Morgunblaðið - 20.11.1971, Page 17
MORGU-NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1971
17
ENDURKJÖR Roy Jenkins
í stöðu varaleiðtoga þing-
flokks brezka Verkamanna-
flokksins er mikill persónu-
legur sigur. Hann hefur sætt
óvæginni gagnrýni eigin
flokksmanna fyrir „eigin-
girni“ vegna stuðnings síns
við aðild Bretlands að Efna-
hagsbandalaginu. Andstæð-
ingar aðildarinnar hafa háð
Sigur Roy Jenkins
Verður hann foringi
mannaflokksins með
Roy Je nkíns. Maður valds en ekki mótmæla.
mikla baráttu gegn honum
og kosningu hans og gegn
öðrum stuðningsmönnum
aðildar. Samt hefur Jenkins
verið endurkosinn varaleið-
togi með fleiri atkvæðum en
síðast, þegar hann gaf kost
á sér í stöðuna.
Vinir Jenkins gerðu ekki ráð
íyrir þvi, að hann fengi meira
en 120 atkvæði og urðu furðu
lostnir, þegar hann var kjörinn
með 140 atkvæðum. En ef til
vill þarf endurkjör Jenkins
ekki að koma á óvart, því að
hann nýtur almennrar viður-
kenningar fyrir hæfileika sína.
Hörðustu andstæðingar hans
draga ekki hæfni hans í efa, og
í raun og veru stóð styrinn
ekki fyrst og fremst um mark-
aðsmálin heldur um jafnvægið
í flokknum. Andstæðingar
Jenkins í kosningunni, þeir
Michael Foot og Anthony
Wedgewood-Benn, hefðu raskað
þessu jafnvægi ef annar hvor
þeirra hefði verið kjörinn. Foot
stendur langt til vinstri í flokkn
um og Wedgewood-Benn er að
sumu leyti utangátta í flokkn-
um, fyrrverandi aðalsmaður.
En þótt þversagnarkennt sé,
þá finnst ýmsum að Jenkins
eigi síður heima i Verkamanna-
flokknum en Foot og Benn. Þvi
veldur stéttaskiptingarsjónar-
miðið, sem er ríkt I Verka-
mannaflokknum. Baráttumál
flokksins er stéttlaust þjóð-
félag. Jenkins þykir ekki
„stéttlaus" eins og æskilegt er
talið að foringjar flokksins séu.
Þetta þykir að ýmsu leyti ein-
kennilegt, þar sem Foot og
Benn voru báðir Oxford-stúd-
entar og nemendur í virðuleg-
um heimavistarskólum, en
Jenkins komst áfram á náms-
styrk og var nemandi í mið-
stéttarmenntaskóla. Feður
þeirra allra voru þingmenn, en
faðir Foots var í Frjálslynda
flokknum, faðir Benns var líka
í Frjálslynda flokknum en gekk
seinna í Verkamannaflokkinn,
Verka-
tímanum?
en faðir Jenkins var eldheitur
jafnaðarmaður alla ævi og
verkalýðsforingi i námuhéruð-
um Wales, þar sem Jenkins er
fæddur.
Það þykir Jenkins lika til
lasts, að hann hefur verið
of nátengdur aðalforingjum
flokksins. Faðir hans var um
tima aðstoðarmaður Clement
Attlees, og sjálfur samdi hann
ævisögu hans. Seinna var hann
einn nánasti vinur og læri-
sveinn Hugh Gaitskells. Jenk-
ins þykir því koma úr hörðustu
átt, þegar tveir uppreisnar-
gjörnustu vinstrimenn flokks-
ins, Foot og Richard Crossman,
ritstjóri vikuritsins New States-
man, áfellast hann fyrir að gera
uppreisn í þágu málstaðar, sem
hann hefur barizt ósleitilega
fyrir og trúað á. EUefu ár eru
síðan hann sagði GaitskeU, að
hann mundi láta af trúnaðar-
störfum í þingflokknum, ef
hann gæti ekki greitt atkvæði
með aðild Bretlands. Þá eins og
nú sagðist hann vera sammála
stefnu flokksins að öllu leyti
nema afstöðu hans til aðildar.
Jenkins taldl miklu varða
þegar hann tók að sér forystu-
hlutverk stuðningsmanna aðild-
ar í Verkamannaflokknum í
haust, að fullt frelsi ríkti í
flokknum til þess að hafa ólík-
ar skoðanir í jafnþýðingar-
miklu máli. Jafnframt ættu
þingmenn flokksins að geta
unnið saman þrátt fyrir þenn-
an skoðanaágreining. Endur-
kosning Jenkins í varaleiðtoga-
stöðuna hefur tryggt þessu
sjónarmiði hans sigur.
