Morgunblaðið - 20.11.1971, Síða 20
20
MORGUiN!BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1971
Einar Jónsson
hreppstjóri, Hvanná
— Minningarorð
Einar hrepjjstjóri Jónsson á
Hvanná í JökuOdal lézt í Land-
spltalanum aðfaranótt 13. þ.m.
Einar var íæddur á Hvanná 16.
rtkt. 1901 Þar óist hann upp og
átti þar heima til æviloka utan
tvo vetur er hann sótti Alþýðu
skóSainn á Eiðum og var eirm í
þeirra hópi er þar stumduðu
fyrst nám. Einar var sonur hjón
amna á Hvanná, Jóns Jónsson-
ar, siðar alþm. og Gunnþórunn-
ar Kristjémsdóttur, Krþyer,
hónda á Hvanmá, er þar gerðist
fyrsiti etórbóndi og eigamdi
jarðarimnar, eftir að hún var gef-
in SkriðuMaustri. snemma á 16.
öld. Þau hjón voru af mikilhæí-
um ættum komin. Því var sonur
Jóns, er nefndur var Hnetfili, af
Hnefilsdal, Jónssonar bónda í
Hraunkoti í Lóni, Jónssonar,
bónda i Hafnarnesi í Nesjum
1816, Magmússomar prests i
Bjamanesd, Ólafssonar, var
móðir Jóns í Hafnarnesd,
síðará kona séra Magnús-
ar, Rannveig Jónsdóttir prests
í Bjamanesi Bergssonar. Ætt
frá Magnúsi presti er geysifjöl-
menn og ekki kann ég aðra ætt
i landinu að rekja í beinan karl
legg' tffl hinna fomu Skarðverja
og Þorgilsar Oddasonar, Indriða
sonar, Þóroddssonar, en þá hef-
ur verdð skammt að rekja till
Geirmumdar heijarskinns, en þó
ekki í karlegg., þvi ættin var
í Skarði og var þar óða'ls og
aðaisbændur rnargar aldir,
revndar sem i dag. Móðir Jóns
alþon. var Ingunn Einarsdóttir
bónda á Starmýri í Á1 ftafirði
Ólafssonar, en það er hin merka
Arutoníusarætt er frekast hefur
búið í þeirri byggð, þótt nú sé
víða kominn. Móðir Ingunnar
var Sigríður Eyjólfsdóttir frá
Borg í Skriðdai, Þórðarsonar
ifrá Finnstöðum í Eiðaþinghá,
Gislasonar, en það er Reykja-
h'liðarætt, hin elsta, frá Þorsteini
sýsiumanni Finnbogasyni lög-
mamni i Ási í Kelduhverfi, d.
•um 1515, Jónssonar Mariu-
skáids. Móðir Eyjólfs á Borg
var Eygerður Jónsdóttir pamí-
iis, systir Hermanns í Firði Jóns
sanar, en frá Jóni pamffil er kom
ið margt gáfumanna og voru
margir bændur á Jökuldal i tið
Jóns alþm. nánir frændur hans
aí þeirri ætt og m.a. hinn vin-
sæli prestur ökkar á minni tíð,
séra Sigurjón Jónsson.
Krástjám Krþyer faðir Gunn-
þórummar var Jóhamnssom bónda
í Eyjafirði, Jóhannssonar Kr0y-
er bónda i Höfn i Siglu-
firði, en hann var danskur að
ætt, kom tffl Isiands á unglings
árum og settur að verziun, en
Slikir menn þóttu jafnan eiga
vandaðar ættir i Danmörku, en
hujið að rekja þær rétt. Kona
Kristjáns Krþyer og móðir
Gunmþórunnar var Ellin Margrét
Þorgrímsdóttir prests í Hofteigi,
Armórssonar prests i Bergstöð-
um, Árna síðar bis'kup á Hól-
um, Þórarinssonar, en kona Þor
grims prests var Guðríður Guð-
mundsdóttir úr Engey. Er þar
an merkan frændgarð Einars
að ræða í Reykjavik og viðar.
Þau Jón og Gunnþórunn hófu
búskap á Hvanná árið 1899 á
móti Kristjáni, en brátt tók Jón
við öfflu búsforræði á Hvanná.
