Morgunblaðið - 19.12.1971, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1971
Ráðskona óskast
á fámennt heimili.
Upplýsingar í dag í síma 22798.
til gagns og prýði
í eldhúsinu eða á matarborðinu.
6 nýtízku "bjartsýnislitir”.
1
PIPARKVARNIR BORÐKVARNIR KARTÖFLU-
m/saltb/ssu ELDHÚSKVARNIR HÝÐARAR
SALTKVARNIR Saxa steinselju Losa yður
Það bragðast og svipað grænmeti. við leið-
bezt að mala ávaxtabörk, möndlur, indaverk
heilan pipar súkkulaði, ost o.fl. og brúna
og gróft salt sem gott og fallegt fingur.
beint á matinn. er að strá yfir mat. Skemmtilegt
Auðvelt með EVA. Fljótlegt með EVA. með EVA.
Piparkvörn, 420,00 Borðkvörn, 380,00 Kartöfluhýðari,
Saltkvörn, 420,00 Eldhúskv., 310,00 1.560,00
■= wm'mt ■ imL
SIMI 2 44 20 — SUÐURG'O'TU 10
NYJAR VÖRUR
í glœsilegu úrvali
V ¥ &
1
SPORTJAKKAR OG
TÍZKUHÚFUR Á TÁNINGA
V * V
KULDAHÚFUR, SLÆÐUR
TREFLAR, PRJÓNAVETTLINGAR,
SKINNHANZKAR OG TÖSKUR
Q ^
I
VETRARKÁPUR
OG ÚLPUR
í FJÖLBREYTTU
ÚRVALI
þernhard lax<|al
KJÖRGARÐ/
Níræ5;
Frú Marie Ellingsen
13. desember átti írú Marie
Hl'lingsen merkisaÆmœli. Hún er
l'öngu landskunn, þó að ekíki sé
hún fædd né uppalin hér.
Hvar ert þú fædd, ifrú Eliling-
sen? spyr komumaður.
1 Rristiansund í Noregi. — £g
hafði lítið af foreldrumn minum
að segja. Móðir min dó, þegar ég
var fimm ára gömul. Ég ólst upp
hjá móðurafa og móðurömmu og
átti hjá þeim indæla æslkuifcið. Afi
minn stóð fyrir báfcasmíðastöð í
bænum. — Þá var vor i lofti í
Noregi, og Kristiansund var frið-
sæll og yndislegur bær. Þar eign-
aðist ég marga góða vini og
félaga, sem bundu við mdg ævi-
tryggð. En nú eru þeir allir
horfnir yfir móðuna miklu,
nama ein systir min, sem er ári
yngri en ég. — Áður er ég gift-
ist, vann ég f jögur ár við verzlun
í heimabæ minum, og undi því
starfi velL
Hvar kynntisit þú manninum
þínum, hinum merka athafna- og
drengskaparmanni, Othar Elling-
sen?
Það var í Kristiansund. Annars
vaa: hann frá Nord-Krákö í Nam-
dalen, en þar rak faðir hans
verzlun og útgerð. Hann réðst
ungur að árum til forstöðu við
bátasmíðastöð í Kristiansund,
naut þar brátt mikils álits, sakir
hagsýni, dugnaðar og stjóamsemi,
og Maiut sæmd og viðurkenningu.
Þama á borðinu sérðu fagra
silfurkönnu, sem hann fékk að
verðlaunum í samkeppni um hag
lega gerðan fiskibát, sem ekiki
gæti sokkið. Og skömmu síðar
hlaut hann utanfararstyrk, tiil
Stokkhókns, til þess að kynna
Hvað bar til þess, að þið flutt-
uzt til Islands?
Það skal ég segja þér. — Við
giftumst 1903. Þá var risin upp
i Reykjavik ný báfcasmdðastöð.
Einn af helztu eigendum hennar
og ráðamaður var Tryggvi Gunn-
arsson, hinn kunni stjómmála-
og framfaramaður. Nú auglýsti
Tryggvi eftir verkstjóra eða for-
stöðumanni þessa unga fyrirtæk-
is. Maðurinn níinn sótti og fékk
stöðuna. Vera má að ást hans á
Islendingasögunum hafi átt þátt
í umsókninni.
Varstu nú ekki dáliitið fcvíðin
að fflytja til þessa fjarlæga lands,
og ekki var nafnið örvandi?
