Morgunblaðið - 28.12.1971, Page 11
-----------:--------------—:-----------------——-— ------:-------1
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1971 1X
i
Svar f jármálaráðherra
og athugasemdir Morgunblaðsins
HINN 22. des. sl. beindi
Morgunblaðið tveimur fyr
irspurnum til fjármálaráð-
herra varðandi útreikn-
inga hans á áhrifum
skattafrumvarpa ríkis-
stjórnarinnar. Svör fjár-
málaráðuneytisins fara
hér á eftir, svo og athuga-
semdir Morgunblaðsins
við þau og óskir um frek-
ari upplýsingar, en í svari
fjármálaráðuneytisins lýs-
ir það sig reiðubúið til
þess að veita nánari upp-
lýsingar um útreikninga
þessa.
SVAR FJARMALA-
rAðherra
Herra ritstjóri.
Vegna tveggja fyrirspurna
til fjármálaráðherra í blaði
yðar í dag, um upplýsingar,
sem gefnar hafa verið í sam-
bandi við framlagningu frum-
varps til breytinga á lögum
um tekju- og eignarskatt, vill
ráðuneytið taka fram eftir-
farandi.
Spurt er, hvort persónu-
frádráttur og útsvarsþrep til
útsvars við álagningu 1971
hafi verið hœkkuð um 6,5%
í samanburði ráðuneytisins.
Fyrirspumin virðist á mis-
skilningi byggð, því að útreikn
ingar ráðuneytisins hafa allir
beinzt að álagningu eins og
hún mundi verða 1972 skv.
nýju og gömlu skattkerfi,
enda telur ráðuneytið saman-
burð á þessum tveimur skatt-
kerfum tekjum- og persónu-
skatta því aðeins hafa raun-
hæft samanburðargildi, að
miðað sé við álagningu á
sömu tekjur í báðum kerfum.
Hins vegar skal tekið fram,
að við útreikninga skv. nú-
gildandi skattkerfi 1972, hafa
persónufrádrættir og skatt-
þrep verið haíkkuð um 6,5%,
einnig til útsvars.
Að því er varðar spurningu
2, vill ráðuneytið upplýsa, að
.sá mismunur, sem spumingin
snýst um, stafar af þvi, að
einstæðar mæður hafa auk
frádrátta annarra einstakl-
inga, skattfrjálst meðlag með
bömum. Þvi er eðlilegt, að
hlutfall brúttó- og nettótekna
sé annað fyrir þær en aðra
einstakiinga. 15% frádráttur-
inn fyrir einstæðar mæður
er reiknaður af heildartekj-
um + meðlagi, sem siðan er
aftur dregið frá.
Að lokum tekur ráðuneytið
fram, að það er reiðubúið að
veita yður nánari upplýsing-
ar um útreikninga þessa, og
fer þess á leit við yður, að
eftir slíkum upplýsingum sé
leitað, áður en frekari at-
hugasemdir birtast í blaði yð-
ar. Slikt sparar bæði tima og
fyrirhöfn og tryggir betur, að
áreiðanlegar upplýsingar kom
ist til lesenda blaðs yðar.
F. h. r.
Jón Sigurðsson.
ATHUGASEMDIR
MORGUNBLABSINS
Fjármálaráðuneytið telur
fyrri spurningu Mbl. á mis-
skiiningi byggða. Það er síð-
ur en svo. Ef eftirreikna á
útreikninga ráðuneytisins,
sem „hafa allir beinzt að
álagningu eins og hún myndi
verða 1972 skv. nýju og
gömlu skattkerfi" eins og í
svarinu segir, var einmitt
nauðsynlegt að fá fyrst af
öllu svar við því, hvort skatt-
vísitölu 106,5 hefði verið beitt
á persónufrádrátt og útsvars-
þrep til útsvars, eins og til
tekjuskatts.
1 áður greindri fréttatil-
kynningu fjármálaráðuneytis-
ins frá 18. des. sl. segir svo:
. . TJtsvarsfrádráttur er
fundinn með reikningi aftur
í timann . . .“
Með hliðsjón- af nú fram
komnu svari fjármálaráðu-
neytisins er tímabært að
kref ja ráðuneytið um nánari
skýringar á þessum hluta
fréttatilkynningarinnar frá
18. des. sl. Hafi útsvarsfrá-
drátturinn og þar með raun-
verulegt útsvar verið fundinn
með þeirri einföldu lausn að
nota raunveruleg þrep og
hundraðshluta útsvarsstig-
ans miðað við nettótekjur,
óskast upplýsingar um fjár-
hæð þrepa og hundraðshluta
hvers þreps og um hámarks-
hundraðshluta. Hafi útsvars-
frádrátturinn hlns vegar ver-
ið fundinn með þeirri óhag-
kvæmu lausn að reikna hvert
einstakt dæmi með eftirreikn-
ingi útsvars aftur í tímann,
sem þó gefur sama árangur,
ef rétt með farið, þá óskast
upplýst:
1. Hver var f járhæð persónu-
frádráttar fyrir einstakl-
ing, fyrir hjón og fyrir
hvert barn við útreikning-
inginn.