Var þar glæsilegt heimili og
vistiegur bær og stór, margt
fsólk í heimffli og strax var þar,
sem verið hafði, eitt mesta bú á
Jökuidal og þurfti viða við mik
ið að jafnast. Kristin Hagalín
var elzt barna þeirra og næst
Einar og ber nafn Einars prests
Þörðarsonar í Hofteigi alþm.
og hims mikilhæfa manms aidar
innar Jöns á Hvanná. Urðu
systkinin sex, auk Kristimar og
|Einars. Benedikt er brátt getur,
jjón tónskáld á Isaíirði, Haildór
er lézt umgur og Elárn frú i
Reyfkjavík, sem nú er ein á lifi
þeseara systkána. Systkinin
voru öffl gjörfuieg og mikið frið-
leilksfóik. Jón tök við umsvifa-
mildium sveitastörfum af séra
Eimari er fluttist burtu frá Hof-
teigi 1904 og 10. september 1908
var hann kosinn fyrsti alþm.
Norðmýlinga og gerðust mú um
svif á Hvammáirheimffli og giœsi-
bragur þar svo af flestum heim-
fflum bar. Á þessu heimffli ólst
Einar upp og það gat ekki hjá
því farið að hann bæri þess
merki afflt sdtt ílitf. Kom það m.a.
fram í tryggð hams við Hvamná,
að ekki leitaði hamn amnara
kosta en uma þar lífinu meðan
gæfist.
Eftir 1920 er Jón var ekkj
iengur alþm. og margt breyttist
um hag og hætti sveitaOífs, sem
afleiðing af striðinu, studdu
þeir bræður, Einar og Benedikt
föður sinn í búskapnum og þrátt
tfyrir mffláð breytta sveitaiifs-
hætti var nú búskapur glæsileg
ur á Hvanmá og umsvifamikiffl
sem iöngum áður. Eins konar
miðstöð sveitalifs, sem verið
hafði í Hofteigi á dögum mffldl
hæfra presta færðist á Hvamná.
Létu þeir bræður, Einar og
Benedikf, ekki sinn hlut eftir
liggja að bú hélzt með þrifum
og heimfflið hafði mikið aðdrátt-
amfl. Voru þeir bræður sam-
hentir i öifflu. Leið svo fram um
1930, að mjög báru þeir bræð-
ur uppi heimiiið. Þá skaffl á
kreppan mikla og kom i ljós að
Jón haifði tapað miMu í ábyrgð
um. Lét Jón þá, 1932, jörð og
bú í hendur þessara sona sinna.
Hófu þeix þá búskap sinn í fé-
lagi og þamnig var búslkapur-
inm rekimn á Hvanná fram á sið-
ustu ár. Benedikt dó 1953, em
ekkja hans héW áfram félagsbú-
inu við mág sinm, en umsvif öffl
á ytri grein komu nú eðlilega á
Eimar. Var búið stórt og af-
urðamikið og þrátt fyrir það
hversu miikið skarð var fyrir
skildi við fráfaffl Benedikts hélt
þó búið áfram að vera í sama
horfi og áður. Árið 1933 h. 28.
okt., gekk Einar að eiga Krist-
jönu Guðmundsdóttir frá Spjör
í Eyrarsveit á Smæfefflsnesi géf-
aða mannkostakoíiu. Rúmu ári
siðar gekk Benedikt að eiga
Lilju Magnúsdóttur flrá ísafirði
Hann.ibalssonar, gáfaða stúiku,
náskyflda Hamnibafl. Nú gengu
þessar ungu stúlkur i félagsbú-
ið á Hvanná eins og systur. Var
þessi búskapur mjög til fyrir-
myndar og eflaust báðum til
hagsbóta, en slík dæmi eru of fá
í iandinu. Þvá svo hefur reymst
að Islendingum er shkt lítt hent.
Komu því til einstæðir mann-
kostir og hófsemi þessara hjóna
beggja. Jón faðir þeirra bræðra
var enn á flifi, um sextugsafldur
og gegmdi öfflum sánum fyrri
trúnaðarstörfum í sveitinni og
lengi enn. Þótti þá mörgum mik
il reism yfir Hvannárheimili.
