Morgunblaðið - 21.12.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1971
BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
Sá kló sem kunni
Indriði G. Þorsteinsson:
Norðan við stríð.
Almenna bókaí'élagið.
Reykjavík, 1971.
HÖFUNDUR þessarar bókar varð
hálffimmtugur í vor sem leið, og
í haust voru liðin tuttugu ár síð
an kom út fyrsta bók hans, smá
sagnasafnið Sæluvika, en áður
hafði hann hlotið verðlaun Sam-
vtenunnar fyrir smásöguna- Blá-
stör — sú saga verið valin úr
hairtnær tveimur hundruðum
sagna, sem ritinu bárust. Indriði
er fæddur í sveit, lifði þar ár
heimskreppu óg mæðiveiki í sauð
fé. En veturinn 1940—’41 er hann
í fyrsta bekk Menntaskólans á
Akureyri. Þá er þar brezkur her
og norsk flugsveit, og svo kemur
Bandaríkjaher til sögunnar. Indr
iði er einn vetur í eldri deild
Laugavatnsskóla, en er ’44—’46
við verzlunarstörf á Akureyri.
Síðan gerist hann bílstjóri, er
ýmist á leigu- eða vörubílum á
Akureyri og í Reykjavík til 1951,
að hann gerist blaðamaður og
því næst ritstjóri.
Eins og sjá má af þessu örstutta
yfirliti yfir æviferil Indriða,
þekkir hann tii hlitair vandamál
íalenzkrar bændastéttar á hörm-
ungaárum kreppu og mæðiveiki,
og hann kynntist náið þeirri
feikna breytingy,, á högum
manna og háttum og jafnvel við
horfum við lífinu á árum heims
styrjaldarinnar síðari í þéttbýl-
inu — og einnig í sveitunum.
Hann hefur svo auðvitað fylgzt
mjög náið með þróuninni í sveit
og við sjó frá styrjaidarlokum og
til dagsins í dag.
Það eru gamalkunn sannindi,
að áhrif bernsku- og unglings-
ára móti varanlega skáldskap ein
mitt þeirra skálda og rithöfunda,
sem sannast ,og af dýpstri ein-
lægni neyta gáfu sinnar til túlk
unar mannlífinu og náttúrunni,
svo sem þetta endurspeglast í
gerð þeirra sjálfra í ljósi reynslu
og þekkingar. Þessara áhrifa gæt
ir misjafnlega mikið í vali sögu-
sviðs og efnis, en undirstraumur
þeirra er oftast ævarandi að
meira eða minna leyti, hverju
sem skáldin kynnast og hvað sem
á dagana drífur.
Indriði Þorsteinsson er ótvírætt
eitt þessara skálda, og kemur
það þegar ærið ljóslega og eftir
minnilega fram í fyrstu „bók-
sögu“ hans, Sjötíu og níu af stöð-
inni, sem þrátt fyrir það, þótt
ýmsir vildu lýta hana sakir þess,
að þar kenndi áhrifa frá Heming
way í stíl og meðferð efnisins, er
fortakslaust merkilegasta og sér-
stæðasta skáldsaga, sem kornið
hefur frá ungum höfundi síðustu
áratugina. Hún sýnir ógleyman-
lega, hvað var að gerast í ís-
lenzku þjóðlífi. Þau verða sann-
arlega táknræn, örlög sveitapilts
ins, sem þykist, ekki sízt í krafti
þess valds, sem hann hefur náð á
því töfratæki, sem hann stýrir
af svipaðri leikni og skagfirzkur
hestamaður góðhesti sínum, bæri
lega fær og orðinn flestu kunnur
í hinni breyttu og hraðbreytilegu
Reykjavík, og verður þess svo
skyndilega vís, að manneskjan og
tilveran búa yfir svo válegum og
hverflyndum veruleika, að hans
nýja og glæsta lifshöll hrynur
sundrast — og brotunum rignir
yfir hann, særa hanrj, saurga
hann, — fylgja honum eftir sem
örvadrífa á hans örvænisflótta
á töfratækinu, sem nú er hon-
um þeim mun háskalegra, en
mesti fjörgammur Skagfirðinga
sem það er taumléttara og lætur
betur að stjórn . . .
