á þau sjónarmið
Sjálfstæðisflokksins að leggja
bæri tillögur um mikilvægar
ákvarðanir í landhelgismál-
inu fyrir Alþingi. Jafnframt
hefur hún horfið frá ráða-
gerðum Lúðvíks Jósepssonar
um að tala ekki við einn eða
neinn um útfærslu fiskveiði-
takmarkanna fyrr en eftir 1.
september á næsta ári og
ákveðið að taka upp viðræð-
ur við Breta í nóvember nk.
Hér er vissulega um stefnu-
breytingu að ræða, en hún
er fólgin í fráviki frá fyrri
fyrirætlunum stjórnarflokk-
anna.
Vinstri stjórnin hefur fall-
fzt á ákvörðun stjómar
Landsvirkjunar um stórvirkj-
un í Sigöldu, sem með engu
móti fær staðizt nema mark-
aður finnist fyrir þá miklu
orku, sem þar verður fram-
leidd. Með því að fallast á
ákvörðun stjómar Lands-
virkjunar hefur vinstri stjórn-
in viðurkennt að stefna Við-
reisnarstjórnarinnar í virkj-
unarmálum var rétt og jafn-
framt játað, að smávirkjana-
hugmyndir núverandi iðnað-
arráðherra, meðan hann var í
stjórnarandstöðu, eru í engu
samræmi við raunveruleik-
ann og hagsmuni þjóðarinn-
ar.
Vinstri stjómin hefur lagt
fram fjárlagafrumvarp, sem
er hvorki fugl né fiskur
vegna þess, að þar er engin
stefna mótuð í efnahagsmál-
um, þar er ekkert tillit tekið
til væntanlegra breytinga í
kaupgjaldsmálum og á engan
hátt gefið í skyn, hvað stjóm-
in ætlast fyrir í efnahagsmál-
um.
Þannig bólar enn ekki á
stefnumótun í þjóðfélagsmál-
um hjá stjóm Ólafs Jóhann-
essonar. Hún hefur ýmist
framfylgt ákvörðunum fyrri
ríkisstjómar en gert það með
klaufalegum hætti og viðvan-
ingslegum vinnubrögðum,
fallið frá fyrri yfiríýsingum
í virkjunarmálum og lýst yf-
ir algeru stefnuleysi í efna-
hagsmálum. Hinir fyrstu 100
dagar þessarar ríkisstjómar
hafa enga hugmynd gefið
fólkinu í landinu um það,
hvers konar ríkisstjórn þetta
verður. Fram til þessa dags
hefur hún hvorki reynzt vera
fugl né fiskur.
Þetta stefnuleysi vinstri
stjómarinnar þarf engum að
koma á óvart. Fyrstu þrír
mánuðir stjórnartímabils
hennar hafa leitt í ljós, að
stjórnin er forustulaus. í
ræðu þeirri, sem forsætisráð-
herra flutti á Alþingi í fyrra-
dag kom nákvæmlega ekkert
fram umfram það, sem skýrt
var frá í málefnasamningi
stjórnarinnar í sumar. Hin al-
menna afstaða hennar til
kjaramála hefur ekkert
skýrzt frá því um miðjan
júlí. Um efnahagsmálin hafði
forsætisráðherra ekkert að
segja umfram það, að Alþingi
yrði að taka ákvörðun um
verðstöðvunina. Ummæli ráð-
herrans benda ekki til þess,
að ríkisstjórnin hafi hugsað
sér neina tillögugerð til Al-
þingis í þeim efnum — eða
hvað?! Forsætisráðherrann
las upp málefnasamning
i V-
:’. * iv--,;-íA
I
feréarispa
Svo virðist sem Helgi Pjeturss hafi
orðið föðurlandsvinur, þegar hann kom
til Danmerkur. Einkennilegt og vafa-
laust merkilegt rannsóknarefni hvers
vegna Danmörk hefur haft þessi áhrif
á Islendinga, eins og dæmin sýna. 1
bréfi sem skrifað er í Kaupmannahöfn
haustið 1891 segir Helgi: „Skrif-
aðu mjer nú mikið, og tíndu allt til,
þvi nú er jeg orðinn ættjarðarvinur.
