Morgunblaðið - 28.12.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1971, Blaðsíða 30
30 MQRGUiNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1971 Enska knattspyrnan; Baráttan harðnar ENGLENDINGAR lögðu knatt- spymuna á hilluna um jólin, en léku hins vegar heila umferð í deildakeppninni í gær. Man. IJtd. hafa nú þriggja stiga forskot í 1. deild, umfram nágranna sína M. City, en síðan koma Leeds og Sheffield Utd. Man. Utd. náði að- eins öðru stiginu gegn Coventry á Old Trafford og skoraði hinn sáungi Denis Law bæði mörk liðs ins. Sérkennilegt atkvik gerðist í leiknum, þegar leikmenn Coven- try neituðu að færa sig hæfilega langt frá knettinum í auka- spyrnu. Dómarinn tók þá það til bragðs að bóka fimm leikmenn Coventry á einu bretti og er slíkt sennilega einsdæmi. Nott. Forest tefldi fram Tommy Gemmel, siem félagið klófesti frá Celtic í síðustu viku, í leiknum gegn Arsenal, en Arsenal svar- aði með Alan Ball. Engar sögur fara aí leik þessara frægu ieik- Jólamót IR JÓLAMÓT ÍR í frjálsum íþrótt- um hetfst í iR-húsinu við Tún- götu í dag kl. 19.30, og síðan verð nr mótinu fram haldið á sama stað n.k. fimmtudag og þá hefst mótið einnig kl. 19.30. Keppt verð ur í atrennulaiisum stökkum og hástökki með atrennu, karla og kvenna. manna, en lan Moore skoraði fyr ir Forest, og George Graham fyr ir Arsenal. David Webb iék sannarlega hlutverk jólasveinsins í liði Chel- sea gegn Ipswich. Peter Bonetti, markvörður Cheisea, er óleikfær vegna meiðsia og sömu sögu er að segja af varamarkverði hans, en markvörður sá, eir Chelsea boðaði til leiksins mætti of seint einhverra hluta vegna. Dave Sex ton greip þá til þes,s ráðs að klæða Webb í markmiannspeysuna og hann stóð fyrir sínu í leiknum og hélt markinu hreinu, en Chelsea vann leikinn með tveimur mörk um gegn engu. Tottenham tapaði nú í fyrsta sinni á heimavelli á þessu keppn- istímabili. West Ham rændi báð- um stigunum með mairki Clyde Best að viðstöddum 54 þús. áhorf endum. Leeds kafsigldi Derby á Elland Road og ógnar nú senn liðunum frá Manchester. Eddie Grey skor aði fyrst a mark leiksins á 5. mín. en Peter Lorimer skoraði síðam tvö mörk, hvort í sínum hálfledk. Úrslit leikja í gær urðu annars þessi: 1. DEILD Chelsea — Ipswich 2:0 Everton — Huddersfield 2:2 Leeds -— Derby 3:0 Framh. á bls. 31 FH-ingar leika í kvöld 1 KVÖLD leika FH-ingar sinn síðasta leik í Evrópubikarkeppn- inni að þessu sinni, og mæta þá Patizan Belovar, á heimavelli þeirra í Júgóslaviu. Héldu FH- ingar utan í morgun, þannig að þetta verður mjög ströng ferð hjá þeim. Eims og öiltam mun í fersku mínni töpuðu FtH-ingar fyrir Partizan í Laugardalshölilinni imeð 14 marka mun á döigunum, en vomir stamda til að útkoman verði ekki eins slæm í Júgósiav- iu, þótft reyndar sé vitað að Júgó- siaivamir eru mjög sterkir á heimaveili sínum. En varla getur verið að FH-ingar eigi tvo jafn- sttæma ieiki og um dagimn í röð. Fararstjóri FH-liðsin.s i ferð- inni tii Júgóslaví u er Einar Mat- hiesen, en lei'kmennimir sem fóru eru Hjattiti Einarsson, Birgir Bjömsson, Kristjám Stefánsson, Viðar Símonarson, Gils Stefáns- som, Jónas Magnússon, Auðunn Óskarsson, Geir Hallsiteinssom, Öm Sigurðssom, Þórarinn