Ragnar komst ekki heim og
fékk ekki tækifæri til að átta sig
á því, hvers honum hafði verið
vant, þegar hann hvarf þaðan á
brott til segulbyggðarinnar sunn
an heiða, og svo fann þá Indriði
hvöt hjá sér til að svipast ræki-
lega um á nýjan leik á bernsku-
og æskustöðvum þeirra Ragnars
og síðan gera nokkra grein fyrir
því, hvernig siikuir maður var að
heiman búinn. Og eftir fjögur ár
kom frá Indriða skáldsagan Land
og synir, sem gerist á einhverj-
um þeim erfiðustu árum, sem
komið hafa yfir islenzka bænda-
stétt á þessari öid. í þeirri bók er
lýsing lands og fólks og Ufshátta
svo meistaralega samstillt, að ef
okkur dettur í hug einhver af
hinum raunar fáu sögupersónum,
sjáum við hana — svo skýrt sem
hún e,r þó mótuð — samfellda
umhverfinu og þá gjarnan við
einhverja þá athöfn, sem hvatir
hennar eða lífsönn krefjast. Svo
fannst víst mörgum, að skáldið
hlyti i næstu skáldsögu sinni að
fylgja Einari Ólafssyni, sem lifs
leiður og stefnulaus berst með
þeim straumi, — sem stráin beir
í fangi út að sjó“, — eins og góð
skáldið Jón Magnússon orðaði
það . . . En þriðja „bóksaga1' Indr
iða, Þjófur í Pa.radís, reyndist
ekki í neinum tengslum, beinum
eða óbeinum, við þær, sem á und
an voru komnar, en vitna.r hins
vegar um aukna listræna leikni
skáldsins, að því er til tekur mót
unar efnis og stíls — og einnig
persónusköpunar, að því leyti
sem atburðarásin gefur tilefni til.
Nú er komin út fjórða „bók-
saga“ skáldsins, og þar hverfur
hann aftur að þeim atburðum,
sem meira hafa breytt íslenzku
þjóðlífi og um margt aðstæðum
og hugsunarhætti en áður hefur
gerzt á mörgum öldum. Og nú
fjallar hann um þessar breyting
ar á breiðari grundvelli en i hinni
margumræddu og kvikmynduðu
skáldsögu, Sjötíu og níu af stöð
inni, sem nú mun ófáanleg, þrátt
fyrir þrjár útgáfur á sjö árum.
Nýja sagan heitir Norðan við
stríð. Hún gerist í aillfjölmennum
kaupstað, sem stendur á og inn-
an við eyri, er teygir sig austur
í langan fjörð á Norðurlandi —
skammt frá botni fjarðarins —
og myndar góða og trygga höfn.
Verður l'esandanum engin skota-
skuld úr að átta sig á, að kaup-
staðurinn muni vera hinn fagri
höfuðstaður Norðurlands. Og
það tímabil, sem sagan gerist á,
er og skýrt markað. Það hefst
með komu fyrstu Tjallanna —
það er Bretanna — í þennam kaup
stað og nágrenni hans, og því lýk
ur, þá er Kaninn er að taka við
af Tjallanum og Hitlar hefur rof
ið það heit sitt við vesalings
sakleysingjann Jósef Stalín, sem
innsiglað hafði verið með Júdas
arkossi sumarið 1939!
Indriði hefur gert sér Ijósa
grein fyrir því, að illfært hefði
verið að láta eina eða tvær aðal
persónur bera uppi atburðairás,
sem hefði fullnægt þeim tilgangi
hans að lýsa þeim örlögþrungnu
tímamótum, sem þarna voru að
hefjasit. Hann hefur einnig ség,
að bezt mundi henta að sýna ekki
breytingaima.r á ýkjabreiðum
grunni, heldur í eins konar hnot
skurn, sem rúmaði aðeins lítinn
og afmarkaðan hluta bæjarins og
tiltölulega fámennan hóp er-
lendra manna, og þá fyrst og
fremst af hinum erlendu dáta og
lágt setta foringja og af íslend
ingum ekkert af svokölluðu
,,heldra“ fólki.
Um persónur skáldsins í þess
ari bók er það fyrst og fremst að
segja, að þær lýsa sér eingöngu
í orðum og athöfnum og hve mik
Indriði G. Þorsteinsson.