Árin 1933 og 34 kom veguc-
inn upp Jökuldal í Skjöldólfs-
staði em siðan yflr fjöll tffl Norð
urlands. Hvannárheimfflið varð
miðstöð í þeim umsvifum, sem
hann þurfti að hafa í sveitinmi.
Þau komvu mest á Jón oddvita,
en að öðru leyti við búskap
þeirra bræðra og var efcki und
an komizt. Árið 1936 kom sdm-
inn Mka i Skjöldólfsstaði og var
sett simstöð á Hvanmá. Hanm fór
um hiaðið i Hofteigi en fékkst
ekki tekinn inm. Þannig var
unnið að hag bænda/ma á æðri
stöðum þá. Einar gerðist sím-
s öðvarstj. og við bréfhirðingum
tók hann sem jafnan hafði ver-
ið á Hvanná. Litlu eftir 1940
fluttist Sigfús hreppstjóri á
Skjöldölfisstöðum búferium
norður í Eyjafjörð og tók Einar
þá við hreppstjórastörfum í Jök
uldalshreppi. Jón faðir hans var
enn oddviti hreppsins em öffl
sveitarforráð voru mú komin í
Hvanná. Enginn hafði um siíkt
að kvarta, svo hófsamlega var
hér að öllu unnið af þeirra
feðga hendi. Þvi starfi hélt
Einar síðam.
Nýi tíminn kom nú við á
Hvanná, eins og annars staðar
í sveitum þessa lands með batn-
andi efnahag. Bærimn á Hvanná
var orðinn gamaiffl og var nú ráð
izt í nýbygginigar. Fyrst var
byggt fjós og hlaða og siðan
mymdarlegt steinhús og fram úr'
þvi var félagsbúinu sffltið, jörð-
unni slkipt og byiggði Armór
Benediktsson nýbýlli í þeirra
hluta lands. Móðir hans fyigdi
honum þá. Eimar og Jón Viðir
sonur hans bjuggu í ytri hlut-
anum og stendur sú Hvanná mú
er Einar felílair frá. Börn þeirra
Einars og Kristjömu eru auk
hams, Gunnþórunn Hrönn, hús-
freyja í Egilsstaðaþorpi, Skúli
Reynir húsasmíðameistari í
Reykjavák og Guðríður Björk
starfsstúlka í Reykjavik. Þau
Lfflja og Bemedikt eignuðust 5
börn, svo aflls óílust upp á fé-
lagsbúinu á Hvammá 9 böm, em
þau eru Bragi, prestur i Hafnar-
firði, Sigríður húsfreyja i Merki
á Jökifldai, Ármamn í tækmi-
námi, Arnór bóndi á Hvanná og
Gunnþórumn húsfreyja I Bgffls-
staðaþorpi.
Ég, semn þessar Mmur rita, hef
þekkt Einar í meira en 50 ár.
Hófust kymni ofcfcar í Fefflsrétt
í Vopmaflrði er Binar var elkki
tvituigur að aldri. Hamn sótti
þamigað íé Jökuldæla er þar
kom af fjaUi. Ég dróst að þess
um prúða, 'gflaiðlega og gjörfu-
lega unga mamni írá Hvanná.
Var þetta á líka kmd af Einars
hállfu og hanm leitaði til min um
ýrnsa fyrirgreiðslu með féð úr
réttimini. Sdðam lágu ieiðirmar í
máignenmd er ég fluitti í Hoflteig
1928 og hin beztu kymni hófust
á mfflii þessara nágranmabæja.
Hefur það tryggðasamband eigi
rofnað sáðan. Þótt að þvi kærni
fyrir mér að fflytja í burtu og
eiga siðam hvergi heima en
heima í gamla támanum a ftiur í
fornöld, og á þamn hátt að koma
stöku sinnum heim á fyrri slóð-
ir. Nú er mikið breytt er hin
gjörfuiegu Hvanmársystkini eru
flest dáim og um aidur fram. Og
þegar Eimar er dáinn er þar ná-
flega síðasta rúm autt á Jökul-
dafl, það er vél var sfcipað er ég
kom á Jöfculdall. Ég kveð því
Einar með söknuði og þakkflæti
og tíðkast nú hin breiðu spjót-
in, að marga má ég kveðja af
geðþekkum samferðamönnum.
