Alþýðublaðið - 30.07.1930, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
um heilsufarið í sínu héraði ár-
ið sem leið (íslendingur 28. júní),
að segja megi að „30 ára berkla-
varnir af sama tagi og nú eiga
sér stað samkvæmt lögum dg
með miklum tilkostnaði" hafi (í
Akureyrarhéraði) „ekki stöðvað
framgang veikinnar að sýnilegum
mun“. Yfirleitt mun pað vera svo
annars staðar hér á landi og
ilandinu í heild sinni, að árangur
berklavarnanna sé ósýnilegur.
Læknar virðast megna mjög lítið.
En pá verður að telja skyldu
peirra að kynna sér enn betur
og prófa enn frekar önnur úr-
rœdi.
Dr. Sechehaye segir fyrst sögu
meðals pessa. Upphafið er, að
major Chas. H. Stevens í Londion,
en þá í Birmingham, varð seytj-
án ára að aldri talsvert veikur af
lungnaberklum. Hann leitaði
læknis, sem ráðlagði honum að
fara til hálendissléttunnar í
Transvaal eða Orange í Suður-
Afríku. Þetta gerði Stevens.
Þangað kominn heyrði hann tal-
að um negra-„lækni“, sem hefði
til meðal við brjóstveiki. Hann
leitaði pessa læknis, sem lét hann
fá meðalið (jurtaseyði) og lækn-
aði hann á skömmum tíma. Upp
frá pessu hefir æfi ’nans nú í 25
ár verið svo að segja óslitin bar-
átta á móti lœknunum og vísind-
unum til pess að fá meðalið við-
urkent og pað notað. Verði þetta
nokkum tíma, verður sú rauna-
saga eitt dæmið í viðböt við
fjöldamörg önnur um píslarvætti
fmmherjanna. Hé:r skal sú saga
eigi rakin. Ég læt mér nægja
að pýða nokkur. orð Stevens í
bréfi tii mín 15. maí p. á. Hann
skrifar: „Þér sjáið á bók dr.
Sechehaye, að pað er ekki glæsi-
legt hlutskifti fyrir leikmann að
gerast forgöngumaður í lækna-
vísindum. Vissulega hefi ég oft
freistast til pess að gefa alt frá
mér og láta pað deyja. En þeg-
ar ég var orðlnn alráðinn j
pessu fékk ég venjulega með
næsta pósti eitt eða fleiri pakk-
lætisbréf frá mönnum, sem pökk-
uðu mér lífgjöf sína og báðu
sumir um hjálp fyrir vini eða
ættingja sína. Þér sjáið — ég
varð hreint og beint neyddur til
pess að halda áfram, par eð mér
fanst ég verða morðingi, ef ég
hætti.“ (Frh.)
Flugið.
„Súlan“ gat ekki lent í Vest-
mannaeyjum i fyrra dag vegna
sjávarólgu, en varpaði par pósti
á land. I gær flaug hún norður
og til Austfjarða. í dag er hún
í síldarleit.
Veðrið.
Kf. 8 í morgun var 12 stiga
hiti í Reykjavík. tJtlit hér um
slóðir: Breytileg átt og hægviðri',
víðast léttskýjað. — Hægviðri um
land alt í dag.
Kona GandMs.
Heirasknlegt
j útlendingadaður,
Ég er einn af peim, sem eru
peirrar skoðunar, að við eigum
að sýna útlendingum, er hing.að
köma, fulla kurteisi. En pað er
langt á milli frá því að sýna
kurteisi eða viðhafa slíkt
heimskulegt útlendingadaður sem
það, er nú er til sýnis utan á
pósthúsinu og símastöðinni.
1 fyrra var hengt nafnspjald
utan á pósthúsið. Er á pví orðið
„Pósthús”, mynd af lúðri, sem er
alpjóða póstmerki, og síðan orðin
„Post offioe“, sem er pósthús á
ensku. Ég verð að segja, að ég
kann afar-illa við að sjá nöfn á
erlendu máli utan á byggingum
rikisins, enda gerist pess ekki
pörf, að minsta kosti ekki á póst-
húsinu. Norðurlandabúum, Þjóð-
verjum og Bretum mun, auðvelt
að átta sig á orðinu „pósthús",
enda myndi póstlúðurinn taka af
allan vafa hjá þeim.
Ég verð að segja, að útlend-
ingadekur petta vakti undrun
mína yfir því, hvað undirlægju-
hátturinn gæti verið mikill hjá
sumum Islendingum.
Núna fyrir nokkrum dögum sá
ég, að komið var spjald utan á
símstöðina, sem vakti bæði undr-
un mína og reiði. Þar er rœ:fiis-
hátturinn svo mikill, að par er
ekki einu sinni verið að hafa
I
fyrir pví að setja nafnið á ís-
lenzku, heldur stendur þar bara
orðið „Telegraph", en pað orð
skilur að eihs lítill hluti pjóðar-
innar. Ti> hvers er nú svona und-
irlægjuháttur við útlendinga ?
