Alþýðublaðið - 01.08.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1930, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ v SlægjnrðElliðavatasengjDin Sunnudaginn 3. ágúst verður maður stadd- ur á engjunum frá hádegi til kl. 6 e. m. til pess að vísa þeim, sem fengið hafa slægjur, á stykkin. Næstu virka daga ávísar verkstjórinn við Elliðavatnsstýtiugarðinn. Krlstján Ágúst Kristjánsson* Fæddur 16. nóvember 1899. Drukknaði af togaranum „Venusi" 22. apríl 1930. Hinzta kveðja frá konu og börnum. Lag: Hann hraustur var sem dauðinn. Við horfum út á hafið, pvi hjartans vinur kær und holskeflunum sefur, með brostin augu skær. Við vitum hann er hniginn frá hópnum, sem hann á, og heitust von er þrotin, að mega’ hann aftur sjá. Við horfum út á hafið. I hug er sorgarnótt. Til himna stíga bænir, um nýjan dug og þrótt, til hans, sem verndar börnin og mædda móður-önd, því máttug er að líkna guðs blíða náðarhönd. Við horfum út á hafið, þar hvíld þér búin er og hjartans kveðju færum, sem aldan til þín ber. Við þökkum lífið liðna og ljúfu störfin þín og lipurð við mig sjálfa og elsku börnin min. , Við horfum ljóss til landa, hvar lífsins fegurð skín. Við heyrum æðri óma og orðin blíðu þín: „Ó, harmið eigi vininn, sem hafið burtu tók, því heimferð mín var rituð í lífsins miklu bók. Þó hvíli lík mitt látið og liggi í votii gröf, þá lifir samt minn andi fyr’ ofans tímans höf. Þar engir skýjaskuggar fá skygt á sólarhvel. Hér uppi’ í unaðsgeimi sést engin sorg né hel.“ Við horfum yfir hafið á himins björtu strönd. Það hillir undir fögur og 'blómi þakin lönd. Við sjáum þig í dýrð, sem ei dauðinn raskað fær, því drottinn sjálfur læknarhvert sár, unz hjartað grær. Ágúst Jónsson, Rauðarárstíg 5. Um dagÍMSi oy weglises. Næturlæknir er í nótt Magnús Pétursson, Bergstaðastræti 65, simi 1185, aðra nótt Ólafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6, sími 2128, og aðfara- nótt mánudags Daníel Fjeldsted, Vatnsstig 4, símar 1938 og 272. Varðlæknir verður á morgun Daniel Fjeld- sted, Vatnsstíg 4 (lækningastofan (br í Pósthússtræti 7), símar 1938 og 272, og á sunnudaginn Hall- dór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. S. Engilberts nuddlæknir er nýlega kominn hehn og hef- ir nú opnað nuddlækningastofu sína aftur, er verður fyrst í stað að Njálsgötu 42. Hefir hann dval- ið erlendis frá síðastliðnu hausti til að fullkomna sig í iðn sinni. Dvaldi hann aðallega í Kaup- mannahöfn og starfaði þar við Bispebjerg-spítalann, sem er eitt af allra stærstu og full- komnustu sjúkrahúsum á Norð- urlöndum. Þár kynti hfvnn sér alt það nýjasta, er viðvíkur raf- magns-, ljós-, bað- og nudd- lækningum og sjúkraleikfimi und- ir umsjón dr. Hans Jansen, sem er álitinn vera meðal kunnustu sérfræðinga í þeim greinum. Turn Landakotskirkjunnar. Aðgangur frjáls fyrir almenn- ing kl. 3—5 á sunnudaginn. 1 Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur og lyfjabúðinni „Ið- unni“. Messur á sunnudaginn: í fríkirkjimni kl. 11 séra Friðrik Hallgrímsson. I Landakotskirkju kl. 9 f. m. há- messa. — Samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 e. m. Erik Eriksen frá Vestmannaeyjum talar. Kveðjuveizlu fyrir Vestur-íslend- inga, sem staddir eru hér í Reykja- vík eða grendinni, heldur alþingi á morgun kl. 6V2 síðdegis í Hótel Borg. Málverkasýning Eyjólfs Eyfells á Laugavegi 1 er opin í dag í síðasta sinn. Fridagur verzlunarmanna. Á morgun fara verzlunar- mannafélögin í Reykjavík skemti- ferð