Ragn- arsson, Birgir “ Finntoagason og Ólafur Einarsson. Með liðinu fór eimnig þjálfari þess, dr. Ingimar Jónsson. Riinar Bjarnason, varaformaður HSÍ, afhendir Geir Hallsteins- syni, viðurkenningargjöf vegna 50 landsleik ja. Geir Hall- steinsson var heiðraður I hófi sem stjórn Handknatt- leikssambands íslands efndi til að iokmim landsleikjum fslands og Júgóslaviu á dögunum, var Geir Hallsteinsson heiðraður sér staklega í tilefni þess að í síð- ari leiknum lék hann sinn fimm- tugasta landsleik. Afhenti Rún- a.r Bjarnason, varaformaður HSf, Geir fagra skyrtuhnappa úr gulli og voru þeir með áletrun. Geir er annar íslendingurinn sem nær því marki að leika 50 handknattleikslandsleiiki. Hinn er félagi hans úr FH, Hjalti Einarsson, sem lék sinn 50. lands lei'k á móti rúmönsku heimsmeist urunum, er þeir komu hingað í heimsókn í fyrra. Hlaut Hjalti þá einnig er-maihnappa að gjö'f frá HSÍ. Hjalti hefur leikið fttesta landsleiki eða 52 talsins. 1 hinum 50 landsleikjum sín-um hefur Geir Hallsteinsson slkorað samtais 242 mörk, og oft á tið- um hefur hann verið bezti mað- ur vallarins. Iþróttasíða Morguntolaðsins óskar Geir til hamingju með þennan merka áfanga á íþrótta mannsferli hans. í fyrrgreindu hófi voru svo tveimur leikmönnum afhent landsliðsmerki HSÍ, en það voru þeir Axel Axelsson og Páll Björgvinsson, sem báðir lóku sinn fyrsta landsleik í sáðaxi leiknuim við Jú-góslava. Fréttabréf knattspyrnu- þjálfara Hið nýstofnaða Knattspyrmi- þjálfarafélag fslands, hefur sýnt myndarlegt franitak með því að gefa út tolað, þar sem er að finna ítarlega æfingatöflu fyrir knattspyrnumenn, viðeigandi myndskreytta. Er ekki að efa að mörgum er mikill fengur að þeim upplýsingum, sem þarna er miðl að, ekki sizt þeim knattspyrnu- mönnum, sem búa við þannig að- stæður, að þeir geta ekki leitað til þjálfara hvenær sem er. Það er stjórn Knattspyrnu dómarafélagsins sem stendur að blaði þessu, en formaður félags- ins er Sölvi Ósikarsson, og ritajr hann formálsorð blaðsins, þar sem hann m.a. hvetur knatt- spyrnuþjál'fara til þess að taka virkari þátt i þróun og framtið- aráformu-m félagsins. Þá skrifar Sölvi einnig grein í bilaðið, þar sem hann kemur fram með þá hugmynd, að knatt spyrnu þj'álfarar selji auglýsing- ar á búninga sína: „Til dæmis gætu 1. deildar þjálfararmr átta, efllaust gert góðan samning um að bera allir sömu auiglýsinguna í 1. deild ár hvert og á þann hiátt dtrýgt tekjur sínar að mun,“ segir Sölvi í grein sinni. „Segið þið svo að hárið sé ekki prýði mannsins," segir í texta með þessari mynd frá AP, sem er af Heraldo Becerra, leikmanni með knattspyrnuliðinu Atletico de Madrid. Becerra, sem er af arg- entísku bergi brotinn, hafði látið sér vaxa hár í langan tíma, og var stolt.ur af lubbanum. Þjálfari knattspyrnuliðs hans og félag- ar, voru hins vegar ekki jafn hrifnir og voru stöðugt að nauða í piltinum að láta klippa sig. Svo fór að lokum að hann lét undan, og lét þá klippa sig svo um munaði. Clay aftur á uppleið Sigraði Blin í 7. lotu íslandsmótið í knattspyrnu CASSIUS Clay, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, stendur nú skrefi nær þvi að fá keppni við heimsmeistarann í greininni, Joe Fraizer. 