„En aldrei deyr þótt afflt um
l^rotnd, endurminming þess er var,“
ikvað Grimur og emm sem fyrr
mun ég á hemnar slóðum eiga
heima. Far þú vel fomi vinur
og félagd. Aðstandendum Einars
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur. Einar verður jarðsung
inn á Hvanná laugardaginn 20.
þessa mánaðar.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi.
EINAR Jónsson bóndi og hrepp-
stjóri á Hvanná í Jökuldal er
látinn.
Sannast það ekki, að á með-
an nokkurt líf er, er þó nokkur
von. Við vissum að Einar var
veikur, en svo veikur vissum við
ekki. Þess vegna fór nú sem fyrr
að helfregnin kom okkur á
óvart. Minningarnar streyma
fram hver á eftir ammarri. Mér
finnst nú svo stutt síðan við
hjónin störfuðum við fyrsta
heimavistarbamaskóla á Austux-
landi. Það var stórhugur í Jökul-
dælingum. Þeir settu markið
fliátt, en ég held að þeim hafi
fundizt þeir ná tilgangi sánum.
Þá kynntist ég fólkinu á Hvanpá.
Bræðurnir Einar og Benedikt
bjuggu þar báðir ásamt eigin-
konum sinum, bömin voxu mörg,
heimiiið rismikið, ailir fengu
fyrirgrejðslu, hvernig sem á
stóð. Allir fóru glaðir frá
Hvanná. Benedikt dó ungur frá
eiginkomj og 5 börnum. Þar var
höggvið stórt skarð, en dugmaður
þeirra sem eftir stóðu var slikur,
að heimilið virtist standa óskert
eftir. Það er sjaldgæft að finna
eins mikla samvinnu og á
Hvanná. Öil börnin ólust upp
sem samrýnd systkini. Hvannár-
heimilið hefur skilað þjóðfélag-
inu mannvænlegum þjóðfélags-
þegnum. Fyrir mér eru þau öll
eitt.
Einar hefur verið hreppstjóri
Jökuldælinga i áraraðir, ásamt
öðrum trúnaðarstörfum, sem á
hann hlóðust fyrir sveit sina.
Hann var elskaður og virtur af
sveitungum sánum, enda lagði
hann aldrei nema gott til allra
mála. Allir sem að félagsmálum
starfa, vita hversu mikils virði
það er að nánasta fólk þeirra
skilji tímann sem raunverulega
er frá þvi tekinn og leggi málun-
um lið eftir >eztu getu. Það gerð
ir þú sannarlega, Kristjana mín,
með gáfum þínum, gleði og
ósérhlífni. Lilja, ekkja Benedikts
lét sitt heldur ekki eftir fliggja.
Samheldni þessa fólks var slík
að þess munu fá dæmi vera.
Þama myndaðisit sá jarðvegur,
sem bömin á Hvanná ólust upp i.
Er það því ekkert undrunarefni
þeim sem til þekkja, þó aS þau
öil, hvert á sínu sviði, ætli að
verða dugnaðar- og manndóms-
fólk.
Ég sendi eiginkonunni og oll-
um ástvinum hans, svo og öðrum
Jökuldælingum innilegar samúð-
arkveðjur.
Anna Sigurpálsdóttir.
Trausti Arnason
— Minningarorð
1 DAG verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju Trausti Ama-
son, Helgamagrastræti 12, Akur-
eyri. Hann lézt að heimili sínu
laugardaginn 13. þ.m.
Mig langar til að minnast
þessa góða vinar föður mins og
senda honum kveðju mína.
Trausti var fæddur 27. október
árið 1900. Hann var eitt af sjö
bömum hjónanna Ingigerðar
Zóphoníasdóttur og Árna Frið-
rikssonar, sem bjuggu að Skálda-
læk I Svarfaðardal. Ungur flutt-
ist hann með foreldrum sinum
og systkinum til Akureyrar og
hélt heimili með þeim, unz hann
kvæntist eftirlifandi konu sinni
Áslaugu Þorsteinsdóttur frá
HáLsi í Svarfaðardal. Þau eign-
uðust fjögur böm, þrjár dætur
og einn son. Dætur þeirra eru
allar giftar og búsettar á Akur-
eyri, en sonurinn, sem er yngst-
ur, er enn í íoreldrahúsum.