ið og hve oft hver þeirra kemur
fram er algerlega undir því kom
ið, hvað hentar hinni heildrænu
samfellu, sem hefur veriQ höfund
inum mikill, en reynzt með ágæt
um vel leystur vandi. Stærstan
skammt fá nokkrir af ka-rlmönn
unum, sakir þess að í dagsljósinu
komu þeir mest við það, sem úr
er spunninn söguþráðurinn. Þar
ber einna mest á Jóni nokkrum
Falkon, íslendingi, sem hefur
farið vestur um haf og dvalizt
þar svo lengi. að hann hefur lært
vel málið og verður því sjálfsagð
ur túlkur og miðlari og uppsker
ríkulega. Hann gæti raunar virzt
láta mikið í staðinn, þar sem er
hin likamsprúða eiginkona hans,
Halia, sem hann hefur krækt sér
í á íslendingadegi vestur í Kan-
ada, en þar eð hann er fæddur
guðsgeldingur og hin limafagra
og á allan hátt lystilega kona er
fyrir hans margreynt getuleysi
orðin feikna langsoltin, verður
henni í hans vitund sannlega vor
kunn, enda vissulega allrausnar
legar sárabætur þau ótailin ensku
pund, sem fylla hjá honum stærð
ar töskur. Þá er það Vopni skó-
smiður, sem dreymir um að eign
ast skóverksmiðju og kemst af
stað með byggingu hennar með
hjálp Falkons, en verður fyrir
ærnum áföllum. Og svo eru það
þeir Guðmundur kani, Nikulás
Sölvason og Jói Tangó. Guðmund
ur kani hefur verið ökumaður,
ekið fólki í bjöllusleða áður fyrr
um, en er við komu hersins mjólk
urpóstur, verður svo að selja
hesta sína og endair í vinnu hjá
hernum, þó að honum sé það
þvert um geð. Nikulás hefur átt
nótabrúk og komizt sæmilega af,
en síldveiðin er stopul, og Niku
lás missir alla menn sína í vinnu
hjá Tjallanum, nema þann, sem
honum hefur þótt einna ólikleg-
astur, dansmeistarann Jóa, er
reynist, þegar tii stykkisins kem
ur, ekki eins laus í rásinni og
Nikuiás hefði haldið, — svo fara
þeir tveir að veiða þorsk og selja
fólki í soðið, hvorki Jói tangó né
Nikuiás trúaðir á að það verði
framtíðaratvinna á íslandi að
vinna fyrir Tjallann eða Kanann,
Loks ber að nefna eina blaða-
manninn, sem við söigu kemur,
ritstjóra kommúnistablaðsins,
sem nýtur þess að hella úr skál-
um beizkju sinnar yfir TjaOlann
og heimtar gasgrimur handa öll
um bæjarbúum, en veit varla
hvernig hamn á að snúa snæld-
unni sinni — frekar en sumir aðr
ir trúarbræður hans — þegar
Hitler reynist ekkert nema bölv
uð fivikin og ótugtarskapurinn
gagnvart blessuðum dýrlingnum
frá Georgíu. Af kvenþjóðinni eru
það fyrst og fremst þær Man-
freðssystur, tvær rosknar og að
minnsta kosti lítt snortnar meyj
ar, sem halda stranglega uppi
merki skírlífis og siðsemi, enda
fá þær — fyrir tilstilli kommún-
istaritstjórans — einstakt tæki-
færi til að lýsa því opinberlega
yfir, að enn sé þó á voru landi —
íslandi — hreinlíft kvenfóik og
vant að virðingu sinni! Þá verð
ur heldur ekki annars vart en að
hin danska ráðskona Gvendar
kana hyggi á heiðarlegan lifimáta
og meira að segja náttúrlegt
lifibrauð, og loks er það svo
Lilja, dóttir Nikulásar Sölvason-
ar. í hinum norðlenzka kaupsfað
er fámenn norsk fiugsveit, sem
með sjóflugvélum heldur uppi
vörnum gegn flugdrekum Gör-
ings. Einhver hlýja er jafnan í
frásagnairtóni skáidsins, þar sem
hann vikur að Norðmönnunum,
svolítið annar hreimur en þegar
sagt er frá Tjaillanum, þar sem
höfundur fetar fimlega einstigi
kaldræns hlutleysis, sem er í yfir
veguðu samræmi við hina fjair-
stýrðu, óumflýjanlegu og örlög
þrungnu atburði í lífi hinnar
varnarlausu smáþjóðar á eyjunni
norður við Dumshaf. Með flug-
foringjanum Per Hiört og Lilju
hefjast náin kynni, sem eru allt
annars og göfugra eðlis en það,
sem fram fer hér og þar að húsa
baki, á auðum lóðum og úti í
tundurspilli milli systranna úr
Smiðjunni og hinna ýmsu Tjalla,
að ógleymdri heilshugar liðvikni
frú Höllu Faikon og þeirra ó-
nefndu meiri háttar kvenna, sem
sitja veizlur með þeim úr sveit-
um Tjallanna, sem mest rnega
sín.