2. Hver var fjárhæð þrepa
útsvarsstigans við útreikn
inginn.
3. Hvemig var útsvarsfrá-
dráttur fundinn ,,með
reikningi aftur í tímann".
Eitt raunverulega og ná-
kvæmlega útreiknað dæmi
t. d. hjóna með 2 börn og
375 þúsund kr. nettótekj-
ur ætti að nægja að sinni.
Svar fjármálaráðuneytisins
við siðari spumingu Mbl.
virðist stafa af einhverjum
misskilnlngi ráðuneytisins. I
fréttatilkynningunni frá 18.
des. sl. er sagt, að hlutfall
brúttó- og nettótekna sé mið-
að við 15% landsmeðaltal fyr-
ir einstaklinga. Hér verður
að álykta, að „landsmeðaltal-
ið“ gildi gegnum sneitt fyrir
alla einstakiinga þjn.t. ein-
stætt foreldri, hvort heldur
það er móðir eða faðir og mið
ist við hugtökin brúttótekj-
ur og nettótekjur skv. skatta-
löggjöf okkar. Móttekm með-
lög með bömum hafa vitan-
lega áhrif á heildarfjárhæð
þá, sem einstæð móðir hefur
til ráðstöfunar, en það er al-
gjör misskilningur hjá ráðu-
neytinu, að meðlög með böm
um hafi á nokkurn hátt áhrif
á brúttótekjur einstæðra
mæðra og þvi síður nettó-
tekjur skv. skattalöggjöf okk
ar, sbr. síðasta málslið 2.
mgr. 16. gr. laga nr. 68/1971
(og sú málsgrein er óbreytt
í framlögðu frumvarpi um
breytingar á lögum um tekju-
skatt og eignarskatt, sbr. 7.
gr. frumvarpsins). Verður
því að hafna gefinni skýr-
ingu ráðuneytisins sem al-
gjörri rökvillu. Hins vegar
skerðist persónufrádráttur
barns um helming vegna feng
inna meðlaga, en það var
einmitt stærsta reiknings-
skekkjan í fyrstu „tölvutöfl-
unum“ yfir skatta einstæðra
mæðra, að ráðuneytið
gleymdi að reikna með þess-
ari skerðingu persónufrádrátt
ar fyrir böm etnstæðra
mæðra, sem fengu meðlög
með börnunum.
Á hinn bóginn má á það
benda, að skv. ákvæðum 3.
mgr. 16. gr. greindra laga fær
einstætt foreldri sérstakan
aukafrádrátt, sem hefir áhrif
á nettótekjuákvörðun einstæðs
foreldris, þvi að þessi auka
frádráttur er ekki talinn með
í persónufrádrætti foreldris,
heldur dreginn frá brúttótekj
um við ákvörðun nettótekna
til skatts og útsvars (sbr.
Bður IV — Frádráttur — 7.
töluliður innan 15. töluliðar
^Annar frádráttur" í „Leið-
beiningar við útfyllingu
skattframtals árið 1971“, sem
út voru gefnar af rikisskatt-
stjóra 5. jan. 1971). Þessi
aukafrádráttur einstæös for-
eldris feeflr því haft viss áhrif
á, og er i heild sinni innifal-
inn I 15% „landsmeðaltaJinu"
svonefnda. Hins vegar má
einstætt foreldri hafa háar
tekjur til þess að ekki verði
að reikna með meiri afföllum
en 15% milli brúttótekna þess
og nettótekna, miðað við
barnlausan einstakling, en
þessi frádráttur er ekkert
háður eða tengdur meðlags-
greiðslum. Svo og má á það
benda að brúttótekjur og þar
með neftótekjur einstæðra
mæðra verða hærri en brúttó-
tekjur td. einhleyprar bam-
lausrar konu miðað við sömu
teknamyndun af atvinnu eða
eignum, vegna f jölskyldubóta,
sem einstæð móðír fær greidd
ar (á árinu 1971 kr. 8.000,—
með hverju barni).