Þegar Trausti var ungur mað-
ur, stundaði hann sjómennsku,
bæði á „Snæfellinu" frá Akur-
eyri og á striðsárunum var hann
á „Lagarfossi". Eftir að hann
kvæntist hóf hann störf hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga og starf-
aði þar til dauðadags.
Trausta Árnason hefi ég þekkt
alia mína ævi og engan mann hef
ég þekkt, sem jafnast á við hann.
Hjálpsemi hans, greiðvikni og
góðvild var slik, að mönnum hlýn
aði í návist hans. öllum vildi
hann gera greiða og aldrei neit-
aði hann nokkrum manni um
hjálp, hvemig sem á stóð hjá
honum sjálfum. Þegar viljánn er
nógur og höndin hög, verða verk-
efnin nóg. Þau eru ekki fá hús-
in á Akureyri, sem hann hefur
hjálpað til við, bæði í smáu og
stóru, og launin voru ánægjan
af að hjálpa öðrum. Vinnudagur
hans varð þvi æði langur oft á
tíðum, eflaust heldur langur fyr-
ir mann, sem kominn var yfir
sjötugt Sumir menn eru þannig
gerðir, að það gleymdst að þeir
eldast. Þannig var Trausti. And-
lát hans bar að með þeim hætti,
sem hann hefði sjálfur kosið, ef
hann hefði mátt ráða, hljóðlega
og fyrirhafnarlaust. Hann lagð-
ist til hvíldar að afloknum vinnu-
degi og vaknaði ekki aftur til
þessa lífs.
Þegar Trausti fluttist tffl Akur-
eyrar með foreldrum sinum, var
heimili þeirra í innbænum á Ak-
ureyri, þar sem kallað er „Fjar-
an“, en þar er elzti hluti bæjar-
ins. Þar fellur Eyjafjarðará til
sjávar og þar rís „Höfðinn" upp
af. Á „Höfðanum" er legstaður
Akureyringa og þar verður
Trausti Ámason lagður til hinztu
hvílu. Þaðan er fagurt útsýni,
sem lokast af fögrum f jallahring
með Súlur í vestri, Vaðlaheiði í
austri og fjörðurinn til norðurs,
unz Kaldbakur byrgir sýn lengst
i norðri. Hvergi er sólsetrið feg-
urra en þar.
Trausti unni Akureyri og Eyja-
firði meira en nokkrum öðrum
stað. Þar voru rætur hans. Úti
á firði eyddá hann frístundum sín
um og fiskinum, sem hann
veiddi, skipti hann á milli vina
og ættingja. Hann þekkti fjörð-
inn, hvern vog og hverja vik.
Hann var bundinn þessu byggð-
arlagi eins og þeir verða, sem ala
þar aldur sinn.
Fyrir meira en hálfri öld
tengdust nokkrir ungir merm á
Akureyri vináttuböndum, sem
urðu svo sterk, að þau entust
þeim allt lífið. Þeim fækkar nú
óðum þessum félögum, en ég er
þess fullviss, að vinátta þeirra
nær út fyrir takmörk okkar jarð-
neska lífs. Þeir, sem farnir eru,
bíða hinna og vinátta þeirra heid-
ur áfram.
Ég minnist margra gleðistunda
á heimili Áslaugar og Trausta.
Þar var ævinlega veitt af mikiffli
rausn og heimilið húsbændumwn
til mikils sóma. Ég man hann
Trausta glaðan og reifan með
spaugsyrði á vör. Ég man hann
líka á sorgarstundum i Mfi föð-
ur míns, dapran og angurværan,
tilbúinn að hjálpa og hugga.
SMkir menn sem Trausti eru
sjaldgæfir og vinátta þeirra mik-
ils virði. Ég veit, að faðir minn
saknar hans sárt, en þegar ævi-
skeiði hans lýkur, þá mun vinur
hans standa með útrétta hjálpar-
hönd og vísa honum veginn.
Áslaug mín, ég sendi þér og
fjölskyldu þinni mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið Guð
að blessa minningu Trausta
Árnasonar.
Guð leiði þig, hans eilif ást,
sem aldrei góðum manni brást.
Hjördís Thorarensen.