til Borgarness og hafa leigt „Esju“ til fararinnar. Þaðan fara þau upp í Borgarfjörð. „Esja“ fer héðan kl. 8V2 að morgni, frá hafnarbakkanum við Tryggva- götu, þar sem síðast var gerð uppfylling. Farþegar verða að vera komnir á skip kl. 8 í fyrra málið. „Esja“ kemur hingað aftur á sunnudagskvöld. Álafosshlaupið verður á morgun. Hefst það kl. 5 e. m. á íþróttavellinum og verður hlaupið þaðan upp að Álafossi, en undanfarin Álafoss- hlaup hafa verið farin þaðan hingað til Reykjavíkur. Keppend- ur verða 6. — Keppendur og starfsmenn við hlaupið eiga að vera komnir á Iþróttavöllinn kl. 4V2- Veðrið. \K5!/8 í imorgun var 11 stiga hiti í Reykjavík. Útlit hér um slóðir: Gola, snýst frá norðvestri til norðausturs. Úrkomulaust, en þykknar sennilega upp. Skemtun á Álafossi verður á morgun í sambandi við Álafosshlaupið. Byrjar hún kl. 3. Þar heldur Sigurður Skúla- son meistari ræðu. Meðal annars verður sundknattleikur milli ís- lendinga og Englendinga. Þar fer fram í fyrsta sinn 2000 stikna sund. Þar sýna stúlkur dýfingar, og margt fleira verður til skemtr unar. Aðgangur fyrir börn verð- ur ókeypis. Flugið. „Súlan“ flaug vestur í dag. Viðkomustaðir: Grundarfjörður, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Isafjörður og á hingaðferð’ Dýra- fjörður. Listaverkasafn Einars Jónssonar Opið frá 1—3 á sunnudögum og miðvikudögum. Aðgangur ó- keypis. María og Einar Markan syngja í K.-R.-húsinu kl. 9 í kvöld. „Sanitas“, gosdrykkja- og aldinsafa-gerð- in, er 25 ára. Gísli heitinn Guð- mundsson gerlafræðingur var að- MUNIÐ: Ef ykkur vantar hús- gögn ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið í fornsöluna, Aðalstræti 16, sími 1089 eða 1738. Miasalð, að llölbreyttasta úr- valið af veggmyndmn og spor- öskjurömmum er á Freyjugötu 11, sími 2105. Síslskair. Sdkksar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Munið Tfzknbúðina Grand« arstig 2. Töpuð 6. júlí svört ferðataska, læst, tornleg, bilað- burðarhaldið. Finnandi skili á Bökhlöðustíg 9. Góð fundarlaun. Stoppn® laÉsigt§jtfgs. Saafðmnt! allasp ©finstK. at stoppuðm ft*»Í8S|j©gí»aiai. — Legubektda C<Sí'»a?.'*aPÍ ávall HpririipgÍBniU, i&mil Siús- gtsgrí éékiis ílB vIH wið gea-ð- asr. VÖBadaiít rinuik Siainn- gjaraif w©r#c. ©sfesup & ®rsBðB*afewígsas*»Ii«n 4, sími 1783. - alstofnandi hennar. Var hún fyrst starfrækt á Seltjarnarnesi, en flutt þaðan 1916. Sarna ár seldi Gísli Lofti bróður sinum verk- smiðjuna. Átti hann hana til 1924. Þá keypti núverandi eigandi hennar, Sigurður Waage, hana. Hann keypti gosdrykkjagerðina „Heklu“ einnig árið 1927 og starfrækir þær í sameiningu. Afmæli. Þórarinn Kr. Guðmundsson sjó- maður, Reykjavikurvlegi 7 í Hafn- arfirði, verður 46 ára á morgun. Happdrætti stúdenta. Þessi númer komu upp: 17872 bifreiðin, 19285 peningarnir, 4 þús. kr. Ferðir á Þingvallavatni. Vélbáturinn „Grímur geitskör" fer fastar áætlunarferðir laugar- daga og sunnudaga eftir Þing- vallavatni, niður að Grafningi og til Þingvalla aftur. Enn fremur fæst hann leigður í smáferðalög um vatnið. Pöntunum á fari veitir símastöðin á Þingvöllum mót- töku. Skipajré.ttir. „Vesitri" fór í gær norður um land. Er hann nú í ferðum fyrir Eimsldpafélag ís- lands. „Brúarfoss" og „Lyra“ fóra íutan í gærkveldi. — Fisktökuskip kom í gær til „Kveldúlfs”. Kueikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 10 og 10 mín. ann- að kvöld, og er ljóstíminn til kl. 2 og 55 mín. að nóttu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.