Ekki get ég neitað því, og ætt-
ingjum mínum og vmurn var
ekki rneira en svo um það gefið,
en hafa sennilega ekki gert ráð
fyrir þvi, að dvölin hér yrði ýkja
löng. Og um það gat brugðið til
beggja vona. — Við tóbum okk-
ur upp í trú á lífið, enda ung að
árum.
En hvað um ferðalagið hing-
að?
Ferðin tók nákvæmlega hálfan
mánuð, og leiðin var ærið krðk-
ótt, eins og oft varð að sætta
sig við i gamla daga. — Frá
Kristiansund til Bergen og það-
an til Stavanger. — Við kvödd-
um Noreg og héldum tii New-
oastle á leið til Edinborgar, en
þar tók „Laura" gamla við okk-
ur og flutti til Reykjavíkur. Far-
þegar voru allmargir. Meðal
þeirra var Tryggvi Gunnarsson.
Skipið lagðist á ytri höfnina,
og við vorum ferjuð í land á litl-
um báitum. Aðkoman var nokkuð
kuldaleg og sædrif ekki svo Mt-
ið. — Ég man, að Tryggvi fór i
land með fyrsta bátnum og tók
mig með sér, en maðurinn beið
í Lauru og gætti farangurs okk-
ar.
Fyrstu dagana vorum við á
heimili Tryggva, sem jafnan
reyndist okbur mæta vel. Hann
útvegaði okkur samastað í Dokt-
orshúsinu hjá frú Björgu, ekkju
Markúsar Bjamasonar, skóla-
stjóra Stýrimannaskólans.
Frú Björg var einstök öðlings-
kona, sem mér fellur aldrei úr
minni. Ein dætra minna ber nafn
hennar. 1 Doktorshúsinu bjugg-
um við, unz maðurinn minn
byggði árið 1906 hús við Stýri-
mannastíg, sem enn stendur. Og
þar áttum við heima, er hann
lézt árið 1936 á góðum aldri. —
1915 lét hann af störfum í báta-
smíðastöðinni og stofnaði Veiðar-
færaverzlun O. Ellingsen, sem
hann rak af sínum alfcunna dugn-
aði, svo lengi sem hans naut við.
Síðan hefur Othar sonur okkar,
veitt verzluninni forstöðu af
miklum myndarbrag.
Var nú ekki ósköp tómlegt hjá
þér hér í Reykjavík til að byrja
með. Maðurinn þinn bundinn við
störf sín úti við frá því snemma
morguns og langt fram á kvöld?
Það læt ég vera. Frú Björg
rak maitsölu og kynntist ég þar
allmörgum. Allir voru mér — og
okfcur — sérlega góðir, og smám
saman eignuðumst við stóran
vinahóp. — Þó gleymi ég því
ekki, einfcum frá fyrsta vorinu,
sem ég átti hér, hve sárt ég
saknaði skóganna í Noregi. Og
fyrir kom, að söknuðurinn var
svo mikili, að ég grét. En áður
langt leið, festi ég hér djúpar
rætur, svo að ég varð engu minni
íslendingur en Norðmaður.
Þið hjónin eignuðust mörg
börn, svo að mörgu hefur verið
að sinna hjá þér sem móður og
húsmóður á fjölmennu heimili?
Framhald á bls. 23
sér nýjungaæ í bátasmíði.
JÓL JÓL JÓL JÓL JÓL JÓL
PAPPÍRs, PAPPÍR, PAPPÍRj
Höfum fyrirliggjandi:
jólaumbúðapappír fyrir verzlanir
í 40 og 57 cm breiSum rúllum.
FKLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.
Spítalastíg 10.
Sími sölumanns 16662.
TÓNABÍÓ
Leikstjórn:
John G. Avildser.
Aðalleikendur:
Peter Boyle, Susan
Sarandon. Dennis
Patrick.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Stranglega bönnuð
börnum inn 16
ára.
Áhrifamikil og djörf, ný amerísk mynd. — Joe var um margra mán-
aða skeið ein af þeim kvikmyndum, sem mesta aðsókn hlutu í Banda-
ríkjunum. Joe er reikningsuppgjör eldri kynslóðarinnar og æskunnar
— hvor kynslóðin fyrir sig kynnt með fulltrúum hinna yztu and-
stæðna. Viðkvæmu fólki er ekki ráðlagt að sjá myndina.