Svo eru það þá sögulokin. Þeir
tveir, Nikuiás og Jói tangó, eru
að halda heim með góða veiði og
eiga skammt í lendinigu. Þá kem
ur þýzk flugvél og skýtur á bát-
inn. Og loftfloti Þýzkalands vinn
ur sér nýja frægð. Jói tangó hlýt
ur banasái' og Nikulás Sölvason
særist illa. Þegar sagan hefst, er
líkkistusmiðurinn Valmunduir,
sem er einn af bæjarfulltrúunum
að afhenda líkkistu handa þurfal
ingnum Isafoldu, —— og nú stend
ur hann í fjöru, þegair trillu Niku
lásar ber að landi. Ekki mundi
Indriði Þorsteinsson haga þessu
svona, ef það ætti ekki að merkja
neitt. Það gerist og fleira, sem
mark er á takandi. Per Hiört
leggur til orrustu við fiugvélina
þýzku. Hún nær að bana félög
um hans og síðan honum sjálf-
um sem svo þá búinn á því tima
bili, sem hann hefur dvalizt þarna
á norðurslóðum að fækka vítia
vélum þeirra Hitlers og Görings
um tvær . . . Og eins og alit
horfði i þennan tíma í hartnær
vitstola veröld, hlaut þessi saga
að enda þannig, að einmitt þeir,
sem unnu að eðlilegu bjat'græði
hiytu annar bana og hinn sár —
og útiaginn, sem vildi leggja allt
í sölurnar fyrir svikna og pínda
þjóð sína og þá ungu ást, sem hon
um hafði hlotnazt í útlegð sinni,
yrði að bráð öflum eyðingar og
dauða . . .
Þessi saga er skrifuð af kunn-
áttu, sem vel má heita íþrótt, og
af hófstillingu, ssm nálgast sjálfs
afneitun. Allt er þama dregið
hæfilega djúpum dráttum, svo að
úr verði samíelld mynd — með
heldökkva harmleiks veraldar að
bakgrunni. Engin tilfinningialeg
bessaleyfi, ekkert myrkvað af
táknrænni tilgerð, engar hunda
kúnstir í stíl . . . Svo hefur þá
Indriði, sem lifað hefur allt frá
bernsku örlagaríkustu breytinga-
tíma þjóðar sinnar, lýst upphafi
þeirra í þremur skáldsögum, sem
bæði eru líf og list, og öllum
þorra skynbærra manna auðvejd
ar til lestrar og líklegar til að
vekja athygli, sem endist til skyn
samlegrar umhugsunar.
Gæti nú ekki kömið til mála,
að það borgaði sig fyrir þjóðina,
að slíkur maður fengi skiilyrði til
að helga sig hálffimmtugur skáld
skap, sem trúlega gæti orðið túlk
un á því, hvernig þróun þess
ástands hefur orðið, sem hann
hefur þegar lýst — og hverjar
blikur og hver rof séu nú á lofti?
ORÐSENDING
Um þessar tnundir er njtt píputóbak boðið til sölu á
íslen\k.um markaði í fyrsta sinn. Tóbak þetta er ólíkt
peim gerðum tóbaks, sem nú fást hérlendis. Tóbaks-
blandan er að mestu úr Burley og Maryland tegundum að
viðbattum vindpurrkuðum Virginiu og Oriental laufum.
Þessi njja blanda er sérlega mild í reykingu, en um Ieið
ilmandi og bragðmik.il. Tóbakið er skorið í cavendish
skurði, löngum skurði, sem logar vel án pess að hitna of
mikið. Þess vegna höfum við gefið pvi nafnið
EDGEWORTH CAVENDISH.
Reyktóbakið er selt / polyethylene umbúðum, sem eru með
sérstöku ytrabyrði til pess að tryggja pað, að bragð og
rakastig tóbaksins sé nákvœmlega rétt.
Við álítum Hdgen'orth Cavendish einstakt reyktóbak, en
við vildum gjarnan að pe'r sannfcerðust einnig um pað af
eigin reynslu.
Fáið yður EDGEWORTH CAVENDISH / naslu
búð, eða sendið okkur nafnyðar og heimilisfang svo að við
getum sent yður sjnishorn. Síðan pcetti okkur vant um
að fá frá yður línu um álit yðar á gaðum
EDGEWORTH CAVENDISH.
Heimilisfangið er: EDGEWORTH CAVENDISH
Pósthólf: 5133, Reykjavík.
HOUSE OF EDGEWORTH
RICHMOND. VIRGINIA. U.S A
Stacrstu rcyktóbaksútflytjendur Bandaríkjanna.
Guðmundur G. Hagalín •* J\TTTD
skrifar um Ji jUJiMriJ; nJN llKix i