Jeg bið að heilsa."
Skömmu eftir áramót 1893 ber Helgi
saman blómin á Islandi og annars stað-
ar og segir. „Það er merkilegt að blóm-
in eru yfir höfuð að tala litfríðari
heima en hjer (í Danmörku), upp til
fjalla og upp undir heimskautum og
eru blómin lithreinni en á láglendi og
sunnar á hnettinum. Það er eins og
þau eigi að bæta það upp með litprýði
sinni hvað fá þau eru.“ Hann segir að
ísland sé ungt, en Borgundarhólmur
„með elztu löndum sem til eru.“ Og
loks lýsir hann íslandi og hrikalegri
fegurð þess í bréfi dags. 5. sept. 1893.
Hann segir: „Þann 5. ágúst fór jeg með
Jóni Blöndal upp að Hvammi í Norð-
urárdal og daginn eptir gengum við
upp á Baulu. Það er liparítsstrýta sem
stendur upp úr basalthálsi. Það var
allillt að komaust upp, það var víðast
hvar eins og mjór urðarhryggur er við
urðum að klöngrast upp, en sumstaðar
voru klettar er nær dró gnípunni og
voru þeir hálfu verri. En útsjónin var
stórkostleg þegar upp var komið; mað-
ur hefur ekki eiginiega hugmynd um
hvernig Island lítur út, nema maður
hafi komið upp á eitthvert hátt fjall,
þá sjest fyrst hvað landið er tröllalegt.
Mjer fannst nærri því, þegar jeg stóð
uppi á Baulutindi, að við sem þar vor-
um væru þeir einu menn sem til væru
á landinu, gróðrarblettirnir voru alveg
hverfandi í samanburði við jökulflák-
ana snjóhvíta og kolsvart hálendið eða
þá sandana og heiðarnar til norðaust-
urs sem ekki var lífvænlegri litur á,
en stórkostleg og tignarleg sjón var
það.“
Með þessum orðum kveðjum við þá
félaga Helga Pjeturss og Einar Jóns-
son frá Galtafelli og þökkum þeim sam-
fylgdina. En þá eru það heiðarnar. Og
þá kemur Jón Trausti auðvitað í hug-
ann.
1 inngangi Heiðarbýlisins segir
(og erum við þá aftur komin á Axar-
fjarðarheiðina) að fjallaheimurinn hafi
laðað þá menn í faðm sér sem áttu
ótrauða orku, en orðið þeim of kald-
ur. Og rústir heiðarbýlanna kallar
hann svo eftirminnilega „heiiagan graf-
reit“......margir hafa grafið þar nið-
ur það bezta, sem lífið hefur veitt
þeim, blómaár æfinnar, göfugar hvatir
og tilfinningar, starfskrafta sína,
heilsu sína og loks lífið sjálft.“
Hver vissi þetta betur en Jón
Trausti? Hann þekkti þetta fólk, þetta
land. Og hann unni því, segir að Islend-
ingar eigi eftir að nema heiðalöndin
aftur, „þegar þjóðbrautirnar liggja utn
landið, en ekki utan um það.“ Þá
stækki landið inn á við. En betri sam-
göngur en nú tíðkast eru frumskilyrði
þess að unnt sé að stækka landið inn
á við. Talsvert hefur þokazt áleiðis, en
mikið er eftir. Eitt stefnir þó í fram-
faraátt, þ.e. að vegagerðin sáir
meðfram nýgerðum vegaköflum. Þannig
gróa sárin fyrr. Er það vel. Slíkt ber
snyrtimennsku Sigurðar vegamála-
stjóra fagurt vitni. En það sem
mest er um vert: næsta vor verður haf-
izt handa um að leggja veg og byggja
brýr yfir Skeiðarársand. Þá verður gam
an að bresta austur og fara framan
lands, eins og þeir segja í Skaftafells-
sýslu, um ferðalög yfir sandana.