Bæði Foot og Jenkins hafa
hlotið lof fyrir að fylgja eigin
sannfæringu. Jenkins er stund-
um sakaður um hroka, en hann
þolir ekki tilgerð, hræsni er
honum ekki eðlileg og hann
reynir ekki að ná fram metn-
aðarmálum sínum með auðveld-
um ráðum til að afla sér vin-
sælda. Hann á bezt heima í
hópi menntamanna og áhuga-
manna um stjómmál. Af þess-
um sökum er sá spádómur, að
hann verði aðaUeiðtogi Verka-
mannaflokksins með timanum,
stundum dreginn í efa. Hann er
sakaður um að vera maður
valdsins, en ekki maður við al-
þýðuskap. En hann sýndi I
starfi sínu sem innanríkisráð
herra að hann vill beita valdi
sínu í þágu róttækra mark-
miða. Hann er á hinn bóginn
ekki maður mótmæla.
Ritstörf hafa átt mikinn þátt
I mótun skoðana Jenkins. Þeg-
ar hann hafði lokið við ævisögu
Attlees, gerði hann grein fyrir
stjórnmálaskoðunum sínum í
bókinni „The Pursuit of Pro-
gress“. Siðan samdi hann bók-
ina „Mir. Balfoures Poodle“ um
deilur Asquiths, forsætisráð-
herra, við lávarðadeildina á ár-
unum fyrir fyrri heimsstyrjöld-
ina, og ævisögu Asquiths og
ævisögu Sir Charles Dilke. Bæk
ur hans, sem eru mjög læsileg-
ar þótt þær fjalli um flókin
mál, sýna að hann er gæddur
þeim hæfileika að geta virt fyr-
ir sér menn og málefni hlut-
laust úr fjarska, og þannig er
hann betur fær um en ella að
mæla með ákveðinni stefnu,
sem skuh fylgja. Hann þykir
stundum varkár, en raunar er
hann gerhugull og tekur ekki
ákvarðanir fyrr en hann hefur
öll nauðsynleg gögn undir hönd-
um.
Dómar þeir, sem Jenkins feU-
ir í bókum sínum um menn og
málefni, hafa ugglaust haft
mikU áhrif á stjórnmálaferil
hans. Aðild Bretlands að Efna-
hagsbandailaginu er mesta bar-
áttumálið á stjórnmálaferU
hans, og hann hefur sýnt og
sannað að hann er reiðubúinn
að færa allt í sölumar til þess
að vinna að framgangi þessa
baráttumáls. Hann var jafnvel
fús að baka sér óvild Hugh
Gaitskells vegna aðildarinnar.
Það, sem hann iðraðist mest, er,
að hann sfcyldi ekki hafa hafið
baráttu fyrir þessum málstað
löngu fyrr. Raunar varð hann
fyrsti formaður svokallaðrar
Evrópunefndar Verkamanna-
flokksins á árunum fyrir 1960,
og æ síðan hefur hann staðið
fremstur í flokki þeirra, sem
hafa beitt sér fyrir aðild Bret-
lands að Efnahagsbandalaginu.
Sem slikur var hann endurkos-
inn varaleiðtogi með stuðningi
140 þingmanna Verkamanna-
flokksins. Enginn getur efazt
um hvar hann stendur, hver
sem framtíð hans og framtíð
flokksins verður.
Yinnubrögð minnihlut-
ans í borgarstjórn
EITT af þvi, sem í orði kveðnu
virðist skilja að stjórnmálaflokk-
ana á Islandi, er viðhorf þeirra
til áætlunargerðar. Andstæðing-
ar Sjálfstæðismanna, hvort held-
ur í landsmálum eða i borgar-
málum, bera þeim það oft á
brýn, að Sjálfstæðismenn séu
andstæðir því að gera heildar-
áætlanir um framkvæmdir. Það
sé hins vegar stefna vinstri
manna að vilja líta á málin í
heild, raða framkvæmdum eftir
mikilvægi þeirra, en ekki láta til-
viljanir eða einstaklingsbundið
mat ráða um röð framkvæmda.
í borgarstjórn Reykjavíkur hef-
ur oft verið borin fram hörð
gagnrýni á meirihluta borgar-
stjórnar um þetta efni.
Síðustu vikur hafa orðið í borg
arstjórn umræður, sem sýna, að
áhugi vinstri manna á áætlana-
gerð er minni en þeir í orði
kveðnu vilja vera láta. Á síðustu
fundum borgarstjórnar hafa
flokkar þeir, sem skipa minni-
hlutann, keppzt við að flytja til-
lögur um að hefja undirbúning
eða leggja í margs konar fram-
kvæmdir á hinum ýmsu sviðum
borgarstarfseminnar. Á hverjum
fundi hafa verið fluttar margar
slikar tillögur. Eitt hefur verið
sammerkt þeim öllum. Hver til-
laga fjallar um ákveðna fram-
kvæmd, sem þá er alveg slitin úr
samhengi við aðrar nauðsynleg-
ar framkvæmdir í viðkomandi
málaflokki, svo að ekki sé talað
um að reynt sé að fá yfirsýn eða
samanburð við aðra málaflokka.