Framh. á bis. 14
Ætlar að skrifa
ferðasögu frá íslandi
f NÓVEMBER 1971 dvaidist
sovézíki bókmenntagagn<rýn;-md-
inm Semjon Masínskí, prófessor
við Gorkí-bókmeninttastofnunina,
á íslandi í boði Sovézk-íslenzka
vináttufélagsins. Hann hitti að
máli félaga í Vináttufélaginu,
hélt fyrirlestur fyrir almenning í
Háskóia íslaods um „klassíska
arfleifð og samtíð" (keninarar og
nieimendur vöidu þetta efni) og
ræddi við kunna isienzka bók-
menintamenin: Halldór Laxness,
Semjon Masínskí
Sigurð Magnússon, Kristinin
Andrésson, Agnar Þórðanson rit-
stjóra Morgunblaðsins Matthias
Johaniruesisen og fleiri,
Eftir heimkomu Masínákís lagði
fréttaimaður APN fyrir hann
nokkrar spurningar. M. a. bað
hann prófessorinn að segja í
fáum orðum frá ástandimu í ís-
lenzkum bókmenntum í dag.
„Á íslandi er mikið af ágætum
rithöfundum, sem þekktir eru um
allan heim. Það nægir að nefna
nöfn einis og Halldór Laxn>ess,
Þórbergur Þórðanson og Gunniair
Gunnarason. Rithöfundar leita
ákaft nýrra leiða, en halda jafn-
fnamt tengslum sínum við islenzk-
an bókmenntaarf og þá fyrst og
fremist íslendingasögurnar.
íslendingasögurnar eru heims-
frægar perlur í listraeinni menni-
ingu veraldar. Það er mikiisvert,
að Menzkir rithöfundar leggja
stöðugt áherzlu á heilladrjúg
áhrif þjóðlegrar listsköpunar á
þeirra eigin verk.“
Gætuð þér sagt eitthvað um
tengsl sovézkra og íslenzkna rit-
höfunda?
„Ég hygg, að þau temgsl mættu
vera meiri og reglulegri. Skoð-
anir okkar á bókmenntum og
lífi nútímans eiga margt sam-
eiginlegt, en ýmislegt ber á
tnSllL Fundir og rökræður myndu
hjálpa okkur að kynmast hverjir
öðrum betur. Að mínu áliti gætu
pensónuleg kynni rithöfunda
beggja landanma orðið mjög
gagnleg fyrir báða aðila.
Rithöfundar eru - að jafnaðí
nokkurs konar framvarðasveit i
andlegu lífi þjóðanna, og aukin.
sasniskipti rithöfunda myndu
stuðla að auknum kynnum þjóða
okkar í heild. Rithöfundar, er
komia úr heimsókn erlendis frá,
segja sínar ferðasögur, og þær
verða almenmingseign. Hver greio
eða frásöguþáttur hefur mikið
kynning ar g ildi og hjálpar al-
meraningi í eimu landi til að
skyggnast inn í hugarheim ann-
arra þjóða. Því er ég þess full-
viss, að af samskiptum milli rit-
höfunda mundu ekíki þeir einir
hafa gagn, heldur einnig sam-
félagið í heild.
Hvað fannst yður um ísland
yfirieitt?
„Því miður var þetta aðeina
fyrsta heimsókn miín til íslands
og ég dvaldi þar einungis í eina
Framh. á bls. 14
(40. leikvika — leikir 18. deseraber 1971)
Úrslitaröðin: 1X1 — 2XX — X12 _ 1X2
1. vinningur: 11 réttir — kr. 459.500,00
nr. 49197 +
2. vinningur: 10 réttir — kr. 13.100,00
nr. 14478 nr. 33918 nr. 46453 nr. 63744 nr. 90849 +
— 15393 — 39858+ — 45461 — 77516 — 99560
— 23915 — 40554 — 49786+ — 82915 — 99607
Kaervfrestur er til 10. janúar 1972. Vinningsupphæðir geta lækk-
að, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 40. leikviku
verða póstlagðir eftir 11 januar nk.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Get-
rauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — iþróttamtðstóðin — REYKJAViK.
Æ
I -LUGE LDASYM hnc i
HJÁLPARSVEITAR SKÁTA ■ ■
V ERÐUR VIÐ LAUGARDALSI EOLLINj \
f KV( )LD KLUKKAN ! 9