1 fyrrakvöld keppti Clay við vestur-þýzka hnefaleikarann Júrgen Blin og fór keppnin fram í Ziirich í Sviss að viðstöddum 9000 áhorfendum. Fyrirfram var talið að keppni þessi myndi skera úr um framtíð Clays sem hnefaleikara — ef hann tapaði myndi hann tæpast fá tækifæri til þess að keppa við heimsmeistarann. Jurgen Blin er álitinn einn fremsti hnefaleikari í þunga- víigt sem nú er í keppni. Hann hafði keppt 42 leiki sem at- vinnumaður, fyrir leikinn í fyrrakvöld, og sigrað í þeim öllum, oftast með rothöggi í fyrstu lotunum. I keppninni í fyrrakvöld sótti Jurgen Blin mjög ákaft að Clay í fyrstu lotunum, en Clay varðist fimlega, og tókst Þjóðverjanum ekki að koma á hann þungum höggum. Strax í þriðju lotu jafnað- ist svo leikuiinn og smátt og smátt fór Clay að Sækja og í sjöttu lotu hafði hann yfir- burði og þá var orðið augljóst að ekki var nema tímaspurs- mál hversu lengi Þjóðverjinn stæðist högg hans. Og það var ekki nema til næstu lotu, þar sem Clay hóf þá mikla sókn og kom nokkr- um af sínum uppáhaldshögg- um á Blin og sendi hann í gólfið. Þótt Þjóðverjinn stæði upp, áður en talningu var lokið, var auðséð að hann var Cassius Clay — fór létt með Þjóðverjann. búinn að vera, og dómari ieiksins stöðvaði hann þá og dæmdi Clay sigurinn. Að vonum var Clay hinn hressasti yfir leikslokunum, og lét hafa ýmislegt eftir sér, sem min-nti á hans fornu frægðardaga. MEÐAL hin-mn mörgu breytinga, sem gerðar voru á reglugerðum og lögum Knattspyrniusambands íslands á 26. ársþinigi sambainds- iras, sem haldið var í Tónabæ 27. og 28. nóvember s.l., var sam- þyikkt, að tillkynini n-ga-rfrestur um þátttöku í landsmótum og bika-r- keppnum K.S.Í. skuli vera til 1. janú-ar. Hinn 10. dea. s.l. sendi Móta- niefnd KSÍ umburðarbréf um þetta til allra siamtoanidsaðdla sinn-a og jafnframt saimþykkt stjórnar K.S.f. uim þátttökugjöld, sem voru áður 100.— krómur á fiok'k, en verða fyrir árið 1972, sem hér segir: 1. deild kr. 2.500.00 2. — — 1.500 00 3. — — 1.000.00 2. flokkur — 500.00 3. — — 500.00 4. — — 500.00 5. — — 500.00 Bikarkeppni K.S.Í. M. fl. Kr. 1.000,— 1. fl. — 500 — 2. fl. — 500.— Sambvæmt upplýsimgum frá sferiístofu KSÍ er Breiðablik eina félagið, sem hefur tiikymnt þátt- töku í iandsmótiniu og bikar- keppni KSÍ og mun félagið tafea þátt í öllum flökkum á n-æsta keppnilstimabi’i. Þátttökutilkynm- imgar sttculu berast í ábyrgðar- pósti t.i'l Mótanefndar K.S.Í, P.O. Box 1011, Reýkjavík og muniu efeki verða teknar til greiina niemia þátttöfeugjald fylgi Formaður íþróttanefndar ríkisins MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 'hefur skipað Vattdimar ÖrncVifs- son íiþróttalkennam formanin í'þróttanefndar ri'kisins til næstu þriggja ára, en aðrir í nefndinni eru Damáel Á-gústinusson, aðatt- bókari, tilnefndur aif Umgmenna- íélagi ísJand.s, og Sveinn Björns- son 'kaupmaður, tittnefndur aif liþróttasambandi Isttands. Varamenn í nefmdinni em Kja-rtan Bergmann Guðjóns- son skjala-vörður varaformaður, Valdimar Óslkarsson skriifstofu- stjóri tilnefndur af Unigmenna- félagi íslands og Gunniauigur J. Briem fullitrúi tilnefndur atf íþróttasamtoandi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.