Alþýðublaðið - 04.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 :: “ Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: nýja myndahús, sem því miður ekki er komið svo langt, í smíð- að hægt sé strax að koma styttunum fyrir. Né er verið að fullgera ibúð þá, er Einar á að fá f húsinu og mun hann geta flutt 1 hana í haust. Fisksölntorgið hefir nú verið hutt í >Þrætukot* þ e. a. s. svæð- 'ð framah við hús Höepfners. Er þar grindin af hinum fyrirhugaða shúr, sem hætt var við að reisa vegna þess, að >kornvörupok- arnir hjá Höepfner sáu ekki tilc, Segja gárungarnir. Þessi staður er annars mun betri en sá sem áð- Ur var notaður því vatnshani er í hverjum bás og frárensli dágott. Stefán Eiríksson hinn odd- hagi, er í dag 58 ára gamall. Suðnrland fór til Austíjarða í gær með margt farþega. Pétur A. Jónsson, söngvari, syngur í kvöld kl. 7^/2 í Nýja hio f síðasta sinn, áður en hann fer utan á Islandi á morgun. Það eru þvf síðustu forvöð fyrir þá að fara, sem efni hafa á þvf að hlusta á hann. Tígrisdýrsfeld færðu þau hjón- Ju Laufey og Johannes Obermann uáttúrugripasafninu að gjöf á sunnudaginn er var. Mun marga fýsa til að sjá þann grip. 15 danskir stúdentar eru nú { heimsóknarferð til Lundúna, Oxford og Cambridge. Ætla þeir a® taka þátt í ársfundi stúdenta- sambandsins enska, sem haldinn verður í Cardiff 24. ágúst n. k. Innbrot. Síðastliðnajlaugardags- uótt var stungin upp skráin í tyrum Hljóðfærahús Reykjavíkur °2 brotist þar inn. Hafði þjófur- urinn haft á brott með sér um það bil tvær tylftir af munnhörp Um og eitthvað 20 kr. f smápen- in?um. Þetta er f annað skifti, sem brotist er þarna inn f sumar, V*r f fyrra skifti brotist inn um 2iuggan og fann lögreglan þá sökudólgana. í þetta skifti hefir Sterlin fer héðan á morgun (5. ágúst) kl. 6 síðdegis, til Yest- mannaeyja og Leith. H.f. lJimskipafólag• íslands. hún veður af þvf hver valdur er að innbrotinu. Sigrún á Sunnuhvoli er enn sýnd á Nýja bio. Millilandaskipin. Gullfoss fer ekki uorður. Sterling fer kl. 6 sfðdegis á morgun til Vestmanna- eyja og Leith. Brauð hækka! Bakarafélagið hefir nú hækkað brauðverð frá og með deginum í dag. rúg- brauð hækka um 5 aura, V2 normalbrauð um 5 aura o. s. frv. Á sýningn Sigurjóns í Báru- búð, frá 1 til 4 og 5 til io í kvöld má sjá prjónavél í gangi sem prjónar 40 pör af sokkum á dag. Vélin gætir sín sjálf, skiftir sjálf um band, þrjónar hæl og tá án þess að þurfi að stjórna henni. Vikið frá embætti. 31 júlí vék dóms- og kirkjumálaráðherr- ann sýslumanni Dalamanna Bjarna Þ. Johnsyni frá embætti um stundarsakir. Veðrið í morgnn. Vestm.eyjar ... N, hiti 8,8 Reykjavfk . . ísafjörður . . Akureyri . . Grímsstaðir . Seyðisfjörður Þórsh., Færeyjar NV, hiti 10,7. logn, hiti 8,5. logn, hiti 7,7. logn, hiti 7,5. logn, hiti 8,1. N, hiti 9 5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir suðaustan land; loftvog stfgandi á Norðvest- urlandi stöðug annarsstaðar. Útlit fyrir norðlæga átt, bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Mikil vandræði! Þvott- urinn minn núna er allur meö ryðblettum, hvaða ráð er til að ná þeim úr og forða honum við eyðileggingu f Bœta má úr þvi. Sendu bara í verzlunina „Hlif“ á Hverfisgötu 56 A, hún er nýbúin að fá þýzkt efni, er tekur alla ryð- bletti strax úr þvottinum, án nokk- urra skemda á honum. Pakka þér hjartanlega fyrir bendinguna. Góð rtllaun í boði. Hver vill reyna? Blaðið Scientific American býð- ur að borga 5000 dollara (32,500 krónur) fyrir beztu ritgerðina (essay) er skýri Einsteinskenning- una í 3000 orðum. Allar ritgerð- irnar verða að vera á ensku og skrifaðar á eins óbrotnu, ljósu, óvísindalegu (non technially) máli sem mögulegt er. Ritgerðirnar verða að vera vélritaðar og skulu þær sendar til Scientific American 233 Broadway New York, fyrir i. November 1920. Blaðið áskilur sér rétt til að skifta ritlaununum á milli tveggja ef dómendurnir mættu ekki milli sjá tveggja rit- gerðanna. Vtll ekki einhver natt- úrufræðinga eða heimspekinga vorra setja ljórna um nafn isienskra vfs- indamanna og græða þar að aukt laglegan skilding. Kaupmenn gera rerkfall. Um þúsund mjólkursalar f og nálægt Wiesbaden í Þýzkalandi hafa gert verkfall, sökum þess að borgarráðið í Wiesbaden setti hámarksverð á mjólk

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.