Pétur, faðir Helga Pjeturss, sem
stundaði grásleppuveiðar og aðra út-
gerð i Reykjavík og á Suðurnesjum,
segir í bréfi að hann vonist til „að allt
hafi góða vegi“. Sumir segja að við höf-
um ekki efni á að hafa góða vegi. Það
getur ekki verið rétt, frekar að við höf-
um ekki efni á að hafa ekki góða vegi.
Dæmi um slappleika i þessum efnum:
Milli Kópaskers og Raufarhafnar eru
vegir bæði yfir Sléttu og Axarfjarðar-
heiði og báðir niðurgrafnar slóðir þar
sem kylfa hefur ráðið kasti. En veg-
urinn yfir Axarfjarðarheiði er betri.
Nú segir Halldór Blöndal mér að auð-
vitað eigi að leggja veginn frá Núpa-
sveit til Raufarhafnar yfir Stíg. Hann
er ungur maður og á eftir að verða
vegprestur þeirra Þingeyinga.
Góðir sprettir eru á leiðinni milli Rauf-
arhafnar og Þórshafnar, en afleitir
kaflar á milli, t.a.m. um Fremri-Hálsa.
Vegir, sem teppast við fyrstu snjókomu
á vetrum vegna þess hvað þeir eru nið-
urgrafnir, geta verið stórhættuleg-
ir. Það er allt annað en gaman fyrir
bílstjóra að sitja ósjálfbjarga fastur í
bíl sínum á þjóðbraut, þá getur verið
freistandi að reyna að komast til
byggða í hríðinni. Af því geta hlotizt
stórslys. Bandaríkjamenn segja: Við
höfum ekki lagt vegi af því að við er-
um ríkir, heldur erum við ríkir af því
að við höfum lagt góða vegi. Áreiðan-
lega er þetta rétt. Fólk, sem býr bæði
við slæmar samgöngur og læknaskort,
tollir ekki, en flyzt í þéttbýlið. Einnig
þeir sem þurfa að borga tugi þúsunda
fyrir börnin sín í heimavistarskóla. Sr.
Sigmar á Skeggjastöðum sagði við mig
að hann ætlaði að vera þar kyrr og
leggja sitt af mörkum til að landið
héldist I byggð. „Við verðum að byggja
allt landið," sagði hann, „við getum
ekki helgað okkur land sem er hálf-
byggt." En þetta verður ekki gert nema
með samgöngum sem auka öryggi fólks
úti á landi, en stofnar því ekki i hættu
eins og hálsarnir austur af Raufarhöfn,
Hólssandur og Mývatnsöræfin, svo að
nokkuð sé nefnt. Við eigum ekki einu
sinni fullfæran veg að hjarta landsins,
Þingvöllum. Samt er stundum talað um
samgönguæðar, þegar minnzt er á þessa
troðninga. En þetta eru þá í hæsta lagi
háræðar — og sumar illa kalkaðar.
SL
;jórnarflokkanna, en hafði
ersýnilega engu efnislegu
ið að bæta. Eina raunveru-
:ga stefnubreytingin, sem
rð er á gerandi, er á vett-
angi örýggtsmála þjóðarinn-
ar. En þar er líka glæfralega
að farið eins og Jóhann Haf-
stein benti á í þingræðu sinni
í fyr“adag.
Að lokinni þriggja mánaða
valdasetu vinstri stjórnarinn-
ar er dómurinn um hana teá,
að hún sé forustulaus og
stefnulaus. Bót í máli er þó
að meðan vinstri stjórnin ger-
ir í rauninni ekkert, veldur
hún ekki varanlegu tjóni!