Þeir peirra, sem purfa á síma
að halda, eru ekki lengi að læra
orðið sími, enda er til alpjóða-
merki fyrir síma, sem allir út-
lendingar skilja.
Ríkið heimtar ákveðna réttritun
á öllum bókum, sem gefnareruút
með styrk frá pvi; en hvaða sam-
ræmi er í pví annars vegar og
svo hins vegar að klína útlend-
um orðum, sem engir eða fáir
Islendingar skilja, utan á opin-
berar byggingar.
Landi.
Til Norðurpólsms
í kafbát.
Sir Hubert Wilkinis er nú sem
óðast að búa sig í Norðurpóls-
för pá, er hann ætlar að fara í
kafbát næsta ár. En kafbát penn-
an er nú verið að byggja. Það
verður ekkert smáræðis skip, pví
þ.að verður 1000 smálestir og á-
höfnln 18 manns. Engin vand-
kvæði eru talin á að ná nógu
an'drúmslofti, pví kafskip petta
verður útbúið með borum, pann-
ig að pað géti á stuttum tíma
borað göt gegnum margra metra
þykkan hafís. Forystu vísindalegu
rannsóknanna, sem gerðar verða
í leiðangrinum, á norski prófess-
orinn Sverdrup að hafa. Það
verður líklegast lagt af stað í
júni að ári.
Það var sir Hubert Wilkins,
sem flaug frá Alaska norður um
Grænland til Svalbarða; en í
fyrrá var hann í Suðurpólsför.
Uppgötvaði hann pá úr flugvél,
að Grahamsiand er eyjaklasi, og
skírði hann par eitt breitt sund
Stefánssons-sund eftir Vilhjálmi.
Um ðl&fgimro og Fegimm*
St. EININGIN nr. 14. Fundur í
kvöld. Embættismannakosning.
Tekin ákvörðun um skemtiför1.
Félagar! Gerið svo vel að fjöl-
menna.
Næturlæknir
er í nótt Sveinn Gunnarsson,
Óðinsgötu 1, sími 2263.
Dráttarvextlr.
Alpýðublaðið hefir enn verið
beðið að minna á, að d ráttarvext-
ir verði reiknaðir af fyrri hluta
útsvara þessa árs hér í Reykja-
vik, ef sá helmingur útsvarsins
verður ekki greiddur fyrir 2.
ágúst.
Knattspyrnukappleikurmn
í gærkveldi milli „K. R.“ og
ensku knattspyrnumannanna af
„Atlantis” fór pannig, að „K. R.“
vann með 2 gegn 0. Hafði naum-
ast verið búist við svo glæsileg-
um sigri „K. R.“-manna, þar eð
ma'rgir úr peirra liði eru erlendis,
en við prautæfða Englendinga að
keppa. í fyrri hálfleiknum var
ekkert mark skorað, en í hinum
síðari vann „K. R.“ sigurinn. Var
margt áhorfenda, bæði Islending-
ar og Englendingar. Voru flestir
farpegar „Atlantis“ par viðstadd-
ir.
Nasas pasja,
fyrv. forsætísráðherra Egypta-
lands.
Bifreiðarslysið á sunnudaginn.
Guðrún Tryggvadóttir á Njáls-
götu 34, litla stúlkan, sem varð
fyrir bifreiðinni á sunnudaginn,
liggur enn veik. Hefir hún rænu
öðru hverju, en ekki alt af. Lækn-
ir býzt við, að líkt verði um
heilsu hennar 3—4 næstu daga,
en úr því muni henni fara batn-
andi. Litla stúlkan liggur heima,
en ekki í sjúltrahúsi.
Sumarstarfsnefnd F. U. J.
mæti í Alþýðuhúsinu kl. 8 ann-
að kvöíd.
Félag Vestur-íslendinga
býður öllum Vestur-ísleniding-
um, sem staddir em hér í Reykja-
vík, á fund, sem haldinn verður
á föstudagskvöldið kl. 8 í alþýÖU-
húsinu Iðnó. Verða par ræðuhöld
og fleira til skemtunar. Var upp-
haflega í fáði, að fundur pessi
yrði haldinn fyrri, en sökum ým-
issa atvika gat pað ekki orðið.
Oddur Sigurgeirsson: Guðrún
Lárusdóttir, sem Knútur er búinn
að gera að fátækrafulltrúa, vill
ekki láta mig kvitta fyrir eftir-
laun mín eins og aðrir heiliar-
legir menn gera, heldur vill hún
sjálf skrifa sitt eigið nafn. Ég
er á móti þessu. Hún hefir ekk-
ert læknásvottorð, en pað hefi ég.
Hvað vill hún svo upp á dekk?
Magnús V. er fjármálamaður
minn, en ekki Guðrún, eða rnein
önnur kvinna. Þetta er alt satt
og rétt.
Oddur Sigurgeirsson
af Skaganum.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Haraldur Guðmundsson.
Alpýðuprentsmiðjan.
?
/