Sem dæmi um þennan tillögu-
flutning má nefna, að allir minni-
hlutaflokkarnir hafa flutt tiUögu
í borgarstjórn um að hefja á
næsta ári byggingu 300 nýrra
leiguíbúða í borginni, sem byggja
eigi á 3 árum. Ætla má að hér sé
ekki um minni fjárfestingu að
ræða en 300 milljónir króna og
líklega myndi kostnaður nálgast
400 milljónir króna. Minnihluta-
flokkarnir hafa ekki viljað á það
hlusta, að slika tillögu verði að
afgreiða i samhengi við aðrar
framkvæmdir borgarinnar á
sviði íbúðabygginga. Þeir hafa
ekki viljað Ijá máls á því, að
nauðsynlegt sé að athuga um leið
íbúðabyggingar borgarinnar á
vegum Framkvæmdanefndar
byggingaáætlunar í Breiðholti
eða byggingu verkamannabú-
staða eða byggingar fyrir aldraða.
Þeir hafa ekki talið neina þörf
á því, að fjárhagsstaða Bygging-
arsjóðs borgarinnar sé könnuð
með tilliti til allra þeirra fram-
kvæmda og m.a. fengið úr því
skorið hverja lánamöguleika
borgin hafi til byggingar leigu-
íbúða, en það atriði er óljóst.
Þeirra krafa hefur verið að af-
greiða sem afmarkað mál til-
löguna um leiguibúðirnar. Þeir
hafa neitað því að líta á öll
íbúðabyggingarmál borgarinnar
í heild og ekki viljað samræmda
áætlunargerð á þessu sviði.
Annað dæmi má nefna. Ekki
aUs fyrir löngu báru fulltrúar
Alþýðubandalagsins og Fram-
sóknarflokksins fram tiUögu um
að hefja á næsta ári byggingar-
framkvæmdir við ákveðinn skóla
í borginni. Enginn efaðist um
nauðsyn þessarar framkvæmdar
Birgir ísl. Gunnarsson
í sjálfu sér, en Sjálfstæðismenn
töldu eðlilegt, að áður en slík til-
laga yrði samþykkt, væri nauð-
synlegt að gera sér í heild grein
fyrir, hvaða skólabyggingar
væru nauðsynlegar á næsta ári,
hvaða fjármagn væri til ráðstöf-
unar til skólabygginga á næsta
ári og ræða síðan framkvæmd-
um eftir nauðsyn þeirra. Á þetta
vildu minnihlutaflokkarnir ekki
fallast. Þeir neituðu því að lita
á skólabyggingarmálin í heild og
töldu enga þörf á þvi að gera
heildaráætlun um skólabygging-
ar, áður en einstakar fram-
kvæmdir eins og sú, sem þeir
gerðu tiUögu um, væru ákveðn-
ar.
Hér eru aðeins nefnd tvö dæmi
af mörgum, sem nefna mætti um
þessi vinnubrögð. Slíkum tiUög-
um minnihlutans um einstakar
framkvæmdir höfum við Sjálf-
stæðismenn viljað vísa til athug-
unar borgarráðs og til meðferð-
ar í sambandi við fjárhagsáætl-
un. Það þýðir, að við höfum vilj-
að líta á allar æskUegar borgar-
framkvæmdir á næsta ári í heild.
Við höfum vUjað gera okkur
grein fyrir hversu mikið fjár-
magn væri til ráðstöfunar til
allra framkvæmda á næsta ári,
kanna siðan þörf á framkvæmd-
um í einstökum máiaflokkum og
raða siðan framkvæmdunum eft-
ir mikilvægi þeirra í samanburði
við aðra valkosti. Þessum vinnu-
brögðum hefur minnihlutinn
hafnað. Hann hefur viljað taka
ákvörðun um einstakar fram-
kvæmdir, slitnar úr samhengi
við aðrar. „Fjárhagsáætlunin er
þá ákveðin að þessu leyti,“ hefur
verið orðtæki eins og forystu-
mönnum Alþýðubandalagsins,
þegar þessi vinnubrögð hafa ver-
ið til umræðu.
Okkur Sjálfstæðismönnum í
borgarstjórn finnast þessi vinnu-
brögð óskynsamleg. Okkur grun-
ar að vísu stundum, að orsök til-
löguflutningsins sé sú, að minni-
hlutinn veit að við treystum okk-
ur ekki til að afgreiða einstök
mál án samhengis við önnur og
því finnst þeim það gott að geta
slegið því upp í blöðum sínum,
að Sjálfstæðismenn hafi ekki
strax viljað samþykkja mál, sem
út af fyrir sig eru nauðsynjamál.
En framkvæmdir borgarinnar
eru meira alvörumál en svo, að
þvi verði slegið föstu, að minni-
hlutinn stjórnist af svo óábyrg-
um sjónarmiðum,
